Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 6
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 „Mommie Dearest66 Undanfarin ár hafa komið út fjölmargar ævisögur frægra kvikmyndaleikara, ýmist sjálfsævisögur eða ritaðar af öðrum. í bóka- verslunum höfuðborgarinnar eru heilar hill- ur undirlagðar af slíkum bókmenntum. Það er engu líkara en að sérhver kvikmyndaleik- ari, kominn á miðjan aldur, telji það beinlín- is skyldu sína að veita hinum mörgu að- dáendum sínum ofurlitla innsýú í einkalífið, veita þeim vitneskju um það sem gerðist að tjaldabaki. Ýmislefít spaugileíít hefur kom- ið fram í dagsljósið í þessum skrif- um, eins og n«fur að skilja, annað hefur vakið reiði o« hneykslan. Undir það spau(íile}<a falla áreið- anlejía sárindi Feter heitins Sell- ers vefína þess, að Sophiu Loren hafði láðst að (jeta hans í bók sinni meðal þeirra karlmanna sem verið höfðu henni kærir. Taldi hann þó sjálfur að þeim hefði verið vel til vina o(í vel það. Kn fáar af þessum leikarabókum hafa vakið eins mikla athy(rli o(í hneykslan o« bókin „Mommie Dearest", sem Christina kjördóttir Joan Craw- ford skrifaði um móður sína. Bók- in kom út árið 1978 og í kjölfarið fylgdu skrif og vandlaetingarorð, sem ýmsir vinir og samstarfs- menn hinnar látnu leikkonu létu frá sér fara. Þeim þótti sem verið væri að Iýsa einhverri allt annarri konu en þeirri, sem þeir höfðu þekkt og starfað með í áratugi. Vinirnir voru á einu máli um, að unga konan hefði goldið fóstur- launin illa. Hinn upprennandi rithöfundur, Christina Crawford, hafði erindi sem erfiði með frumraun sína á ritvelli, bókin hefur verið gefin út í að minnsta kösti sjö útgáfum, sú sjöunda kom út í desembermánuði 1981. Á kápu sjöundu útgáfunnar segir að bókin hafi þá þegar selst í þremur milljónum eintaka. Á síðasta ári var svo frumsýnd kvikmynd, byggð á bókinni, með Fay Dunaway í hlutverki Joan Crawford. Kvikmyndin hefur ekki vakið minni athygli en bókin. Joan Crawford var fræg og dáð Hollywood-stjarna, hún hóf feril sinn sem dansmær, komst í dans- flokk í New York og þaðan í kvikmyndaleik í Hollywood árið 1925. Á sama tíma og unga stúlk- an var að afla sér frægðar, voru þar og á sama báti ýmsir þeir Ieik- arar sem þekktastir áttu eftir að verða, t.d. Gary Cooper, Clark Gable, Carole Lombard, Gilbert Roland, Greta Garbo o.fl. Leikkonan, sem hét Lucille Le Sueur, fæddist í San Antonio í Texas og átti erfitt í uppvexti. Húsmóðir nokkur, sem tók þátt í samkeppni um nýtt nafn á hina upprennandi leikkonu árið 1925, stakk upp á nafninu Joan Craw- ford og fékk 500 dala verðlaun fyrir. Joan Crawford varð stórstjarna, eins og þær gerðust bestar í Holly- wood, áreiðanlega mörgum minn- isstæð. Má þar nefna kvikmyndina „Whatever Happened to Baby Jane?“ árið 1962, þar var mótleik- ari hennar Bette Davis og þótti þeim báðum takast stórvel upp. Árið 1946 fékk Joan Crawford Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Mildred Pierce", en síðasta myndin sem hún lék í hét „Trog“, árið 1970, og þótti það dapurlegur endir á glæstum ferli, eftir því sem gagnrýnendur sögðu, myndin var illa gerð og ómerkileg. I upphafi ferils síns, sem var í tíð þöglu myndanna, lék Joan Craw- ford í yfir tuttugu kvikmyndum á árunum 1925—1928. Eins og títt er um kvikmynda- stjörnur átti Joan Crawford nokkra eiginmenn. Árið 1929 gift- ist hún kvikmyndaleikaranum Douglas Fairbanks Jr., þau skildu árið 1933. Eiginmaður nr. 2 var kvikmyndaleikarinn Franchot Tone 1935—1939, og síðan Philip Terry, ungur og óþekktur leikari, eiginmaður nr. 3, 1942—1945. Árið 1955 giftist Joan Crawford Alfred N. Steele, stjórnarformanni Pepsi-Cola fyrirtækisins. Alfred Steele lést árið 1959, mánuði áður en þau áttu fjögurra ára brúð- kaupsafmæli, hann var þá 54 ára að aldri. Við lát hans tók ekkjan að einhverjum hluta við starfi hans hjá Pepsi-Cola. Joan Crawford ættleiddi fjögur börn, Christinu, sem áður er getið, árið 1939, Chris árið 1943 og tví- burana Cathy og Cindy árið 1947. Börnin tók hún öll að sér nýfædd. Joan Crawford lést í New York í maímánuði árið 1977, á brúð- kaupsdegi þeirra Steele, 69 ára að aldri, (eða 73 ára, fædd 1904 eða ’08). Í bókinni „Mommie Dearest" segir frá ákafri tilfinningatog- streitu millum móður og dóttur, slík sambönd er allt annað en auð- veit að skilja til hlítar eða leggja dóm á. En bækur um móður- dóttursambönd eru nú næstum tískufyrirbrigði og margir rithöf- undar hafa spreytt sig á slíkum skrifum. Á kápu bókarinnar „Mommie Dearest" segir að þetta sé sönn saga lítillar einmana telpu, sem reyndi allt hvað hún gat til að öðl- ast ást hinnar heimsfrægu móður sinnar. í bókinni segir á einum stað: „Ég hef eytt meira en 25 ár- um í að reyna að fá fullvissu um ást mömmu minnar og að öðlast velþóknun hennar, o.s.frv." Og þegar unga konan er við líkbörur móður sinnar segir hún: „Guð hef- ur nú gert okkur frjálsar elsku mamma, farðu í friði.“ Það gefur augaleið, að æska barna Hollywood-stjarna hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Foreldrarnir mikið í burtu og þau skilin eftir í umsjá fóstra, síðan send á heimavistarskóla þegar þau höfðu aldur til og rétt komið heim í fríum, hjónaskilnaðir tíðir og los á fjölskyldulífi. Christina Rithöfundurinn Christina Crawford á æskuárum sínum með móður sinni, Joan Crawford. Joan Crawford með börnin sin fjögur, Christina, tvíburana Cathy og Cindy og Chris. Myndin tekin 1949 eða '50. Cathy Crawford Lalonde. Hún býr í Slatington, Pennsylvaníu ásamt eigin- manni og tveim börnum. Cindy Crawford Jordan. Hún er fráskilin og býr ásamt tveim sonum i Newton, Iowa. segir frá gamanmálum, sem fleyg urðu hjá þeim leikarabörnunum, eitthvað á þessa leið; Tvö börn A og B tala saman. A spyr B: „Hvernig líkar þér við nýja pabb- ann?“ B: „Mér líkar ágætlega við hann.“ A: „Mér líkaði líka ágæt- lega við hann, hann var pabbi okkar á síðasta ári.“ Joan Crawford var einstætt for- eldri þegar hún ættleiddi börnin, en Philip Terry, þriðji eiginmað- urinn, kom inn í líf eldri barnanna beggja í nokkur ár í bernsku þeirra. Alfred Steele kölluðu öll börnin pabba, á meðan hans naut við. Christina segist sjálf hafa verið umvafin ást og umhyggju móður sinnar í bernsku, jafnvel eyðilögð af eftirlæti, enda hafi hún verið langþráð uppfylling óska móður- innar, sem þráði mjög að eignast barn. I bókinni er mikið minnst á bróðurinn, Chris, en tvíburasyst- urnar eru vart nefndar á nafn. Þó kemur þar fram sú staðhæfing að telpurnar séu alls ekki tvíburar. I bókinni eru birt mörg bréf frá leikkonunni til dóttur sinnar, þeg- ar hún er í burtu í heimavistar- skólum, eða móðirin í vinnu eða á ferðalögum. Bréfin ná fram til þess tíma að Christina er orðin fullorðin kona, síðasta bréfið skrifað mánuði áður en móðirin lést. Bókin er að dómi þeirrar, er þetta ritar, ljómandi vel skrifuð og kom að því leyti á óvart. En það er fleira, sem þar kemur á óvart, það er allt það viður- styggilega, sem unga konan hefur um móður sína að segja. Það læð- ist að manni sá grunur, að þar hafi höfundur beinlínis látið væntanlega sölu- og hagnaðarvon ráða ferðinni. Auk svona venjulegrar mann- vonsku, sem dóttirin telur móður- ina hafa haft nóg af, segir hún hana hafa verið drykkfellda, vergjarna, haldna ofbeldishneigð, sem lýsti sér í misþyrmingum á börnunum, telpunni átti að hafa verið hegnt með hýðingu eða inni- lokun í skápum við minnsta brot; móðirin gerði jafnvel tilraun til að drepa hana, batt þau eldri syst- kinin niður í rúmin á nóttunni o.s.frv. Það má svo bæta því við, að dóttirin telur móður sína hafa lifað af vændi á ungum aldri, áður en hún gerðist dansmær, og telur að hún hafi haft „lesbískar" til- hneigingar. Unga konan segir móður sína hafa verið svo fulla af hatri að hún hafi ekki einu sinni getað unnt sér æskunnar — heldur hafi hún öfundað sig. Systurnar Cathy og Cindy láta til sín heyra Á meðan að á töku myndarinn- ar, sem gerð var eftir bókinni, stóð, létu þær tvíburasysturnar til sín heyra. Þær fengu rithöfundinn Jane Ardmore til að koma á framfæri í tímaritsgrein ýmsum þeim minn- ingum, sem þær eiga um æsku- heimilið og móðurina, sem þær elskuðu og dáðu að sögn. Jane Ardmore hefur þekkt þær systur frá barnsaldri, sömuleiðis móður þeirra, því hún skrifaði um hana bókina „A Portrait of Joan“ árið 1962. Þær systur ólu þá von í brjósti að leikkonan Fay Dunaway gerði móður þeirra ekki að því grimmd- arómenni sem höfundurinn gerir hana í bókinni. Systurnar kváðust hafa átt yndislega æsku, móðir þeirra hafi hugsað um þær og sinnt þeim, nema aðeins þegar hún var upptekin við kvikmynda- upptöku, þá hafi barnfóstrur hlaupið í skarðið. Segjast þær ekki hafa haft hugmynd um, að móðir þeirra hafi verið svona fræg per-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.