Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 48. tölublaš og Aldarminning Sveins Björnssonar 18 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
„ÍJtnesjamenn" kolkritarmynd eftir Jóhannes S. Kjarval. Þessa mynd gáfu börn þeirra Grethe og
Ragnars Kjarvalsstöðum árið 1973. Nú hefur veríð gert við myndina, sem var fremur illa farin, og
verður hún sýnd í fyrsta sinn á þessari sýningu.
„Úr fórum Grethe og
Ragnars Asgeirssonar
Sýning á merku einkasafni að Kjarvalsstöðum
.44
„UR FÓRUM Grethe og Ragn-
ars Ásgeirssonar" nefnist sýn-
ing sem opnuð verður á Kjar-
valsstöðum á morgun, laugar-
dag. Hér er um að ræða einstætt
safn málverka er þau hjónin,
Grethe og Ragnar, eignuðust á
tímabilinu frá um 1920 til 1960.
Á sýningunni verða rúmlega
150 myndir, — þar af um 80
verk eftir Jóhannes S. Kjarval,
um 30 eftir Gunnlaug Scheving,
um 30 eftir Höskuld Björnsson,
svo og nokkrar myndir eftir
Guðmund frá Miðdal og fáeinar
fágætar myndir eftir Ásgrim
Jónsson. Kjarvalsstaðir standa
fyrir sýningunni í samvinnu við
afkomendur Grethe og Ragn-
ars.
Ragnar Ásgeirsson fæddist
árið 1895. Hann stundaði nám í
garðyrkju í Kaupmannahöfn en
þar komst hann í kynni við
Iistasöfn og listamenn, og vakn-
aði þá hjá honum sá listáhugi er
entist til æfiloka. Árið 1915
kynntist hann Jóhannesi Kjar-
val, sem þá stundaði nám við
listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, og var það upphaf langrar
vináttu. Eftir heimkomuna rit-
aði Ragnar mikið um listir og
listsýningar og gerði mikið til að
glæða áhuga á slíku hérlendis.
Hann   átti   um   skeið   sæti   í
Hjónin Grethe og Ragnar Ás-
geirsson
Menntamálaráði, og beitti sér þá
m.a. fyrir því að íslenzka ríkið
keypti hið kunna mannamynda-
safn Kjarvals. Vegna afskipta
sinna af þessum málum kynntist
Ragnar mörgum listamönnum,
m.a. Einari Jónssyni, Gunnlaugi
Scheving og Höskuldi Björns-
syni. Dvöldust sumir þeirra
löngum á heimili þeirra hjóna,
og tókst Ragnari á ýmsan hátt
að greiða götu þeirra, svo sem
sendibréf þeirra bera ljósan vott
um.
Elzta myndin á sýningunni er
radering eftir Rembrandt, sem
Grethe kom með í búið frá
foreldrum sínum í Danmörku.
Elztu íslenzku verkin eru eftir
Ásgrím Jónsson, lítið olíumál-
verk málað í Borgarfirði 1904
sem Einar Jónsson gaf Ragnari,
tvö málverk frá 1906, og lítið
málverk af „Djáknanum á
Myrká" sem Kjarval gaf Ragn-
ari.
Ragnar Ásgeirsson lést árið
1973. Börn hans fjögur, — Eva,
Haukur, Sigrún og Úlfur — gáfu
þá Kjarvalsstöðum fimm verk
eftir Kjarval og eru þrjú þeirra
nú á sýningunni, — tvær rauð-
krítarmyndir, önnur sjálfsmynd
Kjarvals og hin af Ragnari, og
svo stór kolateikning — frum-
mynd af veggmynd í Lands-
banka íslands.
Það er næsta fátítt að haldnar
séu sýningar á einkasöfnum hér
á landi. Safn Grethe og Ragnars,
sem nú kemur fyrir almenn-
ingssjónir, bregður upp verð-
mætri mynd af ferli nokkurra
fremstu listamanna okkar.
Stjórn Kjarvalsstaða telur mik-
ils virði að þessari sýningu var
komið upp og að hér sé um
mikinn listviðburð að ræða.
Fundur foreldra barna á dagvistunarheimilum í Kópavogi:
Starfsmannafélag Kópa-
vogs hraði viðræðum
ÞANN 25. febr. 1981 var haldinn
fundur um dagvistarmálin í Kópa-
vogi. Til fundarins var boðað af
nokkrum foreldrum barna á dag-
vistarheimilum i Kópavogi og var
fulltrúum bæjaryfirvalda og full
trúum fóstra boðið til fundarins.
Eítir að fulltrúar bæjaryfirvalda
og fóstra höfðu gcrt grein fyrir
afstöðu sinni og svarað fyrirspurn-
um viku þeir af fundi og foreldrar
ræddu málin áfram.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar:
Fundur foreldra barna á dagvist-
arheimilum í Kópavogi haldinn 25.
febr. skorar á Starfsmannafélag
Kópavogs að beita sér fyrir því að
hraða viðræðum við bæjarráð um
lausn á kjaradeilu fóstrá og bæjar-
ins.
Fundur foreldra barna á dagvist-
arheimilum í Kópavogi haldinn í
Víghólaskóla 25. febr. 1981 leggur
áherslu á mikilvægi þeirra starfa
sem fóstrur vinna og telur nauðsyn-
legt að laun þeirra verði í samræmi
við þá ábyrgð sem þær bera.
Fundurinn telur hættu á að hæfir
starfskraftar veljist ekki framvegis
til fóstrustarfa ef starfið er ekki
metið til launa að verðleikum.
Fundur foreldra barna á dagvist-
arheimilum í Kópavogi haldinn 25.
febr. skorar á deiluaðila, fóstrur og
bæjaryfirvöld, að leysa launamál
sem fyrst.
Fundur foreldra barna á dagvist-
arheimilum í Kópavogi haldinn 25.
febr. 1981 ákveður að boða til
stofnfundar foreldrafélags. Fundur-
inn kýs undirbúningsnefnd stofn-
fundar.
Athugasemdir
Albert Einarsson, sem var fundar-
stjóri á fundi foreldra barna á dagvist-
arheimilum í Kópavogi er fram fór 25.
þ.m., gerði athugasemd við orðalag
Eggerts Haukssonar í frétt sem birtist
í Morgunblaðinu 26. þ.m. þar sem hann
segir að „hugmyndin, að ganga frá
stuðningsyfirlýsingu við málstað fóstra
í málinu", hefði orðið undir á fundin-
um. Þessi hugmynd var að sögn Alberts
aldrei borin undir atkvæði á fundinum
og því ekki um það að ræða að hún
hefði orðið undir.
Þá gerði Albert athugasemd við
orðalag Eggerts er hann segir: „Þá kom
það fram hjá a.m.k. 75% ræðumanna,
að þeir teldu ekki, að svona kjarabar-
átta ætti að fara fram nema í gegnum
kjarasamninga. Taldi Albert þetta
hæpið orðalag sem gæfi villandi hug-
mynd um afstöðu manna á fundinum.
Sigurður  Þórir Jónsson  og  Hákon
Sigurgrímsson, sem báðir sátu fund
foreldra barna á dagvistarheimilum í
Kópavogi, sem haldinn var í fyrra-
kvöld, höfðu samband við Mbl. vegna
fréttar blaðsins um fundinn, þar sem
haft var eftir einum fundarmanna, að
andrúmsloftið á fundinum hefði verið
frekar andstætt fóstrum, og sú hug-
mynd, að lýsa yfir stuðningi við þær í
kjarabaráttu sinni hefði orðið undir.
Töldu þeir Sigurður og Hákon þarna
hallað réttu máli, mjög mikill meiri-
hluti fundarmanna hefði verið á bandi
fóstra enda væri tillaga, sem Hákon
flutti á fundinum og var samþykkt með
atkvæpum langflestra fundarmanna,
glöggt dæmi þar um. Astæður þess, að
fundarmenn hefðu samþykkt tillögu
frá Eggert Haukssyni, þar sem skorað
var á fóstrur og bæjaryfirvöld að ganga
þegar til samninga, væru einfaldlega
þær, að menn vildu fá lausn málsins.
Sigurður gat þess þó, að þó nokkrir
hefðu ekki greitt tiilögu Eggerts at-
kvæði, þar á meðal hann sjálfur.
„Varðandi þær fullyrðingar Eggerts,
að 75% ræðumanna hefðu tekið afstöðu
gegn þessum kjarabaráttuaðferðum
fóstra, þá er þar til að taka, að
ræðumenn voru formlega aðeins fjórir
og þar af var það einungis Eggert og
annar maður til, sem tóku þessa
afstöðu. Það er því erfitt að finna út
hvar Eggert finnur þessi 75%," sagði
Sigurður ennfremur.
Matthías Bjarnason gagnrýnir Útvarpið:
Einkennilegt að skýra
þurfi frá heimsókn
ráðherra til Akraness!
„JAFNHLIÐA fréttum af opin-
berri heimsókn forseta íslands til
Danmerkur, er skýrt itarlega frá
opinberri heimsókn forsætisráð-
herra Islands til Akraness, og er
þetta nýr fréttaflutningsmáti,
sennilega til kominn vegna
beiðni rikisstjórnarinnar," sagði
Matthias Bjarnason alþingismað-
ur i ræðu á Alþingi i gær. Sagði
Matthias, að liklega ætlaði rikis-
stjórnin með þessu að festa þá
trú i scssi. að forsætisráðherra
væri „þjóðarleiðtogi og alveg
sérstaklega vinsæll í landi sinu.
Því verða opinberir fréttamiðlar
að fylgja slíkum þjóðarleiðtoga
eftir og endursegja það sem hann
lætur frá sér fara."
Þá gagnrýndi Matthías einnig,
að Ríkisútvarpið teldi ástæðu til
að taka upp eftir forsætisráðherra
þau ummæli á Akranesi, að
stjórnarandstaðan ætlaði að efna
til málþófs um bráðabirgðalögin.
Þetta kvað Matthías alrangt, ekki
væri um málþóf að ræða þó
þingmenn vildu ræða svo mikil-
vægt mál sem það er hér um
ræddi. Gunnar Thoroddsen hefði á
hinn bóginn sjálfur tafið fyrir
afgreiðslu málsins með för sinni
upp á Akranes, því ekki væri
eðlilegt að langar umræður yrðu
um málið að honum fjarstöddum.
Undir gagnrýni Matthíasar
tóku þingmennirnir Halldór
Blöndal og Friðrik Sophusson.
Friðrik sagði fréttaflutning út-
varps í hádegisfréttum um ferða-
lag forsætisráðherra upp á Akra-
nes því undarlegri, sem í sama
fréttatíma hefði stærstu frétt
dagsins verið sleppt. En það væri
afgreiðsla ríkisstjórnarinnar á
kaupum á Þórshafnartogaranum
fyrr um morguninn, það er í
gærmorgun.
markaðurinn
í Sýningarhöllinni Bíldshöföa
Opið í dag frá kl. 1—7 e.h.,
K     á morgun frá kl. 9—4 e.h.
Fatnaður s.s.:
• Herraföt • Stakir jakkar • Terylenebuxur •
Rifflaöar flauelsbuxur • Denim gallabuxur • Dún-
wattjakkar • Blússur • Skyrtur • Peysur • Kjólar •
Kápur • Pils • Dömu- og barnaskór
Vá
þú mátt
prútta
Fyrir þá sem
sauma sjálfir
og vantar góo efni, bjóo-
um viö m.a. tweed,
100% ull, fínflauel. ytra
byröi á úlpum, poplín,
canvas, twill. denlm,
náttefni allskonar o.m.fl.
Karnabær
Belgjagerðin
Saumastofa
Karnabæjar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32