Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
37
Frá opnun málverkasýningarinnar í Galerie Liliane Franois í rue de Saine
í París 12. apríl. Listamaðurinn Nicolai, sera reyndist vera íslendingur, er á
miðri niyndinni (með sítt hár). Meðal gesta má þekkja Helgu Björnsson,
tískuteiknara í París.
íslendingur-
inn Nicolai
sýnir í París
Frá Önnu Nissels
i Paris
í einum af bestu sýningarsöl-
um Parísarborgar, sem heitir
Gallerie Liliane Francois á rue
de Seine í sjötta hverfi, stendur
yfir einkasýning á málverkum
Kristinn Nicolai.
En hver er Nicolai? Nafnið
bendir til að maðurinn sé ekki
íslenskur, en það er hann nú
samt.
Hann er fæddur og uppalinn í
Reykjavík, nánar tiltekið á
Lindargötu 58. Pabbi hans, afi,
og allir svo langt sem hann man
hafa verið Nicolai. Hann byrjaði
snemma að krassa eins og hann
orðaði það sjálfur. Þegar hann
var barn, var uppáhaldið hans
stórir hvítir veggir til að krota
á, og enn þann dag í dag á hann
erfitt með að ganga framhjá
stórum hvítum veggjum án þess
að skilja eftir sig verksum-
merki.
Frændi hans og velgjörðar-
maður, Oddur Steinþórsson
listamaður, kenndi honum
teikningu og gaf honum fyrstu
trönurnar, sem hann notar enn.
Leiðin lá fljótt erlendis til að
læra. Fyrir valinu var skóli A
Von-Spitze í Nurnberg í Þýska-
landi, en þar var Nicolai í fjögur
ár. Hann kvað þennan skóla
vera mjög góðan hvað alla
myndlistartækni snertir. 1978
kemur hann til Parísar, og hefur
hann verið mjög athafnasamur
Eitt af málverkum Nicolais. Sýninguna nefnir hann La Mode eða Tískan.
Segir Gunnar Larsen m.a. í sýningarskrá, að hann kynni þar konur er
minni á gínur. Að þessar verur, klsddar og settar á svið með pensli hans,
bíði eftir einhverjum stórkostlegum atburði.
hér enda kann hann mjög vel við
sig í París. Þetta er önnur
einkasýning hans í París og
nefnir hann sýninguna La Mode.
Fjallar hún um tískuna. í hvaða
annarri borg er raunar jafn auð-
velt að taka tískuna fyrir sem í
París?
Gunnar   Larsen,   stjórnandi
tímaritsins   Gunnar's,   segir   í
kynningarbókinni um sýningu
Nicolai, La Mode: Nicolai býður
upp á sýningu tileinkaða heimi
tískunnar, þar sem hann kynnir
konur sem minna á gínur. Þess-
ar óhreyfðu verur klæddar og
settar á svið með pensli Nicolai,
bíða eftir einhverjum stórkost-
legum atburði, einhverju hreyf-
anlegu.
Hann segir að þessi sérstaki
stíll hafi opnað nýjar leiðir í
heimi tískunnar.
Fjöldi gesta, bæði íslenskra og
franskra, var við opnunina, og
seldist strax helmingur verka
hans, en þau voru tólf að tölu.
Þær einkasýningar sem Nicolai
hefur verið með eru: 1978 Kjar-
valsstaðir, Reykjavík. 1979 Gal-
erie Furu-Koga, Tókýó. 1980
Hommage a Mishima, Galerie
Liliane Francois Paris. 1983 La
Mode, Galerie Liliane Francois
Paris.
Samsýningar Nicolai eru: 1975
Nurnberg. 1981 Gallerie Liliane
Francois París. 1982 Les Larmes
d'Eros, Centre Culturel d'Aux-
erre. 1983 Mod! Mod Centre
Culturel de Joinville.
Sýningin er opin 12. apríl til 3.
maí alla daga nema sunnudaga.
Að berjast
við meðal-
mennskuna
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Tomas Ledin
The Human Touch
Polar/ Skífan
Einhvern veginn er það nú
svo, að manni hrýs hugur við
öllu því er flokkast undir popp í
Svíaveldi. Kemur þar sennilega
einkum og sér í lagi til Abba-
gengið og þegar það bætist ofan
á haug af sænskum kvikmyndum
og vandamálaþáttum í sjónvarpi
er kannski ekki nema von að
maður taki öllu orðið með fyrir-
vara úr þeirri áttinni.
Tomas Ledin er sænskur laga-
og textasmiður og söngvari þar
að auki. Ofan á allt saman leikur
hann sjálfur á gítar, sumsé alt-
muligmand. Honum mætti
ofangreind tortryggni þegar
hann vogaði sér undir nálina á
plötuspilaranum, en viti menn,
það var engin ástæða til að taka
kappanum með fyrirvara. Hann
reyndist ekki „sænskur" fyrir
fimm aura.
Flest laga Ledin eru á þann
veg, að manni finnst einatt að
maður hafi heyrt lög hans, eða
þá hluta úr þeim, annars staðar.
Hann verður því aldrei talinn
frumlegur, enda 12 ára hjakk í
hinum harða heimi rokksins
kannski markað sín spor í huga
hans.
Þótt mikil breidd sé í lögum
Ledin, reyndar gætu þau sum
hver verið tekin beint af ýmsum
plötum þekktra tónlistarmanna,
einkum úr „west-coasf-línunni
svonefndu í Bandaríkjunum, ná
þau aldrei að mynda neina sam
stæða heild og platan verður því
fyrir vikið sundurleit.
The Human Touch er að öllu
leyti mjög „professionar unnin
og sannfærandi vinnubrögð ein
kenna útsetningar og úrvinnslu.
Að baki Ledin eru þeir Michael
Bolyos á hljómborð, Rutger
Gunnarsson á bassa, en hann er
gamalreyndur í bransanum, og
Magnus Persson á trommur. Að
auki koma svo hinir og þessir við
sögu í einstaka lögum, frægust
þeirra væntanlega Agnetha
Fáltskog úr Abba-sveitinni.
Besta lag þessarar plötu er án
efa Keep It Up; I Love You og
Loving You Is Like Chasing a
Dream eru einnig ágæt. Hin
svona upp og ofan, sum beinlínis
slök. Sumsé, plata rétt ofan við
meðallag.
hjá
okkur
kl. 10—5ídag
ing
KM
Langholtsvegi 111.
Sími 37010 — 37144.
HUSGÖGN
KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VID ÞITT HÆFI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56