Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 37 Helga Jasonar- dóttir - Minning Fædd 20. janúar 1920 Dáin 23. apríl 1994 Nú er amma mín Helga Jasonar- dóttir farin til guðs eftir langt og strangt stríð við veikindi, sem hún hafði oft risið upp úr. En núna ákvað guð að taka hana til sín og lækna. Þar mun hún hitta afa aftur. Ég man helst eftir því að ég mátti aldrei • standa í sófanum hjá ömmu því ég gæti dottið. En kandís var alltaf vinsæll hjá ömmu og hún gaf okkur alltaf þegar við komum í heim- sókn. Amma var alltaf hress og kát þrátt fyrir veikindin og var alltaf í öllum veislum og spjallaði mikið við fólk. Það var eitt sem amma hélt við, það voru jólaboðin og var alltaf gaman í þeim og munum við að sjálf- sögðu halda þeim áfram, en það verð- ur alltaf smá gat sem enginn fyllir uppí. En núna er hún komin til guðs og orðin hress. Aníta Ósk. Mig langar að minnast frænku minnar, Helgu Jasonardóttur, með örfáum orðum. Fyrstu alvöru kynni mín af Helgu föðursystur minni voru fyrir tæpum 20 árum þegar ég var við nám hér í Reykjavík. Ég leigði herbergi ekki alllangt frá heimili þeirra Egils á Laugarásveginum. Helga bauð mér og systur minni oft að koma í kakó á kvöldin og voru það mikil skemmti- kvöld. Oft var spilað og mikið hlegið og spjallað. Eitt sinn vorum við boðn- ar í sunnudagsmat og þá brá Egill sér í gervi þjóns og þjónaði okkur konunum til borðs með viskastykki uppá arminn. Það kunnum við vel að meta. Alltaf var gott að heimsækja þau hjón á Laugarásveginn. Ætíð fannst eitthvert góðgæti í eldhúsi eða búri og alltaf vel tekið á móti okkur. Eftir að Helga fluttist í Hvassaleit- ið héldum við áfram sambandi, ég hafði búið úti um hríð og fannst þörf á að endurnýja kunningsskap- inn. Fórum við Helga þá stundum í Kringluna að kíkja í búðargluggana. Einnig heimsótti hún mig. Svo kom að því að Helga þurfti æ oftar að dvelja á spítala, en alltaf var jafn gaman að koma til hennar. Hún var alltaf jafn fín og snyrtileg og glaðleg í viðmóti. Sumardagurinn fyrsti var sólríkur, en kaldur. Við systurnar og börnin mín tvö eldri drifum okkur í heim- sókn til Helgu frænku. Hún var las- in, en kom fram á setustofu að spjalla. Hún spurði tíðinda, því alltaf vildi hún fá að fyigjast með okkur í fjölskyldunni. Bömin stukku út á svalir milli þess sem þau valhoppuðu til frænku til að athuga hvort hún ætti eitthvert góðgæti í fórum sínum. Það átti hún og hlaut að launum koss á kinn. Þama kvaddi ég Helgu frænku í síðasta sinn. Hún var uppáhalds- frænka mín, ekki síst vegna þess hve mikið hún lét sig skipta hag okkar systkinanna. Hún hélt fegurð sinni og reisn fram á síðasta dag og mun ég minnast hennar með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Áslaug Ivarsdóttir. Laugardaginn 23. apríl lést tengdamóðir mín Helga Jasonardótt- ir. Það em orðin 27 ára síðan ég kom fyrst inn á heimili Helgu og Egils sem lést 6. júní 1990. Mér var ákaf- lega vel tekið, þó svo að ég væri að ræna einkasyninum. Helga var húsmóðir fram í fing- urgóma, heimili hennar og Egils var með fallegustu heimilum sem ég hef komið inn á, hver hlutur á sínum stað og snyrtimennskan höfð í fyrir- rúmi. Helga hafði þjáðst af liðagigt í yfir 40 ár. Hún var búin að fara í margar skurðaðgerðir, það var búið að skipta um alla liði sem hægt var að skipta um. Árið 1991 var Helga að því komin að lamast og var send til Svíþjóðar í aðgerð, nokkmm dög- um seinna var hún komin heim aft- ur, hress og kát, glöð vegna þess að hún var að fá mátt aftur í hendur og fætur. Það er með ólíkindum hvað hún var alltaf hress og kát, þrátt fyrir hvert áfallið á fætur öðru, þegar búið var að gera við eitt, biiaði annað. Helga var glettin og lífsglöð og hefur það sjálfsagt bjargað henni frá því að gefast upp. Margar voru ferðirnar á göngu- deild Landspítalans, þegar það kom í minn hlut að fylgja henni, hafði ég það á orði við hana að það þýddi ekkert að fara til læknis svona vel útlítandi, það var nefnilega ekki far- ið nema vera með vel lagt hárið og vel snyrt, þannig var Helga, ekki farið út fyrir dyr nema að líta vel út, þó líkamleg líðan væri sjaldnast góð. Hún átti það til þegar ég kom í heimsókn til hennar að spyija hvort ég væri búin að týna varalitnum, þá fannst henni útlitið ekki nógu gott. Lyflækningadeild 14 G á Landspít- alanum var hennar annað heimili í gegnum árin og er starfsfólki deild- arinnar þökkuð umönnun hennar. Nú þegar ég kveð Helgu vil ég þakka henni og Agli fyrir hlýhug og vináttu í minn garð. Guð blessi ykkur. Hulda. „Ertu búin að fá þér nýja dragt, ljómandi er hún snotur á þér, þessi litur klæðir þig sérstaklega vel, lilla- bleik blússa myndi fara vel við dragt- ina.“ Þessi orð Helgu föðursystur minnar eru eitt af því fyrsta sem ég man eftir að hafa heyrt hana segja við móður mína, þegar ég var stelpa í sveitinni og tilefnið var ferming. Helga Jas, eins og við frændfólkið höfum ætíð kallað hana, var einstak- lega vel gerð manneskja. Fyrir það fyrsta var hún óvenju falleg kona sem hafði mikla útgeislun og tókst ævinlega að ná fram brosi hjá sam- ferðafólkinu og hafði ávallt gott fram að færa um málefni líðandi stundar. Ég man fyrst eftir Helgu þegar hún kom í heimsókn í Vorsabæ ásamt Agli Hjálmarssyni eiginmanni sínum, sem andaðist fyrir nokkrum árum. Sonur þeirra, Guðmundur, var kaupamaður hjá okkur í níu sumur og oft færði Helga okkur „nammi“, þegar þau komu í heimsókn. Það var mikið nýnæmi í þá daga, því sjaldan var farið í kaupstaðinn. Marga bijóstsykurspokana fékk ég hjá Helgu með þeim ummælum að ég fengi þetta af því ég væri yngst. Þegar Sveinbjörg systir fæddist, kveið ég því sáran að ég myndi missa þessi forréttindi. Það var mér því mikill léttir að ég hélt áfram að fá bijóstsykur frá Helgu. Helga var ekki nema 30 ára þegar hún fór fyrst að fínna fyrir liðagigt og síðari árin hefur hún verið illa haldin af þeim sjúkdómi, en hefur þrátt fyrir það borið sig ótrúlega vel, þannig að við í ættinni getum sannarlega dáðst að henni. Hún hef- ur alla tíð verið hrókur alls fagnaðar og síðast á stóru ættarmóti sl. sum- ar. Helga hefur alltaf verið ræðin og haft margt til málanna að leggja, en klæðnaður og framkoma .var hennar sérgrein og þar var hún sjálf einstök fyrirmynd. Oft var haft á orði milli okkar systranna, ef máta þurfti flík, að nú þyrfti Helga frænka að vera komin. AÍlt mannlíf var henni svo kært og skilningur hennar var djúpur. Þannig fólk er ævinlega mik- ils metið af ættingjum og vinum. Þegar litla dóttir okkar hjóna fæddist fyrir rúmu ári, hringdi Helga fljótlega þó sárlasin væri, færði okk- ur hamingjuóskir, og bað mig að koma, því hana langaði að gefa litlu stúlkunni sokka. Svona var Helga. Þegar ég heimsótti hana fyrir skömmu, var útlit hennar og fas eins og vant var, fágað og gleðin skein úr andlitinu, þó að vitað væri að heils- an væri slæm. Þetta er sú mynd sem ég hef af Helgu Jas frænku okkar. Minning Guðjón Sigurðsson, fyrrv. bóndi á Hara- stöðum, Fellsströnd Fæddur 26. september 1901 Dáinn 21. apríl 1994 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. (V. Briem.) Er sumarið heilsar, þá kveður þetta líf elsku afi minn, Guðjón Sig- urðsson, fyrrum bóndi á Harastöð- um. Ég er þess fullviss að amma mín hefur tekið vel á móti honum og saman leiðast þau á æðri stöðum. Hugurinn leitar til baka í fallegu sveitina í Dölunum, sem bráðum skartar sínum fegursta sumarskrúða og iðar af lífi og fuglasöng. Þar fæddist afi minn og bjó öll sín bú- skaparár með elskulegri ömmu minni, Sigríði Sigurðardóttur, sem allt of snemma var kölluð burt, eða árið 1966. Þau eignuðust sjö börn og að auki ólu þau upp undirritaða. Ég vil þakka með ást og virðingu fyrir það skjól og þann kærleik er mér var veitt. Ég kveð minn kæra afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. lliWi Wtj i ifi'rrgi g Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Ég fékk skilaboð um hádegisbil á sumardaginn fyrsta að afi væri orð- inn veikur aftur, en hann var nýbú- inn að ná sér eftir erfið veikindi tveimur vikum áður. Þremur tímum síðar var hann farinn til þess áfanga- staðar sem hann vissi að við færum öll til og hann var farinn að þrá, því heilsan var orðin léleg og honum leiddist aðgerðarleysið. Ég man best eftir afa frá því ég var í sveit hjá honum á Harastöðum í tvö sumur, 1965-66. Hann kenndi mér margt þótt honum hafí eflaust ekki þótt ég vera besti nemandi sem hann óskaði sér. Ég minnist þess hve vel hann nýtti allt sem jörðin bauð upp á, enda var ekki um annað að ræða fyrir hann, því hún var ekki stór og bauð ekki upp á neinn stórbú- skap. Meðal annars var ég, tíu ára gamall, látinn raka með hrífu öll tún, eftir að rakstrarvélin hafði farið yfir til að ná örugglega öllum stráun- um upp. Mér þótti þetta ekki gaman og vildi heldur leika við hundana og stundum varð ég að skríða undir pilsið hjá ömmu þegar afi var að skamma mig fyrir letina. Síðar lærði ég að meta þessa lífsskoðun afa. Þegar ég kom til afa næsta sumar var amma dáin og allt mikið breytt, þó afí reyndi að láta dagana líða eins og áður. Sveitaverkin gengu sinn vanagang og enginn tími til að láta sér leiðast. Nú var engin amma til að flýja til þegar eitthvað bjátaði á, en í staðinn fékk ég tækifæri til að kynnast afa enn betur og var búið um mig í rúmi inni í herberginu hans, því hann vildi hafa félagsskap. Ég vil minnast afa sem hrausta og duglega bóndans. Síðar, þegar hann var kominn á Hrafnistu, sagði hann mér að sér hefði ekki orðið misdægurt síðan frostaveturinn mikla 1918 þangað til bíllinn elti hann „upp á fortov" og braut á hon- um mjaðmarliðinn þegar hann var 72 ára. Eftir það hrakaði heilsu afa smám saman og síðustu ár var hann að mestu rúmfastur. Mér og konu minni þótti þó alltaf gaman að koma til hans og spjalla við hann og sýna honum barnabarnabörnin, sem hon- um þótti svo vænt um. Nú er afí farinn, kjölfestan er horfin, en minning hans hverfur aldr- ei. Guðjón L. Sigurðsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, 8 margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú ertu farinn til æðri heima, sem þú þráðir svo mjög. Þú varst orðinn þreyttur, enda aldurinn tæp 93 ár. Ég þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir það sem þú varst mér og mín- um alla tíð. Þín dóttir, Hanna. Okkur systkinin langar til að minnast afa okkar sem lést 21. apríl sl. Mjög gott var að koma til afa á Harastaði meðan hann bjó þar, þó minningar okkar séu meira bundnar við heimili okkar í Safamýrinni. Allt- af var afí boðinn og búinn til að aðstoða okkur systkinin, eftir sinni bestu getu, við lærdóm og annað sem hjálpar þurfti við. Einnig er okkur dýrmætt að börnin okkar skyldu fá að kynnast honum. Elsku afi, við trúum að nú séu þín nýju heimkynni tilbúin og að nú líði þér vel. Guð blessi þig, afi okkar. Sigríður, Hólmfríður, Kolbrún, Gunnar, Kristín og fjölskyldur. Ég veit að Helgu verður sárt saknað af öllum í Jasonarætt og vottum við bömum hennar Margréti, Sonju, Guð- mundi og þeirra fjölskyldum innileg- ustu samúð. Unnur Stefánsdóttir og systkini. í dag kveðjum við elskulega^ ömmu okkar sem lést eftir langvar- andi veikindi á lyflækningadeild Landspítalans, þar sem hún dvaldi síðustu mánuði. í sinni löngu bar- áttu við gigtina þar sem oft skiptust á skin og skúrir sýndi hún mikinn styrk. Aldrei lét hún veikindin buga sig og var alltaf jákvæð og bjartsýn fram á síðasta dag. Hún þurfti oft að gangast undir erfiðar aðgerðir og oft var tvísýnt um líf hennar, en lífsviljinn fleytti henni áfram á hveiju sem gekk. Minningar sem leita á hugann em skemmtilegar stundir sem við áttum með afa og ömmu í litla hjólhýsinu á Þingvöllum, þar sem við dvöldum oft í góðu yfirlæti. Einnig eru jóla- boðin á Laugarásveginum okkur minnisstæð um svo margt, þau voru ávallt mikið tilhlökkunarefni og þrátt fyrir mikil veikindi ömmu, var þetta ein af hefðunum sem aldrei féll niður. Þær hátíðarstundir verða ekki þær sömu þegar ömmu og afa nýtur ekki lengur við og verður erf- itt að fylla það tómarúm. Það skipti engu hversu þjáð hún var, alltaf lagði hún ríka áherslu á að vera vel til höfð og hélt reisn sinni til síðasta dags. Eftir á að hyggja skilur enginn hvað hún var ætíð hress, t.d. dreif hún sig í fyrra til Flórída þar sem hún átti skemmti- legar stundir með fjölskyldu og vin- um. Amma var iðin við að heim- sækja vini og ættingja hvort sem þeir bjuggu hér í Reykjavík eða aust- ur í Flóa. Hún fylgdist mjög vel með öllu og gat setið og spjallað fram eftir kvöldi eins og fullfrísk væri. Einnig hafði hún mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hend- ur, hvort sem var í skóla, starfí eða leik og hringdi ósjaldan til að fá að vita hvernig gengi. Lífsgleðin og þrekið var aðdáun- arvert og mun verða okkur krökk- unum að leiðarljósi í framtíðinni og eru það hennar bestu eftirmæli. Við kveðjum elskulega ömmu okk- ar með söknuði. Barnabörn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal helja ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr innri harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Guð geymi þig, elsku langafi. Helga Björg, Almar Þór, Sigríður Erna og Hafdís Lilja. ■ ERFI DKYKKJUK Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 __________ATT ■'f-A-l ni«rtT-.Í A-- *f'rrr\_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.