Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 56. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
ssei sjiAM.eauDAauvfwuz .oiOAjavíUDaoM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986
Dl'
saJt*~
Jt y

Drepiðniðurfæti ínágrannabænum
Stórt! Hrikalegt! kemur fyrst
upp i huga þess sem flýgur með
nýju áætlunarflugi Græulands-
flugs frá Reykjavik, inn yfir
Grænland, upp með vestur-
ströndinni og lendir á flug-
vellinum við Nuuk, höfuðborg-
ina sem fyrrum hét Godtháb.
Og ekki þarf lengi að ganga
um þennan 12 þusund manna
bæ með margbreytilegum hús-
um á misháum klettahæðum við
sjóinn og heyra hljóðið í íbúum,
þegar maður skynjar þennan
mikla kraft og ólgu í samf élagi
svo örra breytinga að menn ,
fara næstum f ram úr sálinni.
INuuk situr heimastjórnin
- landsþingið sem varð
til fyrir aðeins sex árum
og landsstjórnin sem um
hver áramót tekur í sínar
hendur fleiri málaflokka
til að reka samféiag með
nútímahætti og kröfum í þessu
hrjúfa landi fjarlægðanna. Þessu
2ja milljón ferkílómetra landi,
stærra en öll Vestur Evrópa, og
hulið jökli nema strandlengjan, sem
þó er þrisvar sinnum stærri að flat-
armáli en ísland. Og mann rekur í
rogastans þegar kemur í ljós í Nuuk
að þrátt fyrir landrýmið verður að
gera uppfyllingar út í sjó og löng
undirgöng gegnum fjall til að fá
rými fyrir stækkandi bæ. Þann
rammá' setja hinir hrikalegu klettar
og fögru fjöll með jökulsporðum í
fjarðarbotna byggð og bardúsi nú-
tímaþjóðfélags. Og það eru ekki
nema sex ár síðan varð til flugvöll-
urinn sem maður hefur lent á og
sem nú á að taka við vikulegum
flugferðum frá Reykjavík. Og sem
færir þessa byggð í seilingarfjar-
lægð frá nágrönnunum á íslandi.
Nuuk stendur á nesi og næstum
umlukt sjó, en 1600 m há kletta-
fjöllin, þau elstu á jörðinni, ekki
langt undan. Þarna settist Hans
Egede að þegar hann kom snemma
á 18. öld í leit að afkomendum ís-
Álkukjðt þykir herramannsmatur á Grænlandi. Á     Unnið að aflanum á markaðinum, en þar voru
markaðinum sat veiðimaður og seldi húsfreyjunum     menn með nýskotinn sel og fugla.
álkur í matinn.
í miðbæ Nuuk er gríðarstór kjörbúð Bruksens með áfengissöludeild
lendinganna sem ekki fannst lengur
af tangur né tetur, og tók sér í
staðinn fyrir hendur að kristna
eskimóana eða inuitana, eins og
þeir heita nú. Þessir frumbyggjar
komu fyrir 4000 árum vestan að í
fjórum áföngum. Eltu yfir til norður
Grænlands veiðidýrin, seli, hvali,
rostunga, ísbirni og hreindýr. í
landssafninu í Nuuk, sem komið
hefur verið fallega fyrir í gamalli
vöruskemmu frá 1935, getur maður
kynnst að nokkru lifnaðarháttum
þessa fólks af fornminjum. Þar
liggja nú, rétt eins og fólkið hefði
sofnað út af í gær, „múmíur" af
konum og tveimur börnum, sem
uppi voru á fimmtándu öld og
geymdust frostþurrkuð þar til fyrir
fáum árum. Veita nú upplýsingar
um þetta fólk og fatnað þess fyrir
500 árum. En á klettahæð fyrir
ofan gömlu kirkjuna gnæfir stytta
af trúboðanum Hans Egede. Og svo
við sjóinn í hæfilegri fjarlægð er
trúboðsstöð Samuels Kleinsmiths,
en þessi tvö trúboð á klettóttri
eyðiströnd höfðu eins lítið saman
að sælda og mögulegt var. Gömul
vöruhús Grænlandsverslunarinnar
setja sinn svip á bæinn. Maður
rekur augun í Oles Varehus, eina
elstu verslunina, þar sem nú var
útsala. En nær allur bærinn er
byggður upp á fáum árum. Þarna
eru 10 stórar hefðbundnar íbúða-
blokkir, byggðar til að hýsa sem
fyrst hina öru fólksfjölgun á sjö-
unda áratugnum. Og raðhúsin og
einbýlishúsin sem ruku upp milli
1970 og '77. Enn eru húsnæðis-
vandræðin eitt aðalvandamálið,
1500 manns á biðlista eftir hús-
næði. En víðast er leitast við að
halda í gamlan stíl og lit , rautt,
gult og grænt. Um tíma var meira
að segja bannað að mála hús í sama
lit og hið næsta. Það var eftir að
drottningin var þar á ferð og hafði
orð á því að henni þætti það fallegt.
Allt sem tilheyrir nútímasam-
félagi er þarna að finna. I mið-
bænum eru tveir bankar, stórmark-
aður Bruksens og margar smáversl-
anir, bókasafn, tannlæknamiðstöð,
tvö góð hótel, Hótel Grönland og
Godtháb auk Sjómannaheimilisins.
Byggingar vekja spurningar er
maður ekur hjá og fær svar við
þeim. Þarna eru skólar og Iíka gamli
kennaraskólinn, Seminariet, einn
elsti skóli af þeirri tegund í veröld-
inni, frá miðri 18. óld. Lengi gátu
Grænlendingar menntað alla sína
kennara, en nú um árabil hafa þeir
orðið að fá kennara frá Danmörku,
sem veldur erfiðleikum. Þeir hafa
betri kjör en Grænlendingarnir,
greiddar ferðir heim o.fl., en ná
samt ekki þeim kjörum sem kenn-
arasamtökin dönsku krefjast og þau
hafa nú skorað á kennara að ráða
sig ekki til Grænlands, stóð í frétt-
um í blaðinu þennan dag. Græn-
lendingar hafa kennslumálin í sín-
um höndum, og hafa í Nuuk 4 stóra
grunnskóla og möguleika á tveggja
ára framhaldsnámi, en þeir sem
fara í menntaskóla eða lengra þurfa
að sækja námið til Danmerkur og
vera í heimavist. Verslunarskóli er
á staðnum. Stórt glæsilegt sjúkra-
hús vekur athygli með nýrri full-
kominni læknamiðstöð og 25 færum
sjúkrahúslæknum. Danir hafa heil-
brigðismálin á sinni hendi. Þegar
Jonathan Motzfeldt, formaður land-
stjórnarinnar, er spurður hvort
landstjórnin hafí áform um að taka
heilbrigðismálin í sínar hendur,
segir hann að einhverntíma komi
að því en varla á næstu árum. Það
sé stórt skref og dýrt. Ekið er fram-
hjá fangelsinu, sem ekki er í raun-
inni fangelsi. Þau eru ekki til í
Grænlandi, heldur nokkurs konar
betrunarheimili þar sem menn fara
til vinnu og skila sér að kvöldi. I
örfáum tilfellum hafa hættulegir
menn verið sendir { fangelsi til
Danmerkur.
Milli flugvallarins og hafnarinnar
í Nuuk er heilt nýtt hverfi sem
sprottið hefur upp á fímm árum,
Nuussuaq, og hýsir 4—5 þúsund
manns. Hefur þurft að sprengja
göng gegnum fjall til að tengja
bæjarhverfin. Og þar er sportbáta-
höfn og veitingahúsið Perlan, sém
gefur ekki eftir bestu veitingastöð-
um í Evrópu. Hreinasta ánægja áð
neyta þar matar og veiga með út-
sýni yfír kyrran fjörðinn upplýstan
af fullu tungli, eins og var það fagra
kvöld sem þrir íslenskir blaðamenn
sátu þar í fagnaði með kollegum
sínum. En í Nuuk eru tvö vikublöð
gefín út með fréttum og grænlenskt
útvarp er rekið. Sjónvarpsefni
kemur vikulega á spólum frá Dan-
mörku og fer á milli útsendingar-
stöðvanna, en nokkurt grænlenskt
efni framleiða þeir sjálfír. Það er
ekki auðvelt að koma upp sjón-
varpsloftnetum á svo hrikalegum
fjöllum eða jökium til að ná til
dreifðra strandbyggða.
Manneskjan breytist
ekki svo hratt
Snögg þróun á nokkrum árum
yfír í norrænt velferðarríki, sem
tekið hefur áratugi og aldir annars
staðar, tekur sinn toll. Helstu
vandamálin eru húsnæðisleysið og
áfengisbölið, segir mér Guldborg
Chemnitz, sem er varaborgarstjóri
og fer með félagsmálin: „Breyting-
arnar hafa verið alltof hraðar,
manneskjan sjálf tekur ekki syo
hröðum breytingum. Það er heilr  _
"+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64