Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 21 Norræna húsið Stadstrio með tónleika TÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á morgun, mánudaginn 5. júlí kl. 20.30 þar sem Herning Stadstrio frá Danmörku leikur verk eftir Vagn Holmboe, W.A. Mozart, Alberto Ginastera og Ludwig van Beethoven. Tónlistarmennirnir heita Henrik Bo Hansen, sem leikur á píanó, Jens Astrup fiðluleikari og Hanne Hay Houengaard, sem leikur á selló. Þau eru stödd hér á landi í tilefni af vinabæjamóti sem haldið verður á Siglufirði um helgina. Þau koma öll frá Herning á Jót- landi, en þar hafa bæjaryfirvöld stutt mjög við bakið á tónlistarlíf- inu, m.a. með „Herning Stadsmus- ik“ sem er sjálfseignarstofnun sem hefur starfað frá 1971 og hefur að leiðarljósi að halda tónleika í háum gæðaflokki með velmenntuðu tón- listarfólki. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 500 kr. Henrik Bo Hansen píanóleikari er fæddur 1958. Hann lauk tónlist- arnámi frá Fjónska tónlistarháskól- anum 1983. Framhaldsnám stund- aði hann við Liszt-akademíuna í Búdapest, París og í New York hjá þekktum kennurum. 1988 lauk hann prófi sem tónlistarkennari við Fjónska tónlistarháskólann. Henrik Bo Hansen hefur tekið þátt í fjölda námskeiða (masterclass) með þekktum einleikurum, m.a. Rostropovich, Tatiana Nikolaevu og György Pauk. Hann hefur haldið tónleika víða í Danmörku og leikið m.a. í tónleikasalnum í Tívolí í Kaupmannahöfn, þá hefur hann leikið í útvarpi og sjónvarpi. Einnig hefur hann spilað í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi og í Banda- ríkjunum og í Kanada. Henrik Bo Hansen hefur verið bæjarpíanóleik- ari Herning-bæjarfélagsins frá 1986. Henrik Bo Hansen heldur einleikstónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 11. júlí kl. 18. Jens Astrup fiðluleikari er fædd- ur 1963. Hann lauk námi frá Norð- ur-jóska tónlistarskólanum 1986 og stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og í Freiburg í Þýska- landi. Hann var konsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit Árósa 1986-89 og hefur einnig komið fram sem einleikari. 1989-1991 hefur hann verið lausamaður í tónlistinni og leikið ýmist sem einleikari eða með kammersveitum og einnig lék hann með sinfóníuhljómsveitunum í Ála- borg og Árósum. Jens Astrup hefur komið fram á tónlistarhátíðum og frumflutt einleiks- og kammerverk eftir dönsk tónskáld. Að auki hefur hann spilað við mörg tækifæri í danska útvarpinu. Hann hefur leik- ið með Herning Stadstrio frá 1991. Hanne Hoy Houengaard selló- leikari er fædd 1965. Hún lauk námi frá Jóska tónlistarháskólanum 1989 og var kennari hennar þar Asger Lund Christiansen og Niels Ullner. Hún fór í framhaldsnám við Liszt-akademíuna í Búdapest hjá Laszlo Mesö. Síðan lék hún með Sinfóníuhljómsveitinni í Álaborg þar til hún hóf að leika með Hern- ing Stadstrio 1991. Hanne Hoy Houengaard hefur komið fram sem einleikari og leikið með kammer- sveitum á öllum Norðurlöndum, m.a. á Tónlistarhátíð ungra tónlist- armanna (Ung Nordisk Musikfesti- val) og oft leikið í danska útvarp- inu. Hún hefur tekið þátt í meistara- hópi (masterclass) m.a. hjá Frans Helmerson og Raphael Wallfish. Bjarne Reuter verðlaunaður FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti danska barnabókarithöfundinum Bjarne Reuter Norrænu barna- bókaverðlaunin á ráðstefnu Norræna skólasafnvarðafé- lagsins sl. miðvikudag. Á hveiju ári tilnefna aðildarlönd félagsins tvö verk frá hveiju landi til verðlauna, en þriggja manna dómnefnd ákveður síð- an hver hreppir verðlaunin. Bækur Reuters um strákinn Buster, sem hafa komið út í íslenskri þýðingu, voru hafðar til hliðsjónar við verðlaunaveit- inguna. HJÓNIN Martin Bell, leikstjóri, og Mary Ellen Mark, ljósmyndari. Kjarvalsstaðir Mary Ellen Mark heldur fyrirlestur BANDARÍSKI ljósmyndarinn Mary Ellen Mark heldur fyrirlestur um Ijósmyndir sínar á Kjarvalsstöðum á morgun, mánudaginn 5. júlí kl. 20.30, en sýning á verkum hennar hefur staðið yfir þar siðan 22. maí sl. Mary Ellen Mark er um þessar mundir einn þekktasti heimildaljós- myndari heims og spannar sýning þessi fyrstu 25 árin af ferli hennar. Hún hefur að geyma 125 myndir, allt frá blindum börnum í Úkraínu til ijölleikahúsalistamanna á Ind- landi. Mary Ellen Mark útskrifaðist sem fréttaljósmyndari 1964 eftir nám í listasögu og listmálun. Hún fékk strax Fullbright-styrk til að ljósmynda í Tyrklandi þar sem hún dvaldist um tíma, en sneri heim til Bandaríkjanna eftir árs dvöl og hóf að skrásetja með myndavél sinni hvaðeina sem vakti áhuga hennar; mannlíf í Central Park, mótmæ- lendafundi, Kvennahreyfinguna og líkamsræktarmenn. Hún hlaut fljót- lega alþjóðlega frægð fyrir ljós- myndir sínar og myndraðir en með- al þeirra eru: „Deild 81“, „Eitur- lyfjaneytendur í London", „Heimil- islaus fjölskylda", „Góðgerðarstofn- anir móður Theresu" og „Indversk fjölleikahús". Nú nýlega vann hún að kvik- myndinni „American Heart“ ásamt manni, Martin Bell, leikstjóra, og hefur hún hlotið góða dóma í Bandaríkjunum. Að sögn Kjarvalsstaða hefur sýn- ing Mary Ellen Mark verið fjölsótt og hlotið góða dóma. Vegna óviðr- áðanlegra ástæðna lýkur henni fyrr en áður var auglýst, eða miðviku- daginn 7. júlí. Aðgangur að fyrirlestrinum á mánudagskvöldið er ókeypis og hefst hann kl. 20.30. Verðfrá 25.415 kr! á mann miðað við 4 í bíl og 32.200 kr. á mann miðað við tvo í bíl. Innifalið í verði: Flug, bíll í A flokki í eina viku, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, kaskótrygging, flugvallaskattur, forfallagjald og innritunargjald í Keflavík. Barnaafsláttur 2-11 ára 4000 kr. Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandslerðir S. 91 - 6910 70 • Sfmbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbréf 92 -13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 OATLAS/* Samviiwiiíerúir Lanúsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.