Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988 15 ÚR HUGARHEIMI IVyndllst Valtýr Pétursson Úr Hugarheimi er nafngift sem Sigurður Þórir hefur valið sýningu sinni á Kjarvalsstöðum. Sigurður Þórir er í flokki þeirra ungu málara okkar, sem hvað mestar vonir eru bundnar við. Hann var með sýningu í Gallerí Svart á Hvítu ekki fyrir ýkja löngu. Á þeirri sýningu vakti Sigurður Þórir eftirtekt mína. Og mér er það gleðiefni að geta sagt nú, að ég hef ekki orðið fyrir von- brigðum með framhaldið. Það er auðséð á þeim verkum, sem nú hanga í vestursal Kjarvalsstaða, að þar er á ferð listamaður, sem tekur- hlutverk sitt alvarlega og vinnur af krafti og heiðarleik að verkefnum sinum. Þama er veigamikil sýning á ferð hjá Sigurði Þóri, og eru þau 49 verk, sem þama eru, það samstæð og heil í innihaldi sínu, að vart verð- ur gert upp á milli þeirra. Sigurður Þórir virðist hafa skapað sér vissan stfl, sem byggður er á sterkri og hreinni litameðferð og beinskeyttri teikningu, sem hefur nokkurt klassískt yfirbragð og er auðsjáan- lega ekki úr lausu lofti gripin. Teikriingin ein er gott vitni um hve ágæta skólun Sigurður Þórir hefur hlotið í kóngsins Kaupinhöfn. Maðurinn er aðalviðfangsefni Sigurðar Þóris í þessum verkum. Hann er upptekinn af samlífi manns og konu, og það er viss ástúð sem geislar frá þessum málverkum. Lit- imir eru hreinir og hvellir, hvergi æpandi eða hráir, hér er málverk á ferð, en ekki sjónvarpsmynd eins og einn ágætur vinur minn komst að orði um heldur hráa liti á einni af sýningu seinasta árs. Sem sagt — hér er mjög vönduð sýning á ferð þar sem unnið er af alvöru og Fjörumenn Sæmundur Valdimarsson varð kunnur af verkum sínum tálguðum í tré í Gallerí SÚM hér á árum áður eðá nánar tiltekið árið 1974, er hann kom fyrst fyrir almanna sjónir með skúlptúra sína, en fyrstu einkasýningu sína hélt hann árið 1983, og nú em þær orðnar sex talsins. Það má því með sanni segja, að Sæmundur hafi verið iðinn við kolann upp á siðkastið og af- kastað miklu. Það eru 25 rekaviðarbútar á þeirri sýningu, sem nú stendur í vesturgangi Kjarvalsstaða, og em þar tálguð í tré alls konar skemmti- legheit. Ég tek þannig til orða, þar sem nær hvert verk á sýningunni hefur sína kímni, ef svo mætti að orði kveða. Það er til að mynda sérstaklega áberandi í verki eins og Þór, þar sem hamarinn frægi stendur beint upp úr höfði goðsins, svo að ég nefni aðeins eitt dæmi um húmorinn í þessum nýju verkum Sæmundar. En það sem meira gildi gefur þessum verkum, er það sem kallast plastík á erlendum tungum og ef til vill mætti nefna form- þroska á okkar máli. Hér er efnivið- urinn látinn ráða nokkm um bygg- ingu verka, og listamaðurinn tálgar í takt við aðstæður — það er að segja:- rekaviðurinn heldur að nokkm lögun sinni, en síðan sníður Sæmundur hvem og einn dmmb í þá vem, er best hentar. Þetta em afar frjó vinnubrögð, og margt óvænt og heillandi verður til. Sæmundur segist fá rekaviðinn bæði hér á Reykjanesströndum og nokkuð allt norðan úr Djúpuvík. Sumt af þessu efni er ormétið, og gefur það sérstaka áferð, sem hent- ar næmu auga Sæmundar vel til skúlptúrgerðar. Stundum bregður einlægni, hvergi er kastað til hönd- um, hvergi örlar á myndrænum hroka, sem því miður gætir stöku sinnum í þessu litla samfélagi okk- ar. Það mætti margt fleira gott tína til í þessum línum, en til að þreyta ekki lesandann með of löngum pistli, vil ég að lokum fagna því, að sú mikla gróska i íslenskri mynd- list, sem alltaf er verið að staglast á, er sannarlega sjáanleg í verkum Sigurðar Þóris á Kjarvalsstöðum. Ég vonast til, að sem flestir unnend- ur myndlistar hér á landi fái að njóta þessara verka Sigurðar Þóris. Til hamingju. m: -m hann á leik og flettir berki af bútun- um og fær þannig efnivið í hár og höfuðbúnað. Þetta eru yfirleitt vel unnin verk, og það er viss prímítíf tilfinning í verkum Sæmundar. Þetta er í heild glaðleg sýning og Sæmundur Valdimarsson má vel við árangurmn una. Hver er munurinn á þessu sælgæti ? Verðmunurinn í verðkönnun VERÐLAGSSTOFNUNAR á innlendu sælgæti, sem birt var 24. febrúar, kemur fram að versluninFjarðarkaup selur Opalpakkann á 21 kr. sem er lægsta verð. Sjoppan Sogaver selur sömu vörutegund á 28 kr. sem er hæsta verð. Hér munar 7 krónum eða 33.3% Það liggur í augum uppi að sælgæti er ekki nauðsynja- vara, engu að síður eyðir meðalfjölskyldan 10-15.000 krónum í sælgæti á ári. Vörugjald á sælgæti lækkaði í byrjun árs sem hefði átt að leiða til 8-10% lækkunar. Könnunin sýnir ótvírætt að lægsta verð á sælgæti er ávallt í matvöruverslun en hæsta verð í sjoppum. Hér eru örfá dæmi úr könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR % - Lægstaverð Hæstaverð Mismunur Tópas pakki 21 kr. 28 kr. 33.3% Síríus suöusúkkulaði 200 g 119 kr. 174 kr. 46.2% Opal brjóstsykur 28 kr. 40 kr. 42.9% Freyju staur 25 kr. 40 kr. 60.0% Forsenda hagkvæmra innkaupa er vakandi auga neyt- andans. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.