Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 293. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986
29
Shamir hreinsaður af aðild
að aftöku Palestínumanna
Tel Aviv, AP. Reuter.
NEFND á vegum ríkisstjórnar-
innar í ísrael hefur hreinsað
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra, sem sakaður hafði verið
um að hafa fyrirskipað aftöku
tveggja Palestínumanna og til-
raun til að hylma yfir málið.
ísraelska sjónvarpið skýrði frá
niðurstöðum nefndarinnar, sem
rannsakaði   aftöku   tveggja   Pal-
estínumanna, sem tóku strætisvagn
á Gaza-svæðinu og héldu 35 manns
í gíslingu þar til hermenn gerðu
áhlaup á vagninn. Ræningjarnir
hótuðu að sprengja vagninn í loft
upp ef 500 Arabar yrðu ekki látnir
lausir úr ísraelskum fangelsum.
í áhlaupinu féllu tveir ræningj-
anna af fjórum og í yfirlýsingu
hersins  var sagt  að tveir hinna
hefðu dáið á leið í sjúkrahús. Ljós-
myndir blaðaljósmyndara staðfestu
hins vegar að þeir voru leiddir
ómeiddir úr vagninum og vel á sig
komnir.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að óeinkennisklæddir lög-
reglumenn hefðu leitt mennina tvo
á brott. Farið hefði verið með þá á
afskekktan stað, þar sem þeim hefði
Japanir ætla yfir
1 prósent markið
í fjárveitingum til varnarmála
Tókýó, Reuter.
JAPANIR hafa ráðagerðir á prjón-
unum um að víkja frá þeirri stefnu
sinni að takmarka fjárframlög til
hermála við eitt prósent af þjóðar-
framleiðslu eða minna, að því er
haft var eftir talsmanni varnar-
málaráðuneytisins í gær.
Talsmaðurinn sagði að þessi
ákvörðun hefði verið tekin á fundi
embættismanna stjórnarinnar og
frjálslyndra demókrata, sem nú eru
við völd. Fundinn sátu m.a. Yuko
Kurihara varnarmálaráðherra og
Kiichi Miyazawa fjármálaráðherra.
Að sögn talsmannsins var ákveð-
ið að auka útgjöld til varnarmála
um 5,2 prósent þannig að alls yrðu
veittir 3.517 milljarðar japanskra
jena (um 22 milljarðar dollara).
Þetta jafngildir 1,004 prósentum
af þjóðarframleiðslu samkvæmt spá
hins opinbera fyrir fjárhagsárið,
sem hófst 1. apríl.
Ákveðið var að setja mörkin við
1 prósent árið 1976. Aftur á móti
hafa Bandaríkjamenn þrýst á Jap-
ani og reynt að fá þá til að auka
fjárframlög til varnarmála. Því hef-
ur einnig verið haldið fram að varnir
Japana hafa ekki verið efldar nægi-
lega til að samsvara hernaðarupp-
byggingu Sovétmanna í Asíu.
Japanska stjórnin greiðir atkvæði
um þetta atriði í dag og verður þá
einnig fjallað um önnur atriði fjár-
laga. Fjárlögin koma fyrir þing í
upphafi næsta árs.
verið misþyrmt unz þeir féllu dauð-
ir niður. Nefndin sagði hins vegar
útilokað að fullyrða um hver reiddi
þeim banahöggið. Var niðurstaða
nefndarinnar sú sama og annarrar
opinberrar nefndar, sem áður
rannsakaði ásakanir á hendur
Shamir, sem var forsætisráðherra
þegar atvikið átti sér stað 13. apríl
1984.
Avraham Shalom, fyrrum yfir-
maður öryggisstofnunar ríkisins,
Shin Bet, bendlaði Shamir við af-
tökuna á Palestínumönnunum með
því að gefa í skyn að hann hefði
fengið fyrirmæli um að taka hryðju-
verkamennina, sém næðust í
áhlaupi á strætisvagninn, af lífi.
Hann gaf einnig til kynna að Sham-
ir hefði tekið þátt f að láta hylma
yfir atburðinn. Rúmu ári eftir at-
burðina hélt aðstoðarforstjóri
stofnunarinnar, Reuven Hazak, því
hins vegar fram að Shalom hefði
sjálfur fyrirskipað aftökuna á Pal-
estínumönnunum og stjórnað til-
raunum til að hylma yfir atburðinn.
Hann tjáði undirmönnum sínum að
hann hefði stuðning Shamirs í þeim
tilraunum, að sögn Hazaks.
Asakanirnar á hendur Shalom
leiddu nærri til falls samsteypu-
stjórnar Likud-bandalagsins og
Verkamannaflokksins og kröfðust
ráðherrar síðrnefnda flokksins op-
inberrar rannsóknar á ásökunun-
Andrei Tarkovsky látinn:
Einn helsti boðberi óhef ð-
bundinnar kvikmyndagerðar
Parfs, Reuter.
RUSSNESKI kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky
lést í París í jgær 54 ára að aldri. Banamein hans var
krabbamein. I Sovétríkjunum var hann lítt þekktur en
á Vesturlöndum naut hann mikillar virðingar sem f rum-
legur listamaður.
Tarkovsky var í hópi margra
hæfileikamikilla leikstjóra sem
brutust undan oki hinnar „félags-
legu raunsæisstefnu" í listum,
sem einkenndi valdaskeið Jósefs
Stalín. Árið 1984 afsalaði hann
sér sovéskum ríkisborgararétti og
settist að á Vesturlöndum en
ráðamenn í Sovétríkjunum höfðu
þá um nokkurt skeið lagt áherslu
á að kvikmyndaleikstjórar fjölluðu
meira um hlutskipti alþýðunnar
og veruleika verkalýðsins í mynd-
um sínum.
Tarkovsky gerði aðeins sjö
kvikmyndir á ferli sínum og lék
íslensk leikkona, Guðrún Gísla-
dóttir, í síðustu mynd hans sem
nefnist „Fórnin". Sú mynd hlaut
sérstök verðlaun á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í maímánuði.
Myndir Tarkovskys þóttu oftar
en ekki tormeltar en sjálfur lagði
hann jafnan áherslu á að myndir
hans ættu ekki að tjá hlutlægan
veruleika heldur drauma, hugsan-
ir og endurminningar. „Ég hef
takmarkað álit á hefðbundinni
uppbyggingu kvikmynda því
meirihluta tímans er varið í að
fræða áhorfandann um hvað muni
gerast í kvikmyndinni" sagði
Tarkovsky eitt sinn í viðtali.
Tarkovsky hafði óskað eftir
leyfi stjórnvalda í Sovétríkjunum
til að dveljast um óákveðinn tíma
á Vesturlöndum. Þegar það fékkst
ekki afréð hann að fara í sjálfskip-
aða útlegð til Vesturlanda og
settist að í París. I viðtölum tók
hann jafnan skýrt fram að hann
væri ekki andófsmaður. Sagði
hann hins vegar að stjórnvöld
hefðu gert honum ókleift að starfa
í Sovétríkjunum.
Fyrsta kvikmynd Tarkovskys í
fullri lengd nefnist „Æska Ivans"
(1962) og fjallar hún um ungan
dreng sem upplifir innrás Þjóð-
verja í Sovétríkin á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Mynd þessi
vann til verðlauna á kvikmynda-
hátíð í Feneyjum.
Tarkovsky hlaut alþjóðlega við-
urkenningu fyrir næstu mynd sína
Andrei Tarkovsky við töku á atriði í myndinni
gerð var í Svíþjóð.
,Fórnin" sem
Guðrún Gísladóttir í hlutverki
völvunnar í kvikmyndinni
„Fórnin" eftir Tarkovsky.
sem nefnist „Andrei Roublev"
(1966) og voru honum veitt verð-
laun fyrir hana á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes árið 1969. Hún var
hins vegar ekki sýnd í Sovétríkj-
unum fyrr en árið 1971 þar eð
kvikmyndaeftirlitsmönnum     þar
þóttu sum atriðin í djarfara lagi.
Margir telja „Andrei Roublev"
bestu mynd Tarkovskys.
Næstu mynd sína gerði Tark-
ovsky árið 1972 og nefnist hún
„Solaris". Myndin hefur á sér blæ
visindaskáldsagna þó svo að efni
hennar sé mjög í anda fleiri mynda
Tarkovskys; greinarmun anda og
efnis. Árið 1975 gerði Tarkovsky
kvikmyndina „Spegill", sem fjall-
ar um æsku hans á draumkennd-
an hátt og fer lítið fyrir
hefðbundinni frásögn. Árið 1978
gerði hann „Stalker" fyrir sovéskt
fé en sú mynd hlaut dræmar und-
irtektireystra. „Nostalgia" (1983)
fjallar einnig um æsku Tark-
ovskys en hún hefur enn ekki
verið sýnd í Sovétríkjunum þó svo
að kvikmyndayfirvöld þar hafi
fjármagnað myndina að hluta til.
Síðustu mynd sína „Fórnin" tók
Tarkovsky í Svíþjóð og fjallar hún
um fyrrum blaðamann, sem heitir
því að hafna fjölskyldu sinni og
öllu því sem honum er kært í
þeim tilgangi að koma í veg fyrir
gjöreyðingarstríð. Myndin hlaut
sérstök verðlaun á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes en Tarkovsky gat
ekki veitt verðlaununum viðtöku
sökum hrakandi heilsu sinnar.
Tarkovsky kvaðst líta á sjálfan
sig sem ljóðskáld kvikmynda-
tjaldsins. „ÖU kvikmyndagerð
byggir á tveimur ólíkum gerðum
kvikmynda. I fyrri flokknum eru
leikstjórar sem reyna að líkja eft-
ir heiminum sem þeir lifa og
hrærast í en í annan stað eru leik-
stjórar sem skapa sinn eigin heim
- ljóðskáld kvikmyndanna. Ég er
sannfærður um að hinna síðar-
nefndu verður frekar minnst
þegar fram líða tímar".
Reagan um
íransmálið:
Mestu
vonbrigði
ársins
Los Angeles, Reuter.
REAGAN Bandaríkjaforseti
tók sér í gær sex daga frí
frá stjórnarstörfum í Hvíta
húsinu. Hyggst hann aðeins
koma einu sinni fram opin-
berlega í þessari viku og
næsta sunnudag á hann að
leggjast inn á sjúkrahús, þar
sem gerð verður á honum
skurðaðgerð.
í sjónvarpsávarpi á laugardag
sagði Reagan, að Iransmálið væri
það málefni, sem mestum von-
brigðum hefði valdið á þessu ári,
en að öðru leyti hefði árið 1986
verið „mjög gott ár".
Dick Cheney, sem sæti á í
nefnd þeirri, er Reagan hefur
skipað til að rannsaka vopnasölu-
málið, sagði í gær, að forsetinn
gerði sér það Ijóst, að hann hefði
ekki tekið þetta mál nógu föstum
tökum í upphafi og að það gæti
hafa átt þátt í því, hvernig fór.
Cheney kvaðst þó ekki álíta,
að Reagan ætti eftir að breyta
verulega um stjórnarstíl þau tvö
ár sem hann ætti eftir í forseta-
embætti.
Cheney er þingmaður í full-
trúadeild Bandaríkjaþings fyrir
Repúblikanaflokkinn, flokk Reag-
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADALUR f éll gagn-
vart helztu gjaldmiðlum í gær.
Verð á gulli féll sömuleiðis í
London en hélzt óbreytt í ZUrich.
Sérfræðinmgar sögðu ástæðuna
fyrir verðlkækkun dalsins vaxandi
efasemdir um framtíð dalsins og
óvenjulega litla eftirspurn eftir hon-
um miðað við árstíma.
í London var gengi sterlings-
pundsins 1,4675 dalir í gær en
1,4570 dalir sl. miðvikudag, þegar
gjaldeyrismarkaðurinn var síðast
opinn. Annars var gengi dalsins á
þá leið að fyrir hann fengust:
1,9468 v-þýzk mörk (1,9645)
1,6280 sv. frankar (1,6415)
6,4375 fr.frankar (6,4700)
2,2010 holl.gyllini (2,2190)
1.353,50 ít. lírur (1.363,00)
1,3850 kanad. dalir (1,3775)
Dalurinn var auk þess skráður á
159,00 jen í Tókýó miðað við 161,95
sl. miðvikudag.
Gullúnsan lækkaði úr 390,75
dollurum í 389,50 í London en stóð
áfram í 390,50 dollurum í Zurich.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64