Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 55 Magni Kristjánsson ásamt börnum sinum Bryndísi og Guðbjarti, en þau héldu til Grænhöfðaeyja fyrr i vikunni. (Ljósm. rax.) „Þjálfun þá vantar, en þrekið er nóg“ + Guðbjartur Magnason lét það verða sitt síðasta verk, áður en hann hélt ásamt foreldrum sínum til Grænhöfðaeyja. að skora sigurmark Þróttara frá Neskaupstað í leik í 5. flokki íslandsmóts- ins í knattspyrnu gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði. Leikurinn fór fram á heimavelli Leiknis siðastliðinn sunnudag og gerði Bjartur eina mark leiksins. Það er skarð fyrir skildi í liði Þróttar að missa Bjart, sem verið hefur helzti markaskorari liðsins, en trúlega tekst Njáli þjálfara Eiðssyni að finna einhvern skeinuhættan skorara í stað Bjarts. Guðbjartur er sonur Magna Kristjánssonar, þess aflasæla skipstjóra, sem nú er útgerðar- stjóri á Grænhöfðaeyjum, en þar verða íslendingar með Bjart RE í 1% ár til aðstoðar innfæddum og er ætlunin að kenna þeim sitthvað um fiskveiðar á þessum tíma. A heimili Magna verður örugglega reynt að fylgjast náið með helztu viðburðum í íslenzkri knattspyrnu og þá sérstaklega frammistöðu Þróttar á Neskaup- 8ta^’ „Fjölyrða mætti um fótbolta hér, fjörið og úthaldið makalaust er. Samspil og kerfi þó sýnast mér fá og sizt til þess fallin að árangri ná. Þjálfun þá vantar, en þrekið er nóg og þannig mun einnig um hentuga skó.“ Magni sagði í vikunni, að talsverður knattspyrnuáhugi virtist vera á Grænhöfðaeyjum, en íþróttin væri þó stundum á nokkuð annan hátt en hér heima. Knattspyrnuskór eru ekki algengir á eyjunum og menn spila því gjarnan berfætt- ir í sandinum, en lýsing Magna sjálfs í vísukorni á hér bezt við, en hana sendi hann vinum sínum á Neskaupstað á dögunum: Við látum þessa stílhreinu mynd aí taktföstum samferða- mönnum, sem Ijósm. Mhl. tók rið Tjörnina í Reykjavík, fylgja hér með. " „ Sjónarsviptir í miðborginni + Bókaverzlun Lárusar Blöndal í Morgunblaðshúsinu við Aðal- stræti hefur verið starfrækt þar frá því húsið var tekið í notkun fyrir 27 árum. Mörgum mun því bregða í brún eftir helgina og þykja sjónarsviptir af því verzl- unin hættir starfsemi um þessa helgi. Astæða þessa er sú, að Trygg- ingamiðstöðin þarf á húsnæði sínu fyrir ofan bókaverslunina að halda fyrir rekstur sinn og mun því Happdrætti D.A.S. flytja sína starfsemi niður þang- að sem bókaverzlunin hefur ver- ið. Bókaverzlun Lárusar mun þó ekki hverfa úr miðbænum því verzlunin að Skólavörðustíg verður áfram á sinum stað. Við hér á Morgunblaðinu kom- um til með að sakna verzlunar- innar og þá ekki sízt starfsfólks- ins og forvitnuðumst við því um hvað um það yrði. Þær voru tvær eftir í verzluninni, Stella og María og unnu við að taka niður úr hillunum á milli þess sem þær afgreiddu viðskiptavini. Sú +Hvað verður þá um Sissu? verður áreiðanlega mörgum á að spyrja í framhaldi af frétt- inni um að Stella tæki við verzlunarstjórn í Isafold, en Sissa hefur stjórnað innanbúð- ar í Isafold um áraraðir, sem kunnugt er. Við heimsóttum því Sissu og spurðum hana, hvað hún ætlaði sér. Ég byrjaði sem jólasveinn, eins og ég kalla aukafólkið í jólaösinni, fyrir 28 árum“ sagði Sissa hressilega. „Gunnar Dungal er að opna bókaverzlun í Pennanum, Hallarmúla, og ég verð verzlunarstjóri hjá honum þar. Ég fer út í þessi skipti til að losna við að reka verzlun sem mína eign, þ.e. ég kem til með að losna við fjármálin og því mestan hluta af áhyggjun- um um leið. ísafold gengur vel, og ég vona að ég geti notað krafta mína eins hjá Pennan- um og ísafold," sagði hún. Við sendum Sissu velfarnað- arkveðjur og erum þess fullviss að margir koma til með að sakna hennar í miðborgarlíf- inu. Þeir voru hressir og undu sér vel í sandkassanum einn sólardag fyrir skömmu og amstur hversdagsins komst greinilega ekki að hjá þeim. Gunnar Scheving Thor- steinsson, verkfræðingur, er til vinstri og Sigurður Sig- fússon, viðskiptafræðinemi er hægra megin. Á milli þeirra fyglist Gunnar Magn- ús, sonur Gunnars, með því að ekki skerist í odda milli þeirra í sandkassanum og þeir fari sér ekki að voða verkfræðingurinn og við- skiptafræðingurinn. (Ljósm. Emilía) Sissa i ísafold. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Stella og María innanbúðar í Bókaverzlun Lárusar. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn. + Þú mátt fá fötuna mína, ef ég má fá jarðýtuna þína. — Nei takk, sko, ég er með fötu og ég ætla að byggja hús í sandinum og þá verð ég að hafa jarðýtuna. Sjáðu bara hvernig ég geri. þriðja, Áslaug, hafði þá þegar hætt störfum. Stella, sem verið hefur versl- unarstjóri sl. 15 ár og vel kunn borgarbúum af þeim sökum, sagðist taka við verzlunarstjórn í bókaverzlun ísafoldar í Austur- stræti, þannig að hún flytti sig aðeins um fet í miðborginni. María sagðist vinna áfram með Stellu og því fylgja henni út í ísafold. Um leið og Mbl. óskar þeim góðs gengis á nýjum stað þökk- um við góða þjónustu og sam- starfið á liðnum árum. Ég byrjaði sem jóla- sveinn Þrjú tonn af sandi fólk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.