Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 10

Morgunblaðið - 08.09.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1993 Nýbýlavegi 12, sími 44433. ★ Rcropriinit TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútið og framtið OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Bergstaðastræti Einbhús um 250 fm, ásamt 20 fm bílskúr. Húsið er tvær hæðir og kjallari, Mjög góð staðsetning í nágrenni Landspítal- ans. Gæti losnað fljótlega. Fagrabrekka - Kóp. Einbýlishús, íbúðarhæð um 133 fm og í kj. eru 90 fm. 24 fm bílsk. Upphituð innkeyrsla. Skipti möguleg. Keilugrandi Falleg 85 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Svalir í norður og suður ásamt stæði í bílskýli. Húsið er nýuppgert að utan. Laus fljótlega. Skipti möguleg. Lögmannsstofan Síðumúla 1, Reykjavík, simi 688444. Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Hrund Hafsteinsdóttir hdl. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM. IÖGFRÆÐINGUR. OLAFUR GUÐMUNDSSON. SÖUJSTJORI ARINBJÖRN SIGURGEIRSSON. SÖLUM. MYNDSENDIR 678366 Traust og örugg þjónusta Opið virka daga frá kl. 9-18 Opið laugardaga kl. 11-14. Raðhús - Viðarás - innbyggður bílskúr Endaraðh. á einni hæð, stærð 166 fm. 4 svherb. Húsið afh. fokh. innan, tilb. að utan. Ekkert áhvíl. Afh. fljótlega. Verð 8,3 m. 4241 Rauðás - 3ja herb. - laus strax Glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt bílskúrsplötu. Stærð 80,4 fm. Parket. Tvennar svalir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Út- sýni. Áhv. 1,7 millj. Verð 7,9 millj. 4129 Hátún - 3ja-4ra herb. m. bflskúr 3ja-4ra herb. risíb. á þríbýli ásamt bílskúr. Suðursvalir. Nýtt gler. Góð staðsetn. Laus strax. Verð 6,9 millj. 4190 Hraunbær - 3ja herb. - laus fljótlega Rúmgóð endaíb. á 2. hæð. Stærð 82 fm. Svalir. Hús og sameign í góðu ástandi. Áhv. veðd. 800 þús. Hagstætt verð 6,4 millj. 4402 911 RA 91 97A LÁRUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . ■ I I VV"fa I 0 / v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli: Öll sameign eins og ný Nýleg og mjög góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa. Stofa og 3 herb. Góður innb. bílskúr. Útsýni. Eignaskipti möguleg. Verð kr. 7,8 millj. Tilboð óskast. Rishæð í Bankastræti Á úrvalsstað 142 fm nettó auk rýmis undir súð. Margskonar breyt- inga- og nýtingamöguleikar. Nánari uppl. á skrifst. Á góðu verði við Hraunbæ 2ja herb. íbúð á 1. hæð um 60 fm. Vel með farin. Sameign mikið endurnýjuð. Svalir á vesturhlið. Verð kr. 4,8 millj. Skipti æskileg á 3ja herb. íbúð neðst við Hraunbæinn. Úrvals íbúð - bílskúr - frábært útsýni 4ra herb. íbúð um 100 fm á 2. hæð við Digranesveg, Kóp. Sér þvotta- hús. Nýtt parket. Rúmgóðar sólsvalir. Stór ræktuð lóð með leiktækjum. Ný og giæsileg - frábært útsýni Stór og góð 2ja herb. íbúð 66,1 fm við Álfholt í Hafnarfirði. Parket á öllu. Sérþvaðstaða. Fullgerð sameign. Langtímalán kr. 3 millj. Góðar eignir - góð lán Nokkrar mjög góðar 2ja, 3ja og 4ra herþ. íþúðir með langtímalánum. ( nokkrum tilfellum frábær greiðslukjör. Teikn. á skrifst. AIMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Opið á laugardaginn. láUGAVEGI 18 SÍMAR 21150 - 21370 FASTEIGNASAIAN Metsö/ublað á hverjum degi! Úr fórum málara _______Myndlist____________ Bragi Ásgeirsson Næstu vikurnar, eða fram til 12. september, bjójía Kjarvalsstaðir upp á mikla og upphafna sjónreynslu í Vestursai hússins, sem er sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, sem lengstum hefur verið búsett í New York. Er hér um að ræða eldri verk sem listakonan hefur ekki iátið fara frá sér, enda sum tengd mjög persónu- legum minningum frá lífsferli henn- ar, og á því sjálf þótt nú séu þau loks föl. En eftir því sem líður á listferil hennar verða verkin fleiri, og þannig eru flest frá síðustu árum. Það er nokkuð algengt að lista- menn haldi aftur hluta verka sinna og eigi því dágott safn þeirra á gamals aldri, og þannig leigði Pic- asso nokkur herbergi í bankahvelf- ingum undir myndir sínar og skildi eftir sig stærsta og merkasta einka- safn eigin verka er hann dó. En margur listamaðurinn hefur ekki verið svo lánsamur að geta leyft sér slíkan munað í erfiðri lífs- baráttu og þannig málaði Edvard Munch upp flest fyrri lykilverk sín á efri árum og sagðist þar með eign- ast bömin sín aftur. Sýningar á verkum listamanna í þeirri mynd sem hér um ræðir, eru ekki óal- gengar erlendis, og einnig kynning stórsafnara á einstökum listamönn- um sem þeir hafa lagt sérstaka rækt við. En slíkar sýningar hljóta hvergi nafnbótina „yfirlitssýning“ á hinum marktækari liststofnunum, enda hafa þær sjaldnast burði tií þess. Og jafnvel þótt þetta samsafn gefi allgóða hugmynd um hin ýmsu þróunarskeið í list Louisu þá getur hún ekki kallast yfirlitssýning í strangasta skilningi og er því fram- kvæmdin og nafnbót hennar ekki á kórréttum forsendum grundvölluð. Þannig trúi ég ekki öðru, en að til séu allnokkuð af lykilverkum frá ferli Louisu á opinberum söfnum, stofnunum svo og einkasöfnum, sem að sjálfsögðu eru vönd að virð- ingu sinni við val listaverka, en þeirra sér einmitt ekki stað á sýn- 51500 Maríubakki - Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. V. 6,8 m. Hafnarfjörður Klettahraun Gott einbhús ca 140 fm íbhæð auk kj., bílsk. og blómaskála. Fallegur garður. Skipti mögul. á minni eign. V. 15,0 m. Hjallabraut 33 - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu 3ja herb. íb. á 4. hæð á þessum vinsæla stað fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri. Áhv. ca 3,2 m. byggsj. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Ölduslóð Til sölu góð ca 110 fm íb. í tvíb- húsi á 2. hæð. 4-5 herb. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð ( fjölbhúsi. Nýviðgert að utan. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdi., Llnnetsstlg 3, 2. hæft, Hfj., 8ímar 51500 og 51601. V ingunni. Þá má vísa til og minna á, að yfirlitssýning sem listastofnun tekur. að sér, er mjög mikil og vandasöm framkvæmd, og jafn- framt rannsókn á listferli viðkom- andi, sem útheimtir mikla vinnu fólks,- sem helst er mjög vel heima í list viðkomandi. Ofan á þetta allt stendur sýningin einungis yfir hálf- an þann tíma sem eðlilegt er um slíka framkvæmd. Nafn Louisu Matthíasdóttur er vafalítið ámóta þekkt á amerískum myndlistarvettvangi og t.d. Errós á frönskum, a.m.k. taki maður mið af New York og París. Hins vegar eru afköst Louisu ekki jafn yfir- þyrmandi og skapgerð listamann- anna næsta ólík smíð frá hendi al- mættisins. Louisa er hæglátur per- sónuleiki sem lítið fer fyrir og vill vinna að list sinni í kyrrþey, jafnvel er sagt, að hún geti verið í sam- kvæmi heilt kvöld án þess að segja eitt orð! En þetta lýsir einkar vel persón- unni að baki myndverkanna, auk þess sem hér má bæta við, að Louise hefur haldið tryggð við sama um- boðsmanninn í gegnum tíðina, og sýndi hún ekki í „galleríi" hans var það líkast til á þans vegum, nema sennilega hér á íslandi. Var hér um að ræða Robert Schoelkopf, sem var með sýningarsal á einhverju mikilvægasta listhúsahverfi í New York eða á 50 West og 57 stræti, en hann er látinn. Ekki sé ég betur en að sonur hans eða einhver ætt- ingi sé tekinn við salnum en síðasta sýning hennar í N.Y. var haldin hjá Donald Morris Schoelkopf 1989-91. Það má koma hér fram að í yfir- liti yfir einkasýningar Louisu, í sýn- ingarskrá hefur a.m.k. ein sýning í salnum, sem var haldin 6. desem- ber 1986 til 7. janúar 1987, gleymst, en hér er ég sjálfur heim- ildarmaður. Þetta var sterk sýning og mjög vel fyrir komið í sýningar- rýminu. Þetta telst frekar afleit yfirsjón þar sem sýningar Louisu eru ekki svo margar og hljóta að vera kyrfilega bókaðar hjá umboðs- manninum. Formáli Kristínar Guðnadóttur í sýningarskrá er í sjálfu sér vel frambærilegur, en er meira almenns eðlis um list Louisu en ítarleg út- tekt á listferli hennar og þannig séð er hann meira í ætt við mjög upplýs- andi en hálf blóðlitla blaðagrein, en ítarlega og fræðilega úttekt. Og það er einmitt sýningarskráin sem mesta athygli mlna vakti í sam- bandi við framkvæmdina, en hún minnir mig öllu meira á það sem ég er vanur á því sviði á framúr- stefnusöfnum í bakhúsum, en virðu- legum listastofnunum. Á ég feiki- nóg í hirslum mínum til að sanna mál mitt. Og alls ekki tíðkast slíkar skrár í sambandi við mikilsháttar yfirlitssýningar og hvað þá varð- andi listamenn, sem „takast á við hefðina“ svo ég vitni til yfirskriftar og megininntaks formálans. Að prenta myndir þvert yfir báð- ar síðurnar þannig að þær raskast við kjölinn á þann veg að hluti þeirra afbakast og jafnvel hverfur með öllu, þykja hvarvetna afleit vinnu- brögð og hef ég ekki síður en er- lendir menn gagnrýnt þau óspart í skrifum mínum. Og hér er ekki um einstaka tilvik að ræða heldur á það við nær allar myndirnar, nema þar sem því er alls ekki við komandi vegna aflangs forms þeirra. Það er allt annar handleggur hvernig myndir njóta sín í bókum jafnvel þó minni séu ef þær ná yfir eina síðu, og þær fáu myndir sem þannig er farið í skránni hafa ótví- ræða yfirburði yfir hinar. Vanda- málið hefði verið hægt að leysa á annan hátt, auk þess sem nútíma- tækni býður upp á svo fína prent- un;- og hér vil ég vísa til bókarinnar um Svavar Guðnason, sem ég skrif- aði um nýlega. Myndirnar í bókinni eru ágætar og litgreining hefur tekist vel en blámóðuyfirbragðið á svart-hvítu myndunum gerir þær daufar og Morgunblaðið/Kristinn Louisa Matthíasdóttir. ankannalegar. Slíkar tilraunir eiga að fara fram annars staðar en þeg- ar í hlut á aldin og mæt listakona. Þá gera litirnir á einstökum síðum prentletrið síst forvitni- né aðgengi- legra fyrir þann sem les. í stuttu máli þá á þessi hlið fram- úrstefnu ekki heima varðandi jafn sígilda og mikilvæga framkvæmd, jafnvel þó þeir sem skipuleggja hana þykist kannski vígðir henni frá toppi til táar. Sjálf sýningin býður upp á mikla sjónræna opinberun og kynnir list Louisu Matthíasdóttur frá mörgum hliðum og segir jafnframt skoðand- anum mikið um listamanninn að baki verkanna og líf hans. Það má vera alveg rétt, að Louisa vinni á hefðbundnum grunni, og hún gengur einmitt út frá því sem telja verður listrænt uppeldi hennar á Kaupmannahafnarárunum fyrir stríð, og taldist þá til framsækinnar listar í Evrópu. Það var áður en listamennirnir í kringum Helhesten og Linien sprungu.út að segja má, og hinu hlutlæga umhverfi var ýtt til hliðar að mestu og bein skynræn miðlun þrengdi sér í forgrunninn. Fjölþætt lögmál sjálfs myndflatar- ins og hin hreina formræna fegurð rýmisins urðu nú allt I einu mikil- vægari ytra umhverfi, og myndlist- 'armenn leituðust við að höndla sjálfan kjarna þessara þátta. En það er einkennandi fyrir lista- menn þessara ára, hve margir héldu tryggð við það sem þeir lögðu út af og þótt ytri ásýnd verka þeirra breyttist að meira eða minna leyti, þá má finna eitthvað sameiginlegt með elstu og yngstu myndum þeirra. Þetta á jafnt við danska mynd- listarmenn og íslenzka er námu í Danmörku, og sér t.d. jafnt stað í myndum Svavars Guðnasonar og Jóns Engilberts annars vegar og Nínu Tryggvadóttur og Louise Matthíasdóttur hins vegar. Að vísu má segja að grunTiur list- ar Svavars og Jóns sé giska frá- brugðinn, en maður getur séð svip- mót með fyrstu myndum þeirra og þeim síðustu, sem liggur í alveg sérstökum efnistökum er þeir til- einkuðu sér í upphafi. Hvað Nínu og Louisu snertir þá eru þær sprottnar upp úr skyldum jarðvegi og maður kennir hand- bragðið í myndum þeirra frá fýrstu tilraunum. Það er þannig nokkur einföldun að segja, að myndum Lou- isu frá fyrstu árum ferils hennar svipi sláandi til mynda Nínu og mætti kannski snúa framslættinum við. Og það er alveg víst að mynd- sýn þeirra sækir áhrif til sömu hefð- ar í danskri myndlist, sem sjálf sótti í smiðju hins úthverfa innsæis í myndlist Evrópu. Hinna beinu og snöggu hrifa og fijálslega lítt yfir- vegaða vinnulags. Hér var það nánd- in við myndefnið og áhrifín frá því, sem'öllu máli skipti, ásamt sjálfum innri lífæðum myndflatarins. Mál þróuðust þannig, að Svavar og Nína kusu sér aðra félaga og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.