Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992
21
taldist í forsvari fyrir, ótvíræð áhrif
á þróun listar hans, t.d. er þetta
tímabil stundum nefnt „Katalónski
fauvisminn".
Fyrstu einkasýningu sína heldur
Miró 1918 og árið eftir heldur
hann til Parísar í fyrsta skipti og
kynnist þar landa sínum Picasso,
sem keypti af honum sjálfsmynd,
sem var máluð undir áhrifum frá
Henri Rousseau.
Miró var, er hér var komið, und-
ir áhrifum úr öllum áttum og í
sömu mynd gátu greinst áhrif frá
Picasso, t.d í samræmdum og hlut-
kenndum „kúbisma“ og jafnframt
Matisse og þá einkum varðandi
skreytikenndan bakgrunn. Þessi
áhrif ásamt áhrifum frá katal-
ónskri alþýðulist, fóru smám sam-
an að taka á sig mjög persónulega
mynd og runnu saman við áhrif
frá surrealisma, nævisma og fleiri
stílbrigðum.
Kannski náðu þessi áhrif hæst
í olíumálverkunum „Fyrirsæta með
spegil“ 1919, sem er í eigu lista-
safnsins í Dusseldorf og „Bónda-
bærinn“ 1921-22, sem hann vann
að í heila níu mánuði í Montroig,
Barcelona og París. í báðum mál-
verkunum og einkum því síðar-
nefnda er lögð áhersla á hvert
smáatriði og að þau séu einnig
hvert fyrir sig mikilvægur hlekkur
í stórri samræmdri myndheild.
Það var svo enginn annar en
Ernest Hemingway, sem keypti þá
mynd litlu eftir að hún var full-
gerð. Hann sagði í því sambandi:
„málverkið rúmar allar tilfinningar
manns, þegar maður er á Spáni,
og allar tilfínningar manns, þegar
maður er í burtu og getur ekki
gengi inn í það“. Málverkið, sem
er 122x147 cm að stærð var að
Hemingway látnum lengi í eigu
ekkju hans en er nú í Þjóðlistasafn-
inu_ í Washington.
Á árunum 1923-24 þróaðist list
Mirós úr blæbrigðum annarra og
þegar rótfastra stílbragða til óhlut-
bundinnar, fijálsrar listsköpunar,
sem minnir á kalligrafíu. Hann
hleður myndir sínar óræðum tákn-
um þar sem hvert tákn stendur
fyrir óhlutstæðu hugtaki eða hug-
mynd, en er ekki tákn fyrirbæris-
ins sjálfs.
Þetta ferli hafði fyrst komið
fram í myndverkum Wassily
Kandinskys (1866-1944), sem var
af rússneskum uppruna og nær
samtímis birtist það hjá Paul Klee
(1879-1940), sem var af sviss-
neskum uppruna, en báðir lifðu
meginhluta lífs síns í Miinchen og
Weimar. Verkum þeirra hafði Miró
kynnst í París. En þessir menn
voru af þrem þjóðernum og geró-
líkir að upplagi og myndlist þeirra
ber mjög sterk persónueinkenni
hvers og eins.
Af þessu má ráða, að það er
ekki sjálf hugmyndafræðin sem
alfarið ræður ferðinni í listinni,
heldur öðru fremur uppruni, upp-
lag og umhverfi.
í gegnum André Masson (sem
Listasafn íslands kynnti á síðustu
Listahátíð), sem Miró vingaðist við
komst hann í kynni við surrealist-
ana og fagurfræði þeirra og kynni
hans af Hans Arp reyndust mikil-
væg. Hér fann hann samhljóm með
fyrri hugmyndum sínum um „útrás
ímyndunaraflsins“ og „hið undur-
samlega".
Hann var að vísu einn þeirra,
sem skrifuðu undir stefnuyfirlýs-
ingu surrealistanna, sem André
Breton formaði, og sýndi á vegum
þeirra ný verk árið 1925, en var
þó frekar utangátta í hugmynda-
fræðinni og var þar af leiðandi
ekki með öllum uppátækjum þeirra.
Þess ber að geta að hann tók
að sér, ásamt Max Ernst, að gera
búninga og skreytingar að ballett-
inum Rómeo og Júlíu fyrir Serge
Diaghilew. Hefur sú samvinna
áreiðanlega haft áhrif á báða, sem
greinilega má sjá í skúlptúrverkum
þeirra.
Þetta er bakgrunnurinn að list-
ferli listamannsins snjalla Joan
Miró og nú tók við nær sex ára-
tuga starfsferill á myndlistarvett-
vangi, þar sem sérhvert verk sem
hann gerði bar ótvírætt kennimark
skapara síns hvar sem hann bar
niður.
Eins og félagar hans hinir miklu
meistarar aldarinnar, sem áður
hafa verið nefndir, þá einskorðaði
Miró sig ekki við málverkið, því
að eftir hann liggur mikill sægur
grafíkverka og þá einkum stein-
þrykkja, þá vann hann í hvers
kyns rýmisverkum eða skúlptúr,
eins og menn vilja nefna það, síð-
ustu áratugi Iífs síns og hann gerði
veggmyndir úr keramikflísum fyrir
opinbera aðila og alþjóðastofnanir
víða um heim. Þess sér m.a. ríku-
lega stað á heimaslóðum hans
Palma de Mallorka og í Barcelona.
Þá gerði hann einnig veggteppi í
sígildum aðferðum en lét einnig
vefa jafn óvenjulegar formanir sem
regnhlíf og málmfötu. Á þessu síð-
asta tímaskeiði lífs síns fékk hann
ótakmarkaðan áhuga á hvers kyns
efnum og þá fyrst og fremst upp-
runalegum efnum og upprunalegu
handverki. Hér var hann trúr upp-
runa sínum, leirkerasmiðunum og
handverksmönnunum á Mallorka.
Samvinna þeirra Aimée Maegh
og Mirós var mikil og giftudrjúg
og það sem við sjáum að Kjarvals-
stöðum er ekki nema lítill hluti
þess sem hún leiddi af sér.
Þrátt fyrir að þessi verk eru
gerð fyrir sérstakt umhverfi og eru
rifín upp úr þeim, njóta þau sín
ágætlega frístandandi og þeim er
yfirleitt vel fyrir komið í rými
Kjarvalsstaða. Það skal og upplýst
að a.m.k. sum verkanna eru gerð
í nokkrum eintökum og eru víða á
söfnum.
Húsameistarinn, sem teiknaði
villuna og skipulagði garðinn var
enginn annar en hinn nafntogaði
José Luis Sert, og seinna teiknaði
hann einnig og skipulagði Miró-
safnið í Barcelona.
Miró var alltaf umkringdur að-
stoðarmönnum við útfærslu hug-
mynda sinna, sem voru oftar en
ekki jafnframt vinir hans og þann-
ig voru það tveir útlærðir keramik-
listamenn, sem aðstoðuðu hann við
gerð samsettu verkanna, en slík
verk nefnast á fagmáli „Ass-
emblage“, sem þýðir einfaldlega
„listaverk gert úr samsafni ýmiss
konar hluta“. Rétt er að geta þess-
ara ágætu fag- og listamanna sem
voru þeir Josep Llerens Artigas og
Joan Gardy-Artigas, frá Katalóníu
eins og meistarinn.
Oviðjafnanleg samsetning verk-
anna er þeim að þakka, en sú hlið
útfærslunnar er svo fullkomin, að
líkast er sem verkin hafi orðið til
af sjálfu sér, jafnvel vaxið upp úr
gróðurmoldinni. .
Verkin hafa yfir sér mikla líf-
ræna og ástþrungna skírskotun og
láta fáa ósnortna, sem á annað
borð hafa tilfínningu fyrir form-
rænu samræmi og fijálsu hugar-
flugi.
I þessum verkum kemur vel
fram viðleitni listamannsins til að
gera list úr hverdagslegum hlutum
og jafnframt andúð hans á „Bonne
peinture“ fögrum málverkum, en
um leið skapar hann fagurfræði í
krafti listgáfu sinnar og tilfinning-
ar fyrir samruna ólíkra efna,
forma, lita og áferðar.
Og hvað það snertir hve eðlileg-
ar þessar myndir eru, ætti að verða
mörgum til umhugsunar, því að
hér er um hreina töfra að ræða.
Það virðist bókstaflega alveg sama
hve fáránlegum hlutum Miró lét
sér detta í hug að skella saman,
því allt verður að lífi og eins og
það hafi sem afsprengi náttúrunn-
ar, verið til frá ómunatíð og ein-
ungis beðið eftir að vera uppgöt-
vað. Skoðandinn er þá sem land-
könnuður í völundarhúsi dular-
magna, og upp fyrir honum ljúkast
dyr að furðum undirheima, sem í
þessu tilviki eru einungis útrás
ímyndunaraflsins, og hið undur-
samlega við grómögn lífs í mann-
heimi.
Þóra H. Helga-
dóttir — Minning
Fædd 25. nóvember 1920
Dáin 25. júní 1992
Tengdamóðir mín, Þóra Hansína,
hefur nú lagst til hinstu hvílu eftir
hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn.
Ég ætla með nokkrum línum að
minnast Þóru sem var mér traustur
vinur og félagi frá þeim degi sem
ég tengdist fjölskyldu hennar sem
væntanlegur tengdasonur og þar
til dauðinn skildi okkur að. Þóra
var fædd í Lambhaga í Vestmanna-
eyjum. Þóra minntist .ætíð æsku-
stöðvanna með hlýhug, hún leit
fyrst ljós í Lambhaga en síðan lá
leið hennar til Baldurs Ásgeirssonar
sem var ljós á vegi hennar til hinstu
stundar. Foreldrar hennar voru
sæmdarhjónin Helgi Ingimundar-
son Backman, ættaður úr Landeyj-
um, og kona hans Jóna Guðrún
Jónsdóttir frá Seyðisfirði. Helgi og
Jóna eignuðust átta börn og eru
þijú á lífí. Um tvítugt kynntist
Þóra eftirlifandi maka sínum, Baldri
Ásgeirssyni, sem hafði þá numið
móta- og leirkerasmíði í Þýskalandi
og hefír hann stundað iðn sína fram
á þennan dag. Baldur er afar vand-
aður og traustur maður, sem stund-
að hefur iðn sína af metnaði og
samviskusemi gegnum tíðina, hann
er listrænn og sérlega hagur. Þóra
og Baldur gengu í heilagt hjóna-
band 1941 og hófu síðan hjúskap
í rishæð hússins Smiðjustígur 7 í
Reykjavík og þar eignuðust þau
börn sín fjögur. Eina dóttur misstu
þau aðeins sex mánaða gamla, var
hún þeirra þriðja bam og hét Sig-
rún. Böm þeirra em eftirlifandi,
elst Edda Ásgerður, síðan Helgi
Gunnar og yngst er eiginkona mín,
Sigrún Jóna.
I dag em afkomendur tengdafor-
eldra minna böm þeirra þijú, bama-
böm sex og barnabarnabörn sex.
Tengdamömmu var tíðrætt um árin
á Smiðjustígnum, það var einhver
ævintýraljómi yfír þessum fyrstu
hjúskaparárum. Hún sagði mér oft
hve gestkvæmt var í þessum þröngu
húsakynnum og þeim fjölmörgu
sem fengu næturgistingu á stofu-
gólfinu. Það leitar svo ótal margt
á hugann í dag og minnist ég vel
hve þakklát hún var fyrir þá varð-
veislu þegar eldur kom upp í kjall-
ara Smiðjustígs 7, og þau vom sof-
andi uppi í risi, en fyrir árvekni
nágrannans sem alltaf var á fótum
fyrir allar aldir, þá tókst að gera
slökkviliðinu aðvart í tæka tíð og
afstýra stórslysi en nágranninn ár-
vakri var þjóðhetjan Albert Guð-
mundsson.
Þóra hafði góða frásagnarhæfi-
leika og var afar tilfinninganæm.
Hún fékk mig oft til að upplifa með
sér atburði og ævintýri liðinna ára.
Þessar stundir okkar eru mér ljúfar
minningar og verða geymdar sem
demantar í fjársjóði minninganna,
minninga um tengdamóður sem var
mér fyrst og fremst góður vinur
og félagi. Á heimili Þóru og Bald-
urs áttum við ég og öll mín systk-
ini alltaf griðastað gegnum tíðina,
enda sérlega gott að koma að
Hæðargarði 44. Við Sigrún Jóna
vomm gefín saman í hjónaband 25.
september 1969 í stofunni í Hæðar-
garði 44 af föður mínum, séra Rób-
ert Jack, en milli foreldra minna
og tengdaforeldra var alltaf mjög
góð vinátta. Ég mun ætíð minnast
Þóru með miklu þakklæti fyrir það
Aldarminning:
Þórey Steinþórsdóttir
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að minnast ömmu
minnar sem var frá Hömrum við
Akureyri og hélt Þórey Steinþórs-
dóttir. Hún var fædd fyrir réttum
100 árum eða 6. júlí 1892 og lést
hinn 7. febrúar 1981. Afa mínum,
Þóri Jónssyni húsamálara, giftist
hún árið 1925 og bjuggu þau lengi
framan af á Gránufélagsgötunni
en fluttu síðar í nýtt hús á Ránar-
götu 31. Bjó amma heitin þar til
hinstu stundar. Ekki verður ævi-
ferill hennar rakinn hér frekar, það
verða aðrir menn mér fróðari að
gera.
Amma mín var vinur minn. í
æsku var ég hjá henni um lengri
eða skemmri tíma á sumrin og þau
sumur sem ég dvaldi ekki beinlínis
hjá henni var alltaf kíkt í heim-
sókn, með mömmu eða mömmu
og pabba. Sumarið 1978 bar síðan
svolítið nýtt við. Þá var ég 17 ára
gamall og aldrei þessu vant gekk
mér illa að fá sumarvinnu. Þá varð
úr að ég færi norður til Akureyrar
til að vinna hjá byggingafyrirtæki.
Var amma meira en boðin og búin
til að skjóta yfir mig skjólshúsi og
gefa mér að snæða. Þótti henni
það sjálfsagt mál.
Þetta sumar er mér um margt
sérstakt og eftirminnilegt. Sér-
stakt að því leyti að ég hafði aldr-
ei dvalið svo lengi að heiman í einu
og eftirminnilegt fyrir þær sakir
að kynnast ömmu, nú sem ungur
maður en ekki bam. Okkur samdi
ákaflega vel (nema kannski þegar
ég dreypti á brennivíni, hún var
akki par hrifin af því). Við höfðum
um mýmargt að tala og áttum auk
þes sameiginlegt áhugamál þrátt
fyrir 7 áratuga aldursmun. Þar á
ég við fótboltann. Ömmu þótti fátt
sjónvarpsefni skemmtilegra en fót-
boltinn og heimsmeistarakeppnin
sem haldin var þetta sumar suður
í Argentínu fékk okkur aldeilis eitt-
hvað til að tala um. En fyrir utan
það að skiptast á skoðunum um
fótbolta og fá „ömmumat" þrisvar
á dag má segja að ég hafi líka
fengið annars konar næringu. í
þeirri gömlu leyndist nefnilega
mikill heimspekingur. Segja má
að megininntakið í heimspeki
hennar hafi verið þakklæti og
nægjusemi. Hún lagði mikla
áherslu á það að þeir sem væru
heilsuhraustir og hefðu atvinnu
þyrftu ekki að kvarta. Þeir ættu
sem hún var mér og fyrir allt sem
hún var fjölskyldu minni og bömum
okkar Sigrúnar.
Á erfíðum tímum í mínu einkalífi
fann ég betur en nokkru sinni fyrr,
hve traustur og góður vinur Þóra
var. Hún var ekki að núa því um
nasir manns sem hafði mistekist
heldur lyfti hún upp því sem var
jákvætt og uppörvaði mann og
hvatti til dáða. Þóra var mjög glöð
þegar fmmburður okkar, Vigdís
Linda, varð stúdent en hún hafði
einmitt sagt allnokkm áður og þá
mjög veik: „Róbert minn, hvemig
sem allt fer þá skal ég lifa það að
sjá hana Vigdísi mína setja upp
hvíta stúdentskollinn sinn“ enda
mætti hún í stúdentshófíð með
fyrstu gestum og samfagnaði af
öllu hjarta með okkur.
Ég þakka í dag ljúfa samferð og
vináttu allar okkar samverustundir
á jólum og í annan tíma. Ég bið
algóðan guð um að umvefja ástkær-
an eiginmann og börn Þóru ásamt
öllum ættingjum hennar og vinum.
Róbert Jón Jack.
að þakka góðum Guð fyrir þetta
ríkidæmi sitt. Það sem væri „alla
lifandi að drepa væri vanþakklæti
og skortur á nægjusemi". Allir
ætluðu að eignast allt og helst
strax. Það sem við köllum lífsgæð-
akapphlaup væri ekkert kapp-
hlaup, heldur hröð för að feigða-
rósi. Sá sem temur sér nægjusemi
og gerir sig ánægðan með lítið
verður svo auðveldlega hamingju-
samur. Ekki að það þurfí að slá
af kröfum, kröfurnar verða bara
öðruvísi.
Hjá ömmu endurspeglaðist það
að vera móðir hinnar síðustu kyn-
slóðar sem setur fjölskylduna
fremst í flokk. Þar er aftur komið
að nægjuseminni. Að hafa góða
heilsu og að hafa nóg að starfa,
það eru aðalatriðin. Að geta séð
fyrir sér og sínum í víðum skiln-
ingi þeirra orða, það er það sem
gefur lífínu gildi. Þetta er það sem
ber að þakka Guði. Ekki það að
geta eignast stærra og fleira. Segja
má að áhrifamesta túlkun hennar
á þessari skoðun sinni hafi verið
hennar daglega lif. Hún var ná-
kvæmlega eins síðustu æviárin og
ég hef alltaf munað hana: Lífsglöð
og kvik. Alveg sama á hveiju gekk,
alltaf stutt í fallega brosið og
„hljóðlausa“ skellihláturinn.
Éinhver sagði einhvern tímann
að það að kunna að eldast væri
hámark viskunnar og einhver erf-
iðasti kafli þeirrar listar að kunna
að lifa. Þá list kunni hún amma
mín flestum betur.
Blessuð sé og veri minningin um
sómakonuna Þóreyju Steinþórs-
dóttur.
Þorsteinn Gunnar.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960