Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 29 Giovanni Spadolini, leiðtogi ítalska Repúblikana- flokksins, hefur tekiö viö sæti forsætisráðherra í samsteypustjórn Kristilegra demókrata, Sósíalista- flokksins og annarra minni flokka og þar meö rofiö 35 ára samfellda einokun Kristilegra demókrata á þessu embætti. Repúblikanar hafa ekki veriö atkvæöamiklir í ítölskum stjórnmálum og staöiö í skugga stóru flokkanna þriggja. Ástæöuna fyrir því aö Spadolini kemst upp á toppinn nú má rekja til p-2-hneykslisins, en fyrirrennari hans í forsætisráöherrastóli, Arnaldo Forlani, neyddist til þess aó segja af sér eftir að komst upp um aóild hans aö leynifélagi frímúrara. aö öðrum kosti veröi gtslanir Irflátnir. Craxi valdamikill Áöur en Spadolini haföi tekist aö mynda stjórn haföi athyglin beinst aö Sósíalistaflokknum og formanni hans, Bettino Craxi, en rétt um þetta leyti vann Sósíal- istaflokkurinn umtalsveröan sig- ur í sveitarstjórnarkosningum á ítalíu. Flokkurinn jók fylgi sitt úr 10% í 13,7%. Leiötogi flokksins, ættiö var nú veitt Spadolini í staö kristilegs demókrata. Craxi hefur tvisvar sinnum veriö undirrótin aö því aö forsæt- isráöherrar Kristilegra demó- krata hafa orðið aö segja af sér. í hvert skipti og gengið hefur veriö til samstarfs á ný hefur hann komiö fram meö meiri kröfur. Nú síöast kom hann því til leiðar aö formaöur Repúþiikana- flokksins varö forsætisráöherra, og nú þegar þessi hefö hefur veriö rofin, má búast viö aö hann Spadoli forsætisráðherra: Kristilegir demókratar missa forsætisráðherraembættió eftir 35 ára valdaskeið Spadolini, sem er 56 ára gamall, var ekki kjörinn á þing Italíu fyrr en 1972. Þá fyrst hóf hann veruleg afskipti af ítölskum stjórnmálum, en hann er sagn- fræöingur aö mennt og hefur m.a. skrifaö bækur um sögu páfastóls og stjórnmál á ítalíu. Hann lauk prófi frá háskólanum í Flórens meö ágætiseinkunn, en sérgrein hans er 19. öldin. Hann starfaöi lengi sem ritstjóri. Áriö 1955 tók hann aö sér ritstjórn blaösins „II Resto del Carlino" sem gefiö er út í Bologna og undir stjórn hans jókst áskrif- endafjöldi blaðsins um helming og þaö öölaöist lesendahóp um alla ítalíu. Hann geröist ritstjóri „Correra della Sera“, sem gefiö er út í Milano áriö 1968 og efldist blaöiö mjög meöan hann var ritstjóri þess. Flokkur Spadolinis, Repúblik- anaflokkurinn, hlaut 3% atkvæöa í kosningunum 1979 svo aö hann er ekki í aöstööu til þess aö halda fram stefnu, sem sam- starfsflokkar hans geta ekki fall- ist á* Myndun stjórnar gekk tiltölu- lega fljótt fyrir sig. Ráöherralisti Spadolinis var aö miklu leyti svipaöur fráfarandi stjórn. Engar breytingar voru gerðar í innanrík- is-, utanríkis-, fjármála- eöa varnarmálaráöuneytinu. Til þess aö gera alla samstarfsflokkana ánægöa, gat hann ekki fækkaö ráðherrunum eins og hann haföi vonaö. Á fyrsta degi sínum í embætti tókst Spadolini aö koma í veg fyrir aö vinnudeilur blossuðu upp milli launamanna og stjórnenda verksmiðja, en eitt af stefnu- skráratriöum flokks hans er aö gert veröi varanlegt samkomulag milli aðila vinnumarkaöarins svo aö leysa megi efnahagsvanda ítalíu. Veröbólgan á ítaiíu er komin yfir 20% og efnahagsvandinn veröur stærsta vandamáliö sem stjórn Spadolinis þarf aö takast á viö. Eitt af stefnuatriöum repú- blikana er aö draga fyrir dóm- stóla þátttakendur í p-2-hneyksl- inu og reyna að uppræta spill- ingu í ítölsku stjórnmálaiífi. Baráttan gegn hryðjuverka- samtökum heldur einnig áfram. Einmitt nú halda Rauöu herdeild- irnar fjórum mönnum föngnum og krefjast þess aö yfirlýsingar frá þeim veröi birtar í fjölmiölum, Craxi heldur upp á kosninna- sigur flokks sins. Craxi, hefur á síöustu tímum ekki duliö löngun sína til aö komast í forsætisráöherrastól og honum hefur verið mikiö í mun að rjúfa samfellt valdaskeiö Kristilegra demókrata, sem átt hafa forsæt- isráöherra landsins allt frá lokum síöari heimsstyrjaldar. Þaö var aö miklu leyti fyrir þrýsting frá Craxi aö forsætisráöherraemb- geri næst kröfur til þess aö veröa sjálfur forsætisráöherra. Sumir spá þvt þess vegna aö stjórn Spadoiinis veröi ekki langltf, heldur sé hún aöeins „til bráöa- birgöa" þar til Craxi stígi skrefiö til fulls. En til þess aö Craxi geti stigiö skrefiö til fulls veröur flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, aö halda áfram aö safna aö sér fylgi. Craxi gerir sér vonir um aö fylgi haldi áfram aö sópast að flokkn- um líkt og geröist í Frakklandi, þar sem Mitterrand vann stóran sigur. Eftir því sem tímar líöa minnka þó líkur á aö sú bylgja hafi áhrif á ítalíu. Ýmsir spá því að Kommúnistaflokkurinn, sem missti talsvert fylgi í síöustu kosningum eins og Kristilegir demókratar, muni reyna aö nýta sér þessa sveiflu og jafnvel losa sig viö leníníska minnihlutann í flokknum, til þess aö auövelda þaö. Þá er jafnvel taliö aö sameining kommúnista og sósí- Spadolini greinir frétta- mönnum frá skipan rikisstjórn- ar sinnar. alista veröi gerleg, en þessir flokkar hafa lengi haft horn í síöu hvors annars á ítalíu eins og víöar. Ef af sameiningu veröur gæti oröiö aö vænta verulegra breyt- inga á stjórnmálum á Italíu eftir áralangt samstarf núverandi stjórnarflokka. Úr The Economist og L’Expres Það er heldur rólegt yfir sumartímann hér á Fróni i hinu svokallaða menningarlífi. Helst að eitthvað gerist í myndlistinni. Þó er hér menningarstarf innt af hendi á sviði kvikmyndalistar og leiklistar hina björtu sumar- mánuði. Starfsemi sem helst er auglýst í lobbíum hótela. Hér er átt við Ferðaleikhúsið Fríkirkju- vegi og kvikmyndasýningarnar í húsi Osvalds Knudsens í Hellu- sundi. Ég hef stundum velt því Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON fífldirfsku er hann beinir mynd- auganu svo til ofan í það eldhaf sem íslensk jörð eys á góðum gosdegi. Auðvitað eru til fjölmargar kvikmyndir sem sýna íslenskt gos, en mér finnst myndir Ósvalds Knudsens einhvernveg- inn öðruvísi. Andstaeður ljóss og skugga eru skarpari og miskunn- arlaus nánd hamfaranna er slík að maður finnur hitann. En ósvaldur filmaði ekki eingöngu Kvikmyndir Osvalds Knudsen Þar sem útlendingum er gefin innsýn í sérstæði íslenskrar náttúru fyrir mér, hvers vegna er svo hljótt um þetta menningarstarf, sem að því er virðist fer alveg framhjá menningarvitum dag- blaðanna. Er það vegna þess að menn líta á starfsemina sem einn lið í „ferðamannabíssness- inurn"? Er ennþá þessi hugsun- arháttur hér ríkjandi að gestir sögueyjarinnar skuli fara sem hraðast yfir og helst halda sig við rúturnar og Edduhótelin. I viðtali hér í blaðinu fyrir skömmu við Bretagne-búa kom það fram að ekki svo mikið sem einn af þeim íslendingum sem hann hitti á hringferð sinni „brosti" eða sagði „halló“. Ég held að það sé ómetanleg reynsla fyrir útlending, sem vill kynnast sérkennum íslenskrar náttúru, að sjá kvikmyndir Ósvalds Knudsens. Við búum á eldvirkri jörð þar sem hvenær sem er getur spýst upp glóandi hrauneðja eða steikjandi heitt vatn. Ósvaldur Knudsen virtist skynja þessa sérstæðni íslenskr- Ósvaldur Knudsen ar náttúru af meiri næmni en aðrir menn. Virðist mér oft í myndum hans gæta næstum eld og eimyrju, mynd hans „Heyrið vella á heiðum hveri“ fjallar eins og nafnið gefur til kynna um hveravirkni. I þessari mynd gætir sömu nálægðar við viðfangsefnið og í öðrum mynd- um Ósvalds, að vísu mætti stytta sumar senur en hinn seiðandi tónn sem tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar ljær myndefninu réttlætir að nokkru hina hægu framvindu. Ég hafði gaman af að líta þarna inn i Hellusundinu. Þar svífur andi meistarans yfir vötn- unum, og ýmsir munir í sýn- ingarsalnum minna á Ósvald likt og myndir Höskúldar Björnsson- ar í kaffistofunni í Hveragerði. Á stöðum sem þessum ríkir viss innileiki og virðing fyrir hinu gengna. Þar mætir á lifandi hátt fortíðin nútíðinni. Frá Hellu- sundi sést niður í Hljómskála- garð, en þangað er einmitt ferð- inni heitið næst, til móts við Ferðaleikhúsið. Ennþá rýkur úr Heklu TALSVERÐUR gufumokkur er enn yfir Heklu og sást hann mjög greinilega um verzlunarmanna- helgina. Veltu ýmsir þvi fyrir sér hvort Hekla vaeri aftur að byrja að gjósa. en að sögn Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings hef- ur alltaf rokið eitthvað úr Ileklu frá því að siðustu eldsumbrot voru þar i april siðastliðnum. „Hekla er svo heit ennþá, að hún heldur áfram að rjúka eitthvað. Hér er um að ræða vatnsgufu, en ekki mun hafa fallið nein aska frá því hún gaus í ágúst í fyrra. Hins vegar fer það mjög eftir veðri hvernig gufumökkurinn sést, en mest áberandi er hann í björtu veðri. Ég tel ekkert benda til þess að Hekla sé að fara að gjósa á nýjan leik, en þó er auövitað aldrei hægt að fullyrða neitt um slíka hluti,“ sagði Sigurður Þórarinsson. Mótorhjól og bíll í árekstri: Tvennt kastaðist 50 m en er lítið slasað TVENNT slasaðist á fimmtu- dagskvöld þegar bifreið og mót- orhjól skullu saman skammt frá Grindavik, en ekki er talið að meiðslin séu alvarlegs eðlis. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var á leið til Grindavíkur og hugðist ökumaður bifreiðarinn- ar stöðva hana og færa sig yfir á vinstri akrein. í þann mund sem hann beygði yfir á vinstri vegar- helminginn bar að mótorhjól á mikilli ferð og skipti það engum togum að hjólið skall á vinstri hlið bifreiðarinnar, en ökumaður mót- orhjólsins hugðist taka fram úr bifreiðinni. Ökumaður hjólsins og farþegi hans köstuðust um fimm- tíu metra vegalengd frá áreksturs- stað, en ekki taldi lögreglan í Grindavík að fólkið hefði slasast alvarlega. Mótorhjólið er gjörónýtt eftir áreksturinn og bíllinn mikið skemmdur, en hann var óökufær eftir áreksturinn. Ástæða þess að ökumaður og farþegi hjólsins slös- uðust ekki meira en raunin varð, er talin sú, samkvæmt upplýsing- . um lögreglunnar í Grindavík, að fólkið kastaðist eftir vegkantin- um, en hann er grasi gróinn og því tiltölulega mjúkur viðkomu. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu nýlega, þar sem skýrt var frá nýju nafni á þéttbýli í Fellahreppi, var sagt, að Fellahreppur væri í Norður-Þing- eyjarsýslu. Þar átti að sjálfsögðu að standa Norður-Múlasýsla. Leið- réttist þetta hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.