Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 14
m MORG'ÚíjBLAÖIÐ LAtlGÁRÖÁGtJR 15. ÖBSEMBÉR 1990 Kristínar tvær og önnur Lavransdóttir Bækur Kjartan Arnason Kristín Loftsdóttir: Fótatak tímans. Skáldsaga, 211 bls. Vaka-Helgafell 1990. Þetta er önnur skáldsaga Kristínar þótt ekki sé hún nema rétt rúmlega tvítug. Fyrri saga hennar, Fugl í búri, kom út fyrir tveimur árum og hlaut Kristín ís- lensku barnabókaverðlaunin fyrir hana. Fótatak tímaris gerist ein- hverntíma skömmu eftir landnám. ísgerður Huld kemur í heiminn heldur óvelkomin en öðlast snemma ást Fábeins sem hún kallar föður sinn. Hún elst upp í Fábeinskoti, litlu garðshorni í afskekktum dal, og fer ekki af-bæ þau sextán ár sem sagan spannar. I lok sögunnar fer Hún þó til blóts með Fábeini föður sínum, hann sér sig knúinn til að blanda geði við aðra héraðs- menn til að eyða orðrómi um fjöl- kynngi og óhollustu við goðin sem á honum hvílir. Fábeinn hafði ung- ur kynnst guði kærleikans og litist hann öllu meiri höfðingi en hin óeirðasömu goð heiðinna manna. Blót þetta reynist örlagaríkt fyrir þau feðgin og síst til þess fallið að snúa áliti manna á Fábeini til betri vegar. Einn helsti styrkur þessarar sögu er sjálfur þráðurinn sem hún er spunnin úr. Kristínu tekst með ágætum að byggja upp heilsteypta sögu þarsem flestir þættir sögu- vefsins ganga upp vandræðalaust. Henni lætur ágætlega að beita því bragði að tæpa á atburðum sem síðar skýrast og fá aukið vægi í ljósi framvindunnar. Þó sýnist mér rétt að gæta þess að hleypa ekki of mikilli eftirvæntingu í lesendur, undirbúa þá ekki of rækilega strax við fýrstu kynningu þareð hætt er við að þeir fyllist svo mikiili spennu og eftirvæntingu að þeim þyki full- langt að bíða til loka sögunnar eft- ir langþráðri „aha- uppgötvun". Dettur mér í hug ferð Fábeins - sem lesandinn er nokkuð vel búinn und- ir — eitthvert af bæ og augljós vonbrigði hans þegar hann snýr heim — sem skýrast þó ekki fyrren seint í sögunni. Rétt er þó að hafa í huga að „of langt“ er smekksat- riði sem best er að hætta sér ekki útí umræður um. Samband þeirra ísgerðar Huldar og Fábeins föður hennar verður snemma náið og kærleiksríkt, hún er sjáaldur auga hans og hann er henni fyrirmynd í einu og öllu. Móðir ísgerðar Huldar, Hervör, er óhamingjusöm kona sem að mestu lifir í sínum lokaða einkaheimi. Auk þeirra þriggja eru í Fábeinskoti Kolur Leysingjasonur, sem fljótlega verður eini vinur ísgerðar þrátt fyr- ir nokkurn aldursmun, og aldnar tvíburasystur sem báðar heita Lauga því foreldrar þeirra voru vissir um að önnur myndi deyja í reifum. Þetta eru helstu persónur sögunnar. Mestur þungi hvílir þó á ísgerði og Fábeini enda hafa þau skýrasta drætti þeirra sem við sög- una koma. Það er snjallt hjá Kristínu að takmarka fjölda per- sóna á þennan hátt og leggja frem- ur rækt við þær sem máli skipta enda tekst henni að skapa ágætlega lifandi persónur úr heimilisfólki í Fábeinskoti — meiraðsegja Hervör í sínum lokaða heimi verður álíka ijarlæg fyrir lesandanum og fólkinu sem hún býr með. Samtöl í sögunni eru víðast vel skrifuð og gefa hugmynd um sögu- tímann; orðfæri í þeim er þó aldrei stirt og upphafið en tilsvör oft hnyttin. Framanaf þótti mér gæta óöryggis í stílnum sem dró úr „rennsli" textans, þ.e. tafði fram- vindu. Þetta slípast þó allvel af Þú ert það sem þú hugsar Bókmenntir Kristín Loftsdóttir þegar á söguna líður og frásögnin nær „góðum hraða“. Þó er það að mínu mati einkum í stíl sem Kristín á eftir að ná meiri leikni. Hann á til að verða ofurlítið flatur á köfl- um, sama eða svipuð orð koma oft fyrir (ögn, oft á tíðum) eða textinn verður heldur tilfinningahlaðinn í náttúrulýsingum. Slíka hnökra fer Kristín létt með að lagfæra ef dæma má af öðru handbragði hennar. Náttúrulýsingarnar eru td. í skemmtilegu samræmi við framrás sögunnar: meðan allt leikur í lyndi eru mild veður en harðna sífellt eftir því sem meiri dramatík færist í leikinn. Einnig er augljóst að Kristín hefur kynnt sér vel ýmislegt verklag fornt og gefur af því góða mynd í sögunni. Ekki get ég að því gert en nokk- uð þótti mér Kristín Lavransdóttir Sigríðardóttir Undset standa tryggilega við hlið mér meðan ég las Fótatak tímans. Ýmsir drættir þessarar sögu og Kransins — sem er fyrsta bindi í sögu Lavransdóttur — eru líkir: sögutíminn, kristinni trú teflt gegn heiðni, samband föð- ur og dóttur, frásagnarháttur. Þessi líkindi eru þó ekki til að rýra gildi Fótataks tímans, fremur til að styrkja hin bókmenntalegu tengsl sem í sjálfu sér ganga þvert á öll takmörk í tíma og rúmi. Og hver veit nema saga Isgerðar Huldar haldi áfram? Mér segir svo hugur um að hún gæti náð nokkuð al- mennri hylli. Súsanna Svavarsdóttir Sonur sólar — ritgerðir um dul- ræn efni. Höfundur: Ævar R. Kvaran. Útgefandi: Skuggsjá. „Sonur sólar“ hefur að geyma 21 ritgerð; greinar sem Ævar R. Kvaran hefur birt í tímaritinu Morgni og öðrum ritum í gegnum tíðina. Greinum þessum er fyrst og fremst ætlað að vera fræðandi um andleg málefni. Ekki aðeins andleg málefni dagsins í dag, eða þeirrar andlegu vakningar sem hefur nú gengið yfir um skeið, heldur ritar Ævar um fólk og fyrirbæri sem hafa átt sér stað fyrir mörgum öld- um. Fyrsta ritgerðin í bókinni er um Son sólarinnar, Amenhótep IV, sem tólf ára gamall erfði faraós-tignina í Egyptalandi eftir föður sinn, Amenhótep III. Fram að hans tíma höfðu faraóarnir aðeins hugsað um landvinninga og að efla ríkidæmi sitt. Allt valdakerfið — andlegt og veraldlegt — var spillt og presta- stéttin reyndist Ámenhótep IV óþægur ljár í þúfu. En hann tilbað sólina og ljós hennar, krafðist þess að menn tilbæðu einn guð og vildi útrýma fjölgyðistrúnni. Og þar sem hann var fýlgjandi því góða og neit- aði að taka þátt í því illa, hlaut hann að missa ríki sitt og lönd á aðeins sautján árum. Þar með brast hjarta hans yfir því hversu heimur- inn var illur. En það var fyrir 3300 árum. Önnur ritgerð í bókinni, „Hinir dásamlegu Essenar", fjallar um þjóðflokk sem uppi var fyrir um 2000 árum: Essena, sem stofnuðu samfélag í hinum hijóstrugu hæð- um við Dauðahafið, á stað sem þeir nefndu Engedi. Þjóðflokkur þessi var aldrei fjölmennur en hafði mikil áhrif á fólk, vegna þeirra ein- viim>iA.v.\si\s VIÐ EIGUM ALLT SEM VEIÐIMANNINN VANTAR Veiöivesti...........frá kr. 3.750,- Veióipeysur..........frá kr. 2.990,- Veiöijakkar...........frá kr. 10.450,- Veiöihjól............frá kr. 1.970,- Veiðistangir.........frá kr. 1.600,- Vöðlur...............frákr. 5.990,- Veiðitöskur..........frákr. 1.650,- Fluguhnýtingasett....frákr. 4.950,- Sjónaukar............frákr. 4.450,- og margt fleira Munið jólatílboðið á neoprene-vöðlun- um. Verð aðeíns kr. 14.900,- Verslunin Langholtsvegi Simi 687090 Ævar R. Kvaran földu dyggða sem þeir tömdu sér og sýndu í verki. Essenar voru dul- hyggjumenn sem ákváðu að hafna öllu öðru en því góða og getur Ævar þess í ritgerð sinni, að marg- ir fræðimenn hafí leitt að því líkur að Kristur hafi jafnvel verið Ess- eni, eða í uppeldi hjá þeim um tíma. Þessi ritgerð er æði fróðleg og seg- ir manni mikið um mannlegt eðli og sem dæmi um hreinleikann sem þeir ræktuðu með sjálfum sér var ekki ætlast til þess að Esseni tæki að sér opinbert starf, „því það gæti leitt til þess að hann neyddist iðu- lega að ganga í berhögg við sam- visku sína“. Ævar getur þess að ekki hafi verið mikið ritað um þenn- an þjóðflokk sem hafði góðsemina að leiðarljósi og lifði samkvæmt kenningum Krists á dögum hans, án þess að kenna sig við hann. Hann undrast þetta og segir: „Margir menn eru til dæmis vin- sælli í mannkynssögunni, þótt þeir hafi verið sérfræðingar í manndráp- um — herforingjamir. Það verður því að leita að frásögnum um göfug- menni og fagurt líf í öðmm ritum en þeim sem skólabömum eru kennd. Milljónir manna hafa ekki hugmynd um hveijir Essenar voru eða með hveijum hætti þeir ákváðu að lifa öðmvísi en flestir gera. Fréttir fjölmiðla og bókmenntir nútímans em fullar af lýsingum á hinu neikvæða í manninum, jafnvel djöfullega. Frásagnir af því, sem er gott og fagurt í mannlífinu, þyk- ir ekki góð söluvara um þessar mundir.“ í ritgerðunum fikrar Ævar sig áfram í gegnum tíðina, allt til okk- ar dags. Sumar þeirra fjalla um fordóma okkar, þekkingarleysi og þröngsýni og hversu við látum glepjast af veröldinni og öllu sem utan við okkur stendur. Hann minn- ist í sumum þeirra á Véfréttina frá Delfí og vitnar í yfírskriftina yfir dymm hennar: „Maður, þekktu sjálfan þig.“ Hann ritar líka for- vitnilega grein um Hafstein miðil, vinnubrögð hans og visku. Aðrar greinar fjalla um dulræna reynslu einstaklinga og ljóst er að Ævar hefur víða aflað fanga og að hann er æði vel að sér í fræðunum. En skilaboðin í greinunum em ævin- lega þau, hversu mikilvægt það er að hugsa og breyta rétt — ekki sjálf- um sér til framdráttar í veröldinni, heldur til að manni geti liðið vel sem einstaklingi. Þessi skilaboð kristall- ast í. ritgerðinni „Máttur og mikil- vægi hugsunar", þar sem lokaorðln eru: „Þú ert það sem þú hugsar," Þó er ekki að finna neinn prédikun- artón í ritgerðunum. Þeim er, eins og áður er sagt, einkum ætlað að fræða. Þetta em skemmtilegar og áhugaverðar fræðigreinar og feng- ur þeim, sem vegna annarra áhuga- mála eða aldurs hafa ekki átt þess kost að lesa þær áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.