Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 31 Egilsstaðir: Kveikt á jólatré frá Eiðsvöllum KgilsstöAum, 19. deuember. SÚ VENJA hefur myndast að vinabær Egilsstaða í Noregi, Eiðsvellir, hefur sent Egilsstaðabúum myndarlegt jólatré fyrir hver jól. I»rátt fyrir kafaldsbyl og vonskuveður var kveikt á jólatrénu í dag að aflokinni brautskráningu nýstúdenta í Egilsstaöakirkju — en tréð stendur við kirkjuna. Formaður Norræna félagsins á Egilsstöðum, Ólafur Guðmunds- son, afhenti tréð, en oddviti Eg- ilsstaðahrepps, Sveinn Þórarins- son, tók við trénu fyrir hönd Eg- ilsstaðabúa og tendraði síðan ljós þess. Skemmtiatriði sem vera áttu við athöfn þessa féllu niður vegna veðurs, jólasveina urðu veður- tepptir — en björgunarsveitar- menn létu sig hafa það að skjóta upp flugeldum og blysum þrátt fyrir óveðrið. Nú næstu daga kemur út mynd- arleg bók um vinabæjakeðju Eg- ilsstaða, um 250 bls. að stærð í venjulegu bókarbroti, en vinabæir Egilsstaða eru: Eiðsvellir í Noregi, Skara í Svíþjóð, Soro í Danmörku og Suolahti í Finnlandi. — Ólafur. Piltur og stúlka í Skagafirði Leikfélag Skagafjarðar frumsýndi fyrir nokkru leikritið Pilt og stúlku í Varmahlíð. Meðfylgjandi mynd Alberts Geirssonar er frá frumsýningunni. Skreytingar í Bolungarvík Síöustu dagana fyrir jólafrí notuðu nemendur, kennarar og foreldrar til að skreyta skólahúsið, og voru myndir sniðnar í hvern glugga. Meðfylgjandi myndir segja meira en orð. Gunnar. atztc' l.jósm. Mbl. Kjartan AAalskdnsson. Vel heppnaðir jólatónleikar Seyðisfirði, 15. desember. í gærkvöldi voru haldnir í Seyðisfjarðarkirkju jólatónleik- ar Tónlistarskóla Seyðisfjarðar að viðstöddu fjölmenni. Efn- isskrá tónleikanna var mjög fjöl- breytt og komu flestir nemendur skólans fram eða á milli 50—60 manns. Nemendur léku verk á flautu, píanó, orgel, gítar, slag- verk, auk þess söng barnakór jólalög. Einnig komu fram tvær hljómsveitir og fluttu nokkur lög. Það hefur verið venja undan- farin ár, að nemendur skólans hafi efnt til jólatónleika í des- ember og hefur þar komið fram þverskurður af starfi skólans á fyrri önn hans. t lok námstíma- bilsins hefur svo verið efnt til lokatónleika, svonefndra vortón- leika skólans. í vetur stunda á milli 60—70 nemendur nám við skólann, á aldrinum 5 ára til 14 ára auk nokkurra eldri nemenda. Skólinn hefur haft aðsetur sitt frá haustinu 1979 í Steinholti en það húsnæði er í eigu Tónlistar- félags Seyðisfjarðar og var endursmíðað að verulegu leyti í sinni upphaflegu mynd og því verki að mestu lokið 1979. Aðstaða til kennslu er með ágætum og vel að skólanum bú- ið. Skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar er Gylfi Gunn- arsson og kennari með honum er Sigurbjörg I. Helgadóttir. Fréttaritari. Lögreglumenn og starfsmenn Flugfélagsins Ernis. Ljósmynd Mbl. l 'lfar. Lögreglufélag Vestfjarða heiðrar starfsmenn flugfélagsins Ernis fyrir frábær björgunarstörf ísadrAi, 21. dt‘s,‘mlxT. Jónas Eyjólfsson, formaður Lögreglufélags Vestfjarða, afhendir Herði Guðmundssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra Ernis, viðurkenn- ingarskjal fyrir frábær björgunarstörf. i.jósmvnd mi.i. i nar Lögreglufélag Vestfjarða boðaði til fundar sl. laugardag til þess að veita í fyrsta skipti viðurkenningu samkvæmt verölauna- og viður- kenningarreglugerð LV. I ræðu, sem formaður félagsins, Jónas Eyj- ólfsson, flutti við það tækifæri, sagði hann, að í þessu þjóðfélagi meðalmennskunnar færu miklir hæfileikar til spillis, þar sem ekk- ert væri gert til þess að ná fram því bezta í einstaklingum. Með það sjónarmið í huga, að hvetja ein- staklinginn til dáða á ýmsum svið- um væri reglugerðin sett. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að veita viðurkenningu fyrir björgunarafrek, umferðar- fræðslu, störf í þágu lögreglunn- ar og íþróttaafrek á öllu svæði lögreglufélagsins, en innan þess eru kaupstaðirnir Isafjörður og Bolungarvík, Vestur- og Norð- ur-ísafjarðarsýslur og Barða- strandarsýsla. Fyrstir til að hljóta viður- kenningu eru starfsmenn flugfé- lagsins Ernis á ísafirði fyrir björgunarafrek. Fáum er ef til vill betur kunnugt um sjúkra- og neyðarflugþjónustu flugfélags- ins Ernis en vestfirzkum lög- reglumönnum, því oftast kemur það í þeirra hlut, að flytja við- komandi sjúklinga á hina ýmsu flugvelli, sem lent er á. Nefndi Jónas nokkur dæmi um atvik, þegar flugmenn Ernis komu slösuðu fólki undir læknishend- ur í Reykjavík við mjög erfið skilyrði. Síðan afhenti hann Herði Guðmundssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra flugfélags- ins, viðurkenningarskjal fyrir frábær störf félagsins í þágu neyðarþjónustu á Vestfjörðum. Hörður Guðmundsson þakkaði fyrir hönd félagsins og sam- starfsmanna sinna og gat um gott samstarf milli flugmanna og lögreglumanna á Vestfjörð- um. Torfi Einarsson lögregluvarð- stjóri flutti ávarp og gat sér- staklega um frábæra hæfni Harðar Guðmundssonar, en Torfi og kona hans voru eitt sinn að koma heim úr brúðkaupsferð með Herði, þegar skrúfan á eins hreyfils vél félagsins losnaði af í aðflugi að ísafjarðarflugvelli og þó að vélarolía byrgði allt útsýni í gegnum fram- og hliðarrúður flugvélarinnar, tókst Herði að lenda vélinni á flugvellinum, án þess að frekari skemmdir yrðu á flugvélinni og án þess að nokk- urn sakaði um borð, en þetta gerðist fvrir nokkrum árum. - Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.