Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8, OKTÓBER irðisaukaskattur verðurtekinn upp í stað söluskatts hinn 1. janúar 1990. Virðisaukaskattur er nútímaskattkerfi sem er sniðið að efnahags- og viðskiptaiífi samtímans. Hann er innheimtur af inniendum viðskiptum, innfluttum vörum og þjónustu. Mjög lítil fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 122.400 kr. á ári, eru heldur ekki skattskyld. Þeir sem ekki eru skattskyldirfá engan innskatt af aðföngum endurgreiddan. Innheimtan dreifist á öll stig viðskipta \mJ\\ framleiðslufyrirtæki, milliliðir og smásalar innheimta og skila sínum hluta virðisauka- skattsins. Þetta aðgreinir skattinn frá söluskattinum en þar fer innheimtan oftast fram á síðasta stigi. Innskattur- útskattur Hillfcn fvert fyrirtæki innheimtir virðisaukaskatt af allri sölu sinni. Sá skattur er nefndur útskattur. Öll aðföng fyrirtækis eru keypt með skatti. Sá skattur er hins vegar nefndur innskattur. Fyrirtækið skilar mismun útskatts og innskatts í ríkissjóð. Ef innskattur er hærri en útskattur endur- greiðir ríkissjóður mismuninn. Hvað? Hvemig? Skattur af virðisauka M rádráttur innskatts frá útskatti veldur því að hvert fyrirtæki - hver hlekkur í framleiðslu- og sölukeðjunni - innheimtir aðeins skatt af verðmætis- aukningunni sem á sér stað í því fyrirtæki, þ.e. af þeim virðisauka sem myndast í fyrirtækinu. Víðtæk frádráttarheimild yrirtæki má ekki aðeins draga frá innskattinn af vörum sem það kaupirtil endursölu, einnig má draga frá innskatt af rekstrar- og fjárfestingar- kostnaði, svo sem orku, vélum og byggingarkostnaði. Flest öll viðskipti og þjónusta er skattskyld llmennt er öll sala vöru og þjónustu skattskyld. Þeir sem stunda viðskipti með skattskylda vöru eða þjónustu í atvinnuskyni innheimta virðisauka- skatt og standa skil á honum í ríkissjóð. Tiltekin vinna og þjónusta er undanþegin af félagslegum eða tæknilegum ástæðum, s.s. heilbrigðisþjónusta, menningarstarfsemi, íþrótta- starfsemi, bankaþjónusta og vátryggingarstarfsemi. Aðilar sem eingöngu hafa með höndum þessa starfsemi eru ekki skattskyldir. 1 s ‘ ' , , > i ' , J ' >J' 0 u- 'i ' , ' ú' • Hvernig er virðisaukaskat innheimtur? tur f| Við skulum fylgja innfluttu heimilistæki frá toflafgreiðslu til neytanda (míðað er við 22% vsk.): Heildsali flytur inn heimilistæki. ■ * Tollverðtækisinser Tollstjóri innheimtir22% vsk. af tollverðinu . . . 1.000 kr. . . . 220 kr. Heildsalinn greiðir samtals . . . 1.220 kr. Tollstjóri skilar220 kr. í ríkissjóð. Heildsalinn skuldfærir ríkissjóð í bókhaldi sínu fyrir þessari upphæð, þ.e. færir sömu upphæð til frádráttar skattskilum sínum. Heildsalinn leggur 700 kr. á tækið og selur það til smásala á 1.700 kr. Heildsalinn innheimtir 22% vsk. af söluverðinu 374 kr. Smásalinn greiðir samtals . . . 2.074 kr. Heildsalinn hefur þá innheimt 374 kr. í virðisaukaskatt en við skil á skattinum í ríkissjóð dregur hann frá 220 kr. sem hann hefur áður skuldfært ríkissjóð fyrir. Hann greiðir því 154 kr. í virðisaukaskatt. Smásalinn færir 374 kr. til frádráttar í bókhaldi sínu. ý \ (yl >K. Loks selur smásalinn tækið til neytanda á og að auki kemur 22% vsk Neytandinn greiðir . . . 2.300 kr. . . . 506 kr. . . . 2.806 kr. Smásalinn skilar 132 kr. í ríkissjóð (506 kr. -374 kr. = 132kr.). }?l> Hvað hefur gerst? Virðisaukaskatturinn er innheimtur á öllum stigum: ; ' ■ \ u Tollstjóri skilaði Heildsalinn skilaði Smásalinn skilaði Virðisaukaskattur samtals, þ.e. sú upphæð sem neytandinn greiddi 220 kr. 154 kr. 132 kr. 506 kr. • *• . i*. ■ 'S . - í .vfn'L Sf ' ■ Í,>i\ | f Af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.