Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NOVEMBER 1992
11
Olíumálverkin hafa þetta rými til
að bera í ríkum mæli, eins og vænta
má með myndir sem eru um þrír
metrar á lengd. Hin lárétta áhersla
er er síðan styrkt enn frekar með
beitingu pensils og sköfu, sem fylgir
þessum línum, þannig að það hrein-
lega geislar af landinu, t.d. í nr. 2,
7 og 16. Listakonan notar einnig
matta og glansandi áferð yfirborðsins
á hnitmiðaðan hátt í litasamsetning-
um sínum til frekari áréttingar, eink-
um hvað varðar skil himins og jarð-
ar, eins og í nr. 10 og 13. Myndirnar
eru því ekki af örsnauðum eyðimörk-
um, heldur bera þær í litavalinu með
sér gróðursöguna, sem og blámann,
myrkrið og jökulbirtuna, hver í sínu
lagi.
Stálverkin, sem eiga að sýna línur
landsins eins og þær ber við himin,
eru athyglisverð tilraun til að færa
þessa sýn á landið yfír í annan mið-
il. En það verður strax ljóst við stutta
skoðun að meginhluta þeirra vantar
undirstöðuna, hina láréttu grunnlínu;
án hennar eru verkin aðeins fábrotið
línuspil, án virkra tengsla við landið.
Guðrún Kristjánsdóttir er þroskuð
listakona, sem hefur góð tök á mál-
verkinu sem listmiðli og því mynd-
efni, sem hún hefur valið sér að tak-
ast á við, eins og kemur berlega fram
á þessum ágætu sýningum hennar
að þessu sinni. Undanfarin ár hefur
hún sýnt nokkuð erlendis, og í ljósi
þess má vænta þess að hún eigi eftir
að láta meira að sér kveða á þeim
vettvangi í framtíðinni.
Sýningum Guðrúnar Kristjánsdótt-
ur í Norræna húsinu og FÍM-salnum
við Garðastræti lýkur sunnudaginn
15. nóvember.
Nýjar bækur
Skáldsaga eftir Olaf
Gunnarsson komin út
SKÁLDSAGAN Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson er konihi út á
vegum Forlagsins. Þetta er sjötta skáldsaga Ólafs, sem einnig
hefur sent frá sér smásögur, Hóð, þýðingar og leikrit fyrir börn,
auk fjölda greina í dagblöð og timarit.
í kynningu Forlagsins segir:
„Tröllakirkja gerist í Reykjavík á
sjötta áratug aldarinnar og fjallar
um Sigurbjörn arkitekt og fjöl-
skyldu hans. Sigurbjörn hefur
ýmis stórbrotin áform á prjónun-
um og vor eitt lætur hann til skar-
ar skríða og ákveður að hrinda
hugmyndum sínum í framkvæmd.
Það á eftir að draga dilk á eftir
sér og kalla á voveiflega atburði.
Tröllakirkja er efnismikil og
dramatísk   skáldasaga  þar   sem
Tónlistarráð
í stað Tónlist-
arbandalags
Aðalfundur Tónlistarbandalags
íslands var haldinn 31. október
á íslenskum tónlistardegi. Á
fundinum lagði stjórnin tilað
gerðar yrðu grundvallarbreyt-
ingar á skipulagi Bandalagsins,
þannig að formenn og forsvars-
menn aðildarfélaga sætu í
stjórn þess. Ákveðið var að
stofna Tónlistarráð og leggja
Tónlistarbandalagið niður.
Aðalfundurinn var vel sóttur af
helstu forsvarsmönnum tónlistar-
samtaka, félaga og einstaklinga.
Hann var haldinn í framhaldi af
tónlistarráðstefnu sem Bandalagið
skipulagði og gerður var góður
rómur að.
í skýrslu formanns Tónlistar-
bandalagsins, Símonar H. ívars-
sonar kom fram að starfsemin
hafi aldrei verið jafn mikil og far-
ið vaxandi frá ári til árs. Meðal
helstu verkefna. Bandalagsins
voru: Ar söngsins, íslenskur tón-
listardagur, stofnun tónlistarfé-
laga á landsbyggðinni, könnun á
tónlistariðkun á Islandi, upptökur
sjónvarpsins með leik tónlistar-
manna til styrktar byggingu tón-
listarhúss, útgáfa á mánaðarriti
um menningar- og listviðburði og
ótal margt fleira.
í fréttatilkynningu segir að í
skýrslu formanns komi eftirfar-
andi fram: Með tilliti til að starf-
semi Tónlistarbandalagsins hefur
aldrei verið blómlegri, kann
ákvörðun um stofnun Tónlistarr-
áðs að koma mörgum spánskt fyr-
ir sjónir. En með stofnun þess
hefst nýtt upphaf á nýju sam-
starfi, þar sem formenn og for-
svarsmenn ólíkra félaga eru til-
búnir til að starfa saman. Það eitt
sér er næg ástæða til að gleðjast."
í lok aðalfundarins var sam-
þykkt tillaga stjórnar um að Tón-
listarbandalaginu yrði ekki slitið
fyrr en reikningsári þess lýkur,
þar sem frágangi á ýmsum störf-
um þess væri ekki lokið. Tillagan
var einróma samþykkt. Og for-
maður lagði til stofnun Tónlistarr-
áðs íslands um leið og hann sleit
aðalfundi.
spurt er um sektina og fyrirgefn-
inguna, manninn og Guð. Margar
ljóslifandi og eftirminnilegar per-
sónur koma við sögu og frásögnin
er víða lituð þeirri sérstæðu sagna-
gleði sem lesendur Ólafs Gunnars-
sonar þekkja en um leið er leikið
á fleiri strengi; stíllinn er fjöl-
breytilegur, fáorður og knappur,
en jafnframt litríkur og ljóðrænn."
Útgefandi er Forlagið. Grafít
hf. hannaði kápu og Prentsmiðj-
Ólafur Gunnarsson
an Oddi hf. prentaði. Bókin er
279 bls. Verð 2880 krónur.
Listasjóður
stofnaður
í tilefni af 60 ára starfsafmæli
Pennans verður sérstakur „Lista-
sjóður Pennans" stofnsettur til
minningar um hjónin Baldvin
Pálsson Dungal og Margréti
Dungal.
í fréttatilkynningu segir að til-
gangur sjóðsins sé að efla menningu
og listir, m.a. með styrkveitingu til
íslenskra myndlistarmanna. I stjórn
hans sitja Anna Líndal myndlista-
maður frá SÍM, Bjarni Daníelsson
skólastjóri frá MHI og Gufinar B.
Dungal af hálfu Pennans sem jafn-
framt er stjórnarformaður.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður
300 þúsund krónur. Auk þess verður
listamanni boðin 200 þúsund króna
vöruúttekt í skiptum fyrir listaverk.
Þurfa umsóknir að berast stjórn
sjóðsins fyrir 1. desember 1992. Út-
hlutun fer fram í byrjun næsta árs.
EKKIOFHORÐ,
EKKIOF MJÚK,
HELDUR FULLKOMIN
AÐLÖGUN
Á harðri dýnu
liggur hryggjarsúlan ísveig
Þar sem
þú eyðir
u.þ.b. 8 tím-
um á sólar-
hring í rúm-
inu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð
dýna að vera eitt af þínum allra mikil-
vægustu fjárfestingum.
Árum
saman hefur
því verið
haldið fram
að stífar
dýnur séu betri fyrir bakið.
Sérfræðingar okkar hjá Dux í Svíþjóð
Á Dux-dýnu
liggur hryggjarsúlan hein
hafa sannað hið gagnstæða.
Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á
móti, frekar en að lagast að eðlilegri lögun
líkamans, þannig að í hvíld liggur
hryggjarsúlan í sveig.
Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega
til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo
að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúru-
legri stöðu.  Þær koma í veg fyrir margan
bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan
stuðning til þess að sofa djúpum endur-
nærandi svefni.
Er ekki kominn tími til að heimsækja
Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar
fjölbreytta úrval af Dux-rúmum?
DUX
GEGNUMGLE
Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950
15   ÁRA   ÁBYRGÐ   Á   DUX-DÝNUM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48