Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Vķkingar ķ vķgahug 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
Lcikmcnn liðs Knattspyrnufélagsins Víkings í 1. deild keppnistíma-
bilið 1983. Aftasta röð frá vinstri: Sverrir Herbertsson, Þórður Marels-
son, Ragnar Gíslason, Sigurður Aðalsteinsson, Páll Ásgrímsson, Gylfi
Rútsson, Unnsteinn Kárason og Magnús Þorvaldsson. Miðröð: Eiríkur
Helgason, formaður knattspyrnudeildar Vikings, Ásgeir Ármannsson,
stjórnarmaður, Stefán Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Ólafur Ólafs-
son, Einar Einarsson, Diðrik Ólafsson, liðsstjóri og Jón Ólafsson, Jiðs-
stjóri. Fremsta röð: Heimir Karlsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ómar
Torfasopn, Ögmundur Kristinsson, Jean Paul Colonval, þjálfari, Jón
Otti Jónsson, Jóhann Þorvarðarson, Oskar Tómasson og Andri Mar-
teinsson.
Hélt að Youri væri
ekki með réttu ráði
þegar hann bað mig
að leika miðvörð
segir Stefán Halldórsson, sem nú vill ekki fyrir nok-
kurn mun skipta
Stefán Halldórsson, miðvörður
Víkings, er tvúnælalaust einn af
beztu knattspyrnumönnum sem
Víkingur hefur alið. Hann hefur
lengi staðið í baráttunni — aðeins
sextán ára gamall varð hann bikar-
mcistari með Víkingi. Var varamað-
ur þegar Víkingur sigraði Breiða-
blik í úrslitum bikarkeppni KSÍ árið
1971. Síðan hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar — Stefán varð einn af
marksæknustu miðherjum ís-
lenskrar knattspyrnu og árið 1976
lá leioin i atvinnumennsku — hjá
Royale Union í Belgíu og síðan lék
hann með Krisliansand í Svíþjóð.
Það var því ekki að ástæðulausu
að Víkingar fögnuðu komu Stefáns
þegar hann hóf að leika með Vík-
ingi á ný í fyrra. Menn litu björtum
augum til sumarsins — og marka
Stefáns. En það fór á annan veg.
Stefán var gerður að miðverði liðs-
ins og Víkingur varði íslandsmeist-
aratitil sinn. En hver var ástæðan að
Stefán fór í miðvarðarstöðuna?
„Það er nokkuð sérkennilegur
aðdragandi," sagði Stefán í samtali
við blaðamann. „Víkingur átti að
leika sinn annan leik í Reykjavíkur-
mótinu í fyrra og þegar ég mætti,
þá spurði Youri Sedov mig hvort ég
vildi ekki leika stöðu „sweepers."
„Ég veit þú getur það" sagðu Youri.
Ég hélt, að Youri væri ekki með
réttu ráði. Sagðist aldrei hafa leikið
þessa stöðu og mér litist ekkert á
það. En Youri sat við sinn keip —
hann lagði hart að mér og ég lét til
leiðast og sagði það á hans ábyrgð
ef illa færi. Hann féllst á það — og
ég fór í stöðu „sweeper" og þetta
hefur gengið stórslysalaust. Nú
finnst mér mjög gaman að leika
þessa stöðu og vildi undir engum
kringumstæðum skipta"
— Og þú varðst íslandsmeistari í
fyrsta sinn, eftir öll árin í barátt-
unni.
„Já — það var stórkostleg til-
finning. Þegar ég hóf að leika með
Víkingi í fyrravor, þá hvarflaði það
ekki að mér að við næðum að verja
titilinn. Ég raunar vissi ekkert
hvernig til tækist — að vinna tvö ár
í röð hafði aðeins gert tvívegis eftir
að tvöföld umferð var tekin upp.
Skagamenn unnu tvöfalt 1974-75
og Valur 1966-67. Það þarf því mik-
ið til.
En Víkingur er í dag mesta í-
þróttaveldi á íslandi og félagið
hafði eflst ótrúlega mikið frá því ég
fór í atvinnumennsku 1976. Þá kom
mér á óvart hve leikmenn voru tekn-
ískir og höfðu næmt auga fyrir spili
þegar ég hóf æfingar í fyrravor með
Víkingi. Liðið small mjög vel sam-
an — það voru engir stjörnuleik-
menn. Við unnum sem ein heild og
allir vorum við staðráðnir í því að
gera okkar bezta. Það tókst — við
urðum íslandsmeistarar en þú mátt
ekki gleyma því, að ég hafði áður
orðið íslandsmeistari. Það var í
handknattleik — þá auðvitað með
Víkingi"
— Nú hefur þú verið orðaður við
landslið, vegna góðrar frammi-
stöðu.
„Ég hugsa ekki mikið um það —
en að sjálfsögðu mundi ég ekki
segja nei ef mér byðist að leika með
íslenska landsliðinu. Það yrði ákaf-
lega gaman og þá ekki síst, þar sem
ég hef leikið landsleiki í handknatt-
leik. Það yrði gaman að geta státað
af landsleikjum í báðum þessum í-
þróttagreinum"
— Þú fórst í atvinnumennsku ár-
ið 1976.
„Já ég fór til Royale Union í Bel-
gíu — og atvinnumennskan er
strangur  skóli,   sem  bæði   hefur
Hefurðu gætt þér á
fiskinum
frá
SALTFISKUR
íxrTfc-wP
^ti^m®
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16