Morgunblaðið - 22.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1990
21
Fjölbrautaskólinn við Ármúla:
Brautskráning
36 nýstúdenta
ÞRJÁTÍU OG SEX stúdentar brautskráðust frá Fjölbrauta skólanum
við Ármúla fimmtudaginn 20. desember. Af nýstúdentunum eru 17
af viðskiptasviði, 9 af félagssviði, 4 af félagssviði, 4 af málabraut, 4
af náttúrufræðibraut og 2 af íþróttabraut. Brautskráningin fór fram
í Langholtskirkju.
Dux scholae, varð Guðbjörg A.
Guðmundsdóttir af náttúrufræði-
braut og hlaut hún jafnframt verð-
laun fyrir góðan árangur í tölvu-
fræði. Aðrir sem viðurkenningu
hlutu voru Anna María Jónsdóttir
fyrir góðan námsárangur í dönsku
og stærðfræði, Halla Árnadóttir
fyrir góðan árangur í samfélags-
greinum og Jón Örn Brynjarsson
fyrir viðskiptagreinar.
Á haustönn tók Fjölbrautaskól-
inn við Ármúla við starfsemi
Sjúkraliðaskóla íslands og var 41
nemandi á nýju sjúkraliðabrautinni.
Einnig hófst í haust kennsla fyrir
aðstoðarfólk tannlækna og er sú
braut rekin í samvinnu við tann-
læknadeild Háskólans. Kennarar
við skólann eru 60 og nemendur á
haustönn voru 760 talsins.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 36 stúdenta í Langholtskirkju á fimmtudaginn.
Bók um ritun eftir
>
Olaf M. Jóhannesson
ÞAÐ er lejkur að skrifa heitir
bók eftir Olaf M. Jóhannesson,
sem Iðnskólaútgáfan-IÐNÚ gef-
ur út. Bókinni er ætlað að örva
menn til að takast á við fjöl-
breyttar ritsmíðar og opna
þannig leið að upplýsingasamfé-
laginu.
I bókinni Það er leikur að skrifa
er fjöldi verkefna og dæma sem
eiga að auðvelda mönnum að fást
við hvers kyns greinaskrif í dagblöð
og tímarit. Kaflaheiti- bókarinnar
gefa hugmynd um fjölbreytnina:
Fyrirsagnir, uppbygging greina og
fréttapistla, frágangur og uppsetn-
ing, siðareglur og meiðyrðalöggjöf,
gagnrýni, minningargreinar,
íþróttalýsingar, fréttatilkynningar,
kjallaragreinar og lesendabréf,
slúðurdálkar, forystugreinar og að
lokum er kafli um viðtöl.
Höfundurinn Ólafur M. Jóhann-
esson hefur fengist við íslensku-
kennslu og greinaskrif um árabil
og sameinar hér á einum stað þessa
reynslu.
Ólafur M. Jóhannesson.
Sálarskipið, 1989-1990. Eitt af verkum Gísla á sýningunni.
Kjarvalsstaðir:
Sýningu Gísla Sigurðs-
sonar lýkur um helgina
MÁLVERKASÝNINGU Gísla
Sigurðssonar sem staðið hefur í
austursal Kjarvalsstaða síðan 8.
desember lýkur á sunnudag, Þor-
láksmessu, kl. 18.
Á sýningunni eru 55 olíumálverk,
stærst þeirra er myndröð byggð á
Sólarljóðum. Yrkisefni Gísla eru að
öðru leyti bæði úr fortíð og samtíð,
það er landið sjálft og lífið nú og
þegar litið er til uppvaxtarára mál-
arans. Þetta er 9. einkasýning Gísla
og um leið sú þriðja, sem hann
heldur á Kjarvalsstöðum.
Myndavél ársins í Evrópu 1990-1991.
En láttu ekki dómnefnd Ijósmyndatímaritanna eina um málið. Prófaðu sjálf (ur).
Okkur grunar að þú verðir sammála.
Engin önnur „compact“ myndavél getur keppt við Pentax.
KiiecniEsigtinB
Skipholti 31 - Simi 680450
Einnig fást PENTAX myndavélar hjá:
Heimilistækjum í Kringlunni, Fuji
framköllunarfyrirtækjum um allt land,
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og
víðar.
PENTAX
ZOOHlIMIcÐafuper
Niðurstaðan gat ekki farið
á annan veg. PENTAX er
frumkvöðull í framleiðslu
„compact" myndavéla með
súmlinsu. í umsögn dóm-
nefndar segir: „Pentax Zoom
105 Super, er fyrirferðarlítil
en býður þó þrefalt súm,
nærmyndatökur og
margar tækni-
nýjungar er auð-
velda myndatökur.
Myndgæði eru frábær".