Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 60
ÍB ?í>pr HAITV'AI 0? ST'I-'TAniTT.OTíTrJ OIOA.TTTVTTKTiTOM 60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 t Móðir okkar, MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 18. janúar. Halldór Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín, KRISTÍN BJÖRG BORGÞÓRSDÓTTIR, Þiljuvöllum 27, Neskaupstað, lést 15. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað. Fyrir hönd ættingja, Guðmann Guðbrandsson. t Systir mín, RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hæstaréttarlögmaður, lést að Reykjalundi sunnudaginn 18. janúar sl. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Þorsteinsson. t PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR, saumakona, Jökulgrunni 1b, lést á heimili sínu að kveldi 17. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Ragnar Veturliðason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN J. JÓHANNSSON, læknir, sem lést 7. janúar sl., verður kvaddur frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á minningar- sjóð Kjartans B. Kjartanssonar læknis hjá Geðverndarfélagi íslands. Jóna B. Ingvarsdóttir, Ingvar E. Kjartansson, Jóhann Árm. Kjartansson, Þorbjörg K. Kjartansdóttir, Kristjana S. Kjartansdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Elín Árnadóttir, Birgitta Kjartansson, Guðmundur Björnsson, Björgvin Bjarnason, Þórarinn, Þorbjörg og Kjartan Kjartansbörn, Jóna, Páll, Árni og Kjartan Ingvarsbörn, Kjartan og Ingibjörg Jóna Guðmundsbörn, Kjartan Bjarni, Ingvar og Sverrir Björgvinssynir og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Fossvöllum 19, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 21. janúar kl. 14.00. Helga Þráinsdóttir, Kristín Þráinsdóttir, Þórunn Þráinsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Bjarni Þráinsson, Hrefna Ólafsdóttir, Höskuldur Þráinsson. Guðmundur Kolbeins- son — Minning Fæddur 27. mars 1899 Dáinn 10. janúar 1987 I gær var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík Guðmundur Kolbeinsson, merkur fulltrúi alda- mótakynslóðarinnar, sem fæddist í ölduróti nýs tíma og bar í sér áhrif og áhrifamátt þeirra breytinga sem mestar hafa verið í íslensku sam- félagi til þessa. Genginn er fullhugi og með honum hluti sögunnar sem aldrei verður skráður. Guðmundur var borinn og bam- fæddur austur í Grafningi, sonur hjónanna Geirlaugar Jóhannsdóttur og Kolbeins Guðmundssonar á Úlf- ljótsvatni. Hann var næstelstur sjö systkina. Fyrr eru látin Katrín og Jóhannes en eftirlifandi eru Vil- borg, Þorlákur og Arinbjöm. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Aðalheiður Georgs- dóttir, hún átti þá eina dóttur, Sigríði, og gekk Guðmundur henni í föðurstað. Þau slitu samvistum. Síðari kona Guðmundar var Áslaug Elíasdóttir, hún átti soninn Jóhann, sem Guðmundur gekk líka í föður- stað. Tvö bamaböm ólust upp á heimili þeirra Áslaugar, Guðlaug, dóttir Sigríðar, og Sigrún, dóttir Jóhanns. Ég kynntist frænda mínum fyrst náið á unglingsárum þegar ég nam við Kennaraháskólann, leigði á loft- inu hjá afa ýÞingholtsstræti og var í kosti hjá Áslaugu og Guðmundi, sem bjuggu niðri. Viðurværið var gott og samvistin við þau hjón mér ómetanleg. Heimili þeirra var mér alltaf opið og alúð þeirra og velvild var styrkur óþroskuðum unglingi í nýju umhverfí. Og það vom fleiri en ég sem nutu velvildar þeirra hjóna því vart leið sá dagur að ekki bæri gest að garði að ræða málin yfir kaffibolla. Vinfesta þeirra og samskipti vom einstök og gott að leita til þeirra jafnt í sorg sem gleði. Æskustöðvamar áttu djúpar rætur í Guðmundi og hann batt við þær órofa tryggð. Grafningurinn er glöggt dæmi um íslenska sveit þar sem taumlaus náttúra og veður- far landsins er í senn ógnandi og ögrandi, en undur gefandi þeim sem athugulir em og úrræðagóðir. Þetta skildi Guðmundur ungur og ræktaði sjálfan sig í samræmi við það. Hann aflaði sér víðfeðmrar þekkingar á landi sínu og þjóð með eftirtekt og lestri, og kunni að hlusta. Hæfileik- ar hans vom fjölþættir og ég held að hann hefði getað lært til hvaða starfs sem var. Hann hlaut þó enga formlega menntun eftir skyldunám. Hann var sjálfmenntaður og tamdi sér hugsun vísindamannsins, lista- mannsins og verkmannsins. Þegar Guðmundur fluttist suður rúmlega tvítugur þekkti hann Grafninginn eins og fínguma á sér og hafði öll örnefni á hraðbergi. Mörgum sögum fór um ratvísi hans. Ein er mér minnisstæðust enda þá sjálf með í för. Ferðinni var heitið á Hengil og lagt upp frá skála milli hrauns og hlíða. Þetta var eitt af mörgum rigningarsumrum og rign- ing og nokkuð þungbúið þegar lagt var upp. Eftir því sem leið á gönguna þéttist þokan. Þar kom að við sáum ekki handa okkar skil, var þá afráðið að snúa aftur til skálans. Ég taldi það gott og bless- að en velti því fyrir mér hvar skálinn væri. En við treystum á Guðmund. Ég áttaði mig fljótlega á því að þrátt fyrir ákvörðun um að snúa til skálans héldum við áfram. Mér varð ekki um sel. Rigningin ágerð- ist og rann saman við þokuna. Guðmundur hægði gönguna við og við og virtist vera að skoða sig um. Hvemig stóð á þessu? Hafði undrið gerst? Var Guðmundur frændi orð- inn villtur og það í sjálfum Henglin- um, sem hann þekkti eins og eigin fíngur? En viti menn, áfram var haldið, niður halla eftir velli, og ég var nærri gengin á skálann svo óvæntur var hann mér og okkur hinum. En fyrir Guðmundi var auð- vitað ekkert sjálfsagðara en hann væri á sínum stað. „Hvert ættu líka skátaskálar að fara?“ Guðmundur lét ferska vinda sam- tímans ekki fram hjá sér fara og tileinkaði sér snemma hugsjónir lýðræðis; sjálfstæðis einstaklinga og þjóða. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni og fátt sveið honum sárar en þegar réttur hins vinnandi manns til mannsæmandi lífs var fótum troðinn. Á ámnum, t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúö og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORKELS HELGASONAR. Helga Þorkelsdóttir, Björn Þorkelsson, Þorkell Máni Þorkelsson, Þorgeir Þorkelsson, Sigríður Þorkelsdóttir, Þormóður Þorkelsson, Gunnvör Þorkelsdóttir, Hannes Þorkelsson, Auður Þorkelsdóttir, barnabörn og Sigurður B. Guöbrandsson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Kristfn Jóhannesdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Einar Karlsson, Jón Guðmundsson, Jóna Kristfn Bjarnadóttir, Sigurður G. Lárusson, barnabarnabörn. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR VIGFÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Sigrún Einarsdóttir, Yngvi Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Jónas Helgason, og barnabörn. MEÐEmSIMTALI er hœgt að breyta innheimtuað- ferdinni. Eftir argjoldin skuldfœr vidkomandi greiöslukortareikn- SÍMINN ER 691140 691141 þegar ég var kostgangari á heimili Guðmundar, voru verkföll tíð. Ég minnist sérstaklega verkfallsins 1955 sem var bæði langt og strangt. Hann sást ekki mikið heima. Það var harka í verkföllum á þessum tíma og verkamennimir þurftu að fylgja málum vel eftir, ella var verk- fallið brotið á bak aftur og árangur- inn enginn. í fyrstu var ég undrandi á að varla mátti merkja á kostinum að Guðmundur var í verkfalli og því launalaus. En fljótlega skildi ég hvar skýringin lá. Oguð hugsun og heilindi höfðu gert illa launuðum erfiðismanni kleift að haga lífi sínu á þann veg að hann hafði nægt efnahagslegt sjálfstæði til að beij- ast fyrir bættum hag alþýðunnar, ekki aðeins sín vegna heldur með heill fjöldans í huga. Guðmundur Kolbeinsson var sannur hugsjóna- maður sem aldrei var beygður til að selja hugsjónir sínar fyrir brauð. Guðmundur hætti að vinna fyrir um það bil þijátíu árum, þegar hann hafði ekki lengur líkamlegt þrek til erfíðisvinnu. Gömul vinnu- slys sögðu til sín og aldurinn heijaði á, einkum fæturna, og hann gekk við hækjur blómann af ævikvöldinu. Guðmundur var þó glaður sem fyrr og hugurinn fijór — og nú kom sér vel eins og oft áður að hafa ræktað garðinn sinn. Ekki dugði að sitja aðgerðarlaus. Hann tók þátt í heim- ijisstörfunum og þeir sem sóttu Áslaugu og Guðmur.d heim, nú á Hjaltabakkann, voru löngu hættir að spyija hvort þeirra hefði bakað klattana eða pönnukökumar sem voru á borðum. Guðmundur sýslaði fleira. Hann lærði smávegis á orgel í æsku og nú tók hann upp þráðinn að nýju. Skemmtilegast þótti hon- um að spila og syngja með öðrum ekki síst þegar gestir komu og glasi var lyft á góðri stundu. Guðmundur var drátthagur vel og bar fyrir sig að mála, en við það fékkst hann líka ungur. Þó hér sé margt talið átti frásögnin þó líklega í honum flestar taugar. Það var unun að hlusta á hann segja frá gamalli tíð, einkum kynlegum kvistum og stór- huga konum. Hann lét sér auðvitað ekki nægja að segja frá heldur skráði hjá sér nokkra þætti og at- burði liðinna daga. Fjölskyldu hans og aðstandend- um öllum votta ég dýpstu samúð mína. Megi minningin um góðan dreng verða ykkur styrkur í sorg ykkar. Nanna Úlfsdóttir Blómmtofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.