Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 í gær kom fyrsta sendingin af kartöflum úr Mýrdalnum. Þær Anna Berglind Indriðadóttir og Ágústa Þorbergsdóttir, starfsmenn Ágæt- is, sjást hér við kassastaflana en alls bárust 12 tonn af jarðeplum í þessari sendingu. Morgunblaðið/Þorkell Islensku kartöflurnar komnar í verslanir væri við ríki EB eftir að Spánn og Portúgal gerðust aðilar að banda- laginu. Stóraukið samstarf ríkja EB á flestum sviðum kalli á viðbrögð þeirra Evrópuríkja, sem standi utan bandalagsins. íslendingar verði að gera sér grein fyrir með hvaða hætti hyggilegast sé að bregðast við þessu aukna samstarfí. Mikil- vægur þáttur í því væri stöðug upplýsingaöflun og traust samskipti við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel. Kjarvalsstaðir: Verk Picasso áfram til sýnis FYRSTU íslensku kartöflurnar í ár eru komnar á markað. Agæti fékk í gær 12 tonna kartöflusend- ingu úr Mýrdalnum. Að sögn Ólafs Stefáns Sveinssonar, fjármála- stjóra, eru erlendar kartöflur uppumar og verður framboð af skomum skammti út vikuna. Einn bóndi í Þykkvabænum er farinn að taka upp, en eftir verslunarmanna- helgi fylgja fleiri i lgölfarið. Mýrdalskartöflumar voru ræktaðar undir akrýl-dúk. Það flýtir þroskanum og ekki hefur gott veðurfar spillt fýr- ir. Tegundimar eru gullauga, sem kostar 73 krónur kílóið í heildsölu, og premier, sem kostar 63 krónur kflóið í heildsölu. í dag fær Ágæti kartöflu- sendingu frá bónda í Þykkvabænum. Aðspurður um gæði íslensku kart- aflnanna gaf Olafur þeim góða einkunn. MATTHÍAS Á. Mathiesen, utan- ríkisráðherra, hefur ákveðið að opna nýja skrifstofu við sendiráð íslands i Brussel. Jafnframt verður skipaður sérstakur vara- fastafulitrúi hjá EB og aðrir starfsmenn ráðnir á skrifstof- una, sem verður opnuð í nóvem- ber. Einn sendiherra verður eftir sem áður í Brussel en sendiráð- inu verður skipt i tvær skrifstof- ur. Verður önnur fyrir fasta- nefndina hjá Atlantshafsbanda- laginu en hin fyrir sendiráðið í Belgíu og Lúxemborg og annast samskiptin við EB. Þá verður umdæmi sendiráðsins í Brussel breytt þannig að Grikkland verð- ur framvegis i umdæmi sendi- herrans í Bonn. Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að helmingur af utanríkisviðskiptum íslendinga AKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningunni á verkum Picasso á Kjarvalsstöðum til 10. ágúst. Hátt í tólf þúsund manns hafa séð sýninguna frá því hún var opnuð 31. maí sl. Sýningin kemur úr einkasafni ekkju listamannsins, Jacquline, en hún var viðstödd opnun sýningarinnar í vor. Skattbyrði einstaklinga hækkar vegna ónákvæmrar skattvísitölu: Vil kanna þann kost að taka upp staðgreiðslukerfi skatta Skrifstofan hjá EB opnar í nóvember Starf bæjarstjóra í Vestmannaeyjum: Annar umsækjand- inn dró umsókn sína til baka Vestmannaeyjum. ANNAR tveggja umsækjenda um starf bæjarstjóra í Vestmannaeyj- um hefur dregið umsókn sina til baka. Báðir umsækjendurnir ósk- uðu nafnleyndar. Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var ákveðið að framlengja umsóknar- frestinn um starfíð til 15. agúst nk. Páll Zophoníasson tæknifræðingur gegnir starfi bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum þar til ráðið verður í starfið. - Hkj. — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra „SKATTVÍSITALAN er ákveðin á fjárlögum og er þá tekið mið af spá Þjóðhagssofnunar um tekjuþróun. Því fylgir auðvitað áhætta fyrir báða aðila, bæði gjaldendur og ríkissjóð, því standist spáin ekki hagnast annar en hinn tapar. Annaðhvort verða menn að sætta sig við þessa óvissu eða breyta kerfinu og taka upp staðgreiðslu- kerfi skatta. Ég hef hug á því að láta kanna möguleika á slíkri kerfisbreytingu mjög fljótlega,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherrra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Éins og skýrt er frá á baksíðu hækkað um tæp 43% frá fyrra ári. Skattvísitalan er notuð til að hækka þrep tekjuskattsstigans milli ára. Árið 1984 var fyrsta þrepið bundið við tekjur upp að 200 þúsund krón- um. Þetta þrep hækkaði um 36% fyrir árið 1986, eða upp í 272 þús- und. Ef spáin um launaþróunina hefði verið rétt hefði fyrsta þrepið blaðsins í dag er skattbyrði ein- staklinga þyngri en ráð var fyrir gert vegna þess hve illa skattvísital- an speglar launaþróun á árinu 1986. Skattvísitalan milli áranna 1985 og 1986 var hækkuð um 36%, en við úrvinnslu skattframtala reyndust tekjur ársins 1986 hafa hins vegar hækkað um 43%, eða upp í 286 þúsund. Þorsteinn sagði að fyrri umræður um að taka upp staðgreiðslukerfí skatta hefðu fyrst og fremst strand- að á ótta manna við að skattbyrðin myndi þyngjast við það. „Þetta átti einkum við þegar verðbólgan var mikil, en nú með breyttu verðbólgu- stigi, sem vonandi verður til frambúðar, er ástæða til að gefa þessu máli gaum aftur," sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagðist ekki sjá fram á að svigrúm myndi skapast í bráð til að draga úr tekjuskattinum. „Þótt tekjuskatturinn sé ekki stórt hlutfall af heildartekjum ríkisins er hér um umtalsverðar ijárhæðir að ræða, sem ríkið getur ekki orðið af án þess að draga stórkostlega úr útgjöldum," sagði hann. Þor- steinn sagði að frekar kæmi til greina að breyta skattstiganum, jafnvel þannig að um eitt eða tvö þrep yrði að ræða í stað stig- hækkandi skatts. „Það er greinilegt að skattbyrðin er mest hjá þeim gjaldendum sem falla með hluta tekna sinna í hæsta flokk. Sá hópur telur aðeins 13% gjaldenda, en tekjuskatturinn sem á þann hóp er lagður er tæplega 68% af heildar- tekjuskatti einstaklinga," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra. Eigendur loðnuverksmiðja: Bíða með aðgerðir fram yfir fund með ráðherra Aðeins tveir bátar á miðunum. Landa engri loðnu ef verðið lækkar, segir Sverrir Leósson eigandi Súlunnar EA ÞRÍR bátar hafa landað loðnu, og sneru aðeins tveir þeirra, Súlan EA 300 og Gisli Árni RE 375, aftur á miðin í gær. Jón Kjartansson SU 111 liggur hins vegar við festar á Eskifirði og eigandi hans hefur lýst því yfir að hann fari ekki aftur út fyrr en nýtt verð hefur verið ákveð- ið. A laugardag funduðu eigendur loðnuverksmiðja í Félagi fiskmjölsframleiðenda, vegna óánægju þeirra með of hátt loðnuverð. Stjóm félagsins gengur á fund sjávarútvegsráð- herra í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins telja margir eigéndur loðnuverksmiðja sér ekki fært að greiða lágmarks- verðið, 1.900 krónur fyrir tonnið miðað við 16% fítuinnihald og 15% þurrefnisinnihald. Á fundinum á laugardag var ákveðið að fela stjóm félagsins að kynna sjávar- útvegsráðherra sjónarmið loðnu- bræðslunnar. „Verðinu var mótmælt af fulltrúum okkar strax og það var ákveðið. Töldum við það algjörlega út í hött miðað við markaðsaðstæður í dag,“ sagði Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins. „Við ætlum að leggja það í hendur ráðherra hvað hægt er að gera í stöðunni." Kaupendur og seljendur greinir á í þessu efni. Sveinn Hjörtur Hjartarsson, hagfræðingur LÍÚ, taldi að staðið hefði verið að verð- ákvörðuninni með eðlilegum hætti. „Ég ætlast ti) þess að kaup- endur virði þær leikreglur sem gilda, og þeir áttu þátt í því að skapa. Verðið var ákveðið eftir tvo fundi, og í upphafí buðum við þann kost að það yrði gefíð frjálst. Kaupendur tóku sér fjögurra daga umhugsunarfrest til að kanna við- horf sinna umbjóðenda. Þeir höfnuðu síðan frjálsri verðlagn- ingu. Verðlagsráðið hefði aldrei komist að samkomulagi um 1.900 krónu lágmarksverð nema vegna þess að Síldarverksmiðjur ríkisins lýstu því yfír að þær væru til- búnar til að borga sama verð og Krossanes-verksmiðjan." Jón Reynir sagði að verðákvörðunin hefði verið tekin með of skjótum hætti. Heyrst hefði að framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar á Raufarhöfn ætlaði ekki að greiða lægra verð fyrir afla Gísla Áma en aðrar loðnu- bræðslur (Krossanesverksmiðjan) hefðu ákveðið að borga. Með þessu hefði ákvörðunin verið keyrð í gegn. Aðspurður hvort kaupendur myndu óska eftir því að ráðherra gefí verðið fijálst sagði Jón: „Allt er skárra en þetta.“ „Nú er bleik brugðið," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands þegar ummæli Jóns voru borin undir hann. „Það er of seint f rassinn gripið. Búið er að ákveða verðið og við það verða menn að standa. Eg minni bara á að 1975 töldu sjómenn og útvegsmenn á sig hallað og allur flotinn sigldi í höfn. Þá gekk maður undir manns hönd Gísli Árni á loðnumiðunum f gær. að sýna okkur fram á að ekki væri hægt að „taka upp“ verð eftir að það er ákveðið. Ef ríkis- valdið ætlar að taka aðra stefnu núna, munu sjómenn svara því fullum hálsi." Sveinn Hjörtur minntist einnig vertíðarinnar 1975 og taldi að með því hefði verið gefið ákveðið fordæmi. „Ef loðnukaupendur ætla nú að leggjast þungt á árar og fá loðnuverðið lækkað eftir 15. sept- ember þá eru þeir með því að stuðla að því að færa vinnsluna til útlanda," sagði Sverrir Leós- son, eigandi Súlunnar á Akureyri. „Ég vil landa sem mestu hér, en ef ráðherra breytir verðinu mun engri loðnu verða landað." Sverrir sagðist fylgjandi frelsi í verðlagn- ingu, og þá sérstaklega á loðnu. Kaupendur hefðu fyrr og nú stað- ið í veginum, en stunduðu síðan yfirborganir eftir að búið væri að ákveða verðið. Á fundi eigenda loðnuverk- smiðja kom til umræðu hvort verksmiðjumar ættu að hætta að taka á móti aflanum. Ákveðið var að bíða eftir fundinum með sjávar- útvegsráðherra, sem kom heim frá útlöndum í gær. Jón Reynir vildi halda öllum möguleikum opn- um í stöðunni, en sagði að senni- lega gætu bráðabirgðalög ein höggvið á hnútinn. „Eg get ekki sagt að ég sé bjartsýnn. Eftir að ráðherra er búinn að gefa okkur sitt svar höldum við annan fund. Ef ástandið breytist ekki, þurfum við að taka afstöðu til þess hvort verksmiðjunum verður lokað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.