Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981 Ljósmyndir Björns Rúrikssonar Nafn Björns Rúrikssonar hefur orðið allþekkt á tiltölulega skömm- um tíma, — ekki eingöngu hér heima heldur einnig á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem hann hefur haldið tvær sýningar á ljósmyndum sínum, — nánar tiltekið í Nikon House, Rockefeller Center, New York og Newark Museum, New Jersey. Björn Rúriksson hefur víða komið við, verið blaðamaður, greinahöf- undur, unnið við Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, fararstjóri erlendra ferðamanna, er viðskiptafræðingur að mennt, svo og einkaflugmaður. Hefur haldiö fjölda fyrirlestra í Bandaríkjunum um íslenzka nátt- úru og málefni. Öll þessi störf, samfara menntuninni, virðast hafa þroskað Björn og aukið með honum athyglisgáfu, má hér sérstaklega koma fram, að hann tekur megnið af myndum sínum úr flugvél, en það hefur raunar þegar verið vel kynnt í Lesbók blaðsins. Björn er sem sagt og í bókstaflegum skilningi stöðugt með myndavélina á lofti, þótt stund- um haldi hann sig við jörðina og skorðar þá jafnvel myndavélina við fjörusteina til stöðugleikaauka, sbr. myndina „Vetrarmorgun" (13). Um leið og gesturinn kemur inn á sýningu Björns í vestursal Kjarvals- staða, verður honum ljóst, að hér er á ferð mjög vandvirknislegur ljós- myndari, er fer sínar eigin leiðir. Það, sem skilur Björn frá öðrum Ijósmyndurum, er, að hann notar ekki filtera af neinu tagi utan í einstaka mynd, svo sem „Brokey" (8) og þá „polarizing filter". Þá styðst Björn ekki við þrífót néma við töku á tveim myndum „Eyrarrós í Berufirði" (54), sem undirrituðum þótti ein þokkafyllsta myndin á sýningunni, þar sem fram kemur jarðræn fylling, grómögn, fegurð lognsins og hin unaðslega kyrrð og blíða Austurlandsins. Hin myndin er „Melgras" (56), rík af yndisþokka og litrænni fegurð. Þá notar Björn yfirleitt myndirnar svo sem þær koma úr vélinni, sker þær helst ekki og þannig eru einungis þrjár mynd- anna á sýningunni skornar, „Mosa- þemba" (7), sem er mjög hrifmikil mynd, en hér er manninum með ljósmyndavélina, sem staðsettur er inni í myndinni, gjörsamlega ofauk- ið að mínu mati, svo að meira hefði mátt skera. Hinar tvær eru „Óseyr- ar“ (18) og „Haustmorgunn" (30). Um síðasttöidu myndina mætti segja, að hér er ljósmyndavélin á mörkum málverksins og er myndin undarlega lík sumum haustmál- verkum Kjarvals. „Hér „brillera" haustlitirnir sem sagt á Kjarvalska vísu. Undarlegt fannst mér svo, er ég las svipaða tilvitnun í amerískum listdómi, en þó um aðra mynd en í svipuðu samhengi. Er hér um að ræða myndina „Miðnætursól" (28), en þar segir listrýnirinn, að hún minni merkilega mikið á myndina „Twilight in the Wildness" eftir ameríska nítjándu aldar málarann Frederic Church. Hér skal sérstak- lega tekið fram, að átt er við „að myndirnar minni á málverk". Ljósmyndin getur nefnilega ekki komið í stað málverksins að öllu leyti, enda er hún sérstök listgrein. Það er auðséð á myndunum á sýningunni, að Björn Rúriksson hefur mikinn áhuga á jarðfræði og um leið næma tilfinningu fyrir hrifmiklum formunum og stemmn- ingum í ríki náttúrunnar, — hér Björn Rúriksson á sýningu sinni að Kjarvalsstöðum. nýtur hann þess, að landið er gjöfult á myndræn tilbrigði, raunar óþrjót- andi náma. Fjölbreytileiki íslenzkr- ar náttúru er með ólíkindum og er það vel að það skuli virkjað frá sem flestum hliðum; að draga fram fegurð þess. Líkt og er með flesta, er heillast af fluginu, hefur Björn líkast til fengið áhuga á stjörnufræði og hinum hrífandi lögmálum alheims- ins. Það sýnir t.d. mynd hans af Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, sem er tekin 13.3. 1979, en þá var deildarmyrkur á tungli. Helst lítur þetta út sem dularfull höll einhvers staðar í geimnum eða handan rúms og tíma. Það, sem vakti sérstaka athygli mína við fyrstu skoðun, var hve vel var gengið frá myndunum og taldi ég það ameríska fagvinnu í fyrsta gæðaflokki. En fram kom, að Björn setti myndirnar upp sjálfur og smíðaði blindramma úr furu, á hliðum er formica-plast og fer mjög vel. Það má geta þess, að allar mynd- irnar eru 33 mm, en fyrst stækkaðar á „internegativ" 8x10, ca. 20x30 cm. Framleiðandi ljósmyndanna, Stewart Color Labs, ábyrgist litgæði þeirra í a.m.k. 25 ár, ef þær eru ekki hafðar í beinu sólarljósi eða sterku útfjólubláu ljósi. Menn taki sér- staklega eftir því siðasttalda, því að hvorki sól né útfjólublátt ljós gerir myndum gott, af hvaða tagi sem er, en þó einkum ef myndirnar eru unnar á pappír. Sýninguna hefði mátt hengja bet- ur upp, þannig að áhrifin yrðu kröftugri, óþarflega mikið ber á skellum og slettum á strigaklædd- um veggjunum, sem hægt er að forðast með tilfallandi plötum í húsinu. Lýsingin í húsinu er og naumast við hæfi ljósmyndasýn- ingar sem þessarar. Ohætt er að mæla með innliti á þessa ágætu sýningu, því að Björn Rúriksson hefur með henni ótvirætt skipað sér í fremstu röð íslenskra ljósmyndara. Svo þakka ég fyrir mig með virktum. Sýningar á verkum fatlaðra Undanfarið hafa verið settar upp tvær smásýningar á listrænni vinnu fatlaðra hér í borg. í fyrra skiptið var það í húsakynnum Álftamýrarskóla og um þessar mundir er ein siík í vesturgangi Kjarvalsstaða. Það var með mikilli tilhlökkun sem ég gerði mér ferð á sýninguna í Álftamýrarskóla, enda hafði sýningin verið hressilega auglýst og skrautlegu veggspjaldi dreift víða. Ég vil strax koma því að hve vonbrigði mín urðu mikil, því sannast sagna, var hér um til- komulitla og illa skipulagða sýn- ingu að ræða. Um þverbak keyrir með sýninguna að Kjarvals- stöðum, sem er einn alsherjar ruglingur sem alls ekki á heima á þessum stað í gefnu formi. Ég tel rétt, að koma hér fram með harða gagnrýni á fyrirtækin, þótt sú umfjöllun kunni að koma illa við ýmsa og jafnvel þykja ómannúðleg en það skal hiklaust gert því að mikið er í húfi. Svo ég mýki broddinn þá mátti auðvitað sjá ágæta og á köflum mjög athyglisverða hluti innan um en það afsakar ekki mistökin. Mér er nefnilega fullkomlega ljóst, að hér hefur verið glutrað niður stórkostlegu tækifæri til að auglýsa á veglegan hátt hvers slíkir eru megnugir og hefði gjarnan mátt leggja alla Kjarvals- staði undir þá framkvæmd. Úr því að á báðum þessum sýningum S' Með Utivist um landið ÚTIVIST VII. Ársrit Útivistar. 104 bls. Reykjavík 1981. Útivist er eitthvert glæsilegasta og besta landfræði- og ferðarit sem gefið er út hérlendis, litmynd- ir margar, myndefni hugvitlega valið í samræmi við texta og nosturslega prentað. Ritstjórarn- ir, þeir Einar Þ. Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason, tóku strax þá stefnu að hafa ritið nokkuð fjöl- breytt; birta t.d. ekki einungis ferða- og landlýsingar heldur og ýmiss konar annan fróðleik sem ferðamönnum má að gagni koma. Hefur það að mínum dómi gefist vel. í þessu hefti er þó landlýsingin yfirgnæfandi. Hefst ritið t.d. á þætti eftir Helga Þórarinsson: Æðey. Helstu örnefni og leiðar- lýsing. Helgi lést á síðastliðnu sumri en hafði þá lokið ritun þáttarins. Fylgja þættinum bæði myndir og uppdráttur. Þátturinn er ritaður af miklum kunnugleika á staðháttum og náttúrufari eyj- arinnar. Eru, svo dæmi sé tekið, taldir upp allir fuglar sem verpa í Æðey. En á síðustu árum hafa orpið þar hvorki fleiri né færri en tuttugu og fjórar fuglategundir. Nanna Kaaber segir frá Ferð í Hoffellsdal. Fjörlega skrifuð frá- sögn og greinargóð. Þá er Leiðar- Á SUNNUDAGINN 17. maí nk. verður Kvennadeild Borgfirð- ingafélagsins með sína árlegu kaffisölu og skyndihappdrætti i Domus Medica. Kvennadeildin hefir starfað í 17 Einar I>. Guðjohnsen lýsing um Arnarfjörð eftir Andr- és Davíðsson. Andrés er maður ritfær í besta lagi og þaulkunnug- ur vestra, enda þaðan upprunninn. Arnarfjörður er sem kunnugt er annar mesti fjörður þeirra sem ár og reynt eftir beztu getu að vinna að líknar- og menningar- málum. í deildinni eru konur ættaðar úr Mýra- og Borgarfjarð- arsýslum eða giftar Borgfirðing- um. Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON einu nafni kallast Vestfirðir, næstur á eftir ísafjarðardjúpi. Andrés miðar leiðarlýsingu sína við ferðamann sem vitjar um- ræddra slóða litt eða ekki kunnug- ur, lýsir helstu kennileitum og fer líka hæfilega ofan í jarðfræðina en lætur smáatriði liggja milli hluta. í Arnarfirði eru Lokin- hamrar þar sem Guðmundur G. Hagalín var í heiminn borinn. Andrés segir að í frásögnum hans kenni »Arnfirðingar hinn sann- ferðuga ilm liðinna daga, og hinar ljóslifandi myndir af fólki og landi í ritum hans finnst þeim jafn sannar og þær væru sagðar með mestri kunnáttu og íþrótt frá þeirra eigin brjósti.« Meðal annars efnis nefni ég sérstaklega þáttinn Örlygs.staðir eftir Sverri Pálsson. Þótt Örlygs- staðabardagi væri ekki mann- skæðasta orrusta á Sturlungaöld varð hann söguriturum öðrum atburðum minnisstæðari. Lýsing Sturlu Þórðarsonar á bardaganum í Sturlungu er bæði nákvæm og áhrifamikil. Og ekki þurfti Sturla að spyrja aðra þ'ví hann var þar sjálfur. Nafnið Örlygsstaðir er ábúð- armikið og gæti þess vegna verið heiti á meiri háttar prestssetri. En raunar er í vafa dregið að þar hafi nokkru sinni staðið býli. Örlygsstaðabardagi hefði verið til- valið herskóladæmi ef þess konar skólastofnun hefði verið til hér á þrettándu öld. Sverrir Pálsson leiðir að því gild rök að Sturla og Sighvatur hafi ekki valið Örlygs- staði sjálfviljuglega til varnar, þeir hafi ætlað að leita annars vígis þar nærri en ekki náð þangað áður en óvinina bar að. »Ekki er að efa,« segir Sverrir, »að framvinda mála hefði orðið allt önnur, ef Sturlungar hefðu sýnt meiri fyrirhyggju, en hún reyndist furðulega lítil og undir- búningur átakanna frá þeirra hendi ráðleysisfálm hugsjúkra manna.« Ennfremur segir Sverrir að afdrifaríkasta vanræksla Sturl- unga hafi verið sú »að hafa ekki valið sér vígstöðu. Sturlungar höfðu Skagafjörð á valdi sínu og gátu valið um hin ágætustu vígi, m.a. í Blönduhlíð, þar sem Gissuri og Kolbeini unga hefði orðið örðug atsóknin þrátt fyrir allmikinn liðsmun.« Nokkrar svarthvítar myndir fylgja þættinum, teknar af höf- undi, og verða harla daufar í samanburði við hinar mörgu lit- myndir í ritinu. Sést glöggt á svarthvítu myndunum hvað vant- ar þegar litinn vantar: grjót og gróður renna út í eitt, litaskilin eru fjarri og þar með þær útlín- urnar náttúrunnar sem marka öðru fremur svipmót landslagsins. Þá rita þeir í þetta hefti, Björn Jónsson og Hallgrímur Jónasson, en þeir hafa báðir átt efni í Útivist áður. Einnig eru þarna fregnir af skálabyggingu félagsins eftir rit- stjórann, Jón I. Bjarnason. Fylgja nokkrar myndir í léttum dúr. Það var ekki ófyrirsynju að félagið ákvað að reisa sinn fyrsta skála í Þórsmörk, þangað liggja leiðir flestra sem á annað borð kjósa að eiga stund í skauti ósnortinnar og tilkomumikillar öræfanáttúru. Gísl í turni Alistair MacLean. John Denis: SVIK AÐ LEIÐARLOKUM. Anna Valdimarsdóttir þýddi. Iðunn 1981. Yfirleitt koma ekki sögur Al- istair MacLeans út í íslenskri þýðingu fyrr en nokkrum árum eftir að þær hafa farið sigurför um heiminn eins og það er kallað, verið þýddar á flest mál og kvikmyndaðar. Svik að leiðarlok- Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um er undantekning að þessu leyti. Sagan er ekki nema ársgöm- ui, en engu að síður hafa kvik- myndamenn verið fljótari á sér en Iðunn. „Kvikmynd eftir sögunni, með stjörnufans, fer nú um allan heim eins og bókin," stendur á bókarkápu. Það mætti stundum halda að AKstair MacLean semji sögur sínar með kvikmyndun þeirra í huga. Að minnsta kosti er varla unnt að hugsa sér heppilegra efni í kvikmynd en Svik að leiðarlok- um. Metaðsókn er eiginlega fyrir- fram tryggð. Kaldrifjaður glæpamaður hefur náð Eiffelturninum í París á sitt vald og heldur þar í gíslingu móður Bandaríkjaforseta sem er að vasast í góðgerðastarfsemi. Hann er óvinnandi í turninum, enda hefur hann orðið sér úti um vopn sem skelfa má með alla heimsbyggðina. Aftur á móti eru hinir sérhæfðu fantar sem hann hefur ráðið í sína Kvennadeild Borgfirðinga- félagsins með kaffisölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.