Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 289. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
31
Egilsstaðir:
Kveikt á jólatré
frá Eiösvöllum
KgirsKtöflum, 19. di'sember.
SÚ VENJA hefur myndast ad vinabær Egilsstaða í Noregi, Eiðsvellir, hefur
sent Egilsstaðabúum myndarlegt jólatré fyrir hver jól. I'ráii fyrir kafaldsbyl
og vonskuveður var kveikt á jólatrénu í dag að aflokinni brautskráningu
nýstúdenta í Egílsstaðakirkju — en tréð stendur við kirkjuna.
Formaður Norræna félagsins á   menn létu sig hafa það að skjóta
Egilsstöðum, Ölafur Guðmunds-
son, afhenti tréð, en oddviti Eg-
ilsstaðahrepps, Sveinn Þórarins-
son, tók við trénu fyrir hönd Eg-
ilsstaðabúa og tendraði síðan ljós
þess.
Skemmtiatriði sem vera áttu við
athöfn þessa féllu niður vegna
veðurs, jólasveina urðu veður-
tepptir  —  en  björgunarsveitar-
upp flugeldum og blysum þrátt
fyrir óveðrið.
Nú næstu daga kemur út mynd-
arleg bók um vinabæjakeðju Eg-
ilsstaða, um 250 bls. að stærð í
venjulegu bókarbroti, en vinabæir
Egilsstaða eru: Eiðsvellir í Noregi,
Skara í Svíþjóð, Soro í Danmörku
og Suolahti í Finnlandi.
- Ólafur.
Piltur og stúlka
í Skagafirði
Leikfélag Skagafjarðar frumsýndi fyrir nokkru leikritið
Pilt og stúlku í Varmahlíð. Meðfylgjandi mynd Alberts
Geirssonar er frá frumsýningunni.
Skreytingar í Bolungarvík
Síðustu dagana fyrir jólafrí notuðu nemendur, kennarar
og foreldrar til að skreyta skólahúsið, og voru myndir
sniðnar í hvern glugga. Meðfylgjandi myndir segja meira
en orð.
Gunnar.
l.jósm. Mbl. kjarlan AAalsleil
Vel heppnaðir jólatónleikar
SevAisfirAi, 15. desemher.
í gærkvöldi voru haldnir í
Seyðisfjarðarkirkju jólatónleik-
ar Tónlistarskóla Seyðisfjarðar
að viðstöddu fjölmenni. Efn-
, isskrá tónleikanna var mjög fjöl-
breytt og komu flestir nemendur
skólans fram eða á milli 50—60
manns. Nemendur léku verk á
flautu, píanó, orgel, gítar, slag-
verk, auk þess söng barnakór
jólalög. Einnig komu fram tvær
hljómsveitir og fluttu nokkur
lög.
Það hefur verið venja undan-
farin ár, að nemendur skólans
hafi efnt til jólatónleika í des-
ember og hefur þar komið fram
þverskurður af starfi skólans á
fyrri önn hans. í lok námstíma-
bilsins hefur svo verið efnt til
lokatónleika, svonefndra vortón-
leika skólans.
í vetur stunda á milli 60—70
nemendur nám við skólann, á
aldrinum 5 ára til 14 ára auk
nokkurra eldri nemenda.
Skólinn hefur haft aðsetur sitt
frá haustinu 1979 í Steinholti en
það húsnæði er í eigu Tónlistar-
félags Seyðisfjarðar og var
endursmíðað að verulegu leyti í
sinni upphaflegu mynd og því
verki að mestu lokið 1979.
Aðstaða til kennslu er með
ágætum og vel að skólanum bú-
ið. Skólastjóri Tónlistarskóla
Seyðisfjarðar er Gylfi Gunn-
arsson og kennari með honum er
Sigurbjörg I. Helgadóttir.
Fréttaritari.
Lögreglumenn og starfsmenn Flugfélagsins Ernis.                               Ljósmvnd \im. í ir.r.
Lögreglufélag Vestfjarða heiðrar starfsmenn
flugfélagsins Ernis fyrir frábær björgunarstörf
ÍsafirAi. 21. deMember.                    \ % MBBaHBM   ^¦^JMMMMMttMftjSttMi                1          I
Lögreglufélag Vestfjarða boðaði    \      ¦ Æ  |h          ------"3ÉÉ| ¦¦.
til fundar sl. laugardag til þess að
veita í fyrsta skipti viðurkenningu
samkvæmt verðlauna- og viður-
kenningarreglugerð LV. í ræðu,
sem formaður félagsins, Jónas Eyj-
ólfsson, flutti við það tækifæri,
sagði hann, að í þessu þjóðfélagi
meðalmennskunnar færu miklir
hæfileikar til spillis, þar sem ekk-
ert væri gert til þess að ná fram þvi
bezta í einstaklingum. Með það
sjónarmið í huga, að hvetja ein-
staklinginn til dáða á ýmsum svið-
um væri reglugerðin sett.
I reglugerðinni er gert ráð
fyrir að veita viðurkenningu
fyrir björgunarafrek, umferðar-
fræðslu, störf í þágu lögreglunn-
ar og íþróttaafrek á öllu svæði
lögreglufélagsins, en innan þess
eru kaupstaðirnir ísafjörður og
Bolungarvík, Vestur- og Norð-
ur-ísafjarðarsýslur og Barða-
strandarsýsla.
Fyrstir til að hljóta viður-
kenningu eru starfsmenn flugfé-
lagsins Ernis á ísafirði fyrir
björgunarafrek. Fáum er ef til
vill betur kunnugt um sjúkra- og
neyðarflugþjónustu flugfélags-
ins Ernis en vestfirzkum lög-
reglumönnum, því oftast kemur
það í þeirra hlut, að flytja við-
komandi sjúklinga á hina ýmsu
flugvelli, sem lent er á. Nefndi
Jónas nokkur dæmi um atvik,
þegar  flugmenn  Ernis  komu
£<•-¦
Jónas Eyjólfsson, formaður Lögreglufélags Vestfjarða, afhendir Herði
Guðmundssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra Ernis, viðurkenn-
ingarskjal fyrir frábær björgunarstörf.           i.jróm.vnd MM. í iiar.
slösuðu fólki undir læknishend-
ur í Reykjavík við mjög erfið
skilyrði.
Síðan afhenti hann Herði
Guðmundssyni, flugmanni og
framkvæmdastjóra flugfélags-
ins, viðurkenningarskjal fyrir
frábær störf félagsins í þágu
neyðarþjónustu á Vestfjörðum.
Hörður Guðmundsson þakkaði
fyrir hönd félagsins og sam-
starfsmanna sinna og gat um
gott samstarf milli flugmanna
og lögreglumanna á Vestfjörð-
um.
Torfi Einarsson lögregluvarð-
stjóri flutti ávarp og gat sér-
staklega um frábæra hæfni
Harðar Guðmundssonar, en
Torfi og kona hans voru eitt sinn
að koma heim úr brúðkaupsferð
með Herði, þegar skrúfan á eins
hreyfils vél félagsins losnaði af í
aðflugi að ísafjarðarflugvelli og
þó að vélarolía byrgði allt útsýni
í gegnum fram- og hliðarrúður
flugvélarinnar, tókst Herði að
lenda vélinni á flugvellinum, án
þess að frekari skemmdir yrðu á
flugvélinni og án þess að nokk-
urn sakaði um borð, en þetta
gerðist fyrir nokkrum árum.
— l'Hfar."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32