Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR siínnudagur 14. JANUAR 1990 C 19 Guðrún Snorra- dóttir - Minning Fædd 13. ágúst 1896 Dáin 31. desember 1989 A gamlársdag lést amma okkar, Guðrún Snorradóttir. Hún fæddist í Hringveri 13. ágúst 1896. Foreldr- ar hennar voru Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, búsett í Garða- koti í Hólahreppi, Hjaltadal. Amma missti móður sína ung og eins og þá tíðkaðist tók hún við húsmóður- hlutverkinu á bænum þótt hún væri ennþá barn eða unglingur. Arið 1920 fór amma til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Námið fjár- magnaði hún með því að vinna hússtörf samhliða náminu. Guðrún amma giftist Bjarna Sigmundssyni árið 1922. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut. Seinna reistu þau nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri. Lengst af bjuggu þau þó í Skipasundi 24. Þannig háttaði til að afi og amma bjuggu á efstu hæðinni en á neðri hæðunum bjuggu tveir synir þeirra með eigin- konum og samtals átta börnum. Amma starfrækti þarna á efstu hæðinni dagheimili og skóla fyrir okkur barnabörnin auk þess að hjá henni áttum við öruggt athvarf þegar við vorum ósátt við foreldra okkar. í skólanum hennar ömmu var okkur kennt að lesa hægt og skýrt og stoppa við punkta og kommur. í lok haustannar hélt amma litlu jólin og þá fengum við ís og brauð með heimalagaðri kæfu. Amma átti brúna fjöl sem hún reisti stundum upp á rúmbríkina og síðan máttum við renna okkur niður. Hún átti líka fótstigna saumavél, rullu og eina sjónvarpið í húsinu. Hring- inn í kringum íbúðina hennar voru göng, uppfull af leyndardómum og ævintýrum. Hjá ömmu og afa lærð- um við margt fleira en að lesa. Við lærðum að tefla, amma kenndi okk- \ir að beita skóflu og svo mætti lengi telja. Afi var til dæmis með bát niður í Vatnagörðum og fórum við ósjaldan með honum á skak eða til að vitja um net eða bara í skemmtiferð út í Viðey. Afi gekk oft með okkur yfir holtið þar sem við fórum í sund í gömlu sundlaug- unum. Þannig væri lengi hægt að telja minningabrot frá viðburðaríkri og ánægjulegri æsku í návist afa og ömmu. Eitt er það þó sem ekki má gleymast, en það er að lengi var það þannig að eitthvert okkar barnabarnanna bar út Morgun- blaðið og/eða Vísi og gekk þetta starf á milli okkar. Oft á tíðum kom upp þreyta þannig að við vildum hætta þessu starfi. Þá tók amma við og bar út þangað til við vorum tilbúin.aftur. Árið 1970 fluttu afi og amma á Hrafnistu. Þar lést afi 28. júní 1978 og nú amma rúmum ellefu árum seinna. Þegar iitið er yfit' ævifet-il ömmu þá heldur hún bú fyrir föðut' sinn og bræður þegar hún er enn barn. Sjálf átti hún fjögur börn, þau Ingu, Snorra, Björgvin og Bessa. Þegat' hún hafði komið þeim á legg tók hún til við okkur barnabörnin og hefði sjálfsagt tekið til við næsta ættlið hefði henni enst orka til. En nú et' hún dáin og hefur skilað ævistarfi sem hver og einn gæti verið stoltur af. Rúnar, Garðar, Bryndís, Auður og Birna. Sigurlilja Péturs- dóttir - Minning Fædd 27. september 1907 Dáin 29. desember 1989 Sigurlilja Pétursdóttir, amma á 17, eins og við kölluðum hana allt- af, er dáin. Hún lést á Hvíta- bandinu 29. desember sl, eftir margra ára veikindi. Hún bjó alltaf i okkar minni á Hofsvallagötu 17, Það er alltaf sárt að sjá á eftir sinum nánustu og erfitt að sætta sig við það, En við vitum að henni líður miklu betur núna eftir öll veikinda- árin, Og við vitum að við munum hitt- ast einhvern tímann á ný. Endur- minningarnar hrannast upp. Okkur systrum þótti alltaf gott að koma til hennar ömmu á 17, og fundum það líka að við vorum alltaf vel- komnar. Hún var alltaf svo hlátur- mild og skapgóð. Hún var mörg ár í kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands og var mjög virk í þeim félags- skap og hafði mjög gaman af. Hún giftist afa, Kjartani Einars- syni, bifreiðarstjóra, og eignuðust þau þrjú börn, þau Guðmundu, Harald og Halldór. Afi dó 1959, og bjó amma ein eftir það. Við systurn- ar munum vel eftir afa. Já, amma var einstaklega ljúf og góð kona og með þessum fáu orðum minn- umst við hennar og biðjum góðan Guð að geyma hana og varðveita. Við þökkum henni allt. Þreyttur leggst ég nú til náða, náðar faðir, gættu mín, Alla mædda, alla þjáða endurnæri miskunn þin, Gef þú öllum góða nótt, gef að morgni nýjan þrótt öllum þelm, þú aftur vekui', eillft líf, þeim burt þú tekur, (Ólafur Indriðason) Denný, Lilja, Addý og Helga + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR, Skarðshlíð 16 F, Akureyri, andaðist í Fjóröungssjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 9. janúar. Jarðsett verður frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði föstudaginn 19. janúar kl. 14. Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna, Birgir Antonsson, Kristjana Baldursdóttir, Ari Jón Baldursson, Margrét Baidursdóttir, Víðar Baldursson, Bjarni Baldursson, Iðunn Baldursdóttir, Nanna Baldursdóttir, Kári Eðvaldsson, Jóna Jónatansdóttir, Sigríður Ósk Einarsdóttir, Sóley Höskuldsdóttir, Karl Karlsson, Arnþór Jónsson. Blómastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. - % 1 é Vegna jarðarfarar STEFANÍU GUÐJÓNSDÓTTUR verður lokað eftir hádegi mánudaginn 15. janúar. Verslunin Best, Skólavörðustíg. UTFARARÞJONUSTA OG LÍKKISTUSMÍÐI í m AR LIKKISTU VINNUSTOFA EYVINDAR ,ém * ARNASONAR ilf Æ LAUFASVEGI 52, RVK.^JIL/jP® SIMAR: 13485, 39723 (A KVÖLÐiN) t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA S. ÞORBJARNARDÖTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 15.00. Þorbjörn Karlsson, Svala Sigurðardóttir, Kristrún Karlsdóttir, Ásmundur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTAK. IMSLAND, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 15. janúar kl. 15.00. Edda Imsland, Thorvald K. Imsland, Páll Imsland Jón B. Baldursson, Dagbjört Imsland, og barnabörn. + Móðir okkar, STEFANÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, Suðurgötu 4, verður jarðsett frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Lára Lárusdóttir, Guðjón Lárusson. + Faðir minn og tengdafaðir, JÓHANNES BJÖRNSSON veggfóðrarameistari, Bólstaðarhlíð 45, áður Skarphéðinsgötu 14, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Ingólfur Jóhannesson, Þórunn B. Finnbogadóttir. + Lltför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, LAUFEYJAR BENEDIKTSDÓTTUR fró Akureyri, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15, janúar kl, 14.00. Ragna Svavarsdóttir, Bergljót Skúladóttir, Benedikt Skulason, Einar Skúlason, Laufey Skúladóttlr, Inglbjörg Skúladóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Sigríður Skúladóttir, Skúli Ragnar Skúlason og barnabarnabörn. + Elskuleg eiglnkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Skipasundi 9, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 16. janúar nk. kl. 15.00. Hinrik Ragnarsson, Edda Númína Hinriksdóttir, Bragi Ásgeirsson, Ragnar Árni Hínriksson, Helga Claessen, barnabörn og barnabarnabarn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÁGÚST ÖRNÓLFSSON loftskeytamaður, Drápuhlfð 2, Reykjavík, sem andaðist þann 4. janúar sl. verður jarðsunginn fré Fossvogs- kirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Kristín Ingvarsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar mfns og föður okkar, BALDVINS BALDVINSSONAR, Skógarási 5, Reykjavík. Þrúður Flnnbogadóttir, Þórunn Baldvinsdóttir, Hrönn Baldvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.