Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 49 Hálfrar TÓNLISTARSKÓLINN í Re YKJAVIK starf Tónlistarskólinn í Reykjavík er að hefja fimmtugasta og fyrsta starfsár sitt um þessar mundir, en í dag, 5. október, eru rétt fimmtíu ár liðin síðan hann var settur í fyrsta sinn. Af þessu starfi í hálfa öld er mikil saga, þótt henni hafi ekki verið mjög á loft haldið og hún sé fáum kunn til hlítar, nema þeim sem næstir standa. Það voru áhugamenn úr Hljóm- sveit Reykjavíkur, „amatörar" í þess orðs beztu merkingu, sem beittu sér fyrir stofnun Tónlist- arskólans 1930. Hljómsveitin ha- fði þá starfað í 5 ár, og hafði gengið á ýmsu. Meðal hljómsveit- armanna voru nokkrir, sem fundu sárt til þess að kunnáttu og leikni vantaði til þess að hljómsveitar- starfið yrði meira en nafnið tómt. Þetta kom mjög upp á yfirborðið, þegar tekið var að hyggja að undirbúningi Alþingishátíðarinn- ar. En stórhugur sumra foryst- umannanna var þá ekki meiri en svo, að ráðgert var í fyrstu að fá hingað erlendan mann í mánað- artíma til að leiðbeina hljómsveit- armönnum og æfa hljómsveitina. Þetta var snemma árs 1928. Á fundi hljómsveitarinnar í maí á sama ári þótti þetta nokkuð stutt- ur tími og komu fram eindregnar óskir um „að námskeiðið stæði eitthvað fram yfir mánuð eða allt að sex vikum". Upp úr þessu réðst það, að próf. Johannes Velden kom hingað um haustið og dvaldist hér talsvert lengur en ætlað hafði verið, eða fram undir vor 1929. Velden mun hafa verið allstrangur þjálfari, svo að sumum hljóðfæraleikar- anna, ekki sízt þeim sem töldust „atvinnumenn", þótti nóg um og sögðu skilið við hljómsveitina í bili. En hinir þóttust hafa fengið sannanir fyrir því, hverju góð tilsögn og strangar æfingar gætu áorkað og vildu nú færa sig upp á skaftið. Á aðalfundi hljómsveitar- innar í júlí 1929 var samþykkt „að Hljómsveit Reykjavíkur starfi við hátíðahöldin á Þingvöllum næst- komandi sumar gegn því skilyrði, að alþingishátíðarnefnd launi kennara við sveitina frá 1. okt. 1929 til 1. júlí 1930 ...“ Til þessa starfs var ráðinn dr. Franz Mixa, ungur og mjög vel menntaður tónlistarmaður frá Austurríki, og kom hann hingað síðla hausts. Starfað var ötullega þennan vetur, og hljómsveitin, sem hafði verið aukin 9 hljóðfæraleikurum úr konunglegu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn, skilaði sínum hlut á Alþingishátíðinni með prýði. Nú kynnu einhverjir að hafa viljað hvilast á lárberjunum eftir vel unnið starf og slaka á, að minnsta kosti í bili. En áhuga- mönnunum í Hljómsveit Reykja- víkur var annað ofar í huga. Á aðalfundi hljómsveitarinnar sumarið 1930 kom fyrst til um- ræðu hugmyndin um stofnun tón- listarskóla. Rekstrargrundvöllur slíks skóla hafði verið athugaður áður og málið m.a. rætt við dr. Mixa. Hafði hann tekið vel í að koma aftur um haustið og hafa með sér fiðlu- og knéfiðlukennara, ef talið yrði fært að ráðast í þetta stórmæli. Skólastofnunin var nú ákveðin, skólastjóri var ráðinn Páll ísólfsson, og í skólaráð völd- ust dr. Magnús Jónsson, síðar prófessor, og var hann formaður ráðsins, Pétur G. Guðmundsson ritari, dr. Gunnlaugur Claessen, Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur og Sigurður Þórðarson tónskáld. Skólinn var, eins og fyrr segir, settur í fyrsta sinn 5. október um haustið. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Menntaskólans. Ræður fluttu skólastjórinn, Páll ísólfs- son, og formaður skólaráðs, Magn- ús Jónsson. Dr. Mixa var kominn til starfa og með honum þeir tveir kennarar, sem um hafði verið talað. Hvorugur þeirra ilentist hér lengur en þennan vetur, en dr. Mixa starfaði hér að mestu óslitið til vors 1938, og má segja að hann hafi orðið aðalkennari heillar kynslóðar íslenzkra tónskálda, auk þess sem hann var aðalpíanó- kennari skólans fyrstu árin. Skólastjórinn kenndi hljómfræði og tónlistarsögu og hafði nokkra nemendur í píanóleik. Nemendur voru 41 þennan fyrsta vetur skól- ans. Næsta vetur var ekki talið fjárhagslega kleift að hafa kné- fiðlukennara við skólann og fór þá nemendafjöldinn niður í 34. Vet- urinn 1932—3 fjölgaði þeim aftur í 54, og veturinn 1933—4 komst tala þeirra í 72. Þá um haustið hóf Árni Kristjánsson langt og heilla- drjúgt starf við skólann, en hann er þar enn starfandi kennari. Vorið 1934 brautskráðust fyrstu nemendurnir, fjórir að tölu. Próf- dómari var Emil Thoroddsen, en þeir Sigfús Einarsson gegndu því starfi oftast mörg fyrstu árin. Allt fram til 1941 var kennsla með svipuðum hætti og í upphafi og nemendafjöldi svipaður, oftast nær á milli 50 og 60 talsins. En á árunum 1941—4 kemst nemenda- talan upp í 84. Fram að þessu hafði skólinn haft aðsetur í Hljómskálanum við Tjörnina og naut þar fyrirgreiðslu Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þetta var óhentugt húsnæði og var nú orðið alltof lítið. Þjóðleikhúsbygg- ingin stóð þá uppsteypt, en að mestu ófrágengin hið innra. Þarna var nú skólanum komið fyrir til bráðabirgða í heldur óhrjálegu húsnæði, þó að rými væri nóg, og ónæði var mikið af múrbroti og öðrum smíðahljóðum í húsinu. Á næstu árum fjölgaði nemendum svo mjög, að tala þeirra komst í 240—260, enda starfaði þá við skólann fjölmenn forskóladeild eða barnadeild, sem dr. Heinz Edelstein veitti forstöðu. Þessi deild losnaði síðan úr tengslum við skólann og varð upphafið að Barnamúsíkskólanum, sem nú nefnist Tónmenntaskóli Reykja- víkur. Fyrstu tvö árin annaðist Hljómsveit Reykjavíkur rekstur Tónlistarskólans, eins og upphaf- lega var til stofnað, en brátt kom í ljós, að á þessu voru ýmislegir annmarkar. Varð það því úr, að tólf áhugamenn, helmingur þeirra starfandi í hljómsveitinni, stofn- uðu Tónlistarfélagið 27. júní 1932, og samþykkti hljómsveitin á fundi nokkru síðar að fela félaginu framkvæmd og umsjá þeirra mála, er hún hafði haft með höndum. Bar þar hæst rekstur Tónlistarskólans og hljómsveitar- Á efri hæð þessa húss við Skipholt 33 hefur Tónlistarskólinn starfað síðan i ársbyrjun 1963. Tónlistarfélagið byggði húsið og rekur Tónabió á neðri hæð þess. Efri hæðin var ætluð skólanum frá upphafi og innréttuð með þarfir hans i huga. Hafði skólinn aldrei áður starfað við svo ákjósanleg skilyrði. En nú er þetta húsnæði orðið alltof lítið. Allt frá því 1970 hefur orðið að vísa mörgum nemendum frá vegna þrengsla. Siðustu árin hafa skólasetningar- og skólaslitaathafnir farið fram i Háteigskirkju. vegna þess að i skólanum er engin aðstaða fyrir svo fjölmennar samkomur. Veturinn 1979—80 fór hluti kennslunnar fram i leiguhúsnæði i nágrenninu. Nú hefur skólinn keypt hluta af efstu hæð hússins Laugavegur 178 (um 150 fermetra) og samið um afnot af sal á sama stað. Samt mun áfram verða full þörf fyrir leiguhúsnæðið, sem áður var nefnt, og mun skóiinn þá starfa á þremur stöðum. Af þvi er mikið óhagræði. bæði fyrir nemendur og kennara, og þörfin fyrir nýtt skólahús er orðin mjög brýn. innar sjálfrar, en brátt tók félagið einnig að gangast fyrir reglulegu tónleikahaldi í Reykjavík með innlendum og erlendum lista- mönnum, óratóríuflutningi og flutningi á óperettum. Var félagið um langt skeið mjög umsvifamikið og án alls efa langöflugasti fram- kvæmdaaðilinn í tónlistarlífi landsins. Þó aö nokkuð hafi dregið úr umsvifum þess á síðari árum á það þó enn aðild að rekstri Tónlistarskólans, og áskrifenda- tónleikar þess eru merkur þáttur í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Þegar kom fram á árið 1948 varð skólinn að víkja úr Þjóðleik- húsinu. Þá keypti Tónlistarfélagið húsið Þrúðvang, Laufásvegi 7, fyrir skólann og hafði hann þar aðsetur í 14 ár. Húsið var byggt sem íbúðarhús, og var herbergja- skipan því ekki hentug til skóla- halds. Engu að síður var það mikið fagnaðarefni, þegar skólinn flutt- ist í eigið húsnæði, og þó að ým’su væri áfátt munu bæði kennarar og nemendur hafa unað hag sínum þar allvel. Fyrsta veturinn sem skólinn hafði aðsetur í Þrúðvangi, var einnig kennt í Þjóðleikhúsinu. Nemendur voru þá 260 og kennar- ar orðnir 20 talsins, nú langflestir Islendingar og margir fyrrverandi nemendur skólans. Eftir að Þjóð- leikhúsið var rýmt að fullu og SJÁ NÆSTU SIÐU Hluti af kennaraliði Tónlistarskólans veturinn 1980—81. Á myndinni eru 40 manns, en á hana vantar um timakennarar, og sumir kenna aðeins fáa tima vikulega i sérgrein sinni. kennara. Flestir eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.