Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t -■-Stjúpmóðir okkar, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Dalbraut 27, er látin. Ingibjörg Ólafsdóttir, Bára Ólafsdóttir. t Frænka okkar, JÓHANNA GUÐBJÖRG HANNESDÓTTIR, Furugerði 1, áður Hverfisgötu 86, lést í Borgarspítalanum 8. maí. Útför hennar verður gerð frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Hannes Bjarnason, Gerður Lúðvíksdóttir, Ása Þórðardóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengda- móður, ARNÞRÚÐAR JÓHANNSDÓTTUR Ijósmóður, Fagrahvammi 6, Hafnarfirði. Jón Emilsson, Guðmundur Emil Jónsson, Örn Jónsson, Michelle Jónsson og ættingjar hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útföreiginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Bræðraborg, Garði. Sérstakar þakkir til Kvenfélagsins Gefnar. Unnur B. Gísladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESSHRAFNS ÞÓRARINSSONAR, Baldursbrekku 3, Húsavík. Eva Marfa Þórarinsson, Friörik L. Jóhannesson, Sigrún Sverrisdóttir, Guðný R. Jóhannesdóttir, Egidio Duccillo, María M. Jóhannesdóttir, Árni Kristjánsson, Þórarinn Jóhannesson, Rán Sævarsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Veturliði Óskarsson, Arnljótur Jóhannesson, Sveinn Jóhannesson, Hulda Georgsdóttir, Jóhannes E. Jóhannesson og barnabörn. + Faðir okkar, ÞÓRHALLUR PÁLSSON, Hafnarstræti 39, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.30. Stefán Þórhallsson, Páll Þórhallsson, Sigrún Þórhallsdóttir. HÖSKULDUR EYJÓLFSSON -4- Höskuldur Ey- ' jólfsson, bóndi og hestamaður á Hofsstöðum í Hálsasveit, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi sl. mánu- dag. Hann var á 102. aldursári. Höskuldur fædd- ist á Hofsstöðum 3. janúar árið 1893, sonur hjónanna Eyjólfs Gíslasonar og Valgerðar Bjarnadóttur. Hann hóf búskap á Saurbæ í Villingarholtshreppi og bjó þar til ársins 1938. Það ár hóf hann búskap á Hofstöð- um og bjó þar uns sonur hans Gísli tók við búskapnum árið 1960. Höskuldur var heimilis- fastur á Hofsstöðum fram yfir tírætt. Höskuldur var einn af kunnustu hestamönnum lands- ins. Hann sat síðast á hestbaki hálftíræður. Eiginkona hans var Gíslína Magnúsdóttir. Hún lést árið 1966. Þau áttu fjögur börn. Útför Höskuldar verður gert frá Reykholti I dag. NÚ ER hann Höskuldur minn dáinn. Ég kynntist Höskuldi þegar ég var í sveit hjá Fíu og Gísla. Þaðan á ég mínar bestu og ævintýraleg- ustu minningar. Þær skemmtileg- ustu upplifði ég með Höskuldi. Við brölluðum margt saman. Við fórum saman í reiðtúra og heimsóttum þá karlana á næstu bæjum, honum fannst ágætt að hafa stelpu með sér til að reka á eftir. Hann var alltaf með nokkra blandna fola í taumi. Hann vildi gera vel við mig og bjóða mér á sína bestu gæðinga, það endaði ekki alltaf vel. Einn hét Rauður, stór og mikill, hann var fljótur að losa sig við mig, henti mér á slóðadraga sem var þarna í vegkantinum. Svo var það Glókoll- ur, uppáhaldið hans, leirljósblesótt- ur fallegur hestur. Höskuldur fór með mig inn á heimatúnið til vonar og vara ef þetta færi illa. Um leið og hann sleppti þaut Glókollur um allt tún og ég af með ístaðið um annan fótinn. Þessir hestar voru bara á samningi hjá Höskuldi. Hann hafði mikinn áhuga og mikla leikni til að temja erfiða hesta. Hesturinn var besti vinurinn hans og hugur hans bundirin við hann fram eftir öllum aldri. Á seinni árum var hann enn að bauka við þetta kominn hátt á tíræðisaldur, hafði eina hryssu úti í klofa. Hún var nú stundum þreytt á þeim gamla þegar hann með erfíðismunum reyndi að komast á bak og gerðist þá ókyrr. Höskuldur átti ráð við því, batt hryssuna við staur, lengdi í ístaðinu og kom sér þannig á bak. Síðan stytti hann í ístaðinu, leysti tauminn, reið úr hlaði eins og herforingi og kallaði síðan til okk- ar krakkanna: „Góðu, varið ykkur.“ Okkur fannst þetta hálfskrítið, við vorum hálfhrædd um hann en við áttum að passa okk- ur. Höski var líka mjög félagslyndur, þótti gaman að vera í góðra manna hópi. Hann brá sér stundum til Reykja- víkur svona sér til heilsubótar og skemmt- unar. Hann átti vini út um allan bæ. Það kom fyrir að ég ók honum milli staða, hann var með litla bók þétt- skrifaða af nöfnum og símanúmer- um vina sinna og stöðugt var bætt inn í hana nöfnum nýfenginna vina og kunningja. Hann var aufúsugest- ur á hverju heimili. Höski fór líka á Heilsuhælið í Hveragerði, þá hringdi hann og lét mig vita svo ég gæti heimsótt hann. Eg fann hann yfír- leitt á „syndinni" svokallaðri. Þar var „verelsi" fyrir fólk sem reykti. Hann reykti ekki en þar var gleð- skapur. Eg heimsótti Höskuld fyrir nokkrum vikum og fann hvaða hug hann bar til allra sem stóðu honum næst. Þeirra sem hann unni mest, fólksins á Hofsstöðum. Þó að 66 ár séu á milli okkar Höskuldar þá tengdumst við sterkum vináttubönd- um og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst honum. í dag kveð ég minn gamla vin með söknuð í hjarta. Bína. ÖLLU er ætlaður sinn tími, að fæð- ast, að lifa og að deyja. Og við, mennirnir, látum sem allt sé í valdi okkar, líka það að fæðast, lifa og deyja. Vitandi að í fæstu og sjaldn- ast fáum við nokkru um ráðið. Hveijum finnst til að mynda vorið, þetta undir sköpunar þegar allt er af dvala vakið, vera rétti tíminn til að deyja. Þeir eru vafalítið fáir á því. Samt deyr fólk á vorin, mitt í gróandanum. Tímatal móður nátt- úru og mannsins er þannig rofið, vor hans ef til vill löngu liðið á meðan vorið hennar lifnar af vetr- ardvalanum enn einu sinni. En hvað er að deyja? Það skyldi þó ekki eftir allt vera ferðalag úr einni tilveru í aðra, líkt og maður takist á hendur ferð í aðra sveit. Það sem er ólíkt því sem vant er, er að allar pjönkur ferðalangs skilur hann eftir, og hann kemur aldrei til baka. Og nú hefur þú kæri vinur, lagt á þinn ljósa hest og haldið héðan. Dagurinn var fagur, einhver feg- ursti dagur þessa blessaða vors, bjart á Eiríksjökul, hlýtt og sól og samt eins og rigningarúði hér og þar, endrum og eins. Hár þitt, hin bjarta kóróna þín, konungs íslenskra hestamanna og svipur þinn festuleg- ur en mildur sækja á huga mér þeg- ar mér berst fregnin. Á samri stundu fínn ég sárt til þess að hafa ekki náð að kveðja þig og þakka kynnin og vináttuna. Og við sem höfðum rætt það síðast þegar við hittumst að með vorinu væri réttast að við freistuðum þess að kaupa og eiga saman tryppi. Það væri svo gaman að eiga vonina að gæla við. Og svo ættum við þá líka erindi á landsmót- ið í sumar, þó ekki væri til annars en að eiga hestakaup. En allt hefur sinn tíma og nú ertu Höskuldur minn kominn á þann ljósa og lagður í hann. Og sem ég stend í dyrunum heima fínnst mér ég mega til með að fara niður í hesthús. Það er liðið á dag og sólroðin skýjasæla á vestur- loftinu. Þegar ég kem þangað tek ég hnakkinn, legg á Grána minn og er nú ákveðinn að ríða út mela, eins og ég væri að fylgja þér á veg. Og við fórum hægt eins og þér til ynd- is, rétt að sá grái kastaði toppi á töltinu við léttan taum. Á meðan kom eitt og annað upp í huga mér frá samverustundum okkar. Sundlaugaferðirnar gleym- ast mér ekki. Þú komst ríðandi til mín að Kleppjámsreykjum til að fá að þjálfa sund, en þú hafðir þá komist upp á lag með að synda með því að hafa uppblásna bílslöngu fyrir kút, þú þá um nírætt. Áræði þitt og elja vora einstök. Áhugi og löngun þín til að vera sjálfbjarga eru mér minnisstæð. Þá var það til að mynda hinn 1. maí fyrir rúmu ári að ég kom við hjá þér á leið minni sunnan, en þá varst þú á Akranesi á spítala, þú spurðir mig, og það var glampi í augnaráðinu, hvort ég vissi hvemig gengi með nýju bygginguna fyrir aldraða í Borgamesi. Þú værir farinn að hug- leiða það að fá þar inni. Þá var bygging rétt nýhafin og þú orðinn hundrað ára. Og samt að gera áætlanir. Þetta kemur mér í hug því að einmitt nú á sunnudag var verið að sýna og afhenda fyrstu íbúðirnar þar. En nú er ferðinni heitið annað og ég finn að þetta kvöld hjá þér er að vora í nýrri og bjartri tilveru og það er eins og annað í fari þínu, að vera trúr þinni öld og velja prest- inum vinnuhjúaskildaga til að blessa hinstu för þína. Samvera okkar á hestamanna- mótum í héraði og á landsmótum og á ferðalögum var mér tilhlökkun- ar- og gleðiefni sem ég þakka er nú leiðir skilja um sinn. Fátt eitt er talið, annað eigum við fyrir okk- ur kæri vinur. Þínu fólki sendum við samúðar- kveðjur, og bið algóðan Guð að blessa þig. Guðlaugur Oskarsson. HANNA K. HARALDSDÓTTIR 4- Hanna Kristín Haraldsdóttir • var fædd á Borgum við Akur- eyri 20. maí 1939 og lést á heim- ili sínu á Akureyri 25. apríl síð- astliðinn. Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju 2. mai. MEÐ fáum orðum viljum við minn- ast vinkonu okkar, Hönnu Haralds- dóttur. Yndisleg vinkona og félagi er horfin úr hópnum, sem hreiðraði um sig á föndurkvöldunum góðu. Margs er að minnast, en þakklæti er okkur efst í huga þegar rifjaðar eru upp þær samverustundir sem við áttum undanfarin ár, þakklæti fyrir þá gleði og góðvild sem fylgdi Hönnu hvernig sem á stóð. Skýr er minning um trygga vin- konu sem geislaði af orku og þrá til lífsins og að láta gott af sér leiða. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æfmlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Við biðjum góðan Guð að geyma Hönnu okkar og styrkja ástvini hennar. + Innilegar þakkír til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, JÓSTEINS KONRÁÐSSONAR, Grettisgötu 79. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlaekningadeildar 3-B á Landa- kotsspítala og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Sigrföur Jónsdóttir, og börn hins látna, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Vinkonurnar í F.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.