Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 43 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Stórskytta til Breiðabliks Joe Wright, sem gerði 44,7 stig að meðaltali ífinnsku deildinni, kom til landsins í gær Körfuknattleikslið Breiðabliks hefur fengið bandaríska ieikmanninn Joe Wright til Iiðs við sig og kom hann til landsins f gær. „Þetta á að vera góður leik- maður og við bindum miklar von- ir við hann,“ sagði Sigurður Hjör- leifsson, þjálfari Breiðabliks, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Wright, sem er bakvörður, lék með 1. deildarliði frá Turku í Finn- landi áður en hann kom hingað. Þar sem finnska liðið komst ekki í fínnsku úrslitakeppnina var hann á lausu. Sigurður segir að þessi leikmaður hafí gert 44,7 stig að meðaltali í finnsku deildinni. Hann gerði 13 sinnum meira en 50 stig í leik og mest náði hann að skora 79 stig í einum leik. Wright spilar fyrsta ieik sinn með UBK gegn ÍBK í Digranesi á sunnudaginn. Sögusangir hafa verið uppi um að David Grissom væri á förum frá félaginu, eftir að fékk íslenskan ríkisborgara- rétt, en Sigurður Hjörieifsson þvertók fyrir það. Eins og komið hefur fram hætti Pétur Guð- mundsson að leika með liðinu fyr- ir áramót og því var gripið tii þess ráðs að fá Wright. FOLX ■ LIVERPOOL hefur boðið 3 millj. punda í skoska landsliðsmann- inn Gordon Duríe hjá Tottenham. Graeme Souness segir að Totten- ham geti einnig val- FráBob ið úr fjórum leik- Hennessy mönnum sem komi /' Englandi til með að ganga upp í kaupverðið. Þessir leikmenn eru: Ronny Ros- enthal, Mark Wright, Michael Thomas og Paul Stewart, sem lék með Tottenham í fyrra. ■ GORDON Duríe er 26 ára og gekk til liðs við Tottenham fyrir 18 mánuðum frá Chelsea. Hann hefur gert 12 mörk í 46 leikjum fyrir Tottenham en aðeins sett fjögur mörk á þessu tímabili. Durie er ætlað það hlutverk hjá Liverpo- ol að spila við hliðina á Ian Rush. ■ HENRIK Larsen, danski landsliðsmaðurinn sem er á samn- ing hjá ítalska liðinu Pisa en ekki fengið tækifæri með liðinu, er nú hjá Aston Villa tii reynslu. Hann lék með varaliði félagsins i gær og á að leika aftur með varaliðinu á mánudaginn. Eftir það veður tekin ákvörðun um hvort hann verði keyptur til félagsins fyrir 1 millj. punda. ■ KAARE Ingebrígsten, miðju- maður hjá Noregsmeisturum Ros- enborg og norska landsliðinu í knattspyrnu, var í viku hjá Man- chester City til reynsiu og er félag- ið tilbúið að semja við hann og greiða um 55 millj. ÍSK fyrir kapp- ann. ■ INGEBRIGSTEN átti að vera hjá félaginu í mánuð, en Rosen- borg sætti sig ekki við það. Hann verður fjórði norski landsliðsmað- urinn í ensku úrvaldseildinni. ■ MO Johnston kjálkabrotnaði heima hjá sér fyrir helgi og leikur ekki með Everton næstu þijár eða fjórar vikumar. Talið er líklegt að hann verði seldur frá félaginu á allra næstu dögum. ■ BLACKBURN tapaði um 720 millj. ÍSK á síðasta ári samkvæmt rekstarreikningi. Staðan er samt ekki slæm, því Jack Walker, sem á 99% í félaginu, lagði því til um einn milljarð. „Framlag hans bætir ekki aðeins upp tapið heldur styrk- ir stöðuna til muna,“ sagði Rob Coar, stjórnarformaður. ■ STEVE Coppell var á laugar- dag útnefndur stjóri síðasta mánað- ar, en varð síðan að sætta sig við að horfa á leikmenn sína í Crystal Palace falla úr bikarkeppninni. Þetta var í fímmta sinn á sex árum, sem Palace kemst ekki lengra í bikarnum. ■ MARLOW er eina félagið, sem hefur tekið þátt í ensku bikarkeppn- inni á hveiju ári frá byijun, 1872. ■ FÉLAGIÐ fékk um 6 millj. ÍSK fyrir leikinn gegn Spurs, sem tryggir reksturinn næstu tvö árin, en hver leikmaður er með um 5.000 kr. í vikulaun. Gangur leiksins: 0:1, 1:1 - jafnt á öllum tölum til 11:11, 11:18. 12:13 (1. mín.H^- 12:16, 18:16 (9.30 mín.), 13:19, 14:19 (15. min.), 14:21, 15:21 (20. mín.), 15:23, 16:23 (24. mín.), 16:24, 17:24 (26. mín.), 17:28. Mörk Víkings: Gunnar Gunnarsson 5/2, Árni Friðleifsson 3, Kristján Ágústsson 3, Friðleifur Friðleifsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Hinrik Bjamason 1, Helgi Eysteinsson 1. Hvemig skorað: 9 langskot, 2 hraðaupp- hlaup, 2 af linu, 2 vítí, 1 úr homi, 1 gegnum- brot. Varin skol: Reynir Þ. Reynisson 12 (Þar af fjögur til mótheija). 7(8) langskot, 3(1) úr homi, 1 af iínu, 1 gegnumbrot. Alexand- er Rivine 1(1) langskot. Utan vallar. 4 min. Mörk Vals: Geir Sveinsson 5, Jón Kristjáns- son 4, Valdimar grímsson 4/1, Júlíus Gunn-^. arsson 4, Dagur Sigurðsson 8, ólafur Stef- ánsson 3, Ingi R. Jónsson 1, Valgarð Thorodsen 1. Hvemig skorað: 11 langskot, 6 af línu, 4 úr hraðaupphlaupi, 4 úr homi, 1 gegnum- brot, 1 vitakast. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16(4). 8(2) langskot, 5(1) úr homi, 3(1) af línu. Utan vallan 6 mín. Áhorfendur: 1000. v Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Ein- ar Svéinsson, sem,vora góðir. Þrettándagleði Valsmanna í Víkinni IMýtingin Valsmenn náðu 56% nýtingu - skor- uðu 28 mörk úr 50 sóknarlotum. Þeir náðu 50% nýtingu (13 mörk/26 sóknir) í fyrri hálfleik, en 62,5% nýtingu (15/24) í seinni hálfleik. Víkingar vora með 34,69% nýtingu í leiknum - skoraðu 17 mörk úr 49 sóknarlotum. Nýtingin var 44% (11/25) í fyrri hálfleik, en 20,8% (5/24) i seinni hálfleik. Fyrstu 15 mín. leiksins voru Vals- menn með 42,8% (6/14) nýtingu, en Víkingar 46,1 (6/13) nýtingu. Næstu 15 min. var Valur með 58,3% (7/12) nýtingu, en Víkingur 41,6% (5/12). Fyrstu 15 mín. i seinni hálfleik var Valur með 60% (6/10) nýtingu, en Víkingur 18,1% (2/11). Siðustu 16 mín. var nýting Vals 64,2% (9/14), en Víkingur 23% (8/13). VALSMENN léku Víkinga grátt þegar þeir tryggðu sér rétt til að leika til úrslita gegn Selfyss- ingum í Bikarkeppni HSÍ - það má segja að þeir hafi verið með Þrettándagleði sína íVíkinni, þar sem þeir unnu Víkinga með ellefu marka mun, 17:28. „Valsmenn voru sterkari á öll- um sviðum, en við náðum að halda ívið þá íþrjátíu mínútur og keyra á skemmtilegan leik. Geysileg barátta Valsmanna í seinni hálfleik leysti upp leik okkar og þegar þeir náðu þriggja marka forskoti fóru við að reyna of mikið sjálfir. Við það riðlaðist leikur okkar og vörnin hrundi í kjölfarið," sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Vík- ings. Það var strax í upphafi seinni hálfleiksins sem Valsmenn gerðu út um leikinn, er þeir komust í 12:16 með geysi- lega öflugum varn- arleik. Víkingar skoruðu ekki mark í 8,30 mín. og síðan ekki í aðrar 5,30 mín., en þá voru Valsmenn búnir að ná sex marka forskoti, 13:19. Eftirleikurinn var síðan auðveldur fyrir þá. Undir lok leiksins gátu þeir leyft sér hina ýmsu hluti og besta dæmið um yfír- burðina var þegar Dagur Sigurðs- son skoraði með sannkölluðu lang- skoti - sendi knöttinn frá vítateigs- línu Valsmanna yfír völlinn og í mannlaust mark Víkinga, sem höfðu játað sig sigraða. Valsmenn skoruðu fjögur síðustu mörk leiks- ins og fögnuðu ótrúlegum stórsigri. „Við áttum í erfíðleikum með Valsmenn í fyrri háifleik, en þegar vörn okkar small saman í seinni hálfleik var eins og Víkingar gæf- ust upp. Þegar lið ná að leika sterk- an vamarleik ná þau oft ódýrum Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Er ekkl komið nóg getur Gunnar Gunnarsson verið að segja þegar hann stöðvar Valsmanninn Dag Sigurðsson rétt fyrir leikslok. KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / ENGLAND Dalglish skrefi frá Wembley Kenny Dalglish og lærisveinar hans í Blackbum Rovers tryggðu sér í gærkvöldi sæti í und- anúrslitum enska deildarbikarsins ásamt Crystal Palace. Þetta er í fyrsta sinn í meira en 30 ár sem Blackbum kemst í undanúrslit keppninnar. Kenny Dalglish hefur gert góða hluti með Blackbum í deildarkeppn- inni og er nú aðeins einu skrefí frá því að komast í úrslitaleik deildarbik- arkeppninnar á Wembley. Hann ætti að rata þangað því fjórum sinnum hampaði hann deildarbikartitlinum sem leikmaður Liverpool. Lið hans sigraði Cambridge 3:2 í gær en það blés ekki byrlega fyrir Blackbum til að byija með því markaskorarinn Alan Sharer varð að yfirgefa völlinn meiddur á hné eftir aðeins hálftíma leik. Skömmu síðar náði Gary Clay- ton forystunni fyrir Cambridge og útlitið dökkt. En Meke Newell (60. og 88.) og Roy Wegerle (77.) tryggðu sigur Blackbum. Cambridge náði að klóra í bakkann með marki Mick Heathcote á síðustu mínútu leiksins. Crystal Palace bætti fyrir tapið gegn 2. deildarliðinu Hartlepool í ensku bikarkeppninni um helgina með því að vinna Chelsea 3:1. Þetta er í fyrsta sinn sem Palace kemst í undanúrslit keppninnar og getur liðið þakkað George Ndah og Grant Watts fyrir það, en þeir léku í stað lykil- manna sem voru meiddir og stóðu sig vel. Chris Coleman gerði fyrsta mark leiksins fyrir Palace, en fyrir- liði Chelsea, Andy Townsend, jafn- aði. En Ndah og Watts gerðu sitt hvort markið undir lokin sem tryggði liðinu öruggan sigur. Negel Winterburn bjargaði andíiti Arsenal í 4. umferð keppninnar með því að gera eina mark leiksins gegn 3. deildarliðinu Scarborough. Arsenal leikur við Nottingham Forest í 8-liða úrslitum, en það lið sem vinnur þá viðureign leikur geng Crystal Palace í undanúrslitum. í hinum undanúr- slitunum leikur Blackbum Robers við annað hvort Ipswich eða Sheffíeld Wednesday. mörkum úr hraðaupphlaupum,“ sagði Jón Kristjánsson, leikstjóm- andi Valsliðsins, en hann var tekinn úr umferð í seinni hálfleik og Vík- ingar tóku einnig Ólaf Stefánson úr umferð til að byija með, en sfðan breyttu þeir um og tóku Dag Sig- urðsson úr umferð. Átti Jón von á því að Víkingar tækju tvo úr um- ferð? ,Já, við áttum von á öllu frá þeim. Víkingar hafa leikið Qöl- breyttan vamarleik," sagði Jón. Allir leikmenn Vals léku vel gegn Víkingum og er stórsigur þeirra gott veganesti fyrir þá fyrir Evrópu- leik þeirra gegn Essen í Þýskalandi á sunnudaginn. Valsmenn og Selfyssingar leika bikarúrslitaleikinn í Laugardals- höllinni 7. febrúar. „Það er ljóst að sá leikur verður geysilega skemmti- legur. Valsmenn og Selfyssingar em með öflug lið, sem em til alls líkleg," sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Víkinga. Víkingur - Valur 17:28 Mæta Selfyssingum í úrslitaleik bikarkeppninnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.