Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 100. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980
II. grein
Sir William Stephenson
hélt til Kanada eftir
fyrri heimsstyrjöldina
og var ráðinn til að
kenna við Háskólann í
Manitoba, kenndi stærðfræði. En
Stephenson dvaldi ekki lengi í
Kanada. „Ég hafði sektartilfinn-
ingu, fannst ég hefði átt að deyja
ásamt svo mörgum félögum
mínum. En þar sem ég lifði
heimsstyrjöld af, þá fannst mér ég
verða að sanna fyrir sjálfum mér,
að ég væri þess verður að komast
lífs af úr þessum mikla hildar-
leik," sagði Stephenson síðar.
Hann afréð að fara í stutta ferð
til Englands en sú dvöl varð lengri
en hann óraði fyrir — í 19 ár bjó
hann á Englandi. Síðla árs 1922
var BBC stofnað og útbreiðslu-
stjóri BBC var Gladstone Murray,
fyrrum félagi Stephensons í
stríðinu. Það var fyrir hans orð að
hann fór til Englands. Öld útvarps
var að ganga í garð og fyrir mann
eins og Stephenson var það stóra
tækifærið. Stephenson snéri sér
að útvarpinu — hann keypti hlut í
tveimur fyrirtækjum, General-
Radio og Cox-Cavendish, raf-
tækjafyrirtæki.
Um þrítugt hafði
hann eignast
fyrstu milljónina
Stephenson vann að þróun við-
tækja og hann beindi athygli sinni
að lausn einkar mikilvægs máls í
útvarpstækni, þráðlausri sendingu
mynda. Undanfarin 30 ár hafði
verið hægt að senda mynd þráð-
laust með því að skipta henni í
smáhluta og var hver hluti ein-
kenndur með bókstaf, eða tölu til
að sýna rétt stig birtu eða skugga.
Þessi aðferð var ákaflega ófull-
nægjandi og myndin varð aldrei
skýr. Stephenson taldi, að því
aðeins væri hægt að senda mynd
þráðlaust með fullkominni ná-
kvæmni, að myndin sjálf stjórnaði
senditækinu. Hann tók til við að
þróa slík tæki. Lundúnablaðið
Daily Mail, sem þá hafði stærsta
upplag í heiminum, hafði áhuga á
þráðlausum myndasendingum og
hafði raunar framkvæmt tilraunir
á því sviði síðan 1908. Northcliffe
lávarður beitti sér fyrir því, að
Stephenson fengi aðstoðarmann,
þekktan efnafræðing, Thoren Bak-
er, prófessor.
Þeir hófu samstarf á rann-
sóknastofum General Radio í
Twyford. Árangurinn af þessari
samvinnu þeirra átti eftir að hafa
byltingarkennd áhrif á myndbirt-
ingar blaða og var einnig fyrirboði
um framtíð sjónvarps. Efnið, sem
venjulega var notað um þær
mundir í sendingu mynda, til að
breyta ljósi í rafstraum og hægt
var að senda um þræði eða
þráðlaust, var selenium. Það hafði
þann ókost, að vera tiltölulega
seinvirkt. Eftir langar og ná-
kvæmar rannsóknir tókst
Stephenson að framleiða efni í
stað seleniums, í formi þess sem
hann kallaði „ljósnæmt tæki" er
jók sendingarhraðann verulega og
tryggði jafnframt ágæta eftir-
mynd. „Þessi mynd var send með
okkar aðferð á 20 sekúndum,"
sagði Stephenson við gest um leið
og hann sýndi litla mynd, með
samhliða rákum og hann bætti við
að sending kvikmynda væri ekki
lengur ótrúlegur draumur. „Það
þarf aðeins að auka hraða tækis-
ins á þann tíma, sem nauðsyn-
legur er til að skapa myndasam-
hengi." Þegar Daily Mail birti
fyrstu myndina, sem send var með
þessari nýju aðferð í desember
1922 hyllti blaðið hinn unga hug-
vitsmann, sem „snilling á sviði
vísinda" og uppgötvun hans var
nefnd „mikill vísindaviðburður".
Tæpum tveimur árum síðar
giftist Stephenson bandarískri
stúlku   frá  Tennessee,   Mary
Eyöileggingin eftir
árás Þjóðverja á Co-
ventry var gífurleg —
heil borg lögo í rúst.
Turninn einn stóö eft-
ir af dómkirkjunni.
Stephenson viö tæki
það, sem hann fann upp
skömmu eftir heimstyrj-
öldina fyrri, til aö senda
myndir þrálaust. Tækid
markadi tímamót í
myndanotkun blaöa um
allan heim.
DULARFULLIí!
L
Sir William Stephenson var yfirmaður leyniþjón-
ustu Breta vestanhafs í síðari heimsstyrjöldinni.
Leyniþjónusta hans teygði anga sína víðs vegar
um heim. Hann var heiðraður af bæði Bretum og
Bandaríkjamönnum fyrir störf sín í síðari heims-
styrjöldinni. Sir William Stephenson er af
íslenzku bergi brotinn, móðir hans var íslenzk.
Franch Simmons, í júlí 1924. Faðir
hennar var auðugur tóbaksútflytj-
andi. Stephenson hafði þó enga
þörf fyrir peninga hans — einka-
leyfi þau, sem hann hafði fengið
fyrir uppfinningar sínar á sviði
loftskeyta, reyndust sönn gull-
náma. í ársbyrjun 1926 hafði
hann, þegar hann stóð á þrítugu,
eignast sína „fyrstu milljón doll-
ara". Snemma á 4. tug aldarinnar
stjórnaði hann tveimur tugum
fyrirtækja, átti hús við hina virðu-
legu New Cavendishgötu og auk
þess sveitasetur í Chilterns.
Hitler ætlar sér
að vinna heiminn
Árið 1924 fékk Stephenson til-
boð frá Berlín um dulmálsvél, sem
gerði það að verkum, að keppi-
nautar hans á sviði viðskipta
kæmust ekki að skilaboðum hans
við hin ýmsu fyrirtæki. Þetta tæki
var svo sem nógu saklaust í
viðskiptum — en væri því beitt í
hernaði til að senda upplýsingar,
þá var maskína þessi hreint af-
bragð. Dulmálsvélin líktist helst
þunglamalegri ritvél. Það sem
véiritað var á dulmálsvélina kom
út sem hreinasta rugl — nema
viðkomandi hefðu dulmálslykil-
inn. Stephenson vissi ekki þá, að
þýzka leyniþjónustan vann að því
að gera þetta tæki að mikilvægu
hernaðarlegu vopni. Sjálfur
gleymdi hann þessu — en einmitt
þetta dulmálstæki átti eftir að
hafa mikla þýðingu í stríðinu og
verður þess nánar getið síðar.
Nazistar komust til valda á
fjórða tug aldarinnar. Stephenson
fór margar ferðir til Þýzkalands á
fyrstu árum nazismans. Hann var
þá eigandi Pressed-Steel fyrirtæk-
isins en það framleiddi yfir 90%
allra bifreiðayfirbygginga í Morr-
is, Humber, Hillman og Austin.
Það voru einmitt tengsl Stephen-
sons við Pressed-Steel, sem fyrst
komu honum í tengsl við brezku
leyniþjónustuna. Á kaupsýsluferð-
um sínum, sem hann fór til
Þýzkalands varð hann brátt þess
áskynja, að nær allt stál, sem
Þjóðverjar framleiddu var notað
til framleiðslu á vopnum og skot-
færum, þó lögðu Versalasamn-
ingarnir  blátt  bann  við  slíku.
Ráðamenn í Bretlandi áttuðu sig
ekki á þessari ógnvekjandi þróun
— Winston Churchill var á þess-
um árum í pólitískri eyðimerkur-
göngu sinni og rödd hans var
kölluð „rödd stríðsæsingamanns-
ins". Stephenson komst á laun í
ársreikninga stálfyrirtækja í
Ruhr og hann skýrði Churchill frá
þessu í apríl 1936. „Hitler ætlar
sér að vinna heiminn," skrifaði
Stephenson til Churchill á þessum
árum. Bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum mynduðust fámennir
hópar manna, sem gerðu sér grein
fyrir hvert stefndi og voru sann-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32