Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1986, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1986 Bragi Ásgeirsson Picasso og Jacqueline. OVÆNTA SYNINGIN xposition _ Inatt- endue" eða „Óvænta sýningin" er heitið á einum mesta við- burði á myndlistar- sviði hérlendis fram til þessa. Er hér um að ræða sýningu á hluta einkasafns ekkju snillingsins Pablo Picasso, Jacqueline Roque, sem hún hefur lánað hingað í tilefni Listahátíðar 1986. Um Picasso þarf naumast að flöljrrða, því að hann mun þekktast- ur allra framúrstefnulistamanna aldarinnar hérlendis. Fleiri greinar hafa verið skrifaðar um hann í ís- lenzk blöð en nokkurn annan braut- ryðjanda nútimalistar í heiminum. Að auki er maðurinn og sitthvað, sem tengist honum, tíðari frétta- matur en aðrir útlendir myndlistar- menn og kemur þar ýmislegt til, sem hefur margt verið rækilega tí- undað í Qölmiðlum undanfarið. Ég minnist þess að ég skrifaði þijár greinar um ævi hans í Lesbók snemmsumars árið 1973 og að efnið var svo viðamikið og skemmtilegt að ég hefði með léttum leik getað skrifað 10 í viðbót, af slíkri námu lesefnis var að ausa og sem ótæpi- lega höfðaði til hugmyndaflugsins. Á undanfömum áratugum hafa viðamiklar farandsýningar á verk- um meistarans gengið á milli stór- borga heimsins og sá ég eina mikla slíka í Hamborg vorið 1956. Þeirri sýningu og mögnuðu lifun gleymi ég aldrei né heldur sýningunni á Lousiana í Humlebæk sumarið 1981, sem ekki var síður minnis- stæð, þótt hún væri hvorki jafn stór né fjölbreytt. Það ber að athuga vel, að Louis- iana-sýningin var hluti Picasso- safnsins í París, sem þá hafði ekki ennþá tekið til starfa og fengust myndimar þess vegna lánaðar. En nú hanga þær uppi á safninu og fást trauðlega þaðan nema ein og ein og þá af sérstöku tilefni. Hins vegar lánar safnið teikningar og grafík á hinar stærri og mikil- vægari sýningar. Vilji menn kynnast list Picasso, er þannig vænlegast að halda til Parísar og skunda á Rue de Thor- igny 5, sem er ekki ýkja langt frá Pompidou-safninu, og helst einnig til Barcelona, þar sem annað Pic- asso-safn er risið, og víst engu ómerkara, en þó öðruvísi. — Sá hluti einkasafns Jacqueline Picasso, sem sýnt er á Kjarvalsstöðum, gefur frekar litla hugmynd um risann Pablo Picasso. Fyrir utan myndina af Jacqueline (madame Z) sem máluð er 1954, eru engin bein tíma- mótaverk á sýningunni, en hins vegar heilmikið af formyndum eða skissum, þar sem meistarinn er eins og að þreifa fyrir sér og lætur gamminn geisa í óstýrlátum og græskulausum leik. í mörgum myndanna bregður fyrir meistara- töktum svo sem í hinni, klipptu, beigðu og máluðu málplötu af Jacqueline gerðri í Mougines árið 1962 og teikningunum tveim á endavegg „Dísimar þijár" (1921) og „Marie Laure de Noailles" (1923) — en einnig mörgum öðrum. Varla var að búast við, að hingað rötuðu fleiri meistaraverk, en hins vegar hefði kannski verið hægt að komast að samkomulagi við frúna um umfangsmeiri og hnitmiðaðri kynningu. Til að mjmda er ekki ein einasta grafíkmynd á sýningunni né teikningar úr hinum ýmsu nafíi- toguðu mjmdaröðum, sem hann gerði, né neitt af hinum snjöllu steinþrykkjum. Prúin hlýtur að eiga eitthvað í fómm sínum af slíkum mjmdum og hefði verið sjálfsagt að ræða vel og gaumgæfílega við hana um tilhögun sýningarinnar og kanna alla möguleika. I stað þess er allt ákvörðunarvald sett í hennar hendur og einnig hvað uppsetningu og fyrirkomulag sýningarinnar snertir. Raunar er ég hæstánægður með uppsetninguna og veit, að hún er í anda meistarans — svona vildi hann hafa það og áleit, að uppsetning mjmdverka ætti öðm fremur að draga athygli áhorfandans að þeim, en ekki lúta neinum allsheijarlög- málum — ófrávíkjanlegum og stöðl- uðum. Hann átti það til að bregða á leik og hengja myndir ofurlítið skakkar upp heima hjá sér — allt fyrir athyglina! Bentu svo einhveijir honum á það, að myndin væri skökk eða héngi dálítið furðulega á veggnum, svaraði hann strax „þið hefðuð ekki tekið eftir henni öðmvísi...“ Marie Laure de Noailles (Paris 1923), kol á striga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.