Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 Vinur villidýranna Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Vinur villidýranna Nafn á frummáli: The Beastmaster. Handrit: Paul Pepperman og Don Coscarelli. Leikstjóri: Don Coscarelli. Sýningarstaður: Regnboginn. Það er fróðlegt að líta á bíóaug- lýsingar dagblaðanna þessa dag- ana. I Austurbæjarbíói er verið að sýna Firefox, í Nýja Bíói Poltergeist, i Laugarásbíói Thing, í Bíóhöllinni Get Crazy, í Bíóbæ Polyester og í Regnboganum Alligator. Þetta fer bara að verða eins og fyrir austan á Seyðisfirði, þar sem til skamms tma var talast við á norsku eða dönsku í fínni húsum. Æ, ég gleymdi einni — þeirri nýjustu í A-sal Regnbogans, sú nefnist i auglýsingu Beastmaster. Það er kannski ófínt að þýða nafn þessar- ar myndar yfir á útkjálkamál, en mætti ekki skíra myndina Konung dýranna. Æ, nei, þetta er nú ekki nógu gott nafn, máski betra að leita í prógramminu að betra heiti. Þar kemur í ljós, að aðalsöguhetjan heitir Dar. Mætti ekki nota nafn þessa furðumanns og skíra mynd- ina Dar — konung villidýranna? Ég held að þetta heiti gæti átt vel við myndina sem fjallar á frem- ur óvenjulegan hátt um samband fyrrgreinds Dars er hefir á furðu- legan hátt verið numinn úr móð- urkviði yfir í leg belju og þaðan leystur með keisaraskurði — við dýr merkurinnar; einkum þó varg- fugl einn sem vísar honum til vegar og hlébarða er ver hann með klóm og kjafti, að ógleymdum tveim bjórum er leika af snilld í mynd- inni, en bjórar þessir reynast hinir fimustu vasaþjófar. Það má kannski segja að mynd þessi sé stæling á Conan villimanni, sem sá dagsins ljós í Nýja Bíói fyrir um það bil ári. Þannig er fjallað um fornsögulegan tíma, þá hið heiðna lögmál tönn fyrir tönn og auga fyrir auga var alls ráðandi. En furðuverur eru á hverju strái jafnt í eiginlegum sem óeiginlegum skilningi. En þótt myndin sé stæling á mynd John Milius um Conan villi- mann, þá er hún um margt nýstár- leg. Til dæmis er næsta frumleg beiting myndavélarinnar þá hún tekur sér stöðu innan í varfuglin- um og við fáum tækifæri til að upp- lifa sjónarhorn þessa óskemmti- lega dýrs. Eins og áður sagði leika bjórar allstórt hlutverk í myndinni og man ég ekki eftir að hafa séð þá dýrategund í mikilsverðu hlutverki á hvíta tjaldinu fyrr. Standa bjór- arnir sig frábærlega og likjast helst litlum pottormum þegar best gegnir. Eg sé í auglýsingu að mynd þessi er aðeins bönnuð innan 12 ára. Persónuiega fannst mér sum atriði býsna óhugnanleg, eins og þegar gangandi meltingarfæri urðu á vegi Dars og skiluðu félaga hans í heldur ókræsilegu ástandi eftir skamma viðureign. Eða þegar nornir ættaðar úr Machbeth ráðast að þungaðri konunni og nema burt fóstrið. Slíkar senur gætu hæglega vakið martröð hjá 12 ára barni, en hvað er maður annars að röfla — ég man ekki betur en ég hafi séð í sumar „alvöru mannát“ af mynd- bandi sem var á lausu í heimahúsi. - ii'l Morgunblaðið/ Emilia Bj. Bjðrnsdóttir Listamennirnir úr Septem-hópnum, sem nú sýna á Kjarvalsstöðum, við síðasta verk félaga þeirra, Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, sem lést fyrr á árinu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Guðmunda Andrésdóttir og Valtýr Pétursson, Þorvaldur Skúlason kaus að sitja yfir kaffíbolla sínum á meðan hin stilltu sér upp til myndatökunnar. Við erum eins og akkeri á umbrotatímum Rætt við Valtý Pétursson um málverkasýningu Septem-hópsins Enn eru myndlistarmennirnir í Septem-hópnum komnir af stað með málverkasýningu, og sýna nú tugi nýrra mynda á Kjar- valsstöðum. Þau sem nú sýna eru Guðmunda Andrésdóttir, J6- hannes Jóhannesson, Karl Kvar- an, Kristján Davíðsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúla- son, og auk þeirra verka sem þau sýna eru á sýningunni síðustu verk Sigurjóns heitins Ólafsson- ar myndhöggvara. Hópurinn stillti sér upp til myndatöku fyrir framan síðasta verk Sigurjóns, — öll nema Þorvaldur, sem kærði sig kollótt- an um myndatöku. Þegar Emilía hafði 8mellt af jafn mörgum myndum og henni líkaði, tvístr- aðist hópurinn og Valtýr var einn eftir með blaðamanni, greinilega talinn „authoriserað- ur“ til að koma því til skila sem máli skiptir, sjálfur gagnrýn- andinn! Ellefta sýningin í þessari Iotu „Þessi septembersýning okkar er sú ellefta í þessari lotu,“ sagði Valtýr, „en við höfum hins vegar sýnt saman miklu lengur, ein þrjátíu og sjö ár, allar götur síð- an 1946, með mislöngum hléum á milli. — Þetta er vafalaust einn lengsti tími, sem hópur listmál- ara hefur haldið saman á þenn- an hátt, má mikið vera ef við fðrum ekki að komast í heims- metabók Guinness fyrir vikið! — Þetta er talsvert stór sýning, fleiri verk en í fyrra, og eins og vera ber, þá tel ég hana fyrir margra hluta sakir merkilega! Þetta fólk sem sýnir hér, er búið að hlaupa af sér ungæðis- háttinn, orðið fullmótaðir og þroskaðir listamenn, sem hafa í tímans rás þroskað með sér sinn eigin stíl.“ Aldur eöa þroski? — Má ekki með einhverjum rétti orða þetta á annan veg, og segja að þið séuð orðið roskin, of gömul til að brydda upp á nýj- ungum? „Ekki get ég bannað neinum að orða það sona,“ segir Valtýr og hlær við. „En mín skoðun er sú, að ungir listamenn eigi að standa í nýjungum og tilraunun- um, og tilraunir verður að gera alla tíð. Það væri hinsvegar til lftils unnið og barist, ef lista- mennirnir fyndu ekki með tím- anum sinn eigin stíl og reyndu að þroska hann. Það er einmitt það mikilvægasta hverjum lista- manni: Að leita og prófa sig áfram, en finna sig síðan i því sem honum lætur best. Þannig skilar listamaðurinn mestu til samfélagsins, og ég undirstrika enn á ný, að ég geri alls ekki lítið úr tilraunastarfseminni hjá ungu listmálurunum. Hitt er svo alveg rétt hjá þér, að við erum að verða ansi full- orðin, það er svo einkennilegt með þetta lif, að það líður hjá i einu hendingskasti!" Nýr myndhöggvari með næst Talið berst að Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara, en á sýningunni eru siðustu verk hans. „Það er mikils misst, og við söknum þess sárlega að Sig- urjón skuli ekki vera með okkur hér,“ segir Valtýr, „en nokkur huggun er þó að hann er með í verkum sínum. Hér eru síðustu verk hans, meðal annars eitt sem hann lést frá ókláruðu. Þetta eru mikil listaverk, og bera vitni óvenjulegum frum- leika Sigurjóns allt fram á elliár, og þvi ekki síður, að hann var sívinnandi. Það er með ólíkind- um hve hann afkastaði. En maður verður að koma i manns stað og á næsta ári mun- um við verða með annan mynd- höggvara á sýningu okkar. Það er þegar ákveðið hver það verð- ur, en best að upplýsa ekkert um það að svo stöddu!" Þá verður hvellur! — Þú segir á næsta ári, eruð þið þegar búin að ákveða næstu sýningu? „Já, það er þegar ákveðið, að sýna í september að ári, hvað annað! Við erum búin að leggja inn pöntun fyrir Kjarvalsstöðum þá, og það get ég sagt þér, að það verður rosalegur hvellur, ef við fáum ekki inni hér, en raunar bendir ekkertil annars en að svo verði.“ — Og þið hafið nóg til að sýna á hverju ári? „Já, það eru engir erfiðleikar með það. Þessi sýning er til dæmis talsvert stærri en f fyrra, auk þess sem við leggjum undir okkur Vestursalinn á Kjar- valsstöðum, þá erum við með verk á göngunum einnig. Þetta eru allt ný verk, máluð 1982 og 1983, svo sjá má að við erum í fullu fjöri!" — I framhaldi af því sem þú sagðir um sýningu næsta ár, þá heyrðist mér ég heyra hér á ganginum frammi, að þið ætluð- uð að fara með sýningu til Finn- lands, er það rétt? „Rétt, það veit ég ekki, það getur vel verið rétt og það getur líka verið rangt! — Hérna í hin- um salnum eru að sýna ágætar vefnaðarlistakonur frá Finn- landi, og þær hafa heitið á okkur að sýna í Helsinki næsta ár. Ég held að við höfum nú öll sýnt f Finnlandi áður, en hver veit nema við sláum til, skrifaðu það bara!“ Akkeri á umbrotatímum „Ég skal segja þér það, að ég lít á þessa sýningu, þetta starf okkar í Septem-hópnum, sem eins konar akkeri á umbrotatím- um f myndlistinni," sagði Valtýr, um leið og hann bauðst til að ganga með blaðamanni um sýn- inguna. „Sjáðu til dæmis það sem hann Þorvaldur er að gera. Hér er hann búinn að ná fram slíkri tækni, slfkum þroska f meðferð lita og forma, að ekki verður svo auðveldlega leikið eftir. Hið sama má segja um verk þeirra Kristjáns, Karls, Guðmundu og Jóhannesar. Hjá þeim er tilraununum lokið, nú er verið að skapa listaverk, þar sem listamaðurinn gjörþekkir sjálf- an sig og það sem f honum býr, og er sáttur við þann flöt á list- inni sem hann hefur valið sér. Að öðru leyti held ég að ég hafi ekki fleiri orð um þessa sýn- ingu eða einstök verk hennar, en það verður enginn svikinn sem kemur hingað á septembersýn- inguna að þessu sinni, og allt til sölu, ekki má gleyma þvf,“ sagði Valtýr að lokum kfminn á svip, og gaf til kynna að ekki væri að vænta fleiri yfirlýsinga að sinni. Þá er bara að bíða og sjá, hvað þeir Bragi og hinir gagnrýnend- urnir segja, og hvort væntanleg- ir sýningargestir hrífast enn að hinum „síungu gamlingjum" — róttæklingunum sem einu sinni voru, Septem-hópnum. — Anders Hansen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.