Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 13 Kirkjulist á Kjarvalsstöðum: „Leistist hjeðan firer christi- legt andlát“ LEGSTEINARNIR þrír, sera í gær voru fluttir til Kjarvalsstaða vegna kirkjulistarsýningarinnar um páskana, eru fulltrúar þessarar gerðar steina, sem eru allmargir hér á landi og flestir frá 17. og 18. öld. Björn Th. Björnsson, listfræð- ingur, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mikilvægt væri að hug- að væri að þessum steinum, sem finna má víða um land, og forða þeim frá eyðileggingu, og Aðal- steinn Steindórsson, umsjónar- maður kirkjugarða, tók í sama streng. Það er einkum veðrunin, sem veldur steinunum tjóni. Úr því má hins vegar draga verulega, sé þess gætt að steinarnir liggi ekki undir vatni og jarðvegi, þannig að vetrarhörkur og gaddur nái að skemma þá. Sagði Björn Th. að æskilegt væri að reisa steinana upp, til að forða þeim frá frost- skemmdum, en á þeim tíma sem þeir voru gerðir var í tísku að hafa legsteina lárétta. Það er ekki fyrr en síðar sem þeir eru látnir standa upp á endann. Áletranirnar á steinunum „Deleríum búbónis" í Hótel Hveragerði Hveragerdi, 15. marz. LEIKFÉLAG Hveragerðis frum- sýndi gamanleikinn Deleríum bú- bónis eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni í Hótel Hveragerði II. marz síöastliðinn. Húsfyllir var á frumsýningunni, sem var ákaflega vel tekið. Leikendum, leikstjóra og undirleikara var innilega fagnað í leikslok og bárust þeim blóm og heillaskeyti. Leikstjóri er frú Ragn- hildur Steingrímsdóttir, sem er bú- sett hér í Hveragerði. Undirleik ann- ast píanóleikarinn Theódór Kristjánsson. Leikendur eru níu og með helztu hlutverk fara: Hjörtur Már Benediktsson, Magnús Stef- ánsson, Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir og Garðar Gíslason. Alls vinna um 20 manns að sýningunni. Þegar þetta birtist verða 2. og 3. sýning um garð gengnar, en fjórða sýning er fyrirhuguð fimnttudag- inn 17. marz klukkan 21 í Hótel Hveragerði. Þá verður barnasýn- ing næstkomandi laugardag klukkan 15 og á sunnudag klukkan 17 verður sýning fyrir ellilífeyris- þega í Hveragerði. LH hefur í mörg ár haft þá venju að bjóða þessu fólki á sýningar sínar. Ég vil hvetja alla Hvergerðinga og aðra þá, sem tök hafa á, að sjá þessa sýningu, sem er hin bezta skemmtun. LH hefur lagt á sig mikið starf og tekið á sig umtalsverða ábyrgð með því að taka á leigu Hótel Hveragerði í tvo mánuði, til að gera þessa sýningu mögulega, en hótelið er annars lokað um þessar mundir. Ég óska LH til hamingju með gott starf. Stjórn LH skipa Hjörtur Már Benediktsson, formaður, Sonja Andrésdóttir og Svava Hauksdótt- ir. — Sigrún. Námsstefna um vöruþróun ÞRIGGJA daga námsstefna um vöruþróun verður haldin á vegum Iðnrekstrarsjóðs, Iðntæknistofnunar Listi Alþýðu- flokksins á Norðurlandi vestra ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra vegna næstu þingkosninga hefur verið ákveðinn. Listann skipa eftir- farandi: 1. Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur, Siglufirði, 2. Elín Njálsdóttir, yfirpóstafgreiðslu- maður, Skagaströnd, 3. Sveinn Benónýsson, bakarameistari, Hvammstanga, 4. Pétur Valdi- marsson, iðnverkamaður, Sauðár- króki, 5. Regína Guðjónsdóttir, íþróttakennari, Siglufirði, 6. Hjálmar Eyþórsson, fyrrv. yfirlögregluþjónn, Blönduósi, 7. Axel Hallgrímsson, sjómaður, Skagaströnd, 8. Baldur Ingvars- son, verzlunarmaður, Hvamms- tanga, 9. Sigmundur Pálsson, húsgagnasmíðameistari, Sauð- árkróki, og 10. Pála Pálsdóttir, fyrrv. kennari, Hofsósi. íslands og Teknologisk Institut í Danmörku dagana 15., 16. og 17. mars á Hótel Esju í tengslum við Vöruþróunarviku Iðnrekstrarsjóðs og Iðntæknistofnunar, sem hófst á mánudag með kynningarfundi fyrir ýmsa aðila. í frétt frá Iðntæknistofnun Is- lands segir, að markmið náms- stefnunnar sé að stuðla að mark- vissri vöruþróun í íslenskum iðn- fyrirtækjum og skiptist hún í þrjú eins dags námskeið, miðuð við ákveðin svið í iðnaði, þ.e. vélar og tæki fyrsta daginn, síðan mat- væla- og efnaiðnað og loks neyt- endavörur með áherslu á útlits- hönnun. Viðfangsefni námsstefnunnar eru stefnumörkun, mat og val á þróunarverkefnum; leit að nýjum framleiðslutækifærum út frá greiningu á þörfum notenda; skipulagning og framkvæmd vöru- þróunar í fyrirtækjum og hlutverk og starfshættir Iðnrekstrarsjóðs. Starfið á námskeiðunum fer fram með fyrirlestrum, hópverkefnum, umræðum og lýsandi dæmum, en leiðbeinendur eru þrír, tveir starfsmenn rekstrartæknideildar Teknologisk Institut í Danmörku, verkfræðingarnir Elisabeth Nils- son og Karsten Bogh, deildar- stjóri, og Elías Gunnarsson, véla- verkfræðingur, ráðgjafi um vöru- þróun í málmiðnaði. Legsteinarnir þrír, sem nú eru komnir til Kjarvalsstaða: Þingvallasteinninn, Kálfatjarnarsteinninn og Garðasteinn- inn. Líkur má færa að því að tveir síðarnefndu steinarnir séu eftir sama mann, stutt er á milli þeirra bæði í tíma og rúmi, letrið áþekkt og stcinninn líklega úr Krísuvík, segir Árni Óla. Morgunblaðið/ Kristján Orn Elíasson. þremur eru hliðstæðar. Steinninn úr Garðakirkju er legsteinn Guð- mundar Sigurðssonar, sem lést árið 1674. A steininum stendur: „Hjer under hvíler greptrað er- legt guðsbarn, Guðmundur Sug- urðsson. Leistist hjeðan firer christilegt andlát á 75. áre sins aldurs, 5. Decembris anno 1674.“ Steinninn í Þingvallakirkjugarði er á leiði Þórðar Þorleifssonar, sem lést 1676, og steinninn í Kálfatjarnarkirkju er legsteinn Eyjólfs Jónssonar, lögréttu- manns, sem andaðist 14. sept- ember 1669. — AH. Völundar gluggar Smíðum glugga úr furu, oregonpine og teakviði. Einnig smiðum við glugga úr gagnvarinni furu, sem fjórfaldar endingu glugganna. Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð. Valin efni, vönduð smíð og yfir 75 ára reynsla tryggir gæðin. Gjörið svo vel og leitið tilboða. Timburverzlunin Yolundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.