Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 KNATTSPYRNA FOLK ■ PETAR Jelic, sem þjálfaði úr- valsdeildarlið Tindastóls í körfu- knattleik sl. vetur, hefur verið endurráðinn þjálfari liðsins til næstu fjögurra ára. ■ SIGURÐUR Guðmundsson, unglingalandsliðsmaður í knatt- spymu úr Stjörnunni, hefur gengið til liðs við Fram. Sigurður lék lítið sl. keppnistímabil með Stjörnunni, þar sem hann fótbrotnaði í ungl- ingalandsleik á móti Úkraínu. ■ ALLAN Simonsen, fyrrum landsliðsmaður Dana í knatt- spyrnu, hefur verið ráðinn landsliðs- þjálfari Færeyja. Hann tekur við landsliðinu af Islendingnum Páli Guðlaugssyni. ■ THOMAS Ravelli, landsliðs- markvörður Svía, lék 350. úrvals- deildarleik sinn um síðustu helgi er hann stóð í marki IFK Gauta- borg gegn AIK. Það era aðeins tveir leikmenn sem hafa leikið fleiri úrvalsdeildarleiki, Sven Jonasson sem lék 410 leiki með Elfsborg á árunum 1927 - 1947 og Björn i Nordqvis, sem lék 361 leik alls með Norrköping, Gautaborg og Orgryte. Enginn markvörður hefur leikið eins marga úrvalsdeildarleiki í Svíþjóð og Ravelli. Hann lék með Öster áður en hann fór yfir til Gautaborgar. ÚRSLIT Skíði Stórsvigsmót Víkings í eldri flokki Haldið í Sleggjubeinsskarði um síðustu helgi. Helstu úrslit voru sem hér segir: 30-34 ára: Kristinn Sigurðsson, Árm.... Rúnar Guðmundsson, Vík. 35-39 ára: Björn Ingólfsson, Árm.. Guðni Ingvarsson, KR... 40-44 ára: Pálmi Matthíasson, Vik. Ásmundur Jónatansson... 45—49 ára: Helgi Axelsson, IR.. Þorbjöm Jónsson, Vík... 50-54 ára: Ágúst Friðriksson, Vík.. Bjöm Ólafsson, Vík..... 55-60 ára: Jón Gíslason, Árm... Sigursveitir í sveitakeppni: (3-4 menn í sveit, 3 bestu timar gilda) Ármann. 30-34 ára: Kristinn Sigurðsson, Sigurður Kolbeinsson ■og Jónas Olafsson. Víkingur. 50—54 ára: Ágúst Friðriksson, Björn Ólafsson, Frank Hall og Jón Kaldal. ■ Mót sem framundan em í flokkum eldri en 30 ára: 1) Rvík. 1. maí: Tvíkeppni, svig og ganga til minningar um Harald Pálsson. 2) Rvík. 14. maí: Svig/stórsv. Sama dag og uppskeruhátíð sktðamanna. ....87.04 ...101.78 ....92.43 ...116.60 ...107.80 ...108.20 ...102.99 ...107.38 ....91.11 ....93.05 ....96.40 íslendingar leika gegn Brasilíumönnum í Floríanópolis í næstu viku: Mánaðarlaunin rétt duga fyrir miða á völlinn Simon i Brasilíu „ISLENDINGAR eru ekki með sterkt lið, en við þurfum leiki fyrir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum. Bæði Þjóðverj- ar og ítalir höfnuðu boði okkar um landsleiki, þannig að við fengum íslendinga til að koma,“ sagði Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasilíumanna, en hann var fyrirliði þeirra í HM í Mexíkó 1970, þegar Brasilía vann þriðja heimsmeistaratitil sinn. Brasilíumenn og íslendingar eig- ast við í landsleik á miðviku- daginn kemur í borginni Floríanó- ■■■■■■■ polis, sem er í 700 FráLuis km loftlínu sunnan Augusto við Ríó, en frá höf- uðborginni er rúm- lega tveggja tíma flug. Leikurinn fer fram á Aderbal Ramos da Silva-leikvanginum, sem tekur 25 þús. áhorfendur. Hver bekkur verður þéttsetinn, þar sem Brasilíumenn elska knattspyrnu meira en nokkra aðra íþrótt — og það er ekki á hverjum degi sem landsleikur fer fram i S-Brasilíu. Dýrir aðgöngumiðar Ekki er það á valdi allra að kaupa miða á besta stað á vellinum. Litlar líkur eru á að verkamenn verði á svæðinu, en laun þeirra á mánuði eru 4.615 ísl. kr., en miðinn kostar 4.260 kr. Næstdýrastu miðarnir kosta 2.627 kr., síðan er hægt að fá miða á 1.420 kr. og þeir ódýr- ustu kosta 781 kr. Hver áhorfendi fær Iítinn gul/grænan brasilískan fána, til að veifa inni á vellinum, þannig að stemmningin ætti að verða góð á áhorfendapöllunum. Leikurinn gefur góðar tekjur Brasilíska knattspyrnusamband- ið mun þéna vel á leiknum, sem gefur sambandinu um 100 millj. ísl. kr. — þar af fær sambandið 35,5 millj. kr. fyrir beina sjónvarps- útsendingu frá leiknum. Brasilíu- menn borga ferðir og uppihald ís- lenska liðsins til Brasilíu, sem eru smáaurar miðað við það sem þeir fá í innkomu vegna leiksins. Leikmenn brasilíska liðsins fá Attu iiér knattspyrnudraum? Ymsir ferðamöguieikar í boði á mesta knattspyrnuævintýri aldarinnar. 16 liða úrslit. 01.07-07.07. Flug Keflavík - Baltimore - Keflavík. Gisting í 5 nætur. Lest á milli Washington og New York. 2 miðar: 16 liða úrslit í Washington 02.07,16 liða úrslit í New York 05.07. Silfurmiðar, sem eru bestu sætin á vellinum. Verð kr. 139.000,- + skattur. „Alvöru fótboltaferð" 22.06 - 03/04.07 - 12 dagar Flug Keflavík - New York 22.06. * Gisting New York 2 nætur. Leikur Ítalía — Noregur 23. júní. Flug til Detroit 24. > júní. Leikur Sviþjóð - Rússland 24. júní. Gisting Detroit 1 nótt. Ekið til Chicago. Leikur Bólívía - Spánn 27. júní. Ekið til Detroit. Leikur Brasilía - Sviþjóð 28. júní. Flug tíl Baltimore 30. júní. Leikur í 16 liða úrslitum í Washington 2. júlí. Ferð til íslands 3. júlí. Verð 197.000 + skattur. Gisting í 11 nætur, ferðir og 4 miðar (cat. 3) og 1 miði á 16 liða úrslit (silfurm.). Möguleiki á framlengingu ferðar og aukamiðum. Hafðu samband og við hjálpum þér að láta drauminn rætast. WorldCup r wonauup USA94 RATVIS ySA94 mm FERÐASKRIFSTOFA WorldCup USA94 Hamraborg 1-3, 200 Kópavogi, sími: 91-641522, fax: 91-641707. góðar bónusgreiðslur fyrir að leika gegn íslendingum, en þeir skipta með sér 21,3 millj. ísl. kr. Carlos Alberto í erf iðleikum Landsliðsþjálfarinn Carlos Al- berto hefur átti í miklum erfíðleik- um með að ná saman sínum sterk- ustu leikmönnum, sem hann ætlar að tefla fram í HM. Margir af stjörnuleikmönnum hans, sem leika með liðum í Evrópu, leika ekki. læikmenn eins og Rai og Ricardo Gomes, sem leika með París St. Germain, Romario, Bracelona, Jorginho, Bayern Múnchen, Bebeto og Mauro Silva, sem leika með La Corana. Miðheijinn sterki Muller verður heldur ekki með og þá eru miklar líkur á að sjö leikmenn frá tveimur sterkustu félagsliðum Brasilíu, Sao Paulo og Palmeiras, verði ekki með, en þessi tvo félög há nú einvígi um Sao Paulo-meist- aratitilinn og eru leikdagar 3. og 5. maí — daginn fyrir og eftir lands- leikinn. Leikurinn gegn íslendingum er afar miklivægur fyrir tvo sóknar- leikmenn — Viola frá Corinthians og Ronaldo, 17 ára leikmann frá Cruzeiro, sem léku mjög illa þegar brasilíska landsliðið lék vináttuleik gegn París St. Germain, 0:0, í Par- ís 20. apríl. Carlos Alberto hefur valið þrjá sóknarleikmenn, sem hann ætlar að tefla fram í HM: Muller, Romario og Bebeto, en á eftir að velja einn til viðbótar. Viola er 25 ára og frægur fyrir að fagna mörkum sínum á hinn furðulegasta hátt. Hann hefur leikið þrjá lands- leiki — í samtals 93 mín. Ronaldo, sem hefur oft verið kallaður „Litli Pele“ er eins og fyrr segir 17 ára og hefur klæðst landsliðsbúningn- um í 10 mín. Hann hefur gert 53 mörk fyrir Cruzeiro frá Belo Horiz- onte í 52 leikjum í vetur. Romario, leikmaðurinn snjalli hjá Barcelona. íslenskir landsliðsmenn fá ekki tækifæri að glíma við hann og marga aðra af bestu leikmönnum Brasilíu. Á minni myndinni er Carlos Alberto Perreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1970. Hann á erfitt með að fá bestu leikmenn Brasilíu í leikinn gegn íslendingum. íslenska liðið úr leik ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, er úr leik í úrslita- keppni Evrópumótsins á írlandi eftir að hafa tapað í gær fyrir Belgum 2:1. ívar Ingimarsson gerði mark íslands, sem tapaði einnig fyrsta leiknum, gegn Tyrkjum með sömu markatölu. Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, sagði að íslensku strák- arnir hafi staðið sig vel í fyrri hálfleik og verið betri, en staðan í hálfleik var 0:0. „Við vorum klaufar að vera ekki yfir í hálf- leik. Strákarnir fengu nokkur góð marktækifæri sem því miður nýtt- ust ekki. Við fengum síðan á okk- ur tvö ódýr mörk [52., 64.] í upp- hafi síðari hálfleiks, en Valsmað- urinn ívar Ingimarsson lagði stöð- una aðeins þremur mínútum fyrir leikslok er hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf," sagði Ásgeir. Tyrkland og Úkraína gerðu jafntefl, 1:1, í gær og eru efst og jöfn í riðlinum með 4 stig. Belgía hefur 3 stig eftir sigurinn á Is- landi, en 3 stig eru gefin fyrir sig- ur. ísland rekur lestina með ekk- ert stig. íslenska liðið leikur síð- asta leik sinn í riðlinum á laugar- daginn gegn Úkraínu og kemur heim á sunnudaginn. Ásgeir sagðist hafa gert sér vonir um betri árangur í Dublin. „Ég held að við getum þó verið ánægðir að hafa komist í þessa sextán liða úrslitakeppni. Keppnin er mikil reynsla fyrir strákana og þeir hafa sýnt að þeir standa ekki langt að baki jafnöldrum sínum þó svo að sigur hafi ekki náðst í þessum tveimur leikjum. Ég geri mér vonir um sigur gegn Úkraínu. Ég horfði á leik Tyrkja og Úkraínu og voru Tyrkir mun betri,“ sagði Ásgeir. Leiðrétting Þau mistök urðu í vinnslu á unglingasíðu í gær, að ekki var rétt farið með föður- nafn unglingameistarans, Jóns Trausta Sæmundssonar, í fjölþraut í fimleikjum. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.