Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtry.ggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Þorskar
á vísum stað
Sterkur Sjálf-
stæðisflokkur
Hvarvetna í Norður-Atlants-
hafi hefur þorskum fækk-
að. Jafnt við Kanada og strendur
Noregs hafa veiðar dregist mikið
saman. Öll þekkjum við niður-
skurð á leyfilegum hámarksafla
hér við land og afleiðingar þess.
Fiskifræðingar mæla með því
að dregið sé úr veiðum til að
vernda þorskstofninn. Hætta er
talin á, að sé gengið of nærri
stofninum, hrynji hann einfald-
lega og ekkert verði eftir. Þetta
virðist hafa gerst í Barentshafí,
þar sem stofnarnir hafa ekki náð
sér á strik. Skapar þetta byggða-
vanda í Noregi og kallar á mikil
útgjöld úr ríkissjóði.
Norðmönnum er mikið í mun
að byggð haldist í landi þeirra
öllu og vilja leggja töluvert á sig
til að hindra, að íbúar flytjist
suður á bóginn til þeirra svæða
sem næst eru mörkuðum í Evr-
ópu og olíulindunum uhdan
ströndum landsins. Til þess að
styrkja allar stoðir atvinnulífsins
og nýta landkosti sem best hafa
norsk stjómvöld lagt þeim lið,
sem vilja reyna fyrir sér í físki-
rækt. Leita menn fyrirmynda til
Norðmanna og njóta góðs af
rannsóknum þeirra í fiskirækt
og við sölu á eldisfiski. Undan-
farið hafa birst hér í blaðinu
fréttir af því, hvemig Norðmenn
líta á þorsk- og lúðueldi og vex
bjartsýnin með hverri frétt, ef
þannig má að orði kveða.
Á forsíðu Morgunblaðsins í
gær er haft eftir Snorre Tilseth,
yfirmanni hafbeitardeildar Haf-
rannsóknastofnunarinnar í
Björgvin, að nú sé það aðeins
spuming um tíma hvenær þorsk-
eldi verði jafn mikilvægt veiðun-
um sjálfum. Spáir hann því, að
þorskeldisstöðvamar verði orðn-
ar 150 eftir 10 ár og 700 eftir
önnur 10 og framleiði þá sam-
tals 170.000 tonn eðajafn mikið
og nemur þorskveiðum Norð-
manna á þessu ári.
Þetta em mikil tíðindi fyrir
þjóð sem á jafn mikið undir veið-
um á þorski og við íslendingar.
Ef nágrannar okkar líta þannig
á að þeir geti innan tiltölulega
skamms tíma gengið að þorskin-
um vísum í eldisstöðvum, þurf-
um við ekki aðeins að keppa við
ríkisstyrktar veiðar heldur fisk
sem aflað er án alls þess kostn-
aðar sem fylgir útgerð og sókn
á óviss mið. Þorskeldi er dýrt
og mörg ljón era enn á veginum,
þar til þorskurinn bíður eftir því
í kerum að fara á disk neytand-
ans. Framtíðarsýn Norðmanna
er hins vegar skýr.
íslendingar verða að fylgjast
náið með því, sem Norðmenn eru
að gera á þessu sviði. Fiskeldi
hefur að mörgu leyti reynst erf-
iðara og dýrara hér en margir
héldu, að minnsta kosti ef tekið
er mið af því, hvernig fyrirtækj-
um í þessari nýju atvinnugrein
hefur vegnað. Þótt áhugi á frek-
ari íjárfestingum í greininni sé
ekki mikill um þessar mundir,
má ekki leggja árar í bát. Hvaða
líkur telja menn á því að hér við
land megi ala upp þorsk? Hvern-
ig líta reikningsdæmi er tengjast
slíku eldi út? Hveijir eiga að
hafa forystu í þessu máli? Við
þessum spurningum þurfa að
fást skýr svör.
Karmel-
systur
ess er nú minnst, að hálf
öld er liðin frá því að Karm-
elsystur komu hingað til lands
frá Hollandi og stofnuðu klaust-
ur að Jófríðarstöðum í Hafnar-
firði. Þegar til þess var stofnað
hafði ekkert klaustur verið hér
á landi síðan um miðja 16. öld,
þegar Helgafellsklaustur var af-
lagt. í júní 1983 hurfu síðustu
hollensku systurnar héðan af
landi. Höfðu þær reynt margt
til að halda starfínu áfram en
sögðust vera orðnar of fáar og
lasburða til að geta það. í mars
1984 komu fyrstu Karmelsyst-
urnar frá Póllandi hingað og
síðan hefur starf þeirra að
Jófríðarstöðum blómstrað og nú
eru fleiri nunnur í klaustrinu en
reglan leyfir. Hverfa nokkrar
þeirra héðan í sumar til að stofna
nýtt klaustur í Tromsö. Hefði
ýmsum þótt ótrúlegt að pólskar
nunnur frá Islandi ættu eftir að
verða brautryðjendur í klaustri
í Tromsö — en vegir Guðs era
órannsakanlegir.
Okkur Islendingum er fagnað-
arefni að pólsku systranum
vegnar jafnvel og raun ber vitni
hér á meðal okkar. Þær era full-
ar þakklætis í garð lands og
þjóðar, sem þær minnast jafnan
í bænum sínum; Líf sitt helga
þær andlegri þjónustu við Guð
og menn með bænahaldi, hug-
leiðslu, lofgjörð og tilbeiðs'iu.
Sæki fleiri nunnur um dvöl
hér á landi en Jófríðarstaða-
klaustrið getur annað ætti að
gefa reglunni tækifæri til að
stofna nýtt klaustur hér á landi,
til dæmis í nágrenni við Akur-
eyri.
eftir Þorstein Pálsson
Sjálfstæðismenn höfðu ærna
ástæðu til þess að fagna þegar tölur
voru smám saman að berast á öldum
ljósvakans í sveitarstjómarkosning-
unum um síðastliðna helgi. Á landsv-
ísu voru þetta ein bestu kosningaúr-
slit sem flokkurinn hefur fengið.
Með allra bestu
kosningaúrslitum
Á landinu öllu fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn um 47% greiddra at-
kvæða. Það er nokkurn veginn sama
hlutfall og árið 1974. Aðeins einu
sinni áður hefur kosningahlutfallið
verið betra en það var árið 1958 en
þá fékk flokkurinn 50% atkvæða á
landinu öllu.
Árið 1986 fengu sjálfstæðismenn
viðunandi kosningu á landinu öllu
eða um 42,7% greiddra atkvæða.
Hér er því um mjög ótvíræða aukn-
ingu að ræða frá síðustu kosningum
til þess sem best hefur gerst í sögu
flokksins. Útilokað er að túlka niður-
stöðurnar með öðrum hætti.
Ýmsir hafa haldið því fram að
kosningasigur sjálfstæðismanna hafi
verið bundinn við suð-vesturhornið,
en svo er alls ekki. Flokkurinn vinn-
ur verulega á í öllum kjördæmum
nema Norðurlandskjördæmunum. í
heild sinni eykur hann fylgi sitt á
landsbyggðinni frá ágætum niður-
stöðum 1986.
Stórsigur í Reykjavík
Glæsilegustum árangri náði flokk-
urinn í Reykjavík. Það er algjörlega
einstakt að ná 60% atkvæða í höfuð-
borginni. Þar kemur til góð málefna-
staða, einstakar persónulegar vin-
sáeldir borgarstjórans og alveg
óvenju sundurlaus tætingur sex
vinstri framboða.
Úrslitin í Reykjavík vega vitaskuld
þungt. Þar fær Sjálfstæðisflokkurinn
34.000 atkvæði. Reykjavík verður
einfaldlega ekki borin saman við
önnur sveitarfélög að þessu leyti. I
30 kaupstöðum fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 48% atkvæða á móti rúm-
lega 42% 1986.
Fylgi Framsóknar hefúr
minnkað verulega á áratug
Báðir A-flokkamir tapa verulegu
fylgi. Óumdeilt er að sameiginleg
framboð þeirra og í sumum tilvikum
einnig Framsóknarflokksins hafa
gjörsamlega misheppnast. Og at-
hyglivert er að í fyrsta skipti á Al-
þýðuflokkurinn enga fulltrúa í borg-
arstjóm Reykjavíkur. Fylgi Alþýðu-
flokksins á landinu öllu minnkar úr
rúmlega 16% niður í 10%. Fylgi Al-
þýðubandalagsins minnkar úr tæp-
lega 20% niður í rúmlega 9%.
Á hinn bóginn heldur Framsóknar-
flokkurinn nokkurn veginn velli.
Hann fær um 1% minna fylgi en í
síðustu kosningum. Miðað við allar
aðstæður hlýtur það að teljast viðun-
andi niðurstaða fyrir framsóknar-
menn. Þeir vinna lítils háttar á í
Reykjavík frá síðustu kosningum en
ná þó ekki sama hlutfalli og þeir
fengu eftir hrunið 1978. Og í heild
minnkar fylgi þeirra í sveitarfélögum
utan Reykjavíkur, einkanlega á
Reykjanesi. En á nokkmm stöðum
bæta þeir fylgi sitt og sums staðar
verulega eins og á Akureyri.
í þessu sambandi er fróðlegt að
athuga að lengi vel hafði Framsókn-
arflokkurinn allt að 19% atkvæða í
sveitarstjórnarkosningum • á landsv-
ísu. En frá 1978 hefur heildarfylgið
verið að minnka smám saman og er
nú komið niður í 12%. Fylgi Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík var lengi
vel um 17% en hefur verið að minnka
frá 1978 og er komið niður í rúm-
lega 8%. Þróunin er greinlega niður
á við í atkvæðafylgi Framsóknar-
flokksins.
Máleftialegur stuðningur
Á það hefur verið bent að Sjálf-
stæðisflokkurinn vinnur jafnan veru-
lega á í kosningum þegar vinstri
stjórnir sitja. í því sambandi ber þó
að hafa í huga að aðstæður voru
með nokkru öðrum hætti 1958 og
1974_þegar sambærilegir sigrar unn-
ust. í bæði skiptin höfðu þá staðið
mjög harðar deilur um stefnuna í
utanríkis- og varnarmálum og veru
varnarliðsins. í bæði skiptin stóð
einnig svo á að verðbólga fór vax-
andi.
Nú hefur á hinn bóginn verið frið-
ur um varnarmálin og vegna frum-
kvæðis forystumanna atvinnurek-
enda og launafólks hefur verðbólga
farið lækkandi á fyrri hluta þessa
árs. En allir vissu að það stefndi í
vaxandi verðbólgu ef efnahagsstefna
ríkisstjórnarinnar hefði fengið að
njóta sín eins og hún var kynnt um
síðastliðin áramót. Og nú eftir kosn-
ingar hafa verið birtar áætlanir um
tvöfalt meiri verðbólgu í sumar en
forsendur aðila vinnumarkaðarins
gerðu ráð fyrir. En því var leynt fram
yfir kosningar.
Árangurinn í kosningunum nú er
ekki síst athygliverður í þessu ljósi.
Ætla má að óánægjufylgið sé minna
en málefnafylgið meira en áður af
þessum sökum. Fyrir þá sök eru
augljóslega fólgin skýr skilaboð í
niðurstöðum þessara kosninga sem
enginn getur lokað augunum fyrir.
Engum blöðum er um það að fletta
að niðurstöður þessara kosninga end-
urspegla almennan vilja til þess að
frjálslynd viðhorf ráði ferðinni í sveit-
arstjórnum og landsmálum. í annan
stað felst sú vísbending í þessum
úrslitum að kjósendur óski eftir meiri
festu í stjómmálum. Svo virðist sem
kjósendur séu að snúa baki við fjöl-
flokka glundroða og vilji samhentar
og sterkar stjórnir.
Onnur valdahlutföll á Alþingi
en í þjóðfélaginu
Menn spyija gjarhan þeirrar
spurningar hvort í kosningaúrslitun-
um felist krafa um nýjar kosningar
til Alþingis. Eðli máls samkvæmt er
aldrei hægt að lesa slíka kröfu út
úr sveitarstjórnarkosningum. En þær
geta flutt skýr skilaboð um það að
vilji fólksins standi til þess að breyta
til og um það er ekki að villast að
þessu sinni. Enda þótt kosningarnar
feli ekki í sér sjálfkrafa kröfu um
nýjar þingkosningar, sýnist vera
augljóst að niðurstöður þeirra hafa
áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar.
Núverandi ríkisstjórn var mynduð
á grundvelli mjög veikrar stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í þinginu eftir síðustu
Alþingiskosningar. Þá varð flokkur-
inn í kjölfar klofnings fyrir mesta
áfalli í sögu sinni. í kosningum hefur
nú verið staðfest að Sjálfstæðisflokk-
urinn er sameinaður á ný og hefur
yfirunnið þá erfiðleika og stendur
nú með fullum styrk í þjóðmálabarát-
tunni.
Á sama hátt er ljóst að Borgara-
flokkurinn sem haldið hefur lífí í
núverandi ríkisstjórn, fyrst með
hulduatkvæðum og síðan með opin-
berum hrossakaupum er ekki lengur
til. Hann hefur horfið í kosningum.
Pólitískar forsendur stjórnarsam-
starfsins eru því ekki lengur til í þjóð-
félaginu þó að þær standi enn á Al-
þingi.
Undirstöður ríkissljórn-
arinnar veikar
Umbrotin í A-flokkunum hljóta
einnig að veikja undirstöður stjórnar-
samstarfsins. Alþýðuflokkurinn hef-
ur augljóslega misst eitthvað af fylgi
fyrst og fremst yfir til Sjálfstæðis-
flokksins. Hann verður því í veikari
Þorsteinn Pálsson
„Niðurstaðan er sú að
Sjálfstæðisflokkurinn
stendur mjög sterkur
að kosningum loknum.
Úrslitin styrkja Sjálf-
stæðisflokkinn með
ótvíræðum hætti í
þeirri sókn sem nú er
hafin vegna Alþingis-
kosninganna sem fram
eiga að fara innan 11
mánaða.“
stöðu til þess að fylgja þeirri vinstri
sinnuðu miðstýringarstefnu sem ein-
kennt hefur núverandi stjórnarsam-
starf.
Tilverugrundvöllur Alþýðubanda-
lagsins hefur hrunið. Þar ræður fall
sósíalismans mestu. Þegar af þeirri
ástæðu hljóta innri átök að verða
mikil og alvarleg á vettvangi Alþýðu-
bandalagsins svo ekki sé minnst á
þau persónulegu átök sem einkenna
mest flölmiðlaumræðuna um stöðu
Alþýðubandalagsins.
Fróðlegt hefur verið að fylgjast
með því síðustu daga hvernig for-
ystumenn A-flokkanna ýmist eigna
sér eða þvo hendur sínar af skip-
broti Nýs vettvangs í Reykjavík. Það
lýsir ágætlega því ruglaða ástandi
sem nú ríkir á vinstri væng stjórn-
mála. En allar þessar aðstæður
veikja ótvírætt undirstöður stjórnar-
samstarfs núverandi ríkisstjórnar-
flokka.
Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur mjög sterkur að
kosningum loknum. Úrslitin styrkja
Sjálfstæðisflokkinn með ótvíræðum
hætti í þeirri sókn sem nú er hafin
vegna Alþingiskosninganna sem
fram eiga að fara innan 11 mánaða.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ný sumar-
áætlun SVR
á leiðum 2-14
SUMARÁÆTLUN SVR gengur í
gildi 5. júní á sama hátt og und-
angengin suraur.
Vagnar á leiðum 2-12, að báðum
meðtöldum, aka með 20 mínútna
ferðatíðni kl. 7-19 mánudaga til
föstudaga. Akstur kvöld og helgar
verður óbreyttur.
Vagnar á leiðum 13 og 14 aka
með 60 mínútna ferðatíðni kvöld
og helgar, en akstur þeirra er
óbreyttur á tímabilinu kl. 7-19
mánudaga til föstudaga.
Jafnframt gildistöku sumaráætl-
unar verður breyting er varðar leið
15a. endastöð leiðar 15a, sem verið
hefur á Lækjartorgi kvöld og helg-
ar, fiyst að Hlemmi og verður þar
alla daga. Þá aka vagnarnir lengri
leið í Grafarvogshverfi á kvöldin
og um helgar, þ.e. að Húsahverfi
móts við Keldnaholt.
Listahátíð og
Kjarvalsstaðir:
Islenskar
höffffmyndir
1900-1950
SÝNINGIN íslensk höggmynda-
Iist 1900-1950 verður á Kjarvals-
stöðum 2. júní til 8. júlí í tilefni
Listahátíðar.
Á sýningunni eru verk eftir Ás-
mund Sveinsson, Einar Jónsson,
Guðmund Éinarsson, Gunnfríði
Jónsdóttur, Magnús Á. Árnason,
Martein Guðmundsson, Nínu Sæ-
mundsdóttur, Ríkharð Jónsson og
Sigurjón Ólafsson.
Á sýningunni er ekki ætlunin að
gefa heildaryfirlit yfir feril hvers
listamanns heldur er lögð áhersla á
að sýna helstu liststrauma í högg-
myndalistinni á fyrri hluta aldarinn-
ar.
Járnsmiðurinn |
eftirÁsmund Sveinsson
Fylgi Framsóknarllokks og Sjálfstæðisflokks í
sveitarstjórnarkosningum 1966-1990.
1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990
B-listi 18,9 18,8 15,5 13,7 14,8 13,3- 12,1
D-listi 41,1 41,2 47,5 37,5 44,5 42,7 47,0
Karmelklaustrið í Hafnarfirði 50 ára:
Nunnurnar opnuðu klaustr
ið fyrir forseta og gestum
KARMELSYSTURNAR í
klaustrinu að Jófríðarstöðum í
Hafnarfirði minntust þess með
hátíðlegri athöfii á fimmtudags-
kvöld, að 50 ár eru liðin frá því
að þrjár hollenskar nunnur
komu hingað til lands og stofii-
uðu klaustrið. Hollensku nunn-
urnar hurfu héðan af landi 10.
júní 1983. Hinn 19. mars 1984
komu hingað 16 nunnur fi-á
Póllandi en þær eru nú 26 í
klaustrinu. Var skýrt frá því á
fimmtudag, að ætlunin væri að
héðan færu nunnur nú í sumar
til Tromsö í Noregi og stofiiuðu
nýtt klaustur þar. Frú Vigdís.
Finnbogadóttir, forseti Islands,
tók þátt í afmælishátíðinni og
var ásamt gestum boðin til
kvöldverðar inni í klaustrinu
að lokinni athöfninni í kapell-
unni. Hefúr klaustrið ekki verið
opnað þannig áður.
Systir Agnes sagði í samtali
við Morgunblaðið, að samkvæmt
fyrirmælum reglunnar mætti ekki
opna klaustur hennar nema fyrir
þjóðhöfðingja lands þess, þar sem
klaustrið er, og gestum með hon-
um. í afmælismessunni á fimmtu-
dagskvöld sat frú Vigdís Finn-
bogadóttir í kapellunni með nunn-
unum en aðrir gestir í kapellunni,
sem er að jafnaði opin almenn-
ingi. Var hún þéttsetin og urðu
sumir gestanna að hlýða á mess-
una utan dyra. í tilefni af tíma-
mótunum kom yfirmaður Karmel-
reglunnar Filip de Baranda ásamt
aðstoðarmanni sínum Michael
Machajek til landsins og sátu þeir
í kór kapellunnar ásamt herra
Alfreð Jolson, biskupj kaþólskra
á íslandi, og herra Ólafi Skúla-
syni biskupi Islands auk kaþólskra
presta. Séra Hjalti Þorkelsson
bauð gesti velkomna til athafnar-
innar en séra Ágúst Kolbeinn
Eyjólfsson predikaði. Biskup ka-
þólskra flutti ávarp og einnig Filip
de Baranda, en hann er yfirmaður
allra nunna og munka í Karmel-
reglunni um víða veröld. Við at-
höfnina sungu nunnurnar ásamt
kvennakór og strengjakvartett
lék. Hinir kaþólsku prestar voru
allir skrýddir klæðum sem nunn-
umar höfðu unnið. Eru messu-
klæði frá þeim eftirsótt víða um
lönd.
í lok messu var skýrt frá því,
að öllum viðstöddum væri ásamt
forseta íslands boðið inn í híbýli
nunnanna. Var farið með gesti
upp á loft klaustursins. Þar hefur
nýlega verið lokið við að innrétta
vistlegar stofur þar sem áður var
geymsluloft. Var lagt á borð fyrir
heiðursgesti og voru þeir með for-
Morgunblaðið/KGA
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, gróðursetti tré í garði Karmelklaustursins. Garðurinn er
ávallt lokaður öðrum en nunnunum. Príorinna klaustursins systir Elísabet fagnar forseta með lófataki.
seta íslands leiddir til sætis í
gegnum blómahlið, sem nunnurn-
ar mynduðu með rósum. Ávarpaði
priorinnan systir Elísabet forseta
Islands og færði frú Vigdísi og
íslendingum þakkir fyrir velvild í
garð klaustursins. Síðan var gest-
um boðið upp á kræsingar, sem
nunnurnar báru fram. Þær sungu
einnig fyrir gesti sína og léku á
gítar.
Systir Agnes sagði að hinu
nýja húsnæði yrði skipt í tvennt.
Annars vegar yrði setustofu, þar
sem systurnar gætu rætt saman,
þegar þær hefðu leyfi til þess, sem
er klukkustund eftir hádegisverð
og klukkustund eftir kvöldverð.
Hins vegar verður þama sauma-
eða vinnustofa. Gestir dáðust að
útsýni úr klaustrinu en af efstu
hæð þess má sjá yfir allt Faxaflóa-
svæðið. Herbergi nunnanna eru
lítil og er almennt ein um hvert
en vegna hins mikla áhuga á að
dveljast hér eru þær nú sumar
tvær saman í herbergi. Hvergi er
neinn íburður. Nunnurnar hafa
stóran afgirtan garð með tveimur
gróðurhúsum og rækta þar græn-
meti.
Forseti íslands gróðursetti tré
í garði klaustursins og einnig yfir-
maður Karmelreglunnar, sem
jafnframt afhenti klaustrinu kal-
eik að gjöf og forseta listaverka-
bók úr Sixtínarkapellunni í Róm.
Samkvæmt reglum mega_
Karmelsystur ekki vera fleiri en
21 í klaustri en nú eru þær 26
hér eins og áður sagði vegna und-
irbúningsins undir að hið nýja
klaustur verði stofnað í Tromsö.
Messa er sungin að minnsta
kosti einu sinni á dag í klaustr-
inu, klukkan 8 á rúmhelgum dög-
um en 8.30 á sunnudagsmorgn-
um. Tíðabænir stunda nunnurnar
klukkan 6, 7.40, 11.30, 13.50,
16.40,19.30,21.00 ogerkapellan
ætið opin.
I tilefni afmælisins var klau-
strið fagurlega skreytt blómum.
„Okkur voru gefin öll þessi blóm,“
sagði systir Agnes og bætti við:
„íslendingar eru okkur svo sér-
staklega góðir.“
I ræðum manna kom fram, að
nunnurnar helguðu líf sitt trúnni
á Jesú Krist og ísland og íslenska
þjóðin skipaði ávallt sess í bænum
þeírra. Var látin í ljós sú von, að
sú stund rynni, að íslensk kona
gengi í klaustrið, þannig að starf
þess tengdist þjóðinni enn frekar
en orðið er á undanförnum 50
Sungið fyrir herra Ólaf Skúlason biskup yfir íslandi. Myndin er tekin í nýjum húsakynnuin undir þaki
klaustursins. Þangað buðu nunnurnar gestum sínum, báru fram veitingar og skemmtu með söng.
Filip de Baranda, yfirmaður alþjóðlegu Karmelreglunnar, ávarpar
nunnur og gesti í kapellu klaustursins; við hlið hans stendur séra
Jakob, biskupsritari.