Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 39 Minning: Þorgeir Magnússon frá Villingavatni eitt var hreint ótrúlegt. Dýravinur var hún einnig mikill, og oft gam- an að sjá hana leika sér við stærstu tegund af Labrador- hundum og af þýsku Shepherd- kyni, og stjórnaði hún þeim eins og herforingi því það var eins og þeir skildu hana betur en þá full- orðnu. Spurningar Helgu frænku voru á þann veg að ekki fór fram hjá neinum að þarna var á ferðinni barn með gróða greind og athygl- isgáfu. Pabbi sagði okkur að síð- asta ævikveldið sem hún var hjá okkur hefði hún spurt. Afi, hvað er mannssál? Hvað er hundssál? Mamma hennar sagði að nú yrði afi að gefa fullkomið svar. Afa vafðist tunga um tönn og sagði að allir hefðu sál, en mismunandi þó. En þá sagði barnið, af hverju? En því gat afi ekki svarað. Algóður Guð, við trúum að nú sé Helga frænka umvafin kærleika þínum og umhyggju ættingja sinna sem hjá þér eru þegar. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Eddu Birnu systur og Pál í þeirra sorg. Afa og ömmur og frænkurnar á Lambastöðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Frændur og vinir, Halldór og Björn. Dag hvern streyma að okkur fréttir af slysum og óhöppum víðs vegar að. Þær berast svo ótt að við höfum vart tíma til að láta þær dvelja fyrir okkur nema örskots stund. En skyndilega og án fyrir- vara er hið fjarlæga í nánd. Lítil telpa er hrifin burt á einu augna- bliki úr faðmi ástvina sinna sem standa höggdofa og ráðþrota eftir. Á hugann leitar spurningin: „Af hverju hún, svo ung og hraust?" Vegir Guðs eru okkur mönnunum órannsakanlegir og óskiljanlegir. Mér eru ofarlega í huga hin stuttu og góðu kynni við Helgu litlu. Síð- asta kvöld lífs síns var hún sem oftar á heimili mínu með móður sinni. Ég minnist hennar sem eðli- legrar og tápmikillar telpu. Hún hafði um margt að spyrja sem fyrir augu og eyru bar. Það síðasta sem við ræddum um var fyrirhug- aður flutningur þeirra mæðgna til Kaupmannahafnar vegna starfs móðurinnar í utanríkisþjónust- unni. Tilhlökkun og kvíði toguðust á í huga barnsins en greinilega var reynt að undirbúa hana sem best. En hún er farin í aðra og lengri för. Þá för sem allir fara fyrr eða síðar. Helgu er sárt saknað af okkur sem þekktum hana en sár- astur harmur er kveðinn að eftir- lifandi foreldrum og öðru vensla- fólki. Þeim votta ég mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau á stund sorgarinnar. Kristín Alfreðsdóttir Enginn má sköpum renna. Lítil, saklaus stúlka er dáin. Lítill gló- kollur, sólargeisli í lffi ástvina, aufúsugestur hvar sem hún kom. Hún var hrifin á brott, engill dauðans laut niður að henni, þar sem hún undi sér við leik. Kallið var komið. Helga litla var óvenju bráð- þroska barn. Hún flýtti sér að verða fullorðin og til að stytta sér leið spurði hún í þaula um allt milli himins og jarðar. Mörg til- svör hennar voru ógleymanleg og skapgerðareinkenni hennar svo skýr og mótuð, að undrum sætti að hægt væri að bera slíka per- sónu eftir fjögurra ára ævi. Helga hlaut margt í vöggugjöf og átti góða að. Líf hennar var áfalla- laust, hún fékk allt sem hún óskaði sér og lifði í sátt og sam- lyndi við allt og alla. Mikill harmur er kveðinn að foreldrum hennar, öfum og ömm- um. „Maður skal eftir mann lifa,“ segir í Egils sögu. Sorgin má ekki buga ástvini Helgu litlu, því líf hennar var of gott og fagurt til að dauði hennar megi buga þá er hana lifa. Líf hennar er hvatning til fegurra mannlífs, sorgin eftir lát hennar hvatning til dáða. Guð lætur engan þjást til einsk- is. ítalska þjóðskáldið Dante Aleghieri samdi þessar fögru ljóð- línur, sem veitt hafa kynslóðum syrgjenda huggun: JÉg er ekki dáin; um bústað þó ég breyti, ég bý í þér og lifi, sem manst mig enn og [grætnr. Sál min, sú þú unnir, saman þinni er [runnin.” Við, samstarfsmenn Eddu Birnu Kristjánsdóttur I utanríkisráðu- neytinu, sendum henni og öðrum ástvinum Helgu litlu innilegar samúðarkveðjur okkar. Sigríöur Snævarr Helga Pálsdóttir var rétt að byrja að kanna og skilja heiminn. Til þess hafði hún óvenjulega orku og framtakssemi á svo ungum aldri. Sú meðfædda tilhneiging og viðleitni til þekkingar og reynslu varð henni að aldurtila. Aldrei eru vegir almættisins eins myrkir og gáta lífsins eins torráðin og á slik- um stundum. Efasemdir og spurn- ingar verða stórar og áleitnar, og enginn getur svarað svo fullnægj- andi sé. En eitt er víst, að ekki tjóir að sakast við neinn, hvorki menn né máttarvöld, því að ekkert er tryggt eða öruggt í þessum heimi, allra sízt ýmisleg mann- anna verk. Það hefur dregið ský fyrir sólu á Lambastöðum um sinn. Lítiil, kvikur og skær sólargeisli er ekki lengur hér, þar og alls staðar á fallegu heimili afa og ömmu. En öll él birtir upp um síðir, og vissu- lega mun aftur skína sól í hug- skoti vinanna þar og annarra ást- vina. Og hvar sem þeir verða staddir undir geislaflóði sólar, verður alltaf einn þeirra hlýrri og bjartari en hinir, ljúfsár en dýr- mætur, — geislinn hennar. Helga Pálsdóttir var óvenju þroskuð lítil stúlka, björt og tær. Hún gengur nú á guðs vegum upp- litsdjörf og hvergi smeyk og kann- ar nýjan heim og tryggari. Hún hefur meðferðis það vega- nesti að heiman, sem aldrei mun ganga til þurrðar. Blessuð sé minning hennar. Sigríður og Stefán Hilmarsson. Ekki ímynda ég mér, að hægt sé að rita nokkur þau orð, sem hugg- að geta. Þau orð eru ekki til. Mig langar að senda ykkur öll- um á Lambastöðum, Eddu og öðr- um aðstandendum, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. „Eins og lítið gras, sem lifir í skauti þínu nokkra sólheita sumardaga, og fellur að nýju í faðm þinn á hinum fyrsta frostdegi haustsins.“ (Steinn Steinarr) Sigrún Jónsdóttir Sum börn eru hæglát og fyrir- ferðarlítil, en það verður hins veg- ar ekki sagt um vinkonu okkar, Helpi litlu Páls. Það fór yfirleitt ekki fram hjá nokkrum manni þegar hún var annarsvegar. Hún var stór eftir aldri, kotroskin og nokkuð stjórnsöm. Hún naut sín vel á mannamótum, fyrr en varði hafði hún dregið að sér athygli allra og I sviðsljósinu naut hún sín best. Hún átti auðvelt með að um- gangast fullorðið fólk, gekk beint til verks, og hafði oftast erindi sem erfiði. Hjá ömmu á Lambó dvaldi hún oft og iðulega, og áttu þær nöfnur margt fleira saman en nafnið. Þar lék sú stutta ávallt aðalhlutverkið með mismunandi tilbrigðum, eftir því sem tilefni gafst til. Hún var ekki gömul þegar hún uppgötvaði hversu leiðitamar við föðursystur hennar gátum verið. Þar sem við erum fjórar systurn- ar, þá þurfti sína aðferðina við hverja, sem Helga litla kunni full skil á. Oft var slíku hugviti beitt, að mótbárur okkar urðu að engu. Við systurnar munum ætíð minnast þeirra gleðistunda sem við áttum með Helgu litlu Páls og þannig mun hún ætíð verða greypt í huga okkar. Vigga, Helga stóra, Habbý og Halla. í dag, þriðjudag, verður jarð- sunginn frá þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði, Þorgeir Magnússon, fyrr- verandi bóndi og oddviti frá Vill- ingavatni, Langeyrarvegi 14 í Hafnarfirði, en hann lést þann 8. október sl. Þorgeir Magnússon var fæddur á Villingavatni í Grafningi, 27. mars 18%. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Magnússon, bóndi og hreppsnefndarmaður frá Vill- ingavatni, og Þjóðbjörg Þórðar- dóttir frá Núpum í Ölfusi. Þau bjuggu á Villingavatni frá 1887 til 1925. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Magnús Gíslason, bóndi og hreppstjóri, og Anna Þórðardóttir frá ölfusvatni, sem bjuggu á Vill- ingavatni frá 1850 til 1887. Magn- ús var sonur Gísla Gíslasonar, sem einnig var bóndi og hrepp- stjóri á Villingavatni frá 1804 til 1850, en Gísli faðir hans var ætt- aður frá Ásgarði í Grímsnesi. Þorgeir átti eina systur, önnu, sem enn er á lífi. Maður hennar var Þorgeir Þórðarson, sem nú er látinn, fyrrum bóndi á Þorgeirs- stöðum við Hafnarfjörð. Þorgeir tók við búi foreldra sinna árið 1925 og bjó á Villinga- vatni til ársins 1948, er hann brá búi, af heilsufarsástæðum, og flutti til Hafnarfjarðar. Foreldrar hans dvöldu í skjóli hans til dauðadags, faðir hans andaðist 1947, en móðir hans tveimur árum síðar. Þorgeir var greindur vel, fljótur að átta sig á mönnum og málefn- um og mikill félagshyggjumaður. Mörg opinber störf hafði hann á hendi fyrir sveit sína, sem hann leysti af hendi með sóma. Hann var oddviti Grafningshrepps frá 1938 til 1949, formaður Búnaðarfé- lags Grafningshrepps frá 1934 til 1949, safnaðarfulltrúi frá 1936 til 1949 og umboðsmaður Brunabóta- félags Islands í Grafningshreppi frá 1938 til 1949. Þorgeir var mjög hagur bæði á tré og járn. Segja má að allar smíðar hafi leikið i höndum hans. Á búskaparárum sínum á Vill- ingavatni smíðaði hann t.d. spuna- vél og vefstól, sem hvort tveggja var notað með góðum árangri í áratugi á heimili hans. Einnig smíðaði hann árabáta þá sem hann notaði við netaveiðar, bæði á Þingvallavatni og á Úlfljótsvatni og er einn báta hans til enn I dag í góðu gildi. Þá smíðaði hann hnakka, aktýgi, amboð og margt fleira til heimilisins, sem of langt væri upp að telja. Hann hýsti jörð sína allvel, auk þess sem hann bætti hana með túnasléttun og áveituframkvæmdum. Eftir að Þorgeir flutti til Hafn- arfjarðar var hann við ýmis störf á meðan heilsan leyfði. Þar kynnt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Steinunni Eiríksdóttur frá Berg- hyl í Hrunamannahreppi. Þau gengu I hjónaband árið 1953. Var það mikið gæfuspor fyrir bæði. Þau voru mjög samhent og sam- fylgd þeirra einkenndist af hlýhug og virðingu hvors í annars garð. Sem unglingur var ég í sveit á sumrin á Villingavatni í búskap- artíð Þorgeirs. Frá þeim tíma á ég mjög góðar minningar. Heimili Þorgeirs og foreldra hans á Vill- ingavatni var rómað fyrir mynd- arskap og gestrisni. Sami heimil- isbragur var á heimili Þorgeirs og hans ágætu konu í Hafnarfirði og átti ég þar margar ánægjustundir. Ég og fjölskylda mín sendum Steinunni innilegar samúðar- kveðjur. Með Þorgeiri Magnússyni er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Gísli Teitsson Hann fylgir endurminningum mínum eins langt aftur og þær ná. Fullorðinn, hæglátur, hógvær og viðræðugóður. Frændi eins og þeir gerast bestir. Framan af ævi minni og langt fram eftir ævi sinni var hann ein- hleypur, kom hann því oft og iðu- lega á heimili foreldra minna. 7. nóvember 1953 gerðist það hinsvegar að Geiri, eins og við systkinin kölluðum hann, kvænt- ist Steinunni Eiríksdóttur. Það varð mesta gæfuspor hans í lífinu er leiðir þeirra lágu saman. í tæp 30 ár hefur hún annast hann af stakri kostgæfni, það var gaman að sjá og heyra hvílíka um- hyggju þau báru jafnan hvort fyrir öðru, af því gætu margir lært. Geiri var aldrei reglulega heilsuhraustur og átti því ekki hægt með að stunda erfiðisvinnu, mun það að nokkru hafa ráðið ákvörðun hans að selja Villinga- vatn í Grafningi, föðurleifð sína, og flytja suður árið 1949. Grúskari var hann og hagleiks- smiður hinn mesti þó ómenntaður væri á því sviði, það eru líka ófáar bækurnar sem hann batt inn á ár- um áður fyrir ýmsa aðila. Ættfræðigrúsk var honum mjög hugleikið og ég minnist þess þegar við systkinin festum ráð okkar, þá var alveg sjálfsagt að tilkynna Geira nöfn og ættir makanna og seinna þegar fjölgaði í litlu fjöl- skyldunum færði hann það sam- viskusamlega inn. Hrædd er ég um að það vefjist fyrir okkur að halda starfi hans áfram. Ættartölu sína (og þá okkar) hafði hann rakið á þriðju öld til baka. Þó söknuður fylli sinn um stund, þá fann ég er ég heim- sótti hann á sjúkrahúsið tæpri viku fyrir andlát hans að hann var orðinn þreyttur, „orðinn óttalegur larfur" eins og hann sagði sjálfur. Því ættum við að vera þakklát fyrir að hann þurfi ekki að liggja rúmfastur nema nokkrar vikur og var að mestu laus við þjáningar. Við erum líka svo rík að eiga full- vissuna um að þó að leiðir skilji um hríð liggja þær saman á ný. Sidda Þorgeir Magnússon frá Vill- ingavatni, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirði, andaðist 8. þ.m. 87 ára að aldri. Hann var fæddur 27. mars 18% á Villingavatni 1 Grafn- ingi, sonur hjónanna Magnúsar Magnússonar bónda þar og Þjóð- bjargar Þórðardóttur. Tvö börn þeirra hjóna komust upp og er systir Þorgeirs á lífi. Föðurætt Þorgeirs hafði búið á Villinga- vatni í marga ættliði. Þorgeir tók við búi á Villingavatni árið 1925 og bjó þar ásamt móður sinni til ársins 1948, en brá þá búi af heilsufarsástæðum þeirra beggja og fluttist hann með móður sinni til Hafnarfjarðar. Þar keypti hann neðri hæð hússins að Lang- eyrarvegi 14 og átti þar heima síð- an. Móðir Þorgeirs lést nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu til Hafnarfjarðar. Þorgeir kvongaðist 7. nóvember 1953 Steinunni Eiríksdóttur frá Berghyl í Hrunamannahreppi og lifir hún mann sinn. Meðan Þorgeir bjó á Villinga- vatni gegndi hann ýmsum trúnað- arstörfum fyrir byggðarlag sitt. Hann var oddviti Grafnings- hrepps 1938 til 1949, form. búnað- arfélagsins þar 1936—1949, safn- aðarfulltrúi 1936—1949 og um- boðsmaður Brunabótafélags ís- lands 1938 til 1949. öllum þessum störfum gegndi Þorgeir af alúð og trúmennsku þar til hann sagði af sér, er hann flutti burtu úr byggð- arlaginu. Eins og almennt var á uppvaxt- arárum Þorgeirs naut hann ekki menntunar frekar en aðrir. En hann var þeim kostum búinn að geta tileinkað sér þá þekkingu huga og handar, sem hægt var að afla í skóla lífsins. Hann gerði sér góða grein fyrir málefnum á hverjum tíma og naut trausts samferðamanna sinna. Hann var hagur vel og smiðaði jafnan og gerði við það sem þurfti. M.a. smíðaði hann 24 þráða spunavél, vefstól o.fl. Eftir að Þorgeir flutt- ist til Hafnarfjarðar vann hann við viðgerðir húsa og nýsmíði og hann stækkaði húsið að Langeyr- arvegi 14. Á síðari árum batt hann inn bækur fyrir sig og kunningja sína. Þorgeir fylgdist vel með og sitt- hvað skrifaði hann niður. Hann hafði gaman af að rekja ættir og sína ætt átti hann allt frá 12. öld. Stóðu að honum sterkir stofnar. Það var ekki fyrr en nú siðustu árin, að ég kynntist þeim Þorgeiri og Steinunni nokkuð náið. Dóttir mín eignaðist efri hæð hússins að Langeyrarvegi 14. Sambýlið við þau hjón bæði hefur verið með af- brigðum gott. Breytingar voru gerðar á húsnæðinu bæði úti og inni. Olli það margs konar ónæði og óþægindum en aldrei var kvart- að heldur samfagnað hverjum áfanga sem náðist. Er það mikil uppörvun fyrir ungt fólk að mæta slíku viðmóti eldri kynslóðar. Þorgeir átti við vanheilsu að búa hin síðari ár. En ekki lét hann bugast, lífsviljinn og lífsþróttur- inn var mikill. Hann naut líka sérlega góðrar umönnunnar konu sinnar, sem var vakin og sofin i umhugsuninni um að honum liði sem best og hjúkraði honum af alúð og dugnaði, þegar þess þurfti með. Með Þorgeiri er gengin einn þeirra manna, sem tilheyrðu alda- mótakynslóðinni. Einn þeirra mörgu manna, sem unnu störf sín af dugnaði og trúmennsku. Einn þeirra manna, sem urðu að sækja menntun sína í skóla lífsins, þar sem beita varð hyggjuviti huga og handar til þess að sjá fyrir sér og sínum og þoka málum fram. E.t.v. finnst okkur sumt þetta gamla fá- nýtt miðað við umhverfi okkar og möguleika í dag, en við ættum þó ekki að gleyma því að vegurinn, sem við göngum, var varðaður af þessu fólki og af þeim leiðar- merkjum megum við ekki missa sjónar eigi framtíðin að vera björt og gæfurík. Þorgeir var einn hinna traustu manna, vinur vina sinna og raungóður, þegar á reyndi. Við kveðjum góðan dreng og biðjum honum blessunar á nýjum vegum og flytjum konu hans og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Páll V. Daníelsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.