Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980
Lokagrein
Það var Bretum ákaflega
happadrjúgt, að Bandaríkjamenn
heimiluðu þeim nánast ótakmark-
aða leyniþjónustustarfsemi í
Bandaríkjunum. Bretar gátu
stjórnað leyniþjónustuaðgerðum
sínum í hlutlausu landi. Þegar
útlitið var 'sem svartast og innrás
Þjóðverja í Bretland var yfirvof-
andi, þá hefði innrásin ekki komið
í veg fyrir njósnastarfsemi Breta.
I fyrsta sinn um fjögurra alda
skeið í njósnasögu Bretlands, var
til nokkurs konar „miðstöð" sem
hélt í alla strengi og þessari
starfsemi stjórnaði Stephenson.
Jafnvel áður en British Security
Coordination hafði fengið opin-
beran titil í Bandaríkjunum hafði
starfsemi hennar vaxið gífurlega.
Stephenson stjórnaði frá New
York fjórum helstu njósnastofn-
unum Bretlands, - SOE, SIS,
Security Executive og MI-5. Angar
starfseminnar náðu um allan
heim. BSC réð yfir eigin leynilög-
reglu í Bandaríkjunum.
Af þessu má sjá hve gífurlega
áherzlu Winston Churchill lagði á
öfluga starfsemi í Bandaríkjun-
um. Hitler var sannfærður um að
honum myndi takast að sigra
Bandaríkin innanfrá — með áróð-
urstækni sinni. Áróður nazista
miðaði að því, að skelfa menn.
Þjóðverjar voru „súpermenn" —
það var ekki til neins að reyna að
stöðva þá. Óttinn við nazista átti
að halda Bandaríkjamönnum í
skefjum — koma í veg fyrir að
þeir tækju þátt í styrjöldinni í
Evrópu. Churchill gerði sér grein
fyrir þessu. Hann óttaðist að
Bandaríkjamenn myndu falla
fyrir áróðurstækni nazista og
halda sig fyrir utan stríðið. Slíkt
hefði þýtt ósigur Breta. Það var
því lögð megináherzla á að halda
uppi öflugri leyniþjónustustarf-
semi í Vesturheimi og klekkja á
áróðursmeisturum nazista. Gera
einangrunarsinnum erfitt fyrir. í
fáum orðum sagt — að tryggja að
Bandaríkjamenn yrðu þátttakend-
ur í heimsstyrjöldinni við hlið
Bandamanna.
Bandaríkjamenn
setja eigin leyni-
þjónustu á lagg-
irnar
Stephenson lagði þunga áherzlu
á, að Bandaríkjamenn kæmu upp
eigin leyniþjónustu. FBI, banda-
ríska alríkislögreglan, var bundin
við starfsemi í Bandaríkjunum, þó
Edgar Hoover hafi fært starf-
semina út að takmörkuðu leyti í
S-Ameríku. Herinn hafði eigin
leyniþjónustu en hún var tak-
mörkunum háð. Það var engin
stofnun sambærileg við brezku
leyniþjónustuna í Bandaríkjunum.
Stephenson sendi Churchill skeyti:
„Ég hef verið að reyna að koma
því svo fyrir, að Donovan taki við
leyniþjónustu Bandaríkjanna".
Skömmu eftir að Bretar sökktu
Bismarck í Biscayflóa sendi
Stephenson annað skeyti til Lund-
úna. „Donovan ræddi við forset-
ann í dag og eftir langar viðræður
samþykkti hann að takast á hend-
ur samræmingu allrar leyniþjón-
ustustarfsemi, þar með talið árás-
araðgerðir ... Hann min verða
hershöfðingi að tign og aðeins
ábyrgur gerða sinna fyrir forset-
anum ... Donovan ásakar mig
fyrir að hafa komið honum í
starfið ... þú getur rétt ímyndað
þér, hve feginn ég er eftir margra
mánaða starf, að okkar maður er í
þessu starfi".
Donovan hafði ekki litist á þá
hugmynd Stephenson að taka við
bandarískri leyniþjónustu. Frá
sjónarhóli Stephenson var málið
hins vegar augljóst: I fyrsta lagi
naut Donovan trúnaðar forsetans,
utanríkisráðherrans, og ráðherra
DULARFULLI
WILLIAM STEPHENSON
Sir William Stephenson var yfirmaður leyniþjón-
ustu Breta vestanhafs í síðari heimsstyrjöldinni.
Leyniþjónusta hans teygdi anga sína víðs vegar
um heim. Hann var heiðraður af bæði Bretum og
Bandaríkjamönnum fyrir störf sín í síðari heims-
styrjöldinni. Sir William Stephenson er af
íslenzku bergi brotinn, móðir hans var íslenzk.
hergreinanna. í öðru lagi hafði
hann bæði kannað og hugleitt
hvernig starfrækja bæri leyni-
þjónustu. í þriðja lagi bjó hann
yfir nauðsynlegu víðsýni, þreki og
kappi til að koma í skyndi á
laggirnar nægilega stórri og öfl-
ugri stofnun sem gæti um síðir
haft áhrif á gang styrjaldarinnar.
Loks hafði hann sýnt, að hann var
fús til algers samstarfs við Steph-
enson og BSC og mikilvægi þessa
samstarfs hafði verið sannað í
málum, sem þeir unnu saman að.
Samstarf Donovans og Steph-
ensons hófst þegar þeir í samein-
ingu sömdu upprunalega starfs-
áætlun hinnar nýju stofnunar.
Hin nýja leyniþjónusta sótti nán-
ast alla þekkingu og aðferðir til
BSC. Hún var í byrjun algerlega
undir verndarvæng BSC. Þetta
var Bandaríkjamönnum til ómet-
anlegs gagns því fáum mánuðum
síðar voru þeir sjálfir þátttakend-
ur í styrjöldinni er Japanir gerðu
árás á Pearl Harbour og Þjóðverj-
ar lýstu síðan yfir stríði á hendur
Bandaríkjamönnum. Samstarf
þeirra Donovans og Stephenson
var mjög náið — þeir treystu
hvorum öðrum algerlega og voru
ávallt fúsir til að deila öllum
upplýsingum. í fyrstu var það BSC
sem miðlaði bandarísku leyni-
þjónustunni af þekkingu sinni.
Sjálfur leit Stephenson svo á, að
eitt allra happadrýgsta verk hans
í Bandaríkjunum hafi verið sam-
starfið við Donovan og það, að
bandarískri leyniþjónustu var
komið á laggirnar.
Vichy-sendiráðið.
Gluggi út í garð,
sem enginn að-
gangur var að
Sú ákvörðun Roosevelt, forseta
að halda sambandi við ríkisstjórn-
ina í hinum óhernumda hluta
Frakklands, — Vichy-stjórnina,
var mjög umdeild í Bandaríkjun-
um. En bandaríska stjórnin hafði
ríka ástæðu til að halda tengslum
við Vichy-stjórnina og þegar þessi
ákvörðun er dæmd í ljósi síðari
atburða, leikur ekki á tveim tung-
um, að þessi ákvörðun var rétt, —
eins og Churchill sagði síðar. „Hér
var að minnsta kosti gluggi út að
garði, sem við hófðum engan
annan aðgang að." Eitt af fyrstu
verkum Stephenson var að koma
fyrir „sínum manni" í sendiráðinu
og það varð fljótlega ljóst, að
Vichy-stjórnin hugðist nota sendi-
ráðið til víðtækrar njósna- og
áróðursmiðstöðvar. Stephenson
stóð að baki umfangsmiklum að-
gerðum gegn Vichy-sendiráðinu
og einnig gegn hinu ítalska. Segja
má að starfsemin hafi verið
tvíþætt — annars vegar að koma í
veg fyrir undirróðurs- og
njósnastarfsemi frá sendiráöun-
um og hins vegar að afla upplýs-
inga í sendiráðunum og fá þannig
mikilsverðar upplýsingar.
Einn af njósnurum Stephenson
var ung kona, hugprúð og djörf. í
„Dularfulla Kanadamanninum"
gengur hún undir nafninu Cynth-
ia. Hún hafði yfir að búa sérstók-
um kvenlegum töfrum, þó bjó hún
ekki yfir mjög augljósum kven-
þokka. Hún var hvorki fögur, né
jafnvel lagleg í venjulegum skiln-
ingi, þó hún hefði fallegt ljóst hár.
Hún var hávaxin, drættirnir
nokkuð áberandi og hún var alltaf
vel til fara. Hún var þægilegur
félagi, gáfuð og gat komið fyrir sig
orði, — og hún hafði ómetanlegan
eiginleika. Hún kunni að hlusta.
Rödd hennar var mjúk og sefandi.
Vera má, að áhrif hennar á
fórnarlömbin hafi upphaflega ver-
ið andleg en uppgötvunin á
líkamlegum töfrum hennar síðan
verkað eins og víma. Fyrsta meiri-
háttar verk Cynthiu var að afla
duimálslykla ítalska flotans í
sendiráði ítalíu í Washington. Það
gerði hún með því að koma sér í
kynni við flotamálafulltrúann, —
Alberto Lais, flotaforingja. Hann
brást við þokka hennar á þann
hátt er hún vænti — og innan
fárra vikna taldi hann sig mjög
ástfanginn af henni. Hún gat
fengið hann til að gera nánast
hvaðeina. Þegar litið er um öxl
virðist það næsta ótrúlegt, að eins
reyndur og fullorðinn maður og
hann, skyldi verða svo frá sér
numinn af ástríðu, að hann var
fús til að vinna gegn hagsmunum
lands síns til að njóta náðar konu
— svo fór nú samt. Hann lét henni
í té dulmálslykla ítalska flotans og
árangurinn var samstundis send-
ur til Lundúna.
Þrátt fyrir þann mikla skell,
sem ítalski flotinn hafði hlotið af
völdum árásar brezkra flotaflug-
véla á aðalbækistöð sína í Taranto
í nóvember höfðu ítalir samt
talsverðan flotastyrk á Miðjarð-
arhafí, — eða 6 orrustuskip, 19
beitiskip, og 120 tundurspilla og
tundurskeytabáta og yfir 100 kaf-
báta. Tölulega var þessi floti mun
öflugri en Miðjarðarhafsfloti
Cunninghams hins brezka, sem
hafði bækistöð í Alexandríu. Ekki
leikur á tveim tungum að Cunn-
ingham hefur talið þær upplýs-
ingar um ferðir ítalska flotans,
sem fengnar voru með dulmáls-
lyklum til mjög mikils hagræðis í
sambandi við ákvarðanir um at-
hafnir eigin flota. Þannig vissi
Cunningham, vegna þekkingar á
dulmálslyklunum, að ítalski flot-
inn myndi halda til Eyjahafs í
mars, 1941. Árangurinn varð
stórkostlegur sigur Breta í sjóorr-
ustunni við Matapanhöfðann. Þar
var mikill hluti ítalska flotans
gerður óvígur til ársloka.
Ævintýralegar
nætur í franska
sendiráðinu
Stephenson fannst mál til kom-
ið að koma Cynthiu fyrir í franska
sendiráðinu og hún fór á fund
sendiherrans Henry Haye, dul-
búin sem blaðakona. Eftir langt
viðtal þá bauð sendiherrann henni
að koma aftur, — og fljótlega var
svo komið að hún hafði komið sér
í vinfengi við Bestrand, höfuðs-
mann. Hann var kvæntur og átti í
fjárhagserfiðleikum. Þetta nýtti
Cynthia sér og fljótlega var svo
komið, að Bestrand féllst á að
vinna fyrir bandamenn, enda var
hann lítt hrifinn af Vichy-stjórn-
inni. Brátt streymdu upplýsingar
frá Vichy-sendiráðinu til skrif-
stofu Stephenson. Hápunkturinn á
njósnaferli Cynthiu var þegar
hún, ásamt Bestrand aflaði sér
dulmálslykla franska flotans.
Dulmál þetta notuðu aðeins flota-
málafulltrúar stjórnarinnar og
yfirmenn flota hennar. Banda-
menn voru um þessar mundir að
hefja undirbúning að innrásinni í
N-Afríku og það var því áríðandi
fyrir brezka flotamálaráðuneytið
að geta fylgst með merkjum þeim,
sem flotamálaráðuneytið í Vichy
sendi flotanum í Toulon og höfn-
um N-Afríku. Cythia hreyfði þetta
mál við Bestrand, en hann sagði
það vonlaust mál að geta aflað
lyklanna, þar sem þeirra væri svo
vel gætt — ekki einu sinni hann
hafði aðgang að dulmálsherberg-
inu. Aðeins flotamálafulltrúinn
hafði aðgang að dulmálsherberg-
inu.
Cynthia lagði á ráðin. Bestrand
féllst af fúsum vilja á að hjálpa
henni. Það var svo kvóld nokkurt
að Bestrand kom að dyrum sendi-
ráðsins ásamt Cynthiu. Varð-
maðurinn var á verðí og Bestrand
leiddi hann á eintal. Hann sagði,
að hann ætti ekki í önnur hús að
venda, þrengslin væru svo mikil í
Washington að ekki væri gott
fyrir sendiráðsmann að láta sjá
sig með konu í gistihúsi — hann
þarfnaðist næðis til að eiga nótt
með Cynthiu. Aðstoð varðmanns-
ins var tryggð með drjúgum skild-
ingi og Bestrand og Cynthia fengu
að vera um nóttina á legubekknum
á 1. hæð. Einu eða tveimur
kvöldum síðar komu þau aftur og
heimsóknin var endurtekin nokk-
ur skipti þar til varðmaðurinn
hafði vanist komu þeirra.
Svo var það kvöld nokkurt í júní
1942 að þau komu enn einu sinni
— að þessu sinni í hátíðaskapi,
með kampavín. Þau buðu varð-
manninum að drekka, það þáði
hann en í víni hans var sterkt
svefnlyf, og brátt steinsvaf hann.
Cynthia opnaði fyrir leigubílstjór-
anum en hann var alvanur lása-
smiður   og   hófst   handa.   Fyrst
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48