Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.11.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 19 Rasmus fer á flakk Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson RASMUS FER Á FLAKK Höfundur: Astrid Lindgren Teikningar: Eric Palmquist Þýðing: Sigrún Arnadóttir Kápumynd: Brian Pilkington Setning: S.Á. Prentverk: Oddi hf. Utgefandi: Mál og menning Hversu gífurlegur er ekki mismun- urinn á snillingi og fuskara? Mismun- urinn á höfundi sem af náðargáfu stýrir penna sínum og hinum, sem raðar saman orðum undir svipuskell- um græðginnar að græða á blessuð- um jólunum? Ég get ekki varizt þeirri hugsun, er bækumar taka að hrúg- ast upp á borði mínu, sumar meistara- verk, aðrar hreinn leirburður, sem eiga ekki erindi við nokkum mann, heldur mslatunnuna eina. Því er vandi þeirra er velja bami bók mik- ill, já, kynnið ykkur vei, það sem um bækumar er ritað og berið það sam- an, látið ekki auglýsingaholskeflu sölumennskunnar blekkja ykkur. Bam, sem bókina fær, er alltof, allt- of mikils virði til þess að rétta því hvað sem er. En hér er bók, sem engan svíkur, því að allt fer saman, frábær höfund- ur, athyglisvert efni, mjög góður þýðandi og frágangur allur er til fyr- irmyndar. Sagan er af Rasmusi, 9 ára gföml- um snáða, föður- og móðurleysingja, á upptökuheimilinu Vesturmörk. Af frábærum skilningi lýsir höfundur einmanakenndinni, þrá bamanna til þess að vera elskuð og að elska, draumi þeirra um að sá eða sú komi, er þetta geti þeim veitt. En Rasmus litli er hinn mesti hrakfallabálkur, og þar kemur, að ólán hans kallar yfir hann hirting að morgni. Þeirrar stundar bíður snáðinn ekki, flýr. Þá er það að hamingjan gengur upp að hlið hans, hann kynnist Útigangs- Óskari, guðs útvalda gauki. Sam- skiptum drengsins og „flækingsins" er meistaralega lýst, góðvild til alls og allra; vizka úr gullakistum kyn- slóðanna; hrottaskapur illmenna; allt þetta er leitt inná sviðið, látið takast á, og hið góða ber sigur að lokum. Það mun fáum leiðast lesturinn, slík er snilli höfundar, spenna og eftir- vænting kallar á lestur næstu síðu, þar til bókin er öll. Þýðing Sigrúnar er mjög góð, orða- forði hennar mikill, stíllinn lipur og tær. Þess vegna læt ég það eftir mér Bláminn allt umkríng Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur færst mikið í vöxt á undanfömum árum að konur og karlar á miðjum aldri snúi sér að listsköpun og eru hér konumar í miklum meirihluta hvað myndlist varðar. Þessi þróun er um margt af hinu góða og t.d. engu síðri en er fólk á þessum aldri fer út í hug- eða raunvísindagreinar í háskóla. Listir em stöðugt að tengjast meira almennu lífi og verða eign fjöldans, sem er í réttu hlutfalli við stóraukna möguleika almenn- ings að nálgast og njóta lista á tækniöld. Einn af fulltrúum þessarar kyn- slóðar telst Rúna Gísladóttir, sem heldur um þessar mundir sína fyrgtu málverkasýningu í austur- sal Kjarvalsstaða. Áður en Rúna fór út í málara- list hafði hún stundað kennslu og fengist við ritstörf um árabil, m.a. skrifað nokkrar bamabækur. En nú er það sem sagt myndlistin, sem Rúna hefur helgað sig af fullum krafti frá því að hún út- skrifaðist úr MHÍ árið 1982. Það er mikill fjöldi mynda á sýningu Rúnu og skiptast þær í málverk og klippimyndir. Af sýningunni í heild að marka er Rúna öðru fremur á heimavelli í klippimyndunum, þar er öryggi hennar stómm meira og vinnu- brögð markvissari en í málverkun- um. Einhvern veginn kemst efnis- kenndin betur til skila í klippi- myndunum og þá einkum þeim minnstu. Það er einungis í örfáum málverkanna að Rúna nær sama myndræna árangri og þá einkum í myndunum „Við fjallavötnin fag- urblá“ (16), „Lotning“ (32), „Leit“ (33) og „Samsemd" (58). I öllum þessum myndum nær Rúna sann-' færandi blæbrigðum í formum, ljósbrigðum og lit. Þá færist hún miklu meira í fang hvað öflugt samspil forma og lita snertir í myndunum „Glaðvær leikur“ (18) og „Formaleikur" (41) og kemst allvel frá því. Slík tilþrif hefði Rúna mátt sýna í fleiri málverk- um, því satt að segja virka iitimir oft ósannfærandi og formin naumast nægilega hnitmiðuð á myndfletinum. Það sem hér skortir á er viljinn til að taka áhættu og spenna upp myndflötinn með rismikilli og sannfærandi burðargrind, svo sem einmitt má sjá gert í Vestursal, þótt samanburður sé ekki réttlát- ur, þar sem að í hlut á þjálfaður atvinnumálari. Rúna notar mikið bláan lit í myndir sínar, sem að sjálfsögðu er í besta lagi, en litameðferðin virkar gegnumgangandi of einhæf og er tæpast nægilega safarík. Hér er mikið færst í fang með frumraun á Kjarvalsstöðum, en hefði verið í lagi með töluverðri grisjun mynda og nokkrum áta- kamiklum myndum í líkingu við hinar fyrrnefndu nr. 18 og 41 til viðbóta. Að öðru leyti ber að óska listakonunni til hamingju með sýninguna. Rúna Gísladóttir við eitt verka sinna. að benda henni á þau örfáu skiptin er ég hrökk við, við lestur bókarinn- ar: „. . . upphugsa honum til handa“. (24); 2 hestar og þrjár manneskjur eru í mínum huga ekki hersing (26); „Það er óþarfi að vera eins og angist- in uppmáluð út af því.“ Hér hefði ég fellt 3 orð niður (37); mér finnst ljótt að hugsa út í eitthvað (134). Slíkir hortittir eru hreinar undantekn- ingar, en verða áberandi í svo fögru máli, sem Sigrún talar. Teikningar eru mikil bókarprýði, látlausar en sterkar. Kápumynd Brians er meist- aralega gerð, hlaðin spennu og lífi. Próförk er mjög vel lesin, og prent- verk allt fagmannlega unnið. Hafí Norræni þýðingarsjóðurinn og út- gáfan þökk fyrir að rétta íslenzkum börnum þessa bók. Meir en 12 gerðir af háfumálagereða til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Háfarnirfástí svörtu, hvrtu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. III- Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900. ÍSLENSKA ÓPERAN l__OG FELAGAR—J fyrir alla fjölskylduna i tíamia di^ betta er kallað á góðri íslensku ir Ladda og félaga um allir aðgöngurmðar. Þ nú verið ákveðið „eimursýninoum.ös.uda^nnf.nova,,^ GfmlaSterframie»mí Forsala aðgongum.ða fer ram. v, P.«. eru sýningar s.m snginn mí Ito.r.mnié ^are GILDIHF fl 1 ^ 1 Un EmwW
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.