Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
IBI
íþróttabandalag ísafjarðar
Sigurður Jóns
son, markvörður,
23 ára kennara-
háskólanemi.
Guðmundur Jó-
hannsson, varn-
armaður, 23 ára
háskólanemi.
Jón Björnsson,
varnarmaður, 23
ára málari.
Bjarni Jóhanns-
son, varnarmað-
ur, 25 ára íþrótta-
kennari.
Kristinn Kristj
ánsson, miðvall-
arleikmaður, 25
ára trésmiður.
Rúnar Vífilsson,
varnarmaður, 27
ára háskólanemi.
Örnólfur
Oddsson, mið-
vallarleikmaður,
27 ára íþrótta-
kennari.
Rúnar Guð-     Jóhann Torfa-     Jón Oddsson,    Gunnar P. Pét-
mundsson, mið-    son, miðvallar-    sóknarmaður, 25   ursson, sóknar-
vallarleikmaður,    leikmaður, 29    ára háskólanemi.  maður, 28 ára há-
31 árs verkstjóri.   ára verkstjóri.                     skólanemi.
Ámundi Sig-	Atli Einarsson,	Atli Geir Jó-	Garðar Gunn-	Svavar Ævars-
mundsson, sókn-	sóknarmaður,	hannesson, mið-	arsson, varnar-	son, miðvallar-
armaður, 21 árs	16 ára nemi.	vallarleikmaður,	maður, 24 ára	leikmaður, 23
íþr.k.nemL		22 ára háskóla-nemi.	nemi.	ára verkamaður.
Guðjón Reynis-
son, miðvallar-
leikmaður, 20
ára nýstúdent.
Benedikt Ein-
arsson, varnar-
maður, 19 ára há-
skólanemi.
Magnú.s Hans-
son, varnarmað-
ur, 27 ára hús-
gagnasmiður.
Gunnar Níels-
son, miðvallar-
leikmaður, 20
ára nýstúdent.
Guðmundur
Magnússon,
sóknarmaður, 16
ára nemi.
„Mótlætið
hefur styrkt okkur"
„IvIOTIÐ leggst bara nokkuð vel
í mig — ég er ánægður með byrf-
unina hjá okkur," sagði Halldór
Jónsson, formaður knattspyrnu-
deildarinnar á ísafirði, í samtali
við Mbl.
„Það var nú reyndar búio að
afskrifa okkur að hluta til — td.
vegna vandræoa í þjálfaramálum
— en ekkert lið getur bókað sig-
ur gegn okkur nú frekar en áður.
Mótlætið hefur aðeins styrkt
okkur ef eitthvað er."
Halldór sagði að ísfirðingar
hefðu að vísu misst fastamenn
úr liði sínu frá því í fyrra — en
þeir hefðu fengið menn í þeirra
stað, sem hefðu fyllt í skörðin, og
kannski rúmlega það.
Eins og fram hefur komið réðu
ísfirðingar til sín enskan þjálf-
ara, Martin Wilkinson að nafni,
á síðustu stundu þar sem þjálf-
ari sá er þeir höfðu fengið varð
að láta af störfum af persónu-
legum ástæðum Wilkinson kom
Halldór    Jónsson    formaður
knattspyrnudeildarinnar.
hingað til lands á dögunum en
fór síðan utan á ný til að ganga
frá sínum málum. Hann kemur á
ný hingað til lands á morgun.
„Fyrstu kynni okkar af þess-
um þjálfara voru mjög góð —
hann var með afbrigðum al-
mennilegur og kom mjög vel
fyrir. Hann hefur sagt margt af
viti — þannig að þetta er engin
loftbóla," sagði Halldór.
Hvað með peningamálin?
„Þau eru auðvitað erfið hjá
okkur eins og annars staðar.
Ferðakostnaður er sennilega
mestur allra liða í deildinni hjá
okkur — og þetta ár verður að
vera aðhald í peningamálum.
Við höfum þurft að horfa meira í
peninginn en í fyrra. Við vorum
með skuldahala síðan þá sem við
höfum náð að greiða, þannig að
það gaeti verið bjart framundan.
Það var metaðsókn á fyrsta
leikinn hjá okkur — og ef heldur
svo áfram ættum við ekki að
þurfa að kvarta."      — Sh.
Wilkinson kem-
ur til lands-
ins á morgun
Englendingurinn Martin Wilk-
inson þjálfar ísafjarðarliðið í
sumar. Hann er nú staddur í Eng-
landi þar sem hann gengur frá sín-
um málum — en hann var samn-
ingsbundinn 4. deildarliðinu Pet-
erborough. Hann kemur til lands-
ins á morgun þannig að ekki var
unnt að spjalla vio hann.
Wilkinson var staddur hér á
landi á dogunum er hann ræddi
við ísfirðinga og ræddi blm. Mbl.
þá við hann. Hann sagði þá að
sér litist ágætlega á aðstæður á
fsafirði, og sagðist hafa hrifist
af því hve allir væru metnað-
argjarnir þar. „Ég er auðvitað
metnaðargjarn líka, og vil að lið-
ið standi sig sem best," sagði
hann.
Hann hafði skiljanlega ekki
mikið að segja um íslenska
knattspyrnu, þar sem hann hafði
ekkert kynnst henni, nema hvað
hann hafði skoðað myndir á
myndbandi frá leikjum ÍBl í
fyrra. „Mér sýnist að liðið hafi
leikið mikið „kick and chase"-
knattspyrnu — þ.e.a.s. sparkað
var fram og síðan áttu framherj-
arnir að ná boltanum. Liðið hef-
ur að vísu á að skipa mjög fljót-
um framherjum þannig að þessi
aðferð hentar því vel."
Orðrómur var uppi um það áð-
Wilkins þjálfari ÍBÍ.
ur en Wilkinson kom til landsins
að verið gæti að hann léki með
liði ÍBÍ síðari hluta sumars, en
ekki vildi hann gefa ákvcðið svar
við þvi. Sagðist þurfa að sjá
hversu góð knattspyrnan væri
áður en hann tæki ákvörðun þar
að lútandi.
— SH
Hópurinn sam-
einast ekki fyrr
en í byrjun júní
„VIÐ MUNUM leggja allt í sölurn-
ar til þess að halda sæti okkar í 1.
deildinni í ár. En baráttan verður
erfið. Að mínum dómi skiplisl
deildin í tvennt. Það verða Valur,
Víkingur, Breiðablik og Akranes
sem skera sig úr og berjast um
efstu sætin en hin lioin geta öll
fallið og munu berjast jafnri bar-
áttu um að falla ekki," sagði
Hreiðar Sigtryggsson fyrirliði IBI
um mótið sem er framundan.
— Við í liði ÍBÍ eigum við
vissa erfiðleika að etja sem önn-
ur lið þekkja ekki. Hluti leik-
manna okkar er fyrir vestan en
svo er stór hluti leikmanna hér
fyrir sunnan við nám og hópur-
inn nær ekki að sameinast fyrr
en í byrjun júnímánaðar. Þetta
kemur að sjálfsögðu niður á
leikskipulagi og fleiri hlutum
varðandi þjálfun okkar, og setur
strik í reikninginn. En við erum
síður en svo með einhverja
svartsýni. Við munum berjast af
krafti og ákveðni eins og í fyrra
og vonandi uppskera vel.
— Þar sem þjálfun í yngri
flokkum er ábótavant má segja
að okkur skorti ef til vill meiri
boltatækni en við bætum það
upp með leikgleði og sigurvilja.
Nú, við lentum í 5. til 6. sæti í
fyrra og vil ég minna á að ekkert
lið skoraði þá fleiri mörk í mót-
Heiðar Sigtryggsson fyrirliði ÍBÍ.
inu. Þannig að við gátum vel við
unað.
— í ár setti það strik í reikn-
inginn að við skiptum um þjálf-
ara, og slíkt er ávallt slæmt.
Þorsteinn varð að hætta hjá
okkur af persónulegum ástæðum
og nú fáum við enskan þjálfara.
Við vonum að samvinna og ár-
angur með honum verði góður.
-ÞR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64