Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 26
 (jKTOppp Maðurinn minn, FRIÐRIK M. FRIÐLEIFSSON myndskeri, Valhúsabraut 23, lést 5. október. Guðrún Ólafsdóttir. t Móðir mín og dóttir, SARA SIGURÐARDÓTTIR sjúkraliði, Laufásvegi 19, lést þann 5. október. Smári Björn Guðmundsson, Pála Sveinsdóttir. t Útför, SIGFÚSÍNU HALLDÓRU BENEDIKTSDÓTTUR frá Hesteyri, verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 9. október kl. 1 5.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á hjúkrunar- heimilið Skjól. Kristinn Gislason, Margrét Jakobsdóttir, Hjálmar Gíslason, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurrós Gísladóttir, Guðmundur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVANHVÍTAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Barmahlíð 30, fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 9. október kl. 15.00. Sveinn Tómasson, Þorfinnur Pétursson og barnabörn. Guðlaug Pálsdóttir, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarkona, til heimilis i dvaiarheimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin mánudaginn 9. október kl. 13.30. frá Seljakirkju. Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, Örn Harðarson, Hlíf Axelsdóttir, Bjarni Axelsson, Lára Gunnarsdóttir, Hallgrímur Axelsson, Rannveig Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Pétur Þorvaldsson sellóleikari — Minning‘ Fæddur 17. janúar 1936 Dáinn 1. október 1989 í stórum vinnuhóp eins og sin- fóníuhljómsveit myndast oft milli fólks eitthvað meira og dýrmætara en venjulegur kunningsskapur. Starfið er þess eðlis að alltaf er verið að takast á við ný viðfangs- efni sem unnin eru að lokaáfanga, tónleikum eða upptöku. Hver ein- staklingur leggur sitt af mörkum til þess að heildin geti orðið sem best. Það, að eiga slík sameiginleg markmið daglega bindur fólk oft og tíðum hlýjum vináttuböndum. Það er gangur lífsins að þessi hljómsveit okkar breytist smátt og smátt. Þeir eldri láta af störfum og yngri taka við. En þegar maður á miðjum starfs- aldri hverfur af sjónarsviðinu, þá verður skarðið óbætanlegt. Góðan hljóðfæraleikara getum við eflaust fengið, en maðurinn Pétur Þorvaldsson hefur gengið sinn veg og er horfinn okkur úr þessu lífi. Haustið 1974 tókum við Pétur bæði við ábyrgðarstöðum í Sin- fóníuhljómsveit íslands. A undan- förnum 15 árum áttum við saman mikið og gott samstarf ekki einung- is innan hljómsveitarinnar heldur einnig í kammertónlist á öðrum vettvangi. Pétur var afskaplega ósérhlífinn til vinnu. Vinnudagur hans var yfir- leitt lengri en gengur og gerist. Auk starfs síns í Sinfóníuhljómsveit íslands stundaði Pétur kennslu, m.a. við Nýja tónlistarskólann. Hann spilaði reglulega með Kamm- ersveit Reykjavíkur, tók þátt í óperuflutningi og tók yfirleitt að sér hvaðeina sem áhugavert var í tónlistarlífinu. I félagsmálum hljómsveitarinnar var Pétur einstaklega ötull og lét mikið að sér kveða. Hann sat í stjórn starfsmannafélagsins um árabil og barðist ótrauður í samn- ingamálum hljómsveitarmanna. Ekkert sem betur mátti fara var honum óviðkomandi. Hann var far- sæll í starfi. Líf Péturs varð ekki langt, en það var hamingjuríkt. Kornungur kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Erlu Steingrímsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Samheldni fjöl- skyldunnar var einstök og reyndi mikið á hana síðustu vikurnar. Pétur brást við veikindum sínum af ótrúlegu hugrekki og æðruleysi. Hann kom til vinnu skömmu eftir erfiðan uppskurð sl. vor og í júní ferðaðist hann með hljómsveitinni í tónleikaferð um Norðurland, þá orðinn sárþjáður. Hann var staðráðinn í því að HOOVER Compact Electronic 1100 Burt með rykið fyrir ótrúlega lágt verð! Kr. 8.990,- ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI 670100 berjast og vonina missti hann aldr- ei. Hann fylgdist með öllu sem var að gerast til hinstu stundar, bæði þjóðmálum og starfi hljómsveitar- innar og þreyttist aldrei á að fá nákvæmar fréttir af sínum vinnu- stað. Eg kveð vin minn og starfs- bróður, Pétur Þorvaldsson, með miklum söknuði. Hans hlýja viðmót og fallegi svipur munu aldrei líða mér úr minni. Ég votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Péturs Þor- valdssonar. Guðný Guðmundsdóttir Sárt er að sjá á bak góðum vini og samstarfsmanni eftir áratuga samferð á lífsleiðinni, manni sem fellur frá á besta aldri, en um leið er okkur þakklæti í huga að ströngu stríði við kvalafullan sjúkdóm skuli lokið. Pétur kom til starfa í okkar hóp kornungur og fullur af áhuga þegar hann var enn við nám hér heima og sýndi strax að þarna var maður sem átti eftir að verða mik- ill liðsauki fyrir hina ungu hljóm- sveit okkar sem var að stíga sín fyrstu spor. Pétur fór utan til náms hjá Erling Blöndal Bengtssyni og starfaði síðan að námi loknu um nokkurra ára skeið í hljómsveit í Danmörku en grunur minn er að aldrei hafi annað hvarflað að honum en að koma heim og taka þátt í því starfi sem hér var hafið. Víst er um það að honum stóðu allar dyr opnar til starfa erlerdis í stærri hljómsveitum og við miklu betri kjör en hér var að vænta. Arið 1965 fluttist hann heim með fjöl- skyldu sína og tók virkan þátt í tónlistarlífinu af lífi og sál frá fyrsta degi. Auk kennslunnar og hljóm- sveitarstarfsins, þar sem Pétur gegndi hinu ábyrgðarmikla starfi leiðandi manns sellódeildarinnar í hálfan annan áratug, var hann manna fúsastur til að leggja sitt af mörkum í hverskonar músíkstörf önnur þar sem þörf var á og var einn af stofnendum Musica Nova og síðar Kammersveitar Reykjavík- ur. Átti ég því láni að fagna að vinna mikið með Pétri á þessum sviðum öllum og kynntist því vel tónlistarmanninum trausta og trygga og þeim mannkostum sem hann var gæddur. Við samstarfs- mennirnir söknum rólegu og yfir- veguðu skapgerðar hans, hlýja og notalega húmorinn sem Pétur átti í svo ríkum mæli, ánægjulegu stundirnar yfir skákborðinu þar sem fáir höfðu roð við honum og sam- verustundirnar í þröngum vinahóp þar sem mál voru rædd af þeirri hógværð og virðingu sem ávallt ein- kenndi Pétur. Það var gott að vera návistum við hann. Pétur var sá klettur sem hægt var að treysta á, ieiðarinn, sem hafði það til að bera sem best getur einkennt for- ystumanninn. Það er von mín að íslenskt tónlistarlíf beri gæfu til að eignast aftur mann á borð við Pét- ur Þorvaldsson. Við vottum Erlu ög börnúrri þeirra okkar innilegustu samúð en vitum að þau, eins og við öll þekkt- um og umgengumst Pétur, munu ylja sig við hlýjar minningar um sannan og tryggan vin. Gunnar Egilsson Vinur minn og starfsbróðir, Pétur Þorvaldsson sellóleikari, er látinn. Þegar Pétur fór utan til náms í fyrsta skipti tvítugur að aldri hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann nam við Tónlistarháskólann þar í borg hjá Erling Blöndal Bengtsson. Um svipað leyti hóf ég sellónám við Tónlistarskólann í Reykjavík tólf ára gamall og mér fannst þetta ævintýri líkast að Pét- ur skyldi vera að nema hjá Erling Blöndal Bengtsson í Kaupmanna- höfn. Nokkrum árum seinna hlust- aði ég á Pétur leika með Pólýfón- kórnum á hljómleikum í Krists- kirkju og fannst mikið til um. Ég hitti hann ekki að máli fyrr en vo- rið 1964 í Tívolí-hljómleikasalnum í Kaupmannahöfn, en þá var Pétur að leika þar með Sinfóníuhljómsveit Árósa, en í þeirri hljómsveit starf- aði hann sem 1. sellóleikari í 4 ár, og man ég hve Ijúfmannlega hann tók á móti mér. Stuttu seinna flutt- ist Pétur heim og það var einmitt hér heima að ég kynntist manneskj- unni Pétri Þorvaldssyni. Þegar ungt, óreynt tónlistarfólk kemur heim og heldur sína fyrstu tónleika er eldraunin þvílík að margir spyrja sjálfa sig vafalaust þeirrar spurn- ingar hvort það sé ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig. Ég man eftir mörgum þvílíkum tónleikum hér heima á meðan ég var búsettur erlendis, en viðmót og skilningur manna eins og Péturs Þoi-valdsson- ar var ómetanlegur og átti mikinn þátt í því að haldið var áfram. Pét- ur var hæglátur maður og prúður að eðlisfari, en hann hafði djúpa réttlætiskennd og göfugt hjartaiag. Hann var fyrsta flokks hljómsveit- armaður og sem leiðandi sellóleik- ari í 15 ár í Sinfóníuhljómsveit ís- lands stjórnaði hann sínu fólki með myndugleik og reynslu kunnáttu- mannsins. En Pétur var ekki við eina fjölina felldur í tónlistarmálum, hann hafði þvílíkt starfsþrek að ásamt fullri stöðu í hljómsveitinni gegndi hann umfangsmikilli kennslu, lék í óperusýningum og starfaði í kammertónlist. Seinni hluta síðastliðins vetrar kenndi Pétur þess sjúkdóms, sem svo skjótt lagði þennan sterka mann að velli. í mjög erfiðri sjúkdómslegu sýndi Pétur þvílíka karlmennsku og jafnaðargeð að undrum sætti. Sinni aridlegu reisn hélt hann til hinstu stundar. Það er með miklum söknuði og trega að ég kveð vin minn, Pétur Þorvaldsson. Megi góður Guð veita eiginkonu hans og ættingjum öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Gunnar Kvaran Það var haustlegt orðið þegar ungur sellóleikari átti dag einn að fara í sinn fyrsta spilatíma til nýs kennara. Vinnupallarnir á Hall- grímskirkju voru þá þegar farnir að grána af elli eftir nokkurra ára- Fjallagarpar Dagana 9., 10., 11. og 12. október nk. verður haldið námskeið í skyndihjálp ætlað ferðafólki. Fjallað verður um algengustu slys, sem verð? á ferðalögum innanlands, forvarnir og skyndi hjálp með tilliti til þessara slysa. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Hótels Lindar, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 91 -26722. Rauði Krosslslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.