Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991
BOKMENNTAVERDLAUN NORÐURLANDARAÐS
FAÐIRMINN,
SÓLIN - MÓÐIR
• •
MIN, JORÐIN
Samíski listamaðurinn Nils-Aslak Valkeapaa hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs 1991 fyrir bókina Beaivi, áhcázan (Faðir minn,
sólin.)
Áillohas
Nils-Aslak Valkeapaa gengur líka
undir nafninu Áillohas. Hann er
fæddur árið 1943, foreldrar hans
voru hreindýrabændur í Samalandi,
það eru norðurslóðirnar sem Svíþjóð,
Finnland og Noregur skiptu á milli
sín. Nils-Aslak býr nyrst í Finnlandi,
ekki langt frá norsku landamærun-
um. Hann ferðast hins vegar mikið,
hefur farið í hljómleikaferðir með
öðrum listamönnum um Norðurlönd,
Sovétríkin og Ameríku. Hann var
einn af frumkvöðlum Heimsráðs
frumbyggja og ritari þess frá 1978-
1981. Hann hefur líka verið mjög
virkur í útgáfumálum Sama og einn
af stjórnarmönnum samíska rithöf-
undasambandsins.
Nils-Aslak Valkeapáá hefur kenn-
aramenntun, en hefur aldrei kennt.
Hann er hins vegar snjall myndlistar-
maður, tónskáld, söngvari og leikari
og samdi og söng tónlistina í samísku
bíómyndinni     Leiðsögumaðurinn
(„Veiviseren") sem tilnefnd var til
Oskarsverðlauna. Og svo er hann
fírna gott ljóðskáld.
Meðal ljóðabóka hans eru Kveðja
frá Samalandi sem kom út 1971 og
er mikil baráttubók. Þar er bæði
höggvið og lagt vegna meðferðar
Norðurlandaþjóðanna á Sömunum
en Nils-Aslak lýsir henni sem „þjóð-
armorðinu þar sem enginn var drep-
inn eða beittur líkamlegu ofbeldi".
Ljóðabókin Víðátturnar í btjósti
mér kom út 1985 og var lögð fram
til bókmenntaverðlauna Norðurland-
aráðs árið 1987. Það er líka pólitísk
bók,  baráttubók,  en  réttlát  reiði
skáldsins liggur ekki jafn mikið á
yfirborðinu og áður, lífsvisku Sam-
anna er þess í stað teflt gegn hinni
svokölluðu „siðmenningu" kúgar-
anna. Og þessi tónn er síðan ríkjandi
í nýju bókinni: Faðir minn, sólin.
Ljóð Nils-Aslak Valkeapaa hafa
verið þýdd á fjölmörg tungumál, hér
á íslandi hafa skáldin Einar Bragi
og Jóhann Hjálmarsson kynnt Nils-
Aslak Valkeapáa og þýtt ljóð eftir
hann. Ég ætla að joika þig.
„Joik" er þjóðlagatónlist Samanna
og það er engan veginn auðvelt að
lýsa henni. Hún minnir svolítið á jóðl
en er í grundvallaratriðum frábrugð-
in því, vegna þess að í joikinu skipt-
ast á ljóð og sérhljóðasöngur, koll
af kolli, lengi, og svo allt í einu
snarstansar söngvarinn jafn fyrir-
varalaust og hann byrjaði. Samarnir
segja að joikið sé hringur, söngvarinn
gangi inn í hann og útúr honum
þegar honum þóknast. Það er án
endis, án upphafs, opið form.
Joik-ljóðin skiptast í tvo megin-
%


Nils-Aslak Valkeapaa
FYRSTA DEILD
í BÓKMENNTUM NORÐURLANDA ÁRIÐ 1990
í NOREGI sýna stærstu blöð
landsins bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs mikinn sóma
ár hvert. Bækurnar sem til-
nefndar eru til verðlaunanna eru
kynntar rækilega og þannig geta
norskir lesendur kynnst því sem
ætla má að séu „fyrstu deildar
bókmenntir" frá hinum Norður-
löndunum. Og svo reyna menn
að geta sér til um úrslitin, hver
sé sigurstranglegur og hver
ekki.
Friðrik Rafnsson gerði þetta
sama í útvarpsþætti sínum, fékk
sérfrótt fólk til að kynna bækurnar
frá hinum ýmsu löndum og það var
skemmtilegt og til fyrirmyndar.
Danskir sagnameistarar
Nætursögur (Fortellinger om
natten) hét smásagnasafn sem
Danir lógðu fram til bókmennta-
verðlaunanna. Höfundurinn er ung-
ur maður, Peter Heeg (f. 1957).
Nætursögur er önnur bók hans, en
hann vakti óskipta athygli strax
með þeirri fyrstu og verður áreiðan-
lega meiri háttar höfundur.
Nætursögur eru níu langar smá-
sögur, sem allar eiga það sameigin-
legt að aðalpersóna þeirra er ungur
maður með hugsjón. Hugsjón hinna
ungu manna getur verið alla vega;
Einn er ástríðufullur stærðfræðing-
ur sem dreymir um að fínna hina
endanlegu formúlu sem skýrt geti
þversagnirnar, óreiðuna, gáturnar
í mannlegu atferli. Annar trúir á
„framsæknar" hugmyndir nasism-
ans, sá þriðji trúir á hefð og skyld-
ur, sá fjórði á hjónabandið, sá
fimmti reynir að finna „raunveru-
leikann" o.s.frv. Flestar sögurnar
gerast árið 1929, í stillunni fyrir
storminn í Evrópu.
í sögunum upplifa aðalpersón-
urnar  eins  konar  persónulegan
heimsendi. Hugsjónir þeirra reyn-
ast blekkingin einber og fyrirmynd-
irnar falla af stallinum, þeir verða
að byrja allt upp á nýtt eða eins
og einn ungi maðurinn segir bitur:
„Hvers konar réttlæti er það eigin-
lega, sem skyldar mann til að upp-
lifa allar þessar hörmungar til að
öðlast pínulítið innsæi?"
Peter Hoeg er mikill stílsnilling-
ur. Hann skrifar í takt við þann
sögutíma sem hann hefur valið
sér, sögurnar hefjast á ítarlegri
sviðsetningu þar sem sögumaður
gefur sér góðan tíma til að segja
allar þær hliðarsögur sem þjóna
kunna meginsögunni. Rödd sögu-
mannsins minnir mjög á Karen
Blixen og fleira minnir á gömlu
drottninguna, ekki minnst kímni
sagnanna eða íronía og dulúðin sem
leitar fram þegar persónurnar nálg-
ast sín hættusvæði. Nætursögur
er afskaplega skemmtileg aflestrar
og bullandi sögumennska hennar
var sjaldséð í póst-módernískum
skáldsögum síðasta áratugar.
Hin danska bókin, JMilli himins
og jarðar, eftir Svend Áge Madsen,
er líka smásagnasafn. Hún er líka
mjög góð og leggst djúpt í hugleið-
ingar um það hvernig frásagnirnar
móta veruleika okkar en ekki öfugt,
hvernig skáldsagan sem sannan-
lega er tilbúningur er í raun ekki
eftirmynd heldur fyrirmynd að lífi
okkar sem verður tilbúningur um
tilbúning.
Minningin
Um'þetta síðasta skrifar finnska
skáldkonan Eeva Kilpi líka í skáld-
sögu sinni Tímar vetrarstríðs (Vint-
erkrigets tid). Það er hrífandi bók
og hræðilega tímabær. Hún hefst
á þessum orðum: „Það verður
stríð."
Sagan er sögð frá sjónarhóli ell-
efu ára gamallar telpu sem lifir
friðsælu lífi með fjölskyldu sinni í
Hiitola árið 1940. Þá ráðastJlússar
inn í Finnland og bernska telpunn-
ar er lögð í rúst.
" Ekki er minni undirritaðrar betra
en svo, að þegar ég var hálfnuð
að lesa bókina tók ég fram Finn-
landskortið mitt og ætlaði að sjá
söguslóðir bókarinnar en fann þá
hvergi svæðið. Þegar ég var búin
að lesa bókina vissi ég hvers vegna:
Karelía, þar sem telpan ólst upp,
var innlimuð í Sovétríkin eftir
Vetrarstríðið. Rótarslit sögu-
mannsins eru algjör, engin Ieið er
tilbaka, eftir Vetrarstríðið stendur
bernskuheimili hennar á erlendri
grund og hún er orðin útlagi í eig-
in landi.
Tímar vetrarstríðs er bók um
stríð skrifuð af friðarsinna. Boð-
skapur bókarinnar er skýr og ein-
faldur: stríð er eins og stórslys,
afleiðingarnar hörmulegar og ekk-
ert getur^réttlætt það. Mér skilst
að sumum Finnum hafi fundist
stríðslýsing bókarinnar hálfgerð
drottinssvik því að Vetrarstríðið
hafi lengst af verið sveipað dýrðar-
ljóma, verið ósnertanlegt í augum
heitra, finnskra þjóðernissinna.
En Tímar vetrarstríðs er líka og
ekki síður bók um minnið, um það
hve óáreiðanleg fortíð okkar getur
verið þegar við byrjum að spyrja
sjálf okkur um hvað gerðist.
„Þann 13. febrúar 1940 voru
gerðar þrjár sprengjuárásir á Hiit-
ola úr lofti. Tuttugu og tvær sov-
éskar orrustuflugvélar tóku þátt í
þeirri þriðju." Þetta les hinn full-
orðni sögumaður í stríðsdagbók
sem hún hefur með höndum. Hún,
móðir hennar og systir auk föð-
urömmunnar og tveggja frænkna,
höfðu flúið þorpið sitt og leitað
skjóls hjá vinum á bóndabæ nokkra
kílómetra í burtu. Sögumaður er
þannig rétt hjá heimili sínu en hún
man ekki eftir neinu óvenjulegu
þann 13. febrúar 1940.
Hvað eftir annað spyr hún:
Hvers vegna man ég ekki eftir
þeim sögulegu atburðum sem ég
var vitni að? Hvers vegna man ég
smáatriði eins og grátkast mömmu,
ótta frænkunnar, magakveisu hjá
mér, tildragelsi unga fólksins
o.s.frv?
Pabbinn kemur í leyfi og sögu-
maður segir að það hljóti að hafa
skipt sig miklu máli, gert sig ham-
ingjusama - en hún minnist einsk-
is. Hún hefur upplýsingar sínar um
þetta frá öðrum.
Mér varð oft hugsað til dagbókar
Önnu Frank þegar ég las þessa
finnsku bók. Báðar eru telpurnar
í felum, mitt í stríðshörmungunum
og þó utan þeirra; stríðið eyðilegg-
ur æsku þeirra, læsir líf þeirra inni,
gerir þær ofurnæmar og sljóar um
leið, gerir þær að stríðsbörnum.
Hin finnska bókin sem tilnefnd
var til bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs var Ijóðabókin Staðirn-
ir (Stadren) eftir Gösta Ágren, en
hann fékk hin virtu Finnlandia-
bókmenntaverðlaun í fyrra.
Sálardjúp
Armóður, faðir minn (Far
Armod) hét önnur norska bókin
sem lögð var fram til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Höf-
undurinn er frá Norður-Noregi og
skrifar á sömu mállýsku og Her-
björg Wassmo sem íslendingum er
að góðu kunn. Þetta var jafnframt
eina hefðbundna sálfræðilega
skáldsagan sem lögð var fram. Og
hún er ekki af verri endanum.
Armóður, faðir minn er fyrstu
persónu saga þar sem sagt er frá
uppvexti drengs, frá 4-9 ára aldri.
Sagan gerist í Norður-Noregi, við
sjávarsíðuna, það eru kreppuár og
líf fjölskyldunnar einkennist af
hamslausu basli og fátækt þar sem
þróunin er úr vondu í verra.
Drengurinn er alinn upp af móð-
urinni sem er forkur duglegur, hörð
kona sem berst eins og ljón gegn
hungri, skít og örbirgð. Hún heldur
lífinu í fjölskyldunni og stjórnar
öllum í kringum sig af miskunnar-
lausum aga. Drengurinn hefur
sterka þörf fyrir föðurinn, þörf fyr-
ir einhvern sem hann gæti samsam-
að sig til að sleppa undan ofvernd-
un og ægivaldi móðurinnar.
En faðirinn bregst næstum allt-
af. Ólánið eltir hann; bátarnir sem
hann er á fiska ekki, allt snýst
gegn honum, hann er alltaf of
seinn, aldrei þar sem tækifærin
hafa verið. Hann hefur líka gefist
upp fyrir baslinu. Hann situr við
borðsendann dögum saman og
hefst ekki að, þó að heimilið sé
bjargarlaust. Hann á aldrei frum-
kvæði að neinu. Móðirin reku'r karl-
inn á sjóinn, hún Ieggur verkin í
hendur hans, brýnir hann og þus-
ar, en beiskja hennar og nudd hafa
lítil áhrif á hann. Það eru ekki orð
hennar sem mestu máli varða í
sögu þeirra heldur það sem hún
þegir yfir.
Ástarfyrirlitning
Faðirinn í Armóður, faðir minn
er svo þögull að þegar drengurinn
er lítill heldur hann að „maðurinn
við borðsendann" sé mállaus. En
hann þarfnast föðurins og smám
saman tekst honum að fá tilfinn-
ingar til þessa þögla manns, sem
er svo heillum horfinn. En samsöm-
un drengsins er merkt neikvæðn-
inni, eða þannig les ég bókina. Til-
finningar hans til föðurins eru sam-
settar úr ást og fyrirlitningu í jöfn-
um hlutföllum og það gerir texta
þessarar lágmæltu bókar spenntan
og þrunginn af sársauka.
Norsku bækurnar tvær virðast í
fljótu bragði jafn ólíkar og dagur
og nótt. Hin norska bókin sem lögð
var fram var ljóðabók Paal-Helge
Haugen: Hugleiðingar út frá Ge-
orges de La Tour (Meditasjonar
over Georges de La Tour). Georges
de La Tour (1593-1652) var
franskur  málari  og  Paal-Helge
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8