Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12    B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986
4
90 ár liðin frá fæðingn F. Scotts Fitzgerald:
FIÐfHLDfÐ
SEMFLAUG
ANATAKS
Maður heyrír ætíð jass begar Francis Scott Fitzgerald ber á góma. En maður heyrir
einnifí glasaglaum og fótatök dansandi fólks og einhvers staðar, í öðru húsi, fjarri hávað-
anum og gleðinni, sér maður einnig skrifborð og ef til vill penna. Fitzgerald, einhver
yndislegasti rithöfundur sem Ameríka hefur alið, brann upp rétt eins og sígaretturnár
sem hann reykti, barðist á tvennum vígstöðvum í senn, við elskurnar sínar tvær, eiginkon-
una sinnisveiku, Zeldu, sem alltaf var afbrýðisöm útí hjákonu hans, skáldskapargyðjuna,
og f éll frá rúmlega fertugur; lifði það ekki einu sinni að sjá augastein sinn, dótturina
Scottie, vaxa og blómstra. En sannur rithöfundur lif ir í verkum sínum; Fitzgerald verð-
ur hjá okkur meðan hjartablóðið rennur.
Lífið er veisla
Þegar hann lést í desember 1940,
sjúkur á sál og líkaina, útbrunninn
en engu að síður stoltur maður, þá
var hann öllum nema örfáum nán-
ustu vinum gleymdur. Fitzgerald,
maðurinn sem uppgötvaði jasskyn-
slóðina á þriðja áratugnum og allir
dýrkuðu fyrir að segja fólki frá
þeirra eigin tilfínningum, hafði
horfið af sjónarsviðinu, og aðrir rit-
höfundar, eins og vinur hans
Hemingway, stóðu í sviðsljósinu.
Hvernig gat slíkt gerst?
Fitzgerald var maður öfganna.
Einn daginn hafði hann fullar hend-
ur fjár, en þegar hann vaknaði að
morgni var allt drukkið til síðasta
dropa. Hann vandist þessum
lífsmáta strax í æsku, faðir hans
flakkaði með fjölskylduna milli
borga í leit að atvinnu. Fitzgerald
eignaðist marga vini á lífsieiðinni
og flestir reyndust honurn vel, en
honum var fyrirmunað að sýna öðr-
um vináttu. Þannig var það í
Princeton-háskólanum og allar göt-
ur síðan. Hemingway segir frá
þessu í Veislu í farángrinum, en
lýsing hans á drykkju og sérhlífni
og minnimáttarkennd Fitzgeralds
og „haukunum sem deila við aungv-
an" er svo yfirgengileg að það er
freistandi að lita á hana sem
síðbúna hefnd Hemingways. Hem-
ingway stóð nefnilega í ævarandi
þakkarskuld við Fitzgerald sem
kom honum á framfæri og þreyttist
aldrei á að veita honum ráðlegging-
ar; og það þoldi mannhatarinn
Hemingway aldrei; Fitzgerald hafði
alltaf meiri trú á þrekvaxna rithöf-
undinum með bolablóðið en sjálfum
sér.
Fitzgerald hafði mestan áhuga á
fótbolta þegar hann byrjaði í
Princeton-háskólanum, aðeins 17
ára, og leiklist einnig. En skáld-
skapurinn náði yfirhöndinni er hann
meiddist á hné og varð að hætta
öllu sporti. Fitzgerald ætlaði að
koma sér áfram í lífinu, ekki til að
friða kröfuharða samvisku, heldur
til_ að njóta aðdáunar allra í kring.
„Ég vil að fólk dáist að mér," segir
Amory Blaine, aðalsöguhetjan í
fyrstu bók Fitzgeralds, This Side
ofParadise. Fitzgerald var byrjaður
að drekka ótæpilega og hann var
alltaf ástfanginn. Ina Claire, Gin-
erva King; þær voru margar sem
hann þekkti. En það var aðeins ein
sem greyptist svo í huga hans að
Fitzgerald varð ekki sami maður
eftir: Zelda Sayre, sem hann sá
fyrsta sinni mitt ár 1919, tveimur
árum eftir að hann var rekinn frá
Princeton fyrir slóðahátt. Zelda var
átján ára, sannkölluð fegurðardís,
en snobbuð eftir því og kröfuhörð
á veraldleg gæði, enda dómaradótt-
ir úr Alabama. Fitzgerald hrópaði:
„Þessari stúku verð ég að giftast,"
en Zelda hló að honum, spurði hvað
hann þénaði á ári.
Hún gat ekki fundið viðkvaemari
blett á manninum unga, sem hugð-
ist verða rithöfundur mitt í stærsta
veisluæði sem runnið hafði á
Ameríku: vínbanninu. Þau voru
sannarlega ástfangin en Zelda var
ekki orðin draumóramanneskja
ennþá. Fitzgerald kláraði því skáld-
söguna sem hafði búið í honum svo
lengi, fékk hana útgefna eftir mik-
ið japl, jaml og fuður. This Side of
Paradise seldist í þúsundum ein-
taka, Fitzgerald var skyndilega
orðinn frægur rithöfundur, og það
sem meira var. í augum hans þá
stundina, vellauðugur. Loks gat
hann beðið elskunnar sinnar.
Gatsby mikli
Listaverk Fitzgeralds, bókin sem
heldur nafni hans á loft, er The
Great Gatsby, sem verður að teljast
peria bandarískra bókmennta fyrri
hluta aldarinnar. Merkilegt hvernig
saga, sem segir frá úrkynjun og
dauða, iðar af lífi; enda hefur verið
sagt um Fitzgerald að tónlistin í
texta hans sýni von, en boði örvænt-
ingu.
Gatsby er táknmynd ameríska
draumsins; líf sprettur upp og
hverfur og deyr; allt er forgengi-
legt; sá er boðskapur skáldsins.
Gatsby kynnist Daisy á unga aldri
en þau ná ekki saman, frekar en
Fitzgerald og Zelda. Árin líða og
Gatsby auðgast í skjóli spillingar
og Daisy giftist Tom Buchanan,
veraldarvönum nautnasegg. Mitt á
milli þessara persóna stendur sögu-
maðurinn, Nick Carraway, sem
þekkir þær mátulega lítið til að
forvitnast ögn um þær og mátulega
mikið til að halda lesandanum
spennturri. Gatsby flytur sig um set
til að búa nálægt Daisy (í sögunni
nefnist staðurínn West Egg, en var
í rauninni Great Neck á Long Is-
land, þar sem Guggenheim-, Astor-,
og Pulitzer-fjölskyldurnar bjuggu
ríkmannlega), og reynir að tæla
hana til sín með aðdráttarafli hins
seiðmjúka auðs sem allt dró til sín
á þessum árum og gerir víst enn.
Allt er forgengilegt; ameríski
draumurinn er hættuleg blekking,
segir Fitzgerald, maðurinn sem vei
þekkti að minnsta kosti tvær hliðar
auðsins: stundaránægjuna sem
hann getur veitt; og ömurleikann
sem hann oftar en ekki hefur í för
með sér. Þennan forgengileika sýn-
ir Fitzgerald á táknrænan hátt:
Gatsby er ekki rétt nafn mannsins
sem segist heita Gatsby; áður hét
hann James Gatz en breytir því
eftir að honum hefur græðst fé.
Kvenmannsnöfnin eru flest úr
jurta- og dýraríkinu: Daisy er blóm,
einnig Myrtle, vinkona hennar;
blóm breiða úr sér í sumarhitanum,
en hversu lengi? Deyja þau ekki
þegar haustar? Hin fagra og við-
kvæma Daisy (það er eftirtektar-
vert hvernig Miu Farrow tókst að
sameina þessa þætti í kvikmyndinni
sem gerð var 1974) nýtur sín að-
eins í draumi, og feílur þegar kuldi
veruleikans nístir að. Fitzgerald
gerði óborganlegt grín að aðli síns
tíma þegar hann útbjó lista yfir
gesti í einu samkvæminu sem Gats-
by hélt: nöfnin eru öll nöfn á
misþekktum ostategundum.
Fleiri tákn, sem skipta söguna
miklu, má nefna. Það eru
leiðarmótífin: bifreiðir er að finna
á hverri blaðsíðu, þær eru tákn
auðs, og skipta einnig söguna miklu
er líða tekur á; bifreiðin getur vald-
ið dauða, rétt eins og illa meðfarinn
auður. Ákveðnir litir fylgja persón-
um, hinum margbreytilegu ein-
kennum þeirra: guli liturinn tengist
auðinum, viskíinu, gullinu (Fitz-
gerald ráðgerði eitt sinn að nefna
bókina The Goldhatted Gatsby);
blái liturinn er nær vatninu, himnin-
um, rökkrinu.
Tveir andstæðir heimar takast á
innan verksins, ádeilan og hið ljóð-
ræna; snilld Fitzgeralds sést einna
best á því hvernig honum tekst að
sameina þetta tvennt. Hið fyrr-
nefnda segir frá harðgerðri og
óánægðri þjóð sfleitandi að föstum
punkti í tilverunni: óánægjan sést
í yfirborðskenndri skemmtanafíkn
persóna eins og Daisy og Tom Buc-
hanans. Frá þessu fólki segir
sögumaður okkur á einkar Ijúfan
hátt, eins og hann væri að skrifa
seiðmagnað íjóð. Gatsby, sem sögu-
maður segist hata í upphafi frá-
Francis Scott Fitzgerald fæddist 24. september 1896, og lifði
aðeins 44 ár, en listilega skrifaðar skáldsögnr hans lifa.
sagnarinnar en kann vel að meta í
sögulok, tilheyrir hinu ljóðræna í
sögunni, enda þótt hann sameini
þessa þætti og óííku liti. Þegar blátt
og gult kemur saman verður úr því
grænt: grænt ljós skín á næturnar
fyrir utan glugga Gatsbys. (Sjá
mjög ítarlega skilgreiningu á til-
gangi litanna í verkum Fitzgeralds
í ævisögunni sem Fransmaðurinn
André Le Vot skrifaði, fæst hér-
lendis í enskri þýðingu.) Annað
mikilvægt leiðarstef er auglýsinga-
skiltið með alsjáandi augu Dr.
Eckleburgs: yfir bláu augunum
hans eru gul gleraugu. Þessi augu
tengjast einu aðalþema sögunnar,
blekkingunni, forgengileikanum:
Eiginmaður Myrtles, konunnar sem
varð fyrir gulu drossíu Gatsbys og
dó, hann Wilson, sem er eina per-
sóna bókarinnar sem sýnir heilleg-
ar, mannlegar tilfinningar, telur sig
sjá Guð almáttugan í þessu star-
andi auglýsingaskilti. Texti Fitz-
geralds gefur ótrúlega margt til
kynna um þetta vesæla skilti, sem
skiptir svo miklu máli fyrir gang
sögunnar um Gatsby, enda eru
hugmyndir manna um Guð mis-
munandi, en þó fer vart á milli
mála að Fitzgerald, sem ólst upp
við katólska trú, deilir hér hart en
engu að síður lymskulega á yfir-
borðskennt líf samlanda sinna,
hræsnina sem einkennir afstöðu
þeirra til trúarinnar, þeir selja Guð
ef þeir mögulega geta; afl trúarinn-
ar er beislað í eigin hagsmuna
skyni. Afraksturinn er eyðiland
samkeppninnar, litanna, vonarinn-
ar; þessa fólks bíður ekkert annað
en örvænting og hægur dauði. Og
svartsýnin sem gegnsýrir söguna
nær hámarki þegar í Ijós kemur að
boðberar yfirborðsmennskunnar og
hræsninnar, þau Daisy og Tom
Buchanan, eru þau einu sem lifa
og geta beðið framtíðarinnar með
gulgræna glýju í augum.
í klóm ástar og nautnar
Fitzgerald ferðaðist með Zeldu
um Evrópu mánuðina áður en Gats-
by mikli kom í bókabúðir. Hann var
skuldum vafinn og vonaðist til að
nýja bókin greiddi þær allar upp;
sú von brást. Gatsby fékk ákaflega
jákvæðar viðtökur gagnrýnenda, en
almenningur lét sér fátt um finnast;
fólk kaus heldur að dansa og dufla
í takt við jassinn og drekka og njóta
lífsins heldur en að þrælast í gegn-
um vel skrifaða bók. 1925 er
tímamótaár í lífi Fitzgeralds, æsku-
árin, ár unaðar og skemmtana og
glæstra vona voru að baki; en
framtíðin, ætíð svo dulúðug og
óræðin, beið hans, mannsins sem
aldrei gerði sér grillur út af kom-
andi degi.
Fitzgerald og Zelda brostu alltaf
framan í heiminn. Þau lifðu alltaf
um efni fram, eins og raunar banda-
ríska þjóðin hefur gert síðan hvíti
maðurinn tók þar völdin, og skáldið
skrifaði útgefanda sínum og vini,
Maxwell Perkins, og bað um æ
meiri peninga. Þau héldu til París-
ar, höfuðborgar ímyndunaraflsins,
þar sem allir listamenn heimsins
komu saman og lögðu á ráðin. Þar
kynntist Fitzgerald ótrúlega mörgu
fólki, Hemingway, Gertrude Stein,
James Joyce, Gerald Murphy (sem
varð önnur fyrirmyndin að Diver,
aðalpersónunni í Tender Is the
Night, o.fl. Fitzgerald lagði sér-
staka rækt við Hemingway, sem
uppúr 1925 var að berjast við að
skrifa sem sannastar setningar en
gekk ekki nógu vel. Það var Fitz-
gerald sem mælti með frumsmíð
Hemingways við Perkins, sem gaf
út The Sun AIso Rises; bókin sú
seldist í fleiri eintökum en sjálfur
Gatsby og er af mörgum talin ágæt-
asta verk Hemingways.
Fitzgerald fékk engan tíma til
að sinna ritstörfum; Zelda sá til
þess. Hún var sjúklega afbrýðisöm
útí skrifborð hans og unun hans
af að sitja á stól og stara út í loft-
ið og hugsa, hún nauðaði í honum
og kallaði öllum illum nöfnum þar
til skáldið gaf sig og fór á nætur-
langt drykkjuráp með sinni heitt-
elskuðu. Hemingway lýsir þessu
vel: „Um þessar mundir þoldi Zelda
orðið meira en Scott og Scott var
hræddur um að hún mundi deya
innanum það fólk sem þau sam-
neyttu þetta vor og á stöðum
þangað sem þau vöndu komur sínar.
Scott líkuðu hvorki staðirnir né fé-
lagsskapurinn og til þess að þola
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32