Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson Eldsneytisgeymarnir taka 750 þúsund gallon af eldsneyti. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Eldsneytisgeymar til- búnir í byrjun apríl FRAMKVÆMDUM við eldsneyt- isgeyma nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er að ijúka og er gert ráð fyrir að geymam- ir verði tilbúnir í byrjun april Viðstaddirút- för Frydenlunds ÚTFÖR Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, fer fram í Osló í dag, föstudag. Matthías A. Mathiesen, utanrík- isráðherra, verður viðstaddur útforina ásamt Níels P. Sigurðs- syni, sendiherra íslands í Noregi og Þórði Einarssyni sendiherra. næstkomandi. Það eru olíufélög- in þrjú og Flugleiðir sem standa að þessum framkvæmdum og á hvert félag um sig 25% í þessum mannvirkjum. í þessum áfanga, sem nú er að ljúka, er geymslurými fyrir 750 þúsund gallon af eldsneyti, en hægt er að stækka birgðastöðina um helming, sem tæki þá 1.500 þúsund gallon af eldsneyti. Eldsneytinu verður ekið frá olíubirgðastöð í Hafnarfírði. Sú olíubirgðastöð sem næst er Keflavíkurflugvelli, verður hins vegar í Helguvík, en þar sem höfnin þar er er hemaðarmannvirki og aðskilin frá allri starfsemi nýju Flugstövarinnar, verður ekki um að ræða olíuflutninga þaðan. / dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í Glœsibœ. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. Verk eftir Omar Stefánsson. Myndlistarmenn framtí ðarinnar Myndlist Valtýr Pétursson Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að líta inn á Kjarvalsstöð- um og skoða þar fjölskrúðuga sýningu á verkum ungra og verð- andi listamanna á Islandi. Eins og margir munu vita, er IBM á íslandi tvítugt um þessar mundir og lætur sér ekki nægja að halda eitthvert merkasta skákmót, sem hér hefur verið haldið, heldur hef- ur fyrirtækið einnig boðíð til mikillar messu af verkum verð- andi myndlistarmanna. Þetta er sérdeilis vel til fundið og stórfyrir- tækið sýnir í verki, að það heldur uppi merki hugvits á fleiri vígstöðvum en á tölvuvellinum einum saman. Ekki man ég eftir, að það hafi áður gerzt í þessu þjóðfélagi, að fyrirtæki tæki for- ystu í menningarviðburðum, eins og þessari ungmennasýningu, sem nú trónar á Kjarvalsstöðum. Þama er heldur ekki sparað í neinu, ekki seldur aðgangur að sýningunni og sýningarskrá ókeypis. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir eitt þeirra verka, sem sýn- ingamefnd sérfróðra hefur valið, og er það eftir unga myndlistar- konu, Svanborgu Matthíasdóttur, sem er við nám í Hollandi, ef ég hef rétt skilið. Verk Svanborgar er Nr. 49 á sýningunni og ber nafnið „Stígur". Þama er vel að verki staðið og verðlaunin ekki skorin við nögl. Afmælis IBM er í einu orði sagt minnzt með glæsi- mennsku, á höfðinglegan hátt. Þar sem sýning þessi stendur aðeins í eina viku og verður ekki framlengd verður ekki flallað rækilega um hvert verk fyrir sig á þessum stað. Til þess er tíminn einfaldlega of naumur og fyöldi listafólks og verka of mikill. Því verður að stikla á stóm og sleppa upptalningum á þeim verkum, sem ef til vill ættu það helzt skil- ið. Þó verður ekki hjá því komizt að nefna örfá ungmenni, sem sérstaklega vekja athygli. Georg Guðni Hauksson á þama nokkur eftirtektarverð verk, sama er að segja um Ómar Stefánsson, Tolla og Helga Þorgils. Fleiri mætti eflaust nefna af þeim sæg, sem þama sýnir, en það munu vera 70 sýnendur — sumir enn í skóla, aðrir hafa þegar vakið eftirtekt með sýningum á verkum sínum og víða er Ieitað fanga eins og verkin sjálf sýna best. En þau em hvorki meira né minna en 186 talsins. Eðlilega em þama dálítið misjöfn verk á ferð, enda væri annað óhugsandi, þegar fjöldi listamanna og verka er tekinn með í reikninginn. Megnið af þessu fólki er enn leitandi og sumt nokkuð óráðið í myndgerð sinni, en það ánægjulegasta við þessa sýningu er, hve vítt er leitað á myndlistarsviðinu og hve víða er við komið. Það eitt og sér í lagi er tvímælalaust vitnisburður um þá óhemju grózku, sem er að fínna í þessari listgrein meðal íslend- inga um þessar mundir. Þótt ekki skiluðu sér nema 10 prósent af þessu fólki til fulls þroska í mynd- list á komandi ámm væri það stórkostlegt fyrir íslenzkt menn- ingarlíf. Það er vemlegur fengur að þessari sýningu fyrir íslenzka myndlist og sýningin ætti að sanna okkur enn betur en áður var vitað, hvers konar ungt fólk við eigum í þessu landi. Vissulega er margt á þessari sýningu, sem ekki vekur hrifningu mína en í heild er kraftur í þessum verkum, sem hlýtur að skila sér, er tímar líða. Hvort hann verður endilega í því formi, er þama birt- ist, skal ósagt hér, en ástríðumar og dugnaðurinn leyna sé ekki. Ef þessi sýning er borin saman við UM-sýninguna, sem haldin var fyrir nokkmm ámm á Kjarvals- stöðum, má fínna framför og vissa tæknigetu, sem lítið bar á, á þeirri sýningu. Það er einnig augljóst, að unga kynslóðin er nú farin að halla sér meira að því maleríska, eins og við málarar segjum á vondu máli. Og það með er mesti ofsinn og það hijúfa yfirborð, sem einkenndi hið svokallaða „nýja málverk", á undanhaldi. Það var veralega ánægjulegt að sjá allar þær ólíku tilraunir, sem gerðar em af ungmennum í myndlist um þessar mundir. Þess ber einnig að gæta, að þetta fólk hefur yfírleitt ýmist nýlokið námi eða er enn undir handleiðslu kenn- ara víðs vegar um heim — hefur farið víðar en til Hollands á und- anfömum ámm. Ég óska sýnend- um til hamingju með þann áfanga, sem þeir hafa þegar náð, og óska þeim áframhaldandi þroska og velgengni á listabrautinni. Ég vil svo ljúka þessu skrifí með því að segja frá því, að þegar ég leit inn á þessa skemmtilegu sýningu á sunnudaginn var þar mikill fjöldi gesta, flest ungt fólk sem skoðaði verkin af mikilli gaumgæfni. Sannarlega góðs viti. Ég óska IBM til hamingju með afmælið og þær leiðir, sem fyrirtækið hef- ur valið til að gera það eftirminni- legt. Verk eftir Svanborgu Matthiasdóttur. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.