Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema: Misþungar spurningar Rætt við þátttakendur í fyrri hluta eðlisfræðikeppninnar og kennara þeirra Fyrri hluti edlisfræðikeppni framhaldsskólanema, sem Fé- lag raungreinakennara í fram- haldsskólum og Eðlisfræðifé- lag íslands standa að með til- styrk Morgunblaðsins, fór fram sl. laugardag. Alls voru um 60 nemendur frá 10 skól- um skráðir til keppninnar. Blm. Mbl. var staddur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð er nemendur voru að tín- ast út úr prófsalnum og tók nokkra þeirra tali. „Satt að segja finnst mér að spurningarnar hefðu mátt vera fjölbreyttari," sagði Finnur Lár- usson. „Þá á ég við að þær reyndu ekki á nema lítinn hluta þess sem maður hefur lært hérna. Annars voru spurn- ingarnar mjög misþungar, mér fannst t.d. spurningar 1 og 3 mjög léttar, og reyndar einnig spurning 4. Spurningar 5 og 6 voru aftur þyngri, sérstaklega var spurning 6 erfið viðfangs þar sem við höfum lært tiltölulega lítið í ljósfræði." „Þetta voru erfiðari spurn- ingar en ég átti von á,“ sagði Gunnar Traustason Ljósm. Kristján Einarsson. Gunnar Traustason. „Síðasta spurningin fannst mér óljós og ekki nógu skýrt fram sett.“ Höfðuð þið undirbúið ykkur eitthvað fyrir þessa keppni? Finnur Lárusson Það var nú ekki mikið um und- irbúning — maður leit að vísu dáiítið í bækur og fór í gegn um helztu eðlisfræðilögmálin." „Þessar spurningar voru eins Vilhjálmur Þorsteinsson og gengur og gerist um eðlis- fræðispurningar," sagði Vil- hjálmur Þorsteinsson. „Það má segja að sumar þeirra hafi verið þungar en samt voru þær ekkert þyngri en búast mátti við. Ég er sammála Gunnari í því að síð- asta spurningin var ekki nægi- lega skýr en hinar spurningarn- ar voru hins vegar vel fram sett- ar.“ Höfðuð þið nægan tíma til að leysa úr verkefnunum? „Já, ég held að maður hefði ekk- ert grætt á því að hafa meiri tíma — ég held að það hafi eng- inn lent í tímahraki." Margrét Björnsdóttir eðlis- fræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð sá að mestu um framkvæmd eðlisfræðikeppninn- ar þar. Ég spurði hana hvort spurningarnar hefðu komið henni á óvart. „Nei, þetta voru spurningar af því tagi sem búast mátti við og mér fannst þær vel samdar, nema spurning 6, sem var dálítið óljós," sagði Margrét. Hvað finnst þér um eðlis- fræðikeppnina sem slíka? Það er gott eitt um hana að segja. Svona keppni gefur nem- endum tækifæri til að reyna við verkefni sem er ólíkt þeim próf- um sem við leggjum fyrir þá — þ.e.a.s. prófin hljóta alltaf að miðast við takmarkaðri hluta námsefnisins. Þá hefur tekist vel til við að semja spurningarnar að því leyti að það þarf ekki mjög mikla þekkingu í eðlisfræði til að leysa úr þeim. Hér við skólann þurfa nemendur á eðlis- fræðisviði að ljúka fjórum áföngum en þeir sem hafa lokið þrem áföngum í eðlisfræði ættu að hafa þekkingu til að fást við allar spurningarnar sem þarna voru.“ — bó. Þórunn Valdimarsdótt- ir — Afmæliskveðja '«W t T Lortnu landart úr Júpiter frá Reykjavík og peningalyktina leggur um Eskifjörrt. Eskifjörður: 28 þúsund tonn af loðnu á land KskifirAi, 9. febrúar. BÚIÐ VAR art landa um 18 þúsund tonnum af lortnu á Eskifirrti í gær- kvöldi og má segja að .stanslaust hafi verið landart frá því á föstudag og ATHUGASEMD vegna fréttar um bæj- arstjórn Bolungarvíkur 8. febrúar 1984 frá bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins. I fréttinni kemur fram að ég hafi lagt fram allítarlega greinargerð vegna tillögu um fækkun bæjarfull- trúa úr 9 í 7. í fréttinni segir einnig að þurft hafi að gera fundarhlé meðan grein- argerðin var færð til bókar og hafi verkið tekið tæpar 2 klukkustundir. Ennfremur segir í fréttinni að sam- þykkt hafi verið samhljóða tillaga þess efnis að greinargerðir verði ekki færðar til bókar. Rétt er það að ég lagði fram ítar- lega greinargerð vegna tillögunnar um fækkun bæjarfulltrúa enda er það góður siður að styðja mál sitt með rökum. Að öðru leyti er farið nokkuð frjálslega með staðreyndir í fréttinni. Forsaga samþykktarinnar um það hvað færa skuli til bókar er sú að á bæjarstjórnarfundi í janúar sl. lagði forseti bæjarstjórnar (sem er á lista sjálfstæðismanna) fram enn eru skip á leirt í land. Þá hafa alls komið á land 28 þúsund tonn frá því lortnuvcrtírtin liófst. Skuttogarinn kom inn í gær bókun upp á 4 vélritaðar síður. Þá þurfti að gera fundarhlé í hálfa aðra klukkustund meðan bókunin var færð inn í gerðabók. Á næsta fundi lagði forseti bæjarstjórnar fram í nafni meirihiutans tillögur til breyt- inga á bæjarmálasamþykkt Bolung- arvikur upp á 6 vélritaðar síður, sem fundarritari skyldi færa til bókar. Eftir nokkrar umræður varð aftur að gera fundarhlé og nú í heila viku. Greinargerð mín, sem fréttaritari gerir að umtalsefni, fer hins vegar ekki nema ein vélrituð síða, sem eru smámunir í samanburði við bókana- flóð meirihlutans. Samþykktin sem gerð var er fundi var fram haldið að nýju var því fyrst og fremst til þess að ekki þyrfti að færa til bókar til- lögur meirihlutans, enda væri fundi vart lokið, ef miðað er við þann skriftarhraða sem fréttaritari Mbl. gefur upp. Hitt var öllu lakara að samþykkt- in felur einnig í sér að tillögur meiri- hlutans verða ekki sendar bæjar- fulltrúum, varabæjarfulltrúum né með 180 tonn af fiski. Var það blandaður afli þorskur, karfi, ufsi og grálúða. Ævar. þeim sem áskrifendur eru að fundar- gerðum bæjarstjórnar. Þeir einir sem á fundinum voru hafa fengið þessar athyglisverðu tillögur. Engu er líkara en að meirihlutinn vilji að sem fæstir sjái tillögur sínar og trú- legt að þeir telji það henta sér betur í málflutningi gagnvart bæjarbúum. Ekki voru breytingatillögur meiri- hlutans betur gerðar en svo að eina drógu þeir til baka og tvær felldu þeir sjálfir. Skásta tillagan var til- laga sem bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins hafði áður lagt fram og fengið samþykkta til annarrar umræðu. Að lokum skal þess getið þar sem fréttaritari Mbl. getur þess að engu, að meirihlutinn klofnaði í atkvæða- greiðslu um margar tillögur. Meðal annars greiddu þrír bæjarfulltrúar atkvæði gegn fækkun bæjarfulltrúa þar af 2 úr meirihluta og eftir hörð orðaskipti milli fulltrúa meirihlut- ans á undanförnum 2 fundum bæjar- stjórnar er allt eins víst að hann sé endanlega klofinn. Síðastliðin átta ár höfum við Þórunn Valdimarsdóttir átt sam- starf í Alþýðubankanum, en í bankaráði þess hefur hún átt sæti frá vordögum 1976. Ekki man ég lengur hvort þá var gott eða vont vor, en öll þessi ár hefur hún í starfi sínu verið að vinna vorverk, því enn eru vorannir í starfsemi Alþýðubankans. Fyrir þetta sam- starf vil ég fá að þakka með þess- um línum. í samstarfi við Þórunni Valdi- marsdóttur hef ég fengið að læra margt. Oft hefur hún skotið á mig og það hafa ekki verið púðurskot eða laus skot, skot hennar eru föst og hitta í mark, samt eru þau þeirri náttúru gædd að særa aldr- ei. Alþýðubankinn á Þórunni mikið að þakka. Engan veit ég þar heilli í starfi né trúrri hagsmunum bankans, að öðrum ólöstuðum. Eins þarf aldrei að fara í grafgöt- ur með það hverra annarra hags- muna hún gætir, hjá henni eru ætíð efstir í huga hagsmunir þess fólks sem löngum hefur valið hana til trúnaðarstarfa og þessvegna er samstarf við Þórunni svo gott og bjart að hún skilur og veit að það fer vel saman að gæta hagsmuna bankans og fólksins sem hún ber fyrir brjósti. Þegar því takmarki er náð, að sameina félagslega samstöðu og fjármálaafl þá — já, þá má kannski segja að vorönnum sé lokið og uppskerutími fari í hönd. Hetjur hversdagslífsins eru blómi hverrar þjóðar. Hversdag- urinn er grunnur og verkfærar hendur eru auðlegð hvers þjóðfé- lags. Á þeim vettvangi hittirðu Þórunni Valdimarsdóttur í fremstu víglínu. Þórunn Valdimarsdóttir hefur ekki legið á stjórnmálaskoðunum sínum frekar en öðrum skoðunum. Hún er jafnaðarmaður af lífi og sál. Þeim skoðunum hefur hún tal- ið best borgið innan Alþýðuflokks- ins. Og nú allt í einu opnast skiln- ingur minn á því hvaðan Alþýðu- flokknum hefur komið það vald að taka sér rós, einna göfugust jurt jarðarinnar, sem merki sitt. Áfangastað á viðburðaríkri leið er náð í dag er hún verður sjötug. Hamingjuóskir fylgja úr því hlaði. Stefán M. Gunnarsson ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kristinn H. Gunnarsson, Bolungarvík: Athugasemd vegna fréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.