Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1988 69 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sverrir í Selsundi bendir á hvar venjulegt vatnsborð Selsunds- lækjarins er. rifla upp hvernig lækirnir hefðu verið fyrir gosið 1947 og margir talið sig muna eftir því að þeir hefðu minnkað og síðan þornað alveg við gosið, eins og við gosin 1970 og 1980. „Maður bíður bara rólegur, það geta alltaf orðið umbrot héma,“ sagði Geir og ennfremur að gos- virkni væri alls ekki efst í hugum fólks á þessu svæði. Lífið gengi bara sinn vanagang. Þrátt fyrir það fylgist fólk vel með umhverf- inu og sjáanlegum breytingum sem geta gefið vísbendingar um það hvort Hekla bærir á sér. Slíkt er ekki óeðlilegt því fjalladrottn- ingin er engu lík láti hún á sér kræla. Nú í vetur fóru nokkrir menn í skemmtiferð í góðu veðri á vél- sleðum upp að aðalgígnum í Heklu. Þar mátti meðal annars sjá að stór hluti af einni hlið gígsins var við það að falla niður í gíginn. — Sig. Jóns. Undir Heklurótum: Fólk fylgist vel með sjá- anlegum breytingum Bæj’arlækirnir gefa vísbendingar um mögulega gosvirkni Selfossi. „Maður er spenntur að vita hvort það er samhengi milli þessara breytinga og gos- virkni,“ sagði Sverrir Haralds- son bóndi á bænum Selsundi undir Heklurótum um þær breytingar á rennsli lækja sem koma undan fornum Heklu- hraunum. Fólk á fleiri bæjum undir Heklu varð vart við sams konar breytingar á lækjunum fyrir gosin í Heklu 1970 og 1980. Sverrir í Selsundi sagðist hafa heyrt um gamlar sagnir sem segðu frá breytingum á lækjunum í tengslum við gos. Núna væru breytingarnar á Selsundslæknum eins og fyrir gosin 1970 og 1980, en nokkru fyrir þau gos urðu upptökin alveg þurr. Lækurinn kemur undan Norðurhrauni sem Selsundsbærinn stendur undir. Það hraun rann í kringum 1390. Víða eru uppsprettur við hraun- kantinn og margar þeirra eru nú þurrar og aðaluppspretta lækjar- ins mun minni en vant er. Sverrir segir lækinn hafa mjög jafnt rennsli allt árið og svo hafi verið allt frá síðasta Heklugosi þegar lækurinn hafði jafnað sig eftir gosið. Þær breytingar sem vart hefur orðið á lækjunum eiga ein- göngu við þá sem koma undan hraunum, en þeir sem koma und- an fjöllum eru óbreyttir. Hjónin í Selsundi,' Sverrir Har- aldsson og Svala Guðmundsdóttir, sögðu að í axlargígnum á Heklu væri blettur sem aldrei festi á snjó. Þau sögðu að gamlir menn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Geir Ófeigsson og Ófeigur Ófeigsson í Næfurholti. Murgunblaðið/Sigurður Jónsson Sverrir Haraldsson og Svala Guðmundsdóttir í Selsundi. hefðu haft á orði að á meðan þessi blettur væri auður þá væri Hekla grunsamleg. Þessi blettur hefur verið óvenjulega stór í vet- ur, en þau hjónin segja það geta verið vegna lítilla snjóa í vetur. Þrátt fyrir það að lækimir gefi mögulega vísbendingu um gos- virkni þá lætur fólk á bæjunum við Heklurætur það ekki á sig fá. Geir Ófeigsson í Næfurholti sagði Næfurholtslækinn svona hálfan við upptökin. Hann sagði að við síðustu gos hefðu menn farið að Garðskagi: Mannvirki frá upp- haf i landnáms SKAGAGARÐUR á Suðurnesjum var hlaðinn úr torfi á fyrstu áratug- um tíundu aldar, skömmu eftir að svonefnt landnámslag féll. Jarð- fræðingarnir Guðrún Larsen og Haukur Jóhannesson komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa grafið í garðinn fyrir skömmu. Kauptúnið Garður dregur nafn hafi verið reistur skömmu eftir að sitt af þessum garði en fleiri garðar og minni eru í grenndinni. I grein Kristjáns Eldjárn, sem birtist í Ár- bók Ferðafélagsins 1977, er talið líklegast að þetta hafi verið aðal- varnargarður fyrir Garðskaga, „því túngarðarnir hafa tekið þar við báðum megin, sem hann náði ei til. .. er rúst hans svo stórkostleg, að vel getur garðurinn hafa verið mannheldur og gripheldur með öllu.“ Að sögn Hauks Jóhannessonar mælist garðurinn nú 1500 metra langur, frá Útskálum að Kolbeins- stöðum, og hefur náð meðalmanni í öxl fyrr á öldum. Er hæð hans í samræmi við ákvæði um garða í landbrigðaþætti Grágásar, lögbók þjóðveldisaldar. Þar segir einnig að • menn skuli taka tvo mánuði ár hvert í garðhleðslu. Garðurinn er stöllóttur að innan- verðu en sléttur að utan, þannig að unnt hefur verið að reka fé út yfir hann án þess það kæmist inn aftur og hefir það líklega komið sér vel vegna akurreina innan garðsins. Ofan á Skagagarði er grjóthleðsla sem talin er jafn gömul torfgarðin- um. Grafið var í garðinn á þrem stöðum með leyfi þjóðminjavarðar en sveitarfélagið lagði til gröfu. Haukur segir að aldur garðsins megi greina all nákvæmlega út frá öskulögum sem sjást þegar grafið er gegnum hann. Ljóst sé að hann öskulag, kennt við landnám, féll í upphafi tíundu aldar. Svokallað miðaldalag er myndaðist við gos í sjó út af Reykjanesi árið 1226 lagð- ist ofan á garðinn, sem þá var að miklu leyti kominn í kaf vegna foks. Haukur kveðst hafa athugað Morgunblaðið/BBl Þessi mynd var tekin við kauptúnið Garð i vetur. Það sem merkjan- legt er af Skagagarði sést snjólaust fyrir miðri mynd. forna garða víðar um landið og nefndi sem dæmi garð í Biskupst- ungum, sem er ívið yngri en Skaga- garður, reistur rétt eftir 930. Að sögn Hauks eru stærstu garðamir tólf til þrettán kílómetra langir. Öskulög sýna að Skagagarður á Garðskaga hefur verið reistur á fyrstu áratugum landnáms. Jarð- fræðingarnir Haukur Jóhannesson og Guðrún Larsen grófu nýlega gegnum garðinn á þremur stöðum sem merktir eru inn á kortið. ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál LL. VESTURGOTU 16 SIMAR 14680 P14A0 Átt þú #4 16. júní?i IBIR0AD WAT /m/ (4(11I (UEEN Nýlagaö kaffi 12-20 bollar tilbúnir á aöeins 5 mínútum. Gæði, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOn MF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.