Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
25
Seltjarnarneskirkja
Biblían verður þema vetrarins
VETRARSTARF Seltjarnarneskirkju er að hefja göngu sína og hef-
ur biblían verið valin þema vetrarins. Verður það tekið fyrir á ýms-
an hátt í starfinu, m.a. verður kennt að fletta upp í biblíunni við
guðsþjónustur og biblíunámskeið verða haldin. Guðsþjónustur verða
alla sunnudaga kl. 11 með hefðbundnu sniði en einh sunnudag í
mánuði verða fjölskylduguðsþjónustur þar sem efni verður að miklu
leyti sniðið við hæfi barna.
Barnastarfið hefur göngu sína á
morgun, sunnudag, við guðsþjón-
ustu kl. 11. Nýtt íslenskt efni, sem
byggir á öðrum þáttum kirkjulegs
starfs, s.s. guðspjalli dagsins, verð-
ur lagt til grundvallar barnastarf-
inu. Starf fyrir börn tíu til tólf ára,
TTT, hefst þriðjudaginn 5. október
og verður það svipað og áður, and-
legar stundir og létt efni, jafnt fyr-
ir stráka og stelpur. Fyrirhugað er
að. TTT æfi brúðu- eða skuggaleik-
hús og sýni á aðventunni í félagi
við barnastarfið.
Æskulýðsfélagið verður með
fundi sína á sunnudögum kl. 20 en
það hefur starfað óslitið í allt sum-
ar. Á dagskrá er andlegt efni,
fræðsluefni og léttmeti auk ferða-
laga og samkoma æskulýðsfélaga
af öllu landinu.
Foreldramorgnar verða annan
hvern þriðjudag kl. 10 til 12 og
hafa þeir einnig staðið óslitið í allt
sumar og verið vel sóttir.
Fræðslufundir af ýmsu tagi eru
fyrirhugaðir. Tveir fundir verða
með foreldrum fermingarbarna og
fundur með foreldrum skírnarbarna
verður í janúar. Kynningarguðs-
þjónusta með fermingarbörnum
verður 3. október nk.
Kyrrðarstundir verða í hádeginu
alla miðvikudaga kl. 12 til 13. Á
kyrrðarstundum er flutt tónlist, les-
ið úr Ritningunni, altarisganga,
bænastund og léttur málsverður.
Bænarefni eru ýmist frá kirkjugest-
um eða þeim er komið til sóknar-
prests fyrir kyrrðarstundirnar.
Taize-kvöldstundir, söngur, ritn-
ingarlestur og íhugun, verða í vetur
annað hvert þriðjudagskvöld með
svipuðum hætti og var á föstunni
sl. vetur. Fyrsta kvöldið verður 5.
október og hefst kl. 8.30.
Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra
Ferming-
arfræðsla
hefst í
næstuviku Golf með minni og ódýrari
vél kynntur um helgina
		
		m, jHI                         BffJ^s&s&a
		
		
Bætir úr brýnni þörf
STÓRT og fullkomið íþróttahús á ísafirði er ætlað grunnskólanum
og framhaldsskóla Vestfjarða auk íþróttafélaganna á staðnum. Jafn-
framt er hægt að halda þar tónleika og vera með stórar vörusýningar.
Nýtt íþróttahús
verður tekið í notk-
un á Isafirði í dag
ísafirði.
ÍÞRÓTTAHÚS með^ 1300 fermetra aðalsal verður vigt í dag laugar-
dag. Húsið er eigu ísafjarðarkaupstaðar og Menntamálaráðuneytisins,
en bærinn sér um reksturinn. Byggingarframkvæmdir hófust í mars
1987 og er framreiknað kostnaðarverð um 240 miUjónir. Salurinn er
löglegur fyrir allar keppnisgreinar íþrótta innanhúss en hluti hans er
hannaður til hljómleikahalds, auk þess sem allur búnaður er til að
breyta honum í sýningarsal.                                       &4>
INÆSTU VIKU fer fram innrit-
un barna á námskeið til undir-
búnings fermingar á árinu 1994
hjá sðfnuðum í Reykjavíkur-
prófastsdæmi eystra. Nær próf-
astsdæmið yfir Arbæ, Breiðholt,
Grafarvog og Kópavog. í um-
ræddri viku verða þá innrituð
á námskeiðin börn sem fædd
eru á árinu 1980 og verða 14
ára 1994.
Fram kemur á fermingaraug-
lýsingum safnaðanna hvar og hve-
nær dagsins innritunki á sér stað.
Fermingarfræðslan stendur síðan
yfir til marsloka á næsta ári og
verða fermingar í apríl á vori kom-
anda. Eftir að fermingarnámske-
iðin eru hafín verða foreldrar
boðnir á foreldrafundi og nám
barna þeirra kynnt fyrir þeim og
óska prestar eftir sem nánustu
samstarfi við foreldra barnanna
meðan á fermingarfræðslunni
stendur og í því skyni er fyrirhug-
að að efna til fræðslufunda með
þeim í vetur.
Volkswagen-umboðið, Hekla hf. í Reykjavík, kynnir um helgina
Golf með nýrri og minni vél en fengist hefur til þessa. Um er að
ræða Golf CL með 1400 rúmsentimetra vél sem er 60 hestðfl og
kostar þrennra dyra bíllinn 1.058 þúsund krónur með verksmiðjuryð-
vörn að viðbættum skráningarkostnaði. Er þessi gerð um 190 þús-
und krónum ódýrari en CL gerðin með 1600 rúmsentimetra og 75
hestafla vél.
Golf CL með 1400 rúmsenti-
metra vélinni verður einnig fáanleg-
ur fimm dyra og með samlæsingum
og kostar þá 1.163 þúsund krónur
fyrir utan skráningarkostnað. Þá
er  Hekla  hf.  einnig  að  kynna
Volkswagen Vento GL með tveggja
lítra og 115 hestafla vél sem kostar
1.645 þúsund krónur en það er um
150 þúsund krónum meira en Vento
með 1800 rúmsentimetra og 90
hestafla vélinni hefur kostað.
Vígsluhátíðinn hefst klukkan þrjú
og er öllum opin. Hætt er við að lít-
ið fari fyrir stærstu tertu sem hér
hefur verið bökuð um 9 fermetra á
1300 fermetra gólfinu en búist er
við um 1300 gestum á hátíðina sem
Jóhannes B. Guðmundsson nemi við
Framhaldsskóla Vestfjarðar stjórnar.
Guðrún Jónsdóttir óperusöngkona
, syngur einsöng við athöfnina auk
þess sem Sunnukórinn syngur undir
stjórn Beátu Joó. Björn Helgason
íþróttafulltrúi setur hátíðina en Björn
Teitsson rektor flytur ágrip af bygg-
ingarsögu. Séra Magnús Erlingsson
blessar húsið, en síðan munu skóla-
börn sýna leikfimi.
Fyrsti íþróttaleikurinn verður svo
um kvöldið þegar Körfuboltafélag
ísafjarðar mætir Umf. Njarðvíkur.
ísfirðingar verða þó með smá styrk-
ingu á sínu liði, því fimm bestu er-
? ? ?
¦ UNGT  fólk  með  hlutverk
standa fyrir gospel-samkomu nk.
sunnudag í Breiðholtskirkju kl.
20.30. Samkoma þessi er í samvinnu
við Gospel-samfélag Bandaríkja-
manna á Keflavíkurflugvelli. Á sam-
komunni verður mikill söngur, vitn-
isburður og fleira. Vetrarstarf sam-
takanna Ungs fólks með hlutverk
er að fara af stað þessa dagana.
Bæna- og Biblíuleshópar, námskeið
um Biblíuna, hjónabandið og fjöl-
skylduna verða á dagskrá í vetur.
Auk þess eru kvöldsamkomur á
sunnudögum í Breiðholtskirkju kl.
20.30.
Kenault Safrane
Sýning á
Renault
BÍLAUMBOÐH) hf. kynnir um
helgina árgerðir 1994 af Renault
Clio og Renult 19 og Renault Safr-
ane verður frumsýndur hér á landi.
Renault Safrane er fólksbíll í lúx-
usflokki og er búinn öllum þægindum
sem prýða lúxusbíla. Safrane var val-
inn besti valkosturinn í lúxusbflum af
sjö evrópskum bflablöðum á þessu ári.
Sýningin verður opin laugardag og
sunnudag kl. 12-17.
lendu körfuboltamennirnir sem
starfa á íslandi leika með ísfirðing-
um ásamt Pétri Guðmundssyni.
Með tilkomu húsins mun aðstaða
til inniíþrótta á ísafirði gjörbreytast,
þarna verður hægt að koma fyrir
öllum lðglegum keppnisvöllum, en
stærð húsins er slík, að hægt er að
hafa þar 9 badmintonvelli samtímis,
eða 3 blakvelli. Þá mun þetta vera
fyrsta íþróttahúsið á íslandi með
sérmerktan bocciavöll. Áhorfenda-^
svæði er fyrir 800, en hægt er að
skipta salnum niður í þrjár einingar
með tjöldum. Þannig er hægt að
"~stúka af rúmlega 400 fermetra sal
sem hefur verið sér hljóðeinangraður
til tónleikahalds. Þær breytingar
voru gerðar á smíðastigi, að hægt
er að keyra fólksbílum og gaffaliyft-
urum inn á gólfið svo hægt sé að
koma þar fyrir stórum vörusýning-
um.
í upphafi var hlutur bæjarsjóðs í
byggingunni 31% en menntamála-
ráðuneytis vegna menntaskólans
69%, en með breyttum lögum og
fastsetningar kostnaðarhlutdeildar
ráðuneytis hefur dæmið snúist við
þannig að nú er húsið í meirihluta-
eign Isafjarðarkaupstaðar.
Aðalverktaki við lokaáfanga hús-
ins er Auðunn Guðmundsson.
Ulfar Ágústsson
Tæri
• i
• i
Aukin framleiðni er forsenda aukins
hagvaxtar. í framleiðsluiðnaði faest aukin
hagræðing með vel hönnuðum lager- og
flutningskerfum.
Interroll hefur í áratugi framleitt og þróað
færibandamótora, flutningsrúllur,
flutningskerfi og lagerkerfi sem eru
viðurkennd gæðavara.
moiorar
Van der Graaf færibandamótorar
hafa reynst frábærlega hérlendis
við erfiðar aðstæður.
Eigum á lager eða útvegum með
stuttum fyrirvara allar stærðir og
gerðir. Þvermál: 127 mm, 160 mm,
215 mm, 315 mm, 400 mm og
500 mm.
^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Auktu framleiðnina með INTERROLL.
Allt fyrir færibönd:
Mótorar - Færi-
bandareimar,
plast og gúmmí -
Stólar fyrir rúllur -
Endarúllur -
Plastplötur og
stangir.

SELJAVEGI 2, SlMI 624260
VERSLUN - RÁÐGJÖF
LEITIÐ UPPLYSINGA
UMSOÐS- Oö HBILDVeRSLUNIN
BÍLDSHÖFÐAie  SlUI67!4 4»  TEIEFAX 67 25 60
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40