Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 15
C 15 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. OKTÓBÉR pítalanum og á Kópavogshæli. En aðalvinnustaðurinn var Slysavarð- stofa Reykjavíkur en þar starfaði hún samfleytt frá 1956 og þar til hún varð að láta af störfum sökum heilsu- brests á árinu 1971. A slysavarðstofunni tók hún gjarnan næturvaktir tii þess að geta verið til taks á heimilinu á daginn meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Ég kynntist Oddnýju tengdamóður minni síðla'árs 1971. Hafði hún þá í u.þ.b. áratug háð harða baráttu við erfið veikindi, sem smátt og smátt leiddu til líkamlegrar fötlunar. Hún hafði að mörgu leyti sigrað í þeirri baráttu því stærsta markmiðinu var náð — börnin höfðu komist til þeirr- ar menntunar og starfa er þau kusu. Með okkur Oddnýju tókst strax góð vinátta, sem hefur verið mér afar mikils virði. Glettnin og gaman- semin var oftast sá blær, sem umlukti samskiptin við hana. Mér fannst ég skynja í fari hennar ríka réttlætiskennd og þörf fyrir að vera jafnan í hlutverki veitandans — þess er gefur. Hún hafði næmt innsæi og skilning á mannlegum breyskleika án þess að fella nokkurn tíma dóm um líferni fólks. Minnisstæðust er hún mér í hlut- verki sögumannsins þegar hún greindi frá lífshlaupi sínu, gleði og sorgum án þess að draga undan eða breiða yfir. Aðskilnaður við móður í æsku, fráföll ástvina og síðast þung- bær og þjáningarfull veikindi. Erfið- leikunum var mætt með ótnilegu æðruleysi og stillingu en þráin eftir hvíldinni var mikil í lokin. Síðustu árin dvaldi Oddný á dval- arheimilinu Seljahlíð og naut að- hlynningar og umönnunar hjúkr- unarfólks þár. Ég er þess fullviss að hún kveður þennan heim í fullri sátt við Guð og' menn. Hvíli hún í friði. Rannveig Guðmundsdóttir Námskeið fyrir HERRA Á AIDRINUM 20-40ÁRA Óskum eftir körlum á skrá fyrir myndatökur og sýningarstörf. Æskileg hæð er 1,80 cm. Upplýsingar í síma 678855 frá kl. 13-17 Módel '79 og Dansstudió Sóleyjar hafa ákveðiö að halda námskeið fyrir karlmenn á aldrinum 20-40 ára. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að komast lengra áfram í sýningarstörfum og fyrir þá sem vilja byrja. Kennari er Happy Miller sem m.a. hefur sett upp sýningar fyrir Kenzo, Lacoste ásamt fleiri. model 70 SÓLEVJAÍ? ERIIBIBBA OG HALLDÓR AÐ FLYTJA ÚR LANDI? í Islensku óperunni GAMIABÍÓi SÝNINGAR: Miðvikudaginn 1 1. okt. kl. 20.30 - uppselt Fimmtudagin 1 2. okt. kl. 20.30 Miðvikudginn 18. okt. kl. 20.30 Fimmtudaginn 19. okt. kl. 20.30 Takmarkaóur sýningarfjöldi MISSIÐ EKKIAF ÞEIM Miðapantanir Helstu ráðamenn þjóðarinnar voru „heiðursgestaleikarar “ hjá Bibbu ogHalldóri á siðasta leikári. Hver verður „gestaleikari“ á nœstu sýningu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.