Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 216. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Minning:
Stefán Jónsson
rithöfundur
Fæddur 9. maí 1923
Dáinn 17. september 1990
Störin á fláimi
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
I dimmunni greinirðu
daufan nið
og veist þú ert kominn
að vaðinu á ánni.
Þessa yndislegu haustvísu orti
Hannes Pétursson ungur maður um
þessi vegamót lífs og dauða, sem
við öll komum að fyrr eða síðar.
Og hún kemur mér fyrst í hug,
þegar ég ætla að minnast Stefáns
Jónssonar, vinar míns og veiðifé-
laga nokkrum orðum.
Víst hefur hann vitað um hríð,
að hann var kominn að vaðinu á
ánni. Þó var líkast því, að hann
ætlaði einna helst að veiða þessa á
eins og aðrar ár, sem hann hefur
fengist við. En þar kom, að ekki
varð undan vikist. Ég sé hann í
huga mér feta sig út á vaðið, örugg-
um skrefum eins og þar fari maður
á báðum fótum jafngóðum, yfir
þangað, sem enginn sér til.
Það var Vilhjálmur Lúðvíksson,
sem var það verkfæri örlaganna,
sem leiddi okkur Stefán saman. Og
örlögin geta verið æði háðsk því
að ég fékkst við að stjórna því fyrir-
tæki, sem Stefán hafði hvað harð-
ast barist gegn um ævina. Tilefnið
var sjóbirtingsveiðiferð á Síðu á
vordögum eins og þeir gerast bjart-
astir og fegurstir með vorkomuna
leiftrandi í lífinu allt um kring,
fugli, gróðri og fiski. Næmt skyn
Stefáns á þá fögru veröld náttúr-
unnar, sem veiðiskapur getur opnað
mönnum, hafði þá og þann tæpa
áratug, sem síðan er liðinn, varan-
leg áhrif á viðhorf mín til veiði og
ánægjunnar af henni. Raunar er
ótalinn sá hópur íslenskra sport-
veiðimanna, sem Stefán Jónsson
hefur haft áhrif á að þessu leyti
með skrifum sínum fyrr og síðar.
En félagsskapurinn, sem þarna
hófst, þróaðist yfir í vináttu okkar
hjóna og Stefáns og síðar Kristjönu
konu hans. Þessa vináttu höfum við
metið mikils og þökkum hana' að
leiðarlokum.
Uppistaðan í samneyti okkar
Stefán var lengst af tengd veiði-
skap. Auk nokkurra veiðiferða
hvert sumar frá því snemma vors
þar til seint á hausti, komum við
félagarnir reglulega saman til
tveggja daga miðsvetrarfundar
heima hjá mér í sveitinni til að
hnýta flugur og kynda undir eftir-
væntingunni, sem næsta vertíð
bauð upp á.
Það var eftir slíkan fluguhnýting-
arfund fyrir tæpum tveimur árum,
að Stefán skrifaði okkur hjónum
bréf. Bréfið ber vott um ritfærni
Stefáns og er við hæfi, að jafn
óvenjulegur maður og Stefán var,
skrifi að hluta til sín eigin eftir-
mæli með því að birta það. Bréfið
er syona:
„Örfá orð í tilraun til að koma
hugsun og tilfinningu við brottför-
ina frá ykkur á dögunum örlítið nær
rótinni en mér tókst þá. Þetta er
mér dálítið erfitt vegna þess hve
kúgaður ég er frá fornu fari af ein-
hvers konar skyldu til þess að leita
rökréttra skýringa á allri reynslu.
í fyrra tjáði ég fyrir ykkur gleði
mína yfir því að eignast vináttu
þeirra Áslaugar og Vilhjálms fyrir
tuttugu árum, gjörsamlega að
óverðskulduðu, og með henni
tengsl, sem ég ætla að séu sjaldgæf
eftir miðjan aldur. Það hélt ég hlyti
að verða síðasta ævintýrið mitt í
þeim urtagarði þar sem gömul augu
og tóbaksdofin nef eru ekki lengur
fundvís á blómin. Það fór þó á aðra
lund, og nú er mér það ónotalega
ljóst að ef nokkru munar þá á ég
hana enn síður skilið þessa óskil-
greinanlegu en raunverulegu gleði,
sem þið veitið mér með vináttu
ykkar, og ég þarf ekki annað en
muna til þess að verða kátur.
Þetta er nokkurn veginn það sem
ég vildi víst sagt hafa þegar við
kvöddum ykkur rétt einu sinni eftir
þá dýrðarinnar daga þar efra.
Kínverjarnir, sem kunna talsvert
fyrir sér í orðræðum, segja gjarnan
í útidyragættinni: „Við hefðum bet-
ur kynnst fyrr." (Þeir eiga það líka
til helvítin á þeim að segja: „Dapur
var ég þegar þú komst, en nú er
ég glaður.") Ég orða þetta aftur á
móti svo að kynni mín við ykkur
hafa járnbent þann ásetning minn
að gera allt sem í mínu valdi stend-
ur til að draga það sem lengst að
við þurfum að kveðjast."
Nú, þegar þessi kveðjustund er
upp runnin, vil ég að lokum gera
þennan óð Stefáns Jónssonar til
vináttunnar að mínum.
Megi þeim, sem nú syrgja, gef-
ast styrkur til að lifa með sorg sinni.
Jón Sigurðsson,
Grundartanga.
Þó sagt sé að ætíð komi maður
í manns stað, sé ég ekki þann, sem
fær skipað sæti Stefáns Jónssonar
fréttamanns, eins og hann var
venjulega nefndur.
Stefán átti um margt óvenjulega
ævi og yar að ýmsu leyti sérstakur
maður. Á unga aldri varð hann fyr-
ir því áfalli, að af honum var tekinn
fóturinn fyrir ofan hné — fyrir mis-
tök, að því er hann sjálfur taidi.
Það var mikil raun, ekki síst fyrir
þann sem.unni útivist og veiðum,
og hefði beygt margan manninn,
en ekki Stefán Jónsson.
Stefán unni mjög landi sínu og
þjóð. Hann trúði því að þjóðin gæti
búið vel og verið hamingjusöm í
landi sínu, ein og óstudd. Hann
setti manngildið ofar auðgildinu.
Á yngri árum fylgdi Stefán
Framsóknarflokknum að málum.
Leiðir skildu við herstöðvarsamn-
inginn 1951. Hann þoldi ekki að
landið væri setið af erlendum her.
Skoðanir Stefáns og föður míns
fóru um margt saman og hélst vin-
átta þeirra svo lengi sem báðir lifðu.
Segja má, að það hafi raun orðið
upphaf vináttu okkar.
Stefán heimsótti föður minn
stundum, meðal annars á Kletti í
Borgarfirði. Þar áttum við síðan
margar ánægjustundir við flugu-
veiðar að degi og arineld að kvöldi.
Þar var lengi rætt og skrifað um
þjóðmálin, sögur sagðar og farið
með kvæði eða þá að því var vand-
lega lýst hvernig „hann" elti litla
flugu í Klettsfljótinu, t.d. litla
„græna grímu" eða „bláa", aftur
og aftur og tók svo kannski að lok-
um.
Á slíkum stundum naut Stefán
sín vel ehda sögumaður góður. Fyr-
ir það var hann reyndar þjóðkunn-
ur, bæði sem útvarpsmaður og rit-
höfundur. Bækur Stefáns Jónsson-
ar eru ekki síst vel skráðar sögur2
sem menn lesa sér til ánægju. I
þeim birtist jafnframt lífsskoðun
Stefáns, ást á hinu ósnortna um-
hverfi, á landinu og því fólki sem
það byggir.
' Stefán Jónsson tók sæti á Al-
þingi sem varamaður árið 1972 en
sem kjörinn alþingismaður Norður-
lands eystra árið 1974. Mér þótti
gott að starfa með Stefáni þó í sitt
hvorum flokknum værum. Stefán
dró sig í hlé frá þingmennsku 1983
og sneri sér að hugðarefnum sínum,
útivist og ritstörfum.
Lengst mun ég minnast Stefáns.
sem vinar á kyrrlátum stundum
fj'arri ysi og þysi. Fyrir þær minn-
ingar þakka ég og kveð með sökn-
uði.
-1
Þiö sem eigiö auglýsingar frá árinu  ,
1988 ífilmusafni auglýsingadeildarinnar,
vinsamlegast sækið þær
sem fyrst.
FILMUSAFN AUGLÝSINGADEILDAR
Við hjónin sendum eftirlifandi
eiginkonu   Stefáns   Jónssonar,
Kristjönu  Sigurðardóttur,  og  af-
komendum hans samúðarkveðjur.
Steingrímur Hermannsson
ísland er töfraveröld. Fjöllin
klæðast nýjum lit á hverjum degi.
Fjarlægðin færir jökla í bláma dul-
úðar. Ar falla langan veg til sjávar,
lax stekkur í fossum, silungur rýfur
spegilsléttan flöt heiðarvatnsins.
Fuglar; krían, lóan, hrafninn, máv-
urinn í fjörunni og gæsin. Heiðar-
gæsin sem heillar veiðimanninn
þegar hann einn í för bíður langan
dag og nætur eftir góðu færi. Ór-
skotsstund þegar maður og náttúra
ögra hvort öðru.
Hvílíkt land. Hvílík dýrðargjöf
skaparans til okkar allra. Og gjöf-
ult hafið, þorskurinn, ýsan, steinbít-
urinn og síldin. Trillan og togarinn,
tæki sjósóknarans sem sækir auð
þorpsins og þjóðarinnar í hafdjúpið.
Mannlífið á bryggjunni, strákar að
veiða marhnút, karlinn í brúnni að
bæta við nýrri sögu. Og niðri í lúk-
ar eru fluttar stökur og ortar nýjar.
Hvílík sinfónía mannlífsins. Upp
til fjalla og út á haf er lífsbjörgin
sótt í fang ögrandi náttúru. Ar eft-
ir ár. Öld af öld.
Stefán Jónsson kunni öðrum
fremur að slá umhverfið allt, nátt-
úru landsins, sögu þjóðarinnar og
mannlíf hversdagsins, slíkum töfra-
sprota að sá sem naut með honum
fáeinna stunda gleymir því aldrei.
Og við sem árum saman deildum
með honum önn dagsins, gleði og
erfiði, munum ætíð minnast góðs
drengs og einstaks vinar.
í vitund þjóðarinnar var hann
sögumaðurinn snjalli. Hvort heldur
það voru frásagnir af atburðum
líðandi stundar eða ritverkin þar
sem hjarta mannlífsins sló ört og
náttúran hló af fugli og fiski, hvort .
heldur það voru viðtöl sem klæddu
frásagnarpersónur holdi og blóði,
eða stökur sem flugu svo ótt að
fáir höfðu kunnáttu til að nema
hvað var Stefáns og hvað þjóðskáld-
anna góðu, þá vissum við öll að
Stefán var einstakur, stíllinn svo
hreinn og taktur persónuleikans svo
hárfínn að smátt og smátt varð
Stefán í senn fulltrúi þess besta í
hefð og menningu íslenskrar þjóð-
ar, og vinum sínum slíkur veislu-
gjafi að á kveðjustund þakkar þjóð-
in öll og syrgir góðan dreng.
Sjálfstæði þjóðarinnar, jafnrétti
allra og verndun náttúrunnar voru
honum svo sjálfsögð markmið að
kjarnin 'í stjórnmálastarfi hans var
ávallt skýr. Stefán var herstöðva-
andstæðingur og þjóðernissinni,
hann deildi hagsmunum sjómanns-
ins og bóndans, setti baráttu alþýðu
til sjávar og sveita ávallt í öndvegi.
Það var við hæfi að þingeyskir
bændur, sjómenn á Húsavík og erf-
iðisfólk á Akureyri kysihann sem
fulltrúa sinn á Alþingi íslendínga.
Þar naut hann virðingar allra og
vináttu margra. Og er hann hvarf
af vettvangi þingsins var fátæk-
legra um að litast í salarkynnum
við Austurvöll.
Alþýðubandalagið færir Stefáni
Jónssyni þakkir á þessari kveðju-
stund. Hann var tákn um að flokk-
urinn væri breið fylking. Hann var
fulltrúi menningar og mannlífs sem
skapar fjöldahreyfingu dýpri rætur
en nokkur kenning nær að gera.
Ólafur Ragnar Grímsson
Mér er ljúft að minnast Stefáns
Jónssonar frv. fréttamanns. I minn-
ingunni stendur hann uppúr sem
fréttamaður, skýr og ekki var það
sízt röddin sem heillaði. •
Ég kynntist honum síðan per-
sónulega er hann tengdist fjöl-
skyldu minni fyrir um það bil 7
árum. Sá ég þá strax, að þar fór
ljúfur og skemmtilegur maður, sem
ekki brást. Hann vildi allra vanda
leysa, jafnt skyldra sem og vanda-
lausra.
Til hins -siðasta, þá sárþreyttur
og þjáður, hafði hann spaugyrði á
takteinum, slíkt karlmenni var
hann.
Ég sakna góðs vinar og bið góð-
an Guð að styrkja systur mína og
öll börnin hans. Ég veit, að hann
gengur á Guðs vegum. Veri hann
blessaður.
Áslaug Sigurðardóttir
Saga Stefáns Jónssonar er fjöl-
breytt~og litrík. Hann var tvímæla-
laust einn hæfasti útvarpsmaður
síns tíma, bryddaði upp á nýjungum
í fréttaflutningi og aðferð hans til
að gæða viðtöl lífi var einstök og
árangursrík. Hann skrifaði og tal-
aði hreint og kjarngott mál og var
hugmyndaríkur umfram flesta
aðra. Á Stefán var hlustað hvort
sem hann greindi frá alvarlegum
atburðum hér á landi eða úti í hin-
um stóra heimi, tók viðtöl við stjórn-
málaskörunga eða alþýðufólk eða
brá á leik, eins og t.d. 1. apríl.
Röddin var sérstök og hann gat
með orðum dregið upp sterkar
myndir sem urðu hverjum hlust-
anda ljóslifandi.
Stefán Jónsson var einnig mikill
veiðimaður. Hann var slyngur við
lax- og silungsveiði og drjúgur skot-
veiðimaður. Hann las þykka erlenda
doðranta um hina göfugu list að
veiða og miðlaði þekkingu sinni og
reynslu í bókum sem hann skrifaði
, með heimspekilegu ívafi og þeirri
glettni og kímni sem var honum
eðlislæg. Hann sannaði á eftir-
minnilegan hátt í síðustu bók sinni
að engin þversögn er í því fólgin
að unna lífinu en vera samt góður
veiðimaður.
Stefán Jónsson var líka þingmað-
ur. í því starfi kom skýrt fram
andúð hans á hverskonar hernaðar-
brölti og virðingin fyrir lífinu og
náttúru okkar fagra lands. Hann
mótmælti kröftuglega hverskonar
misrétti og studdi með ráðum og
dáð þá lagasetningu sem bætti hag
þeirra er eiga á brattann að sækja
í þjóðfélaginu. Hann gat verið orð-
hvass í ræðum sínum og andstæð-
ingar hans voru ekki öfundsverðir
þegar háðið buldi á þeim og orða-
flaumurinn líktist skýfalli.
Ég er ekki viss um að Stefán
Jónsson hefði kunnað að meta þessa
upptalningu mína. Hann hefði
kannski sagt: „Hættu þessu regin-
bulli, drengur. Ég lifði bara lífinu
með súru og sætu." Og það gerði
hann vissulega, en á sinn sérstaka
hátt, ólíkt flestum mönnum sem ég
hef kynnst. Hann lifði þannig að
hann verður öllum minnisstæður
sem honum kynntust.
Árin, sem við störfuðum saman
hjá „gömlu gufunni" eða „gamla
gufuradíóinu" eins og Jón Múli
kallaði stundum Ríkisútvarpið, voru
verðmæt ár og lærdómsrík. Það
hafði mikil áhrif á ungan mann að
starfa með Stefáni Jonssyni, Thor-
olf Smith, Hendrik Ottóssyni og
ekki síst Jóni Magnússyni. Þetta
voru afburðamenn, hver á sínu
sviði. Við þessa upptalningu má
bæta nöfnum Margrétar Indriða-
dóttur, Sigurðar Sigurðssonar,
Emils Björnssonar og snillinganna
í hópi þula og yfirmanna „gufunn-
ar". Þeir, sem þetta fólk þekkja eða
þekktu, vita að á vinnustað þess
gat aldrei ríkt nein lognmolla, þar
var aldrei líflaust. Og þar fór Stef-
án Jónsson oft fremstur í flokki,
glaðbeittur, stundum háðskur og
frábær sögumaður. Það skaðaði
ekki að hann var skáldmæltur í
besta lagi og kastaði fram tækifær-
isvísum sem enn etu á margra vör-
ura.
Ég hef stundum sagt að þessi
hópur hafi mótað „gullöld" Ríkisút-
og tungutaki var aðalsmerki vinn-
unnar. Samkeppnin var ekki byrjuð
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56