Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
IÞROl IWfIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
43
FOLX
¦ LIVERPOOL hefur boðið 3
millj. punda í skoska landsliðsmann-
inn Gordon Duríe hjá Tottenham.
Graeme Souness segir að Totten-
¦¦¦¦¦¦ ham geti einnig val-
FráBob      ið ur fjórum leik-
Hennessy     mönnum sem komi
iEnglandi     til með að ganga
upp í kaupverðið.
Þessir leikmenn eru: Ronny Ros-
enthal, Mark Wríght, Michael
Thomas og Paul Stewart, sem lék
með Tottenham í fyrra.
¦ GOKDON Duríe er 26 ára og
gekk til liðs við Tottenham fyrir
18 mánuðum frá Chelsea. Hann
hefur gert 12 mörk í 46 leikjum
fyrir Tottenham en aðeins sett
fjögur mörk á þessu tímabili. Duríe
er ætlað það hlutverk hjá Liverpo-
ol að spila við hliðina á Ian Rush.
¦ HENRIK Larsea, danski
landsliðsmaðurinn sem er á samn-
ing hjá ítalska liðinu Pisa en ekki
fengið tækifæri með liðinu, er nú
hjá Aston Villa til reynslu. Hann
lék með varaliði félagsins í gær og
á að leika aftur með varaliðinu á
mánudaginn. Eftir það veður tekin
ákvörðun um hvort hann verði
keyptur til félagsins fyrir 1 millj.
punda.
¦ KAARE Ingebrígstea, miðju-
maður hjá Noregsmeisturum Ros-
enborg og norska landslíðinu í
knattspyrnu, var í viku hjá Man-
chester City til reynslu og er félag-
ið tilbúið að semja við hann og
greiða um 55 millj. ÍSK fyrir kapp-
ann.
¦ INGEBRIGSTEN átti að vera
hjá félaginu í mánuð, en Rosen-
borg sætti sig ekki við það. Hann
verður fjórði norski landsliðsmað-
urinn í ensku úrvaldseildinni.
¦ MO Johaston kjálkabrotnaði
heima hjá sér fyrir helgi og leikur
ekki með Everton næstu þrjár eða
fjórar vikurnar. Talið er líklegt að
hann verði seldur frá félaginu á
allra næstu dögum.
¦ BLACKBURN tapaði um 720
millj. ÍSK á síðasta ári samkvæmt
rekstarreikningi. Staðan er samt
ekki slæm, því Jack Walker, sem
á 99% í félaginu, lagði því til um
einn milljarð. „Framlag hans bætir
ekki aðeins upp tapið heldur styrk-
ir stöðuna til muna," sagði Rob
Coar, stjórnarformaður.
¦ STEVE Coppell var á laugar-
dag útnefndur stjóri síðasta mánað-
ar, en varð síðan að sætta sig við
að horfa á leikmenn sína í Crystal
Palace falla úr bikarkeppninni.
Þetta var í fimmta sinn á sex árum,
sem Palace kemst ekki lengra i
bikarnum.
¦ MARLOW er eina félagið, sem
hefur tekið þátt í ensku bikarkeppn-
inni á hverju ári frá byrjun, 1872.
¦ FÉLAGIÐ fékk um 6 millj. ÍSK
fyrir leikinn gegn Spurs, sem
tryggir reksturinn næstu tvö árin,
en hver leikmaður er með um 5.000
kr. í vikulaun.
KORFUKNATTLEIKUR
Stórskytta til Breiðabliks
Joe Wright, sem gerði 44,7 stig að meðaltali ífinnsku deildinni, kom til landsins ígær
l#'örfuknattleikslið  Breiðabliks
hefur fengið bandaríska
ldkmanninn Joe Wright tíl liðs
við sig og kom haim til landsins
f gær. „Þetta á. að vera góður leik-
maður og við bindum miklar von-
ir við hann," sagði Sigurður Hjör-
þjálfari Breiðabliks, við
Morgunblaðið í gærkvöldí.
Wright, sem er bakvörður, iék
með 1. deildarliði frá Turku í Finn-
iandi áður en hann kom hingað.
Þar sem finnska liðið komst ekki
í finnsku úrslitakeppnina var hann
á lausu. Sigurður segir að þessi
leikmaður hafi gert 44,7 stíg að
meðaltali í finnsku deildinni. Hann
gerði 13 sinnum meira en 50 stíg
í leik og mest náði hann að skora
79 stíg í einum leik.
Wright sptlar fyrsta leik sinn
með UBK gegn ÍBK f Digranesi
á sunnudaginn. SÖgusangir hafa
verið uppi um að David Grissom
væri á förum frá félagrau, eftir
að fékk íslenskan ríkisborgara-
rétt, en Sigurður Hjöiieifsson
þvertók fyrir það. Eins og komið
hefur fram hættí Pétur Guð-
mundsson að leika með liðinu fyr-
ir áramót og því var gripið tii
þess ráðs að fá Wright.
HANDKNATTLEiKUR / BIKARKEPPNIN
Þrettándagleði
Valsmanna í Víkinni
Mæta SeHyssingum í úrslitaleik bikarkeppninnar
VALSMENN léku Víkinga grátt
þegar þeir tryggðu sér rétt til
aö leika til úrslita gegn Selfyss-
ingum í Bikarkeppni HSÍ - það
má segja að þeir hafi verið með
Þrettándagleði sína í Víkinni,
þar sem þeir unnu Víkinga með
ellefu marka mun, 17:28.
„Valsmenn voru sterkari á öil-
um sviðum, en við náðum að
haida í við þá í þrjátíu mínútur
og keyra á skemmtilegan leik.
Geysileg barátta Valsmanna i
seinni hálfleik leysti upp leik
okkar og þegar þeir náðu
þriggja marka forskoti fóru við
að reyna of mikið sjálfir. Við
það riðlaðist leikur okkar og
vörnin hrundi íkjölfarið," sagði
Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Vík-
ings.
Það var strax
hálfleiksins
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
upphafi seinni
;m Valsmenn
gerðu út um leikinn, er þeir komust
í 12:16 með geysi-
lega öflugum varn-
arleik. Víkingar
skoruðu ekki mark
í 8,30 mín. og síðan
ekki í aðrar 5,30 mín., en þá voru
Valsmenn búnir að ná sex^marka
fórskoti, 13:19. Eftirieikurinn var
síðan auðveldur fyrir þá. Undir lok
leiksins gátu þeir leyft sér hina
ýmsu hluti og besta dæmið um yfir-
burðina var þegar Dagur Sigurðs-
son skoraði með sannkölluðu lang-
skoti - sendi knöttinn frá vítateigs-
línu Valsmanna yfir völlinn og í
mannlaust mark Víkinga, sem
höfðu játað sig sigraða. Valsmenn
skoruðu fjögur síðustu mörk leiks-
ins og fögnuðu ótrúlegum stórsigri.
„Við áttum í erfiðleikum með
Valsmenn í fyrri hálfleik, en þegar
vörn okkar small saman í seinni
hálfleik var eins og Víkingar gæf-
ust upp. Þegar lið ná að leika sterk-
an varnarleik ná þau oft ódýrum
IMýtingin
Valsmenn náðu 56% nýtingu - skor-
uðu 28 mörk úr 50 sóknarlotum.
Þeir náðu 50% nýtingu (13 mörk/26
sóknir) í fyrri hálfleik, en 62,5%
nýtingu (15/24) f seinni hálfleik.
Víkingar voru með 34,69% nýtingu
í leiknum - skoruðu 17 mörk úr 49
sóknarlotum. Nýtingin var 44%
(11/25) í fyrri hálfleik, en 20,8%
(5/24) í seinni hálfleik.
Fyrstu 15 mín. leiksins voru Vals-
menn með 42,8% (6/14) nýtingu, en
Víkingar 46,1 (6/13) nýtingu. Næstu
15 min. var Valur með 58,3% (7/12)
nýtingu, en Víkingur 41,6% (5/12).
Fyrstu 15 min. f seinni hálfleik var
Valur með 60% (6/10) nýtingu, en
Víkingur 18,1% (2/11). Sfðustu 15
mín. var nýting Vals 64,2% (9/14),
en Vfkingur 23% (3/13).
"L
Morgunblaðið/Bjarni Eirfksson
Er ekki komlð nög getur Gunnar Gunnarsson verið að segja þegar hann
stöðvar Valsmanninn Dag Sigurðsson rétt fyrir leikslok.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Dalglish skrefi frá Wembley
Kenny Dalglish og lærisveinar
hans í Blackburn Rovers
tryggðu sér í gærkvöldi sæti í und-
anúrslitum enska deildarbikarsins
ásamt Crystal Palace. Þetta er í
fyrsta sinn í meira en 30 ár sem
Blackburn kemst í undanúrslit
keppninnar.
Kenny Dalglish hefur gert góða
hluti með Blackburn S deildarkeppn-
inni og er nú aðeins einu skrefi frá
því að komast í úrslitaleik deildarbik-
arkeppninnar á Wembley. Hann ætti
að rata þangað því fjórum sinnum
hampaði hann deildarbikartitlinum
sem leikmaður Liverpool. Lið hans
sigraði Cambridge 3:2 í gær en það
blés ekki byrlega fyrir Blackburn til
að byrja með því markaskorarinn
Alan Sharer varð að yfirgefa völlinn
meiddur á hné eftir aðeins hálftíma
leik. Skömmu síðar náði Gary Clay-
ton forystunni fyrir Cambridge og
útlitíð dökkt. En Meke Newell (60.
og 88.) og Roy Wegerle (77.) tryggðu
sigur Blackburn. Cambridge náði að
klóra í bakkann með marki Mick
Heathcote á siðustu mínútu leiksins.
Crystal Palace bætti fyrir tapið
gegn 2. deildarliðinu Hartlepool í
ensku bikarkeppninni um helgina
með því að vinna Chelsea 3:1. Þetta
er í fyrsta sinn sem Paiace kemst í
undanúrslit keppninnar og getur liðið
þakkað George Ndah og Grant Watts
fyrir það, en þeir léku í stað lykil-
manna sem voru meiddir og stóðu
sig vel. Chris Coleman gerði fyrsta
mark leiksins fyrir Palace, en fyrir-
liði Chelsea, Andy Townsend, jafn-
aði. En Ndah og Watts gerðu sitt
hvort markið undir lokin sem tryggði
Uðinu öruggan sigur.
Negel Winterburn bjargaði andíiti
Arsenal í 4. umferð keppninnar með
þvi að gera eina mark leiksins gegn
3. deildarliðinu Scarborough. Arsenal
leikur við Nottingham Forest í 8-liða
úrslitum, en það lið sem vinnur þá
viðureign leikur geng Crystal Palace
í undanúrslitum. í hinum undanúr-
slitunum leikur Blackburn Robers við
annað hvort Ipswich eða Sheffield
Wednesday.
mörkum úr hraðaupphlaupum,"
sagði Jón Kristjánsson, leiks^jórn-
andi Valsliðsins, en hann var tekinn
úr umferð í seinni hálfleik og Vík-
ingartóku einnig Ólaf Stefánson
úr umferð til að byrja með, en síðan
breyttu þeir um og tóku Dag Sig-
urðsson úr umferð. Áttí Jón von á
því að Víkingar tækju tvo úr um-
ferð? „Já, við áttum von á öllu frá
þeim. Víkingar hafa leikið fjöl-
breyttan varnarleik," sagði Jón.
AUir leikmenn Vals léku vel gegn
Víkingum og er stórsigur þeirra
gott veganestí fyrir þá fyrir Evrópu-
leik þeirra gegn Essen í Þýskalandi
á sunnudaginn.
Valsmenn og Selfyssingar leika
bikarúrslitaleikinn í Laugardals-
höllinni 7. febrúar. „Það er ljóst að
sá leikur verður geysilega skemmti-
legur. Valsmenn og Selfyssingar
eru með öflug lið, sem eru til alls
líkleg," sagði Bjarki Sigurðsson,
fyrirliði Víkinga.
Vikingur - Valur   17:28
Gangur leiksins: 0:1, 1:1 - jafnt á öllum
tölum til 11:11, 11:13. 12:13 (1. mín.)|^-
12:16, 18:16 (9.30 mfn.), 13:19, 14:19 (15.
mfn.), 14:21, 15:21 (20. mfn.), 15:23, 16:23
(24. mfn.), 16:24, 17:24 (26. mfn.), 17:28.
MSrk VOdngs: Gunnar Gunnarsson 5/2,
Arni Priðleifsson 3, Kristján Ágústsson 3,
Friðleifur Friðleifsson 2, Bjarki Sigurðsson
2, Hinrik Bjarnason 1, Helgi Eysteinsson 1.
Hvernig skorað: 9 langskot, 2 hraðaupp-
hlaup, 2 af lfnu, 2 vfti, 1 úr horni, 1 gegnum-
brot.
Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 12 (Þar
af fjögur til mótherja). 7(8) langskot, 3(1)
úr horni, 1 af línu, 1 gegnumbrot Alexand-
er Rivine 1(1) langskot.
Utan vallar. 4 mín.
M8rk Vals: Geir Sveinsson 5, Jðn Kristjáns-
son 4, Valdimar grímsson 4/1, Júlíus Gunn-^.
arsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Ólafur Stef-
ánsson 3, Ingi R. Jónsson 1, Valgarð
Thorodsen 1.
Hvernig skorað: 11 langskot, 6 af línu, 4
úr hraðaupphlaupi, 4 úr horni, 1 gegnum-
brot, 1 vítakast.
Varin  skofc  Guðmundur  Hrafnkelsson
16(4). 8(2) langskot, 5(1) úr horni, 8(1) af
línu.
Utan vnlhir: 6 mín.
Áhorfendur: 1000.                 v
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Ein-
ar Sveinsson, sem,voru góðir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44