MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 15 SEPTEM1981 Hin árvissa SEPTEM-sýning er nú í fullum gangi í vestri sal Kjarvalsstaða sem undirstrikar að þessi listhópur lætur ekki deigan siga hvað sem sumir gagnrýnendur og listamenn skjóti að honum. Þetta er áttunda sýning listamannahópsins sem sýnir stórum meiri samstöðu og úthald en hjá hinum umdeildu Septermönnum i gamla daga en sýningar þeirra urðu vist aldrei fleiri en þrjár eða fjórar. Svo sem að líkum lætur hafa sýningarnar verið æði misjafnar á þessum átta árum, á stundum í daufara lagi svo að menn héldu jafnvel að hópurinn væri endan- lega að riðlast og leggja upp laupana. En einmitt þetta, að hann hefur haldið sínu striki þrátt fyrir ýmislegt mótlæti hefur fest hann í sessi og nú er svo komið að fáir vildu vera án þessarar sýn- ingar er haustar að í höfuðborg- inni sem annars staðar á landinu. Það er fljótsagt, að sýningin í ár er ein sú fjörlegasta í langan tíma og um leið samstæðari en nokkru sinni fyrr. Uppsetningin er mörg- um flokkum betri en síðast á þessum sama stað og koma m.a. til hin hvítu skilrúm og flekar er bera svo fallega við strigann á veggjunum. Strigann vildi ég ekki missa en öll fjölbreytni er til framfara. Þá kemur hér einnig til sem er til mikilla bóta við upp- henginguna að niðurröðun skil- rúma er nú öllu markvissari en áður og koma verk listamannanna því betur til skila hver fyrir sig. Það er alveg rétt sem einn sýnendanna lætur hafa eftir sér í blöðunum, að skörp skil séu á milli verka einstakra listamanna þótt flestir vinni í óhlutbundna stíln- um. Það má þó raunar lengi deila um það hvað óhlutbundinn stíll og hlutbundinn séu í eðli sínu og oft erfitt að draga þar hreinar línur á milli. — Myndir, sem unnar eru eftir beinum hughrifum frá náttúrunni án þess þó að vera hrein kortagerð hennar geta þannig ekki með öllu talist hrein óhlutbundin verk. Má benda á að tónverk, sem unnin eru út frá sömu forsendum eru ein- mitt kölluð „natúralistísks" eðlis. En svo er litum og flötum er einungis raðað niður vegna eigin lögmála og þetta gert með hávís- indalegum vinnubrögðum þá er það sjálfgefið að hér er um óhlutbundna list að ræða. Það er mitt mat, að enginn þeirra septem-manna getur talist í flokki þeirra sem náttúran lætur ósnortinn þótt ekki greini hinn almenni skoðandi þetta í fyrstu lotu. Lítum t.d. á myndir Þorvaldar Skúlasonar svo sem „Electra" (4), „Nafnlaus" (9) og „Hvít hreyfing" (11) hér koma sannarlega fram form sem við þekkjum úr náttúr- unni, sveiflur, litasamræmi og hrynjandi. Hinir fljúgandi fletir fyrsttöldu myndarinnar gætu allt eins skírskotað til þotualdarinn- ar... — Þá þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að aldurforseti sýningarinnar Sigurjón Ólafsson sæki föng sín til náttúrunnar og það í áþreifanlegum skilningi auk þess sem hann tengir saman viðarbúta sína og umformar eftir mjög jarðrænum lögmálum þann- ig að úr verða hrifmiklar heildir. Myndverk hans setja mikinn svip á sýninguna og tengja hana raun- ar saman og auðga. Ég held að Sigurjón hafi aldrei verið ferskari og betri í þessum stíl en einmitt nú og ætti það að færa heim sönnur á það hve aldur er afstætt hugtak í myndlistum. Erfitt er að benda á einstök verk er skeri sig úr því að í raun og veru skera þau sig öll úr á einhvern hátt en ég vil þó nefna nokkur er sérstaklega hrifu mig t.d. nr. 62. „Tvær fjalir", 63. „Mjúk form", 73. „Jafnrétti", 74. „Afallandi fæti" og 77. „Kona"... Karl Kvaran er sjálfum sér samkvæmur í listsköpun sinni og heldur ótrauður áfram, — hjá honum koma ekki lengur fram neinar stökkbreytingar heldur staðfesta og seigla. Þ6 skera sig úr nokkrar myndir þar sem hann virðist vera að fitja upp á nýju lita- og formaspili og má hér nefna myndirnar „Picasso" (46), „Blátt blátt" (51), „Fleygun" (54), „Sigð og hamar" (57) og „Sveifla" (58). Allt eru þetta mjög litsterkar myndir sem byggðar eru upp á þaulhugsuðu formi og innbyrðis samspili litahljóma og forma ... Jóhannes Jóhannesson kemur mjög sterkt út úr sýningunni og hin stóra mynd hans „Ballett" (38) er magnað verk í lit og spili forma. Þá er mynd hans „Dans á línu" mjög létt og leikandi. í myndinni „Að norðan" (45) virðist mér hann sameina gamalt og nýtt í list sinni svo að úr verður áhrifaríkur samruni... Guðmunda Andrésdóttir endurtekur enn einu sinni þá ástríðu sína að ganga út frá einu ákveðnu þema þrátt fyrir að það geri myndir hennar að jafnaði Septem-hópurinn og mynd af Sigur jóni ólafssyni hjá skúlptúrverki úr tré. mjög einhæfar í útfærslu. Mér finnast myndir hennar á sýning- unni upplagðar sem frumdróg að veggteppum því að einhvernveg- inn virðist mér þær skorta efnis- kennd og listræna dýpt... Valtýr Pétursson heggur stórt um sig á endavegg, bæði eru myndirnar stórar margar hverjar og svo þekja þær mikið veggpláss. Skemmst að segja þá þykir mér hann aldrei hafa komið sterkara fflbeytt úrvai aterðirS. M r 1P O? Stœrðir S, M, L. Jfkar fré kr. 4,_ Peysur fré fcr. j** wn Myndllst ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON frá Septem-sýningu heldur en einmitt að þessu sinni og er ég ekki einn um þá skoðun. Lítum einungis á myndir svo sem „Blár De Gaulle" (14), „Blóm" (17), „Rauða kannan" (19) og „De Gaulle á borði" (21). Litaskali Valtýs er nú öllu víðfeðmari en fyrr og hann beitir þeim einnig á efniskenndari hátt... Kristján Daviðsson sýnir að þessu sinni aðeins þrjár myndir gerðar í indversku bleki og eru áhrif frá baðströnd. Þær eru allar léttar og leikandi í allri gerð og bera höfundinum vel söguna og handbragðið er auðþekkt... Svo sem fyrr segir þá álít ég þessa sýningu máski hrifmestu Septem-sýningu frá upphafi og vona ég að fólk fjölmenni á Kjarvalsstaði á næstunni því að þar er margt að ske sem ég vík að eftir helgi. •\ '•* , ' 1^535. rvkf 3^0- St»íö akr 498 peysur, »w .60450 pctrar- au-ður 4$&ns VERZIUHIM ' i 4/4/ Frakkastíg 12, "" Sími 11699.