Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2    FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
JÓN Sigurðsson var raunverulegur forseti íslensku þjóðarinnar
löngu fyrir daga lýðveldisins og skyggði á hvaða konung sem var.
Jón f orseti
Dönskum ráðamönnum
stóð stundum stuggur
af Jóni Sigurðssyni og
töluðu af óttablandinni
virðingu um „þann
hvíta", segir Gísli Jóns-
son í grein sinni um Jón
forseta.
Margir eru þeir orðnir sem
kjörist hafa forsetar í
félögum eða samtökum
án þess að orðið forseti
hafi orðið kenningarnafn þeirra.
Jón Sigurðsson var þeirrar gerð-
ar, að vegna stöðu sinnar í Hinu
íslenska bókmenntafélagi fékk
hann eins og af sjálfu sér þetta
viðurnafn: Jón forseti eða bara For-
seti. Menn fóru ósjaldan heim til
Forseta að þiggja harðan fisk, en
svo tóku þau Ingibjörg til orða um
matarboð sín. Þau boð voru þáttur
í þrauthugsaðri stjórnmálabaráttu
Jóns.
Jón Sigurðsson var mikið glæsi-
menni til geðs og gerðar. Hann var
laglegur maður, var einu sinni um
hann sagt, og fátt annað í það sinn,
og satt var það: hann var laglegur
í öllum skilningi.
Hann átti gott ætterni og upp-
eldi á Rafnseyri við Arnarfjörð, hinu
forna höfuðbóli Eyri, er dró lengra
nafn sitt af Hrafni Sveinbjarnarsyni
lækni og goðorðsmanni. Jón fædd-
ist inn í Napóleonsstyrjaldirnar og
kyndugar sagnir um stjórnarbylt-
ingu Jörundar hundadagakonungs.
Allt var það lyginni líkara en því
sem menn nefna sannleika og raun-
veruleika.
Sagan andaði til hans hvarvetna
heima á Eyri. Það var eins og æva-
forn máttur kynstofnsins lifði í
móðurnafni hans, Þórdís, og prestar
á Vestfjörðum voru margir fjöl-
kunnugir. Sr. Sigurður á Rafns-
eyri, tengdasonur sr. Jóns í Holti,
var nafntogaður latínumaður og
kennari, og honum var mjög lagið,
eins og Gretti, að létta af reimleik-
um og afturgöngum. Mikill máttur,
kristinn og heiðinn að uppruna,
fylgdi Jóni Sigurðssyni úr föðurhús-
um. Mikil orka, mikill dugnaður,
og hann var eins og Ari fróði bæði
námgjarn og minnugur.
Persónutöfrar og persónustyrkur
Jóns forseta var þeirrar gerðar, að
honum var hvorki þörf doktors-
gráðu né embættis, þó hvort
tveggja verðskuldaði hann. Hann
var í senn afburða vísindamaður
og stjórnandi. Þekking hans á sögu
og bókmenntum kynstofnsins og
ást hans á íslensku fólki, máli þess
og menningu, auðveldaði honum að
verða sá foringi sem hann varð.
Hann vann sleituiaust, hann var
raunsær skipuleggjandi. Hann var
svo langt frá því að vera moðhaus
eða vaðalskollur sem hugsast gat.
Hann vissi hvert stefna skyldi, og
hann hélt fram stefnunni af hæ-
verskri festu við hvern sem var,
ráðríkur, ráðhollur, ráðsvinnur og
rökvís. Eigi víkja, voru kjöryrði
hans. Dönskum ráðamönnum stóð
stundum stuggur af honum. Þeir
töluðu af óttablandinni virðingu um
„þann hvíta". Skáldórarglöptu hon-
um ekki sýn, en skáld þjónuðu hon-
um í orði og verki eins og fornkon-
ungi. Hann vissi vel af orðsins
brandi, og í hita baráttunnar gat
hann komist svo að orði, að aldrei
hefur gleymst og enn er til vitnað.
Hann missti ekki stjórnar á taugum
né tungu, þegar mest lá við. Svar
hans á Þjóðfundinum, þegar kon-
ungsfulltrúi níddist á loforðum kon-
ungs og vilja íslendinga, er af öllum
málsatvikum meitlað, og hvergi of
eða van. Með hlægilega soldáta
vappandi kringum þinghús þjóðar
sinnar mælti hann:
„Og ég mótmæli í nafni konungs
og íslensku þjóðarinnar þessari að-
ferð, og ég áskil þinginu rétt til að
klaga til konungs vors yfir lögleysu
þeirri, sem hér er höfð í frammi."
Þarna reis Jón Sigurðsson hæst,
og „forystu garpsins fylgdu allir",
eða því sem næst. Hann var, það
eru ekki hégómaorð, „sómi Islands,
sverð þess og skjöldur", og það er
ekki „merkilegtilviljun að þjóðhetja
okkar, sjálfur Jón Sigurðsson, skuli
vera fæddur á þjóðhátíðardaginn
17. júní", eins og maðurinn sagði.
Jón Sigurðsson var jarðsettur
sem þjóðhöfðingi, og kenningarnafn
hans, forseti, var spásögn. Og meira
en það. Hann var raunverulegur
forseti íslensku þjóðarinnar löngu
fyrir daga lýðveldisins og skyggði
á hvaða konung sem var.
Og vopnin, vopn laga, réttar og
siðferðis, hafði hann lagt eftirmönn-
um sínum í hendur. En þeir sem
búnir voru byssu og sverði, sneypt-
ustheim.
MORGUNBLAÐIÐ
Leitin að alþýðlegu og
örvandi hátíðarljóði
104 skáld sendu inn 120
kvæði í keppni þjóðhátíðar-
nefndar 1944. 5.000 kr.~
verðlaunum var skipt milli
Jóhannesar úr Kötlum og
Huldu.
Þjóðhátíðarnefnd ákvað að efna til
samkeppni meðal skálda þjóðar-
innar um hátíðarljóð sem ætti
að vera „alþýðlegt og örvandi
ljóð, er gæti orðið frelsissöngur íslend-
inga," eins og sagði í auglýsingu nefndar-
innar um samkeppnina. 5.000 króna verð-
launum var heitið, eða um 250 þúsund
krónum samkvæmt byggingarvísitölu á
núvirði. Alls bárust um 120 kvæði frá 104
skáldum. Dómnefndinni þótti ekkert eitt
kvæði skara fram úr öllum öðrum eða
fullnægja þeim kröfum sem nefndin hafði
sett, en taldi tvö kvæði þó verðskulda við-
urkenningu og var verðlaununum skipt á
milli höfundanna. Kvæðin reyndust vera
„Söngvar helgaðir Þjóðhátíðardegi íslands
17. júní 1944, eftir Unni Benediktsdóttur
Bjarklind (Hulda) og „Islendingaljóð 17.
júní 1944" eftir Jóhannes úr Kötlum. Að
því búnu var efnt til samkeppni meðal
tónskálda þjóðarinnar um lög við hátíðar-
ljóðin, og var jafnháum verðlaunum heitið
og fyrir ljóðin. Lög bárust frá 27 tónskáld-
um sem höfðu sum samið lög við bæði
hátíðarljóðin, alla ljóðaflokkana, en flestir
sömdu þó lag við eitt ljóðið út ljóðaflokki
Huldu eða við ljóð Jóhannesar. Best var
talið lag Emils Thoroddsen við 3. kaflann
úr hátíðarljóðum Huldu, „Hver á sér fegra
föðurland", en þar á eftir lög Árna Björns-
sonar við 4. kaflann úr hátíðarljóðum
Huldu, „Syng frjálsa land" og lag Þórarins
Guðmundssonar við hátíðarljóð Jóhannes-
ar, „Land míns föður, landið mitt". Á 17.
júní flutti Brynjólfur Jóhannesson leikari
verðlaunaljóð Huldu en Jóhannes úr Kötl-
um flutti síðan sjálfur íslendingaljóð sín.
Söngvar helgaðir
Þjóðhátíðardegi íslands
17. júní 1944
Heill, feginsdagur, heill frelsishagur!
Heill, íslenzka ættargrund.
Heill, norræn tunga með tignarþunga,
hér töluð frá landnámsstund.
Heill, öldin forna með höfðingja horfna
og heilir, þér góðu menn,
er harmaldir báruð, sem svanir í sárum
og sunguð, svo hljómar enn.
Heil, nútíð föpr, með söng og sögur
og sumar um dal og strönd,
með ættstofn vænan og gróður grænan
og hróður um höf og lönd.
Heill göfgum fræðum og fó'grum kvæðum,
heill framtaki, útsjón og dug.
Heill bóndans garði og úthafsins arði
og sjómannsins hetjuhug.
Kom blessuð, stund, þegar björg og
grundir
bergmála fapaðarsöng.
í öllu landi að sjávarsandi
er sungið af barnanna þröng:
Heil, móðir góða! þú landið Ijóða
og laga - nú ertu frjáls.
Syng, foss og lind, syngið sumarvindar
og svanur með hvítan háls.
Skín, blessaða frelsi, um fjörð og dal!
Við fögnum þér, ljósið hreina,
sem allt gerir bjart í bæ og sal
og brauð gefur fyrir steina.
Við unnum þér heitt frá ómunatíð
gegn um allt, sem við hlutum að reyna.
- í úthafi bláu lá ónumið land,
þar alfrjálsir straumar sungu.
Einn dag lentu hugdjarfar hetjur við sand
með hrundir og börnin sín ungu.
Þeír námu héruð og nefndu allt
á norrænni skáldatungu.
Og eylandið fagra varð ættjörð góð
þeim unga og týhrausta lýði,
sem gaf á mcti sinn ásthug og óð
og örlög — í friði sem stríði.
Þeir hófu upp Alþing við hásumardýrð
í hraunsalar fagurprýði.
Þó háfossar tímans hrynji í sæ,
af heimi ei gleymist sú tíðin.
Það eyland varð sælt, við eld og snæ
og alfrjálsanhetjulýðinn.
Það land er ísland - er okkar land.
Og enn þá er fegurst „Hlíðin".
Þú heilaga jörð með sögu, söng
og sólstafi frelsis bjarta.
Hve örlög þín síðar urðu ströng
við ánauðarmyrkvann svarta.
Sem djúpsærð hetja þú varðist varg,
með vordraumsins ljós í hjarta.
Og aldir liðu með álög mörg. —
En eilíf er frelsisþráin,
sem nam okkar land við brim og bjðrg
og blessaði skipgengan sjáinn.
Hún geymdi sín vé og hof og hörg,
unz harðstjórn og fals voru dáin.
Skin, blessaða frelsi, um ísland enn.
Við elskum þig, morgunstjarna.
Þér heilsa fagnandi frjálsir menn
og fagurskær söngur barna.
Við heitum að vernda þig ókomin ár
og örlagaslysum varna.
Hver á sér fegra fððurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæi býli, ljós og Ijóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ
hún unir grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við yzta haf.
Ó, ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur líti dáð á ný.
Hver draumur rætist verkum í,
svo verði íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð.
Svo aldrei framar íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.
Syng, frjálsa land, þinn frelsissöng.
Syng fagra land, þinn brag
um gæfusumur, ljós og lðng,
um laufga stofna, skógargðng,
og bættan barna hag.
Syng unaðssöngva, íslenzk þjóð,
syng um þitt fóðurland,
með fornar sögur, frægan óð,
hið frjálsa Alþing, mennta sjóð,
og norrænt bræðraband.
Syng, íslands þjóð - og þakka afl
í þúsund ára raun.
Við ólög þung og ölduskafl
var unnið þinnar gæfu tafl
og langþreyð sigurlaun.
Syng frelsissöngva, frjálsa þjóð,
við fánans bjarta þyt.
Lát aldrei fólskvast æskuglóð,
ver öllu þjáðu mild og góð.
Lát ríkja ró og vit.
íslendingaljóð
17. júní 1944.
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi:
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
-  ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvislað var um hulduland
hinzt í vestanblænum:
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíðum grænum.
Ýttu þá á unnarslóð
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
úti í gullnum sænum.
Síðan hafa hetjur átt
heima í þessu landi,
ýmist borið arfinn hátt
eða varizt grandi.
Hér að þreyja hjartað kaus,
hvort sem jðrðin brann eða fraus,
—  flaug þá stundum fjaðraiaus
feðra vorra andi.
Þegar svalt við Sökkvabekk
sveitin dauðahljóða,
kvað í myrkri um kross og hlekk
kraftaskáldið móða.
Bak við sára bænarskrá
bylti sér hin forna þrá,
þar til eldinn sóttu um sjá
synir vorsins góða.
Nú skal söngur hjartahlýr
hljóma af þúsund munnum,
þegar frelsisþeyrinn dýr
þýtur í fjalli og runnum.
Nú skal fögur friðartíð
fánann hefja ár og síð,
varpa nýjum ljóma á lýð
landsins, sem vér unnum.
Hvort sem krýnist þessi þjóð
þyrnum eða rosum,
hennar sögur, hennar Ijóð,
hennar líf vér kjósum.
Ein á hörpu íss og báls
aldaslag síns guðamáls
æ hún leiki ung og frjáls
undir norðurljósum.
:
í

\
fr
i
i
»
fc
I
l
r-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64