Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1989, Blaðsíða 12
gl - figer aaaKaycM JJ HMOínst-ru I œat, vrrv^i I2r — -- ............. ------ MÖROÚNBLAfjlf)-LAUGARÐAÍ5ÓÍI-ll.: NÓVEMBER 1989 Aferð, form, rymi ____Myndlist Bragi Ásgeirsson Jónína Magnúsdóttir Frjókorn og frjóangan í eystri sal Kjai’valsstaða hefur verið komið fyrir kynningarsýn- ingu á verkum norska málarans Aivids Pettersen, og er sýningin farandsýning, er gistir nafn- kenndar listastofnanir á öllum Norðurlöndum. Það er menning- ar- og vísindadeild Norræna menningarsjóðsins, sem styrkt hefur þessa sýningu ásamt fyrir- tækinu Hydro Aluminium og tveimur listhúsum, Galleri Riis og Galleri Bohman. Mjög veglega er staðið að þess- ari sýningu og hefur m.a. verið gefin út heilmikil sýningarskrá með litmyndum af flestum ef ekki öllum myndunum á sýningunni. Formála í sýningarskrá skrifar Björn Springfeldt frá Malmö, en um list Arvids Pettersen og lífs- skoðanir Bo Nilsson. Ekki veit ég alveg hve farsælt og rétt það sé, er menningarsjóð- ur Norðurlanda styrkir framtak sýningahúsa, er kynna vilja skjól- stæðinga sína, en hins vegar hlýt- ur maður að fagna öllum slíkum sýningum á list framsækinna frænda vorra á hinum Norður- löndunum, er hingað rata. Það hefur t.d. hlotið mikla gagnrýni á meginlandinu á sl. sumri, hvernig sýningarhús hafa notfært sér opinbera sjóði til að koma skjólstæðingum sínum á framfæri, því að menn vildu ganga of langt, en að því og frægu dæmi kem ég á öðrum vett?angi fljótlega. — Það blandast ekki málum, að Arvid Pettersen er dijúgur og metnaðarfullur málari, er orðið hefur fyrir sterkum áhrifum af málverki meginlandsins og þá helst Þjóðveijans Anselm Kiefer. Skrifaði ég 'einmitt langa grein um Kiefer í Lesbók snemma á þessu ári vegna sýningar verka hans á MoMa í New York og er því nokkuð inni í málum hér. En Kiefer vinnur á annan hátt og notar fjarvíddina meira svo og raunhæfar skírskotanir í sögu þjóðar sinnar og norræna goða- fræði. Og vist er goðafræðin ekki fjarri í málverki Pettersens, en hvar er hún eiginlega íjarri í hinu nýja málverki? Satt að segja er þessi skírskot- un til goðafræði og heimspeki orðin nokkuð útþvæld („klisju- kennd“) og takmörkuð ánægja af því að lesa hana í síbylju, er mynd- verk eru útskýrð og getur það einmitt komið niður á þeim sem síst skyldi. Á stundum grunar mann jafn- vel, er maður virðir fyrir sér verk sumra málara, að þeir kunni næsta lítið fyrir sér í goðafræði og heimspeki og að hér sé um hreinan uppslátt að ræða. — Það eru hin stóru málverk Myndlistarkonan Valgerður Bergsdóttir sýnir um þessar mundir og fram til 15. nóvember 31. teikningu í listhúsinu Nýhöfn við Hafnarstræti. Valgerður hefut' á undanförnum árum skapað sér nafn sem tilþrifamikill teiknari og m.a.verið fulltrúi íslands á ýmsum nafnkenndum alþjóðlegum sýning- um. Ekki er nema ár síðan hún sýndi voldugar teikningar í Galleríi Svart á hvítu, meðan það ágæta listhús var og hét, og vakti sýningin dijúga athygli. Sýningar á teikningum eru því miður ekki algengar hér í borg og samt eigum við margt ágætra teiknata, en þeir fá einfaldlega ekki nóga uppörvun í formi verk- efna og listhúsin sækjast ekki of mikið eftir slíkri list, jafnvel þótt sumar sýningar hafi gengið ágæt- lega. Góðar teikningar eru langt frá því að vera annars flokks list og margir bestu myndlistarmenn ver- aldar eru framúrskarandi teiknar- ar og halda þeim þætti listar sinnar stíft fram. Það gerðu og einnig Braque, Matisse og Picasso á sínum tíma svo og fjöldi samtí- ðarmanna þeirra. í mettuðum, safaríkum gráum og ljósgulum litatónum, sem einföld form prýða, sem mér fannst mik- ið til koma á sýningunni á Kjarv- alsstöðum. Þetta eru heilmikil málverk óg efniskenndur liturinn borinn á dúkana með þroskaðri tilfinningu og skynrænni kennd. Þessar myndir eru kannski ekki þær sem maður tekur helst eftir við fyrstu skoðun, en verða þeim mun áleitnari við endurteknar heimsóknir á sýninguna. Og þetta er einmitt sýning, sem þarf að skoða oftar en einu sinni, því að myndverkin grípa mann ekki sömu heljartökum og myndverald- ir Kiefers. Þær eru margar hveij- ar þyngri og dekkri og ekki sami sannfæringarkrafturinn að baki, einnig vantar þess dularfullu norr- ænu ljósglóð, sem streymir fram úr myndum Kiefers. Ekki gengur mér of vel að skilja né meðtaka hið ritaða mál í sýningarski'ánni, né þá fullyrð- ingu að einmitt þessi tegund listar hafi verið mest áberandi í norr- ænni framúrstefnulist á undanf- örnum árum, og ég er alls ekki viss um, að málaranum sé akkur að öllu, sem þar er ritað, því ég sé ekki betur en sumt, sem höf- undarnit' hafna, lifi góðu lífi í nokkrum mynda hans. Eg tel eng- an góðan málara hafa hag af því, er ritglaðir eru að moka ein- hvern ímyndaðan flór hefðarinnar til hags fyrir skjólstæðinga sína, en í slíkri iðju stöndum við norr- ænir því miður framarlega og hefur það svip af nokkurri minni- máttarkennd. Hér' má minnast þess sann- leika, að sá sem afneitar fortí- ðinni, og þá um leið hefðinni, verð- ur að lifa hana upp á nýtt og þar er mannsævin sem dropi í hafið. Standi málverkin ekki fyrir sínu, þá dugar slíkur stuðningur skammt, en í þessu tilviki standa hin bestu málverk fullkomlega undir sér og það hlýtur að vera skoðandanum og málaranum sjálfum nóg. Það er og mikil prýði að góðri teikningu hvoit heldur á safni eða heimahúsi, opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum. Teikningar, sem byggjast fyrst og fremst á miðlinum sjálfum riss- blýinu og tæknilegum möguleikum í Galleríi List að Skipholti 50B hefur ung listakona, Jónína Magnúsdóttir opnað sína fyrstu einkasýningu á heimaslóðum. En áður hefur hún haldið eina sýn- ingu í Danmörku árið 1987 og tekið þátt í því ágæta framtaki IBM sýningunni „Myndlistarmenn framtíðarinnar" að Kjarvalsstöð- um einnig árið 1987. Jónína er menntuð frá MHI og lauk þaðan prófi árið 1978, og hefur síðan m.a. stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og hjá danskri listakonu, Elly Hoff- man að nafni, en ekki kann ég nein deili á henni. Myndirnar á sýningunni eru unnra á flísar með postulínslitum, olíu á striga og olíukrít á pappír auk blandaðra tækni vatnslita og olíukrítar. Það er nokkur reynsluleysi og ungæð- issvipur yfir þessari sýningu þrátt fyrir alla skólun og er eins og myndlistarkonan forðist frekar hin veigameiri átök. Auk þess virðast viðhorf hennar til listar- þess, eiga erfitt uppdráttar hér á landi sem víða annars staðar. Það er ósköp eðlilegt, því að það þarf vissan og áunninn listrænan þroska til að meta slíka list og í ljósi þess hve ófullkomin kennsla í myndmennt er í framhaldsskólum innar vega salt á milli listiðnaðar og fijálsra, skapandi athafna. Það er ekki vegna þess, að hún málar á flísar með postulínslitum, að ég held þessu fram, heldur vegna þess hvernig hún nálgast myndefnið í velflestum mynda sinna. það voru nefnilega einmitt tvær litlar slíkar myndir, sem vöktu mesta athygli mína fyrir mesta lit- og formrænt samræmi, auk þess sem þær búa yfir innri krafti. En það voru myndirnar „Fijókorn" (9) og „Fijóangan" (10). Onnur mynd, sem vakti einnig sérstaka athygli mína var „Bláa blómið“ (II) fyrir skynrænan hrynjanda í formi og lit. Af þessri sýningu mætti kannski ráða, að listiðnaður liggi frekar fytir Jóninu Magnúsdóttur en málaralist, en hvað sem öðru líður er það veigamest að vera allur í því, sem maður tekur sér fyrir hendur og forðast hik og tvíræðni. landsins, þá er ekki von á góðu. Og því er allur listþroski hérlendis svo til sjálfsprottinn, einkaframtak út í fingurgóma, þótt uppeldi og ytri aðstæður gegni hér miklu hlut- verki. Valgerður Bergsdóttir er einn þeirra listamanna, sem láta blýið á milli handanna ráða hughrifum sínum sem oftast tengjast þó ytri áhrifum og þá iðulega fólki í kyrr- stöðu eða á hreyfingu. Mynda- flokkarnir nefnast einmitt: Hreyf- ingin, Kyrrstaðan, Veran, og Tengingin og segja nöfnin heilmik- ið um inntak myndanna. Víst er Valgerður góður teiknari og þetta falleg sýning, en þó er eins og einhvern herslumun vanti til að allt gangi upp, en svo má einnig vera að myndirnar komi sterkar út á samsýningu nokkrar saman, en í þessu formi. Og með sanni eru heilmikil flínkheit og tilþrif í myndum eins og nr. 2, (Hreyfingin), 4, (Kyrr- staðan), 8 og 9, (Veran) og 15, (Tengingin) og flestar þeirra sýna að Valgerðut' þarf ekki að vera hrædd við hlutkennd form og er jafn nútímaleg og þótt kenna megi fígúrur í myndum hennar. Það er heilmikil ástæða fyrir listnjótendur að líta inn í mynd- húsið Nýhöfn þessa dagana, staldra þar við og skoða óvenjulega sýningu. Hreyfíng*, áferð, tenging Tónlistardagar Dómkirkjunnar ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust á orgeltónleikum Flemmings Dreisig, sem er orgelleikari Heilags- andakirkjunnar í Kaupmannhöfn. Á | efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, Reger og ijóra danska orgel- leikara við Heilagsandakirkjuna og eitt eftir danska prestinn og tón- skáldið Leif Kayser. Dreisig er feikna góður tekniker og leikur sér skemmtilega að „registeringum" án þess að hafa aðstoðarmann. Snögg blæbrigðaskipti notar hann iðulega til að skerpa formskil í verkunum og átti þetta ágætlega við í dönsku verkunum og tveimur verkum eftir Reger, einkanlega í „Skérsói" í fís- moll, op. 80. Þetta átti hins vegar ekki alls kostar við í Tokkötu, Adagio og fúgu (Bwv 564) eftir J.S. Bach og verður auk þess til lengdar nokkuð leiðinlegt, þar sem tónhugs- un verksins slitnar í smábita og flutningurinn í heild verður eins kon- ar „l.eiksýning í registeringu". Skemmtilegustu dönsku verkin voru Tokkata í d-moll eftir Weyse og þijú eftirspil eftir oreglleikarann. Tokkatan er skemmtilegt fingraspil sem Dreisig lék feiknavel og í þrem- ur eftirspilum brá fyrir áhrifum af Messiaen en einnig skemmtilegum tilþrifum, sem auðvitað nutu þess vel hve vel þau voru leikin. Tvö smálög eftir Otto Malling eru í stíl sem var í tísku á fyrri hluta aldarinnar og er kenndur við „bíó- orgel“, heldur svona ókræsilegur samsetningur. Toccata yfir „Ave Maria“ eí'tir Leif Kayser er einnig lítill skáldskapur og tengslin við „Ave Maria“ eitthvað lausleg og gat ekki að heyra hvort þar lá til grund- vallar ákveðið lag eða um var að ræða ólagbundna hugleiðingu. Flemming Dreisig er mikill tekn- iker og hefði verið fróðlegt að heyra hann takast á við stærri verk, bæði að umfangi og inntaki,' en þessi sak- lausu dönsku lög, sem tóku upp meginhluta tónleikanna og voru að- eins skemmtileg áheyrnar vegna frá- bærrar útfærslu þessa ungá orgel- snillings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.