Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hópurinn er samtök manna sem vinna að því að veita þeim stuðning sem búa með þolendum kynferðislegs ofbeldis. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur FYRIR tveimur árum hittust sex karlmenn í húsi einu í Reykjavík til' þess að ræða sára sameiginlega reynslu. Þeir áttu allir konur sem hafði verið nauðgað eða orðið fyrir siíjaspelli. Þessi fundur mannanna kom í kjölfar sjónvarpsþáttar sem nefndist Þögnin rofin og var sendur út á Stöð 2 skömmu áður. Þar var fjallað um nauðgunarmál og siijaspell (*n þeir sem fyrir slíku verða eru í yfírgnæfandi meirihluta konur. Menn- imir sex sem fyrr var um rætt hafa hist reglulega síðan þetta var og stofnað með sér samtök sem þeir néfna einfaidlega Hópinn. Þeir hafa nú komið sér upp lítilli skrifstofu þar sem aðstaða er til að ræða saman í trúnaði og jafnframt veita upplýsingar. Þrír menn hafa á skömmum tíma bæst í þennan hóp og eiga þeir sömu reynslu að baki. Að sögn forsvarsmanna Hópsins er það ekki síst reiði og til- finningalegur doði sem grípur menn þegar þeir heyra að konan sem þeir elska hafa sætt slíkri svívirð- fgu sem sifjaspell er. Jafnframt •ípur menn vanmáttur og þeir eiga í erfiðleikum með að ráða við sig hvemig bregðast skuli við. Af þess- um orsökum er mikilvægt að fínna einhvem með sameiginlega reynslu til þess að tala við um þessar marg- víslegu og oft á tíðum neikvæðu tilfínningar. Slíkur bakgrunnur kvenna veldur oft á tíðum erfiðleik- um í sambúð, konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegum misþyrming- um eru margar tortryggnar gagn- vart karlmönnum og hafa ákaflega lítið sjálfstraust. Þetta breytist þeg- ar þær fara að vinna úr sárum endurminningum, t.d. í sjálfshjálp- arhópum, en meðan sú vinna fer fram eiga þær gjarnan í andlegum erfiðleikum. Þá verður staða sam- búðarmannsins oft mjög einkenni- leg. „Maður veit þá ekki hvar maður er staddur gagnvart konunni til- finningalega," segir einn forsvars- mannanna. „Þá er mikilvægt að öðlast skilning á því hvað hún er að ganga í gegnum til þess að geta veitt henni stuðning sem að gagni kemur. Manni fínnst sér ýtt svolítið út í horn í sambandinu við konuna. Hún þarf að hafa svo mikið svigrúm og hugsa svo mikið um sjálfa sig að sambandið breytist. Þegar fram í sækir og hún fer að öðlast öryggi er makinn oft að sama skapi orðinn óöruggur með sjálfan sig.“ Halriö má ekki ná yf irtökum Þá er að sögn forsvarsmannanna komið að þeim tímapunkti sem það skiptir máli að geta rætt við aðra menn sem eru í svipaðri stöðu og reyna þannig að öðlast skilning á stöðu mála. Þessi framvinda er ekki neikvæð en hún er erfið vegna þess mikla róts sem komið er á tilfinn- ingalíf beggja aðila. Karlmaðurinn má gæta sín að láta reiðina og hatrið á misindismanninum ekki ná yfirtökum, þess vegna er nauðsyn- legt að geta losað um þær nei- kvæðu tilfinningar með því að tala um þær. „Við sem byijuðum saman í Hópnum höfum sótt fundi hjá sálfræðingi og félagsráðgjafa til þess að geta unnið úr reiðinni og hatrinu með þeim árangri að reiðin er að hverfa hjá okkur flestum. Þetta starf sem fram hefur farið í Hópnum hefur sýnt okkur fram á nauðsyn þess að karlmenn í svona samböndum vinni úr tilfinningum sínum samhliða því að konan vinni úr sínum. Þannig minnkar mjög hættan á að sambandið leysist upp og báðir aðilar sitji eftir í sárum.“ Fyllsta Irúnaöar gætl Akveðið hefur verið að Hópurinn gangist framvegis fyrir aðstoð við maka þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Til að byija með verður Hópurinn með símatíma tvisvar í viku þar sem fólk getur haft samband og í kjölfar þess feng- ið einkaviðtal. Símanúmer Hópsins er 886868 og svarað er á þriðjudög- um og fimmtudögum milli kl. 19 og 20, þess á milli getur fólk lagt inn skilaboð á svímsvara. Fyllsta trúnaðar verður í hvívetna gætt. Með haustinu er stefnt að því að fara af stað með sjálfshjálparhópa. Þar verður markvisst unnið að því að þátttakendur fái skilning á stöðu sinni og geti losnað sem mest frá erfiðum tilfinningum eins og reiði, hatri og sorg. Að sögn forsvarsmanna Hópsins hefur þetta starf hans bætt líf félag- anna mjög til hins betra. Sambúð þeirra við eiginkonurnar hefur stór- batnað, það leiðir til þeirrar niður- stöðu að sé unnið í svona málum á báðum vígstöðvum skili það þeim árangri að fjölskyldulíf og hjóna- bönd verði til muna betri. „ > Gæðakröfur McDonald’s tryggja úrvals vöru - segir Guögeir Einarsson, framkvæmdastjóri Kjötbankans McDONALD'S MOLAR Nýr opnunartími Frá og með 18. apríl sl. hefur veitinga- salurinn verið opinn frá kl. 10 til 21.00 og bílalúgan frá kl. 10 til 23. Nú er verið að þróa afurðir úr íslensku hráefni fyrir morgunverð að amerískum sið til að mæta óskum fjölmargra, sem beðið hafa eftir þessari sérstöku og vinsælu þjónustu McDonald’s. Stefnt er að þvi að ljúka þeirri vinnu fljótlega og breyt- ist þá opnunartíminn aftur. Bílalúgan opnar þá kl. 07.30 og veitingasalurinn kl. 08.00. Lokunartími helst óbreyttur. Mengum ekki umhverfiö Lyst hf., einkaeigandi McDonald’s á í slandi, hefur í samráði við höfuðstöðvar McDonald’s skíra stefnu í umhverfismál- um. Dæmi um það er sú staðreynd að íslenska veitingastofan er ein fárra, ef ekki eina veitingastofan á Islandi, sem síar ailt frárennsli frá eldhúsi áður en það fer út í holræsakerfi borgarinnar. Þannig er komið í veg fyrir að steikingafeiti og þ.h. mengi umhverfið. Vissir þú að... ... um 40 nýirMcDonald's-veitingastaðir opna árlega í Bretlandi og skapa um þrjú þúsund ný störf? Nú vinna þar rúmlega 31 þúsund starfsmenn og þjóna yfir 1 milljón manna á dag. Á heimsvísu snæða yfir 23 millj. manna á McDonald’s á degi hveijum. Kjötbankinn hf. í Hafnarfirði er 12 ára gamalt fyrirtæki. Það er alhliða kjöt- vinnsla með nautakjöt að sérsviði enda eru einkunnarorð fyrirtækisins Naut er okkar fag. Kjötbankinn var valinn af sérfræðingum McDonald’s til að framleiða hamborgarakjöthleifa eftir séruppskriftum þeirra fyrir Lyst hf. Kjötbankinn hefur hlotið verðugar viðurkenningar fyrir fagleg vinnubrögð, m.a. frá Hafnarfjarðarbæ fyrir fallega aðkomu og snyrtimennsku og Vinnueftirliti ríkisins fyrir besta starfs- umhverfið í hópi 80 fyrirtækja í matvæla- iðnaði. Guðgeir Einarsson, framkvæmdastjóri Kjötbankans, segir strangar gæðakröfur Páskagleöi hjá McDonald s McDonald’s efndi til happadrættisleiks fyrir hörn skömmu fyrir páska og veitti páskaegg af stærstu gerð frá Nóa-Siríus i verdlaun. Á myndinni eru nokkrir verðlaunahafanna með páskaeggin sín. McDonald’s um alla meðferð á hráefni og sérstaka framleiðslutækni af hinu góða og starfsfólk Kjöt- bankans sé nú tví- mælalaust meðvit- aðra um rétt vinnu- brögð en áður. „Við fáum heim- sóknir frá Lyst hf. og McDonald’s og heimsækjum sjálfir reglulega slátur- húsin og höfum komið okkur upp kerfi í samvinnu við þau þannig að við vitum nákvæmlega frá hvaða bónda hráefnið kemur hveiju sinni. Eg er ekki í vafa um að tilkoma McDonald’s á veitingahúsamarkaðinn hér á landi verður til þess að gæðakröfur á skyndi- bitamat aukast öllum til góðs. Fram- leiðsluaðferð McDonald’s er leyndarmál McDonald's en égget fullyrt að hún tryggir neytendum úrvals vöru úr íslensku hráefni," segir Guðgeir. Verndum regnskógana McDonald’s er meðal alþjóðlegra fyrir- tækja sem ætla að hjálpa bændum á Costa Rica til að hefja skógrækt á regnskógasvæðinu. Markmiðið er að stöðva eyðingu skóganna en árlega eru þúsundir trjáa felld þar án þess að nýjar plöntur séu gróðursettar í staðinn. Láttu okkur um afmælisveisluna Afmæli barns er mikilvæg tímamót í lífi þess. Við hjá McDonald’s viljum aðstoða foreldra og aðstandendur við að gera afmælisdaginn sem skemmti- legastan fyrir barnið með því að bjóða upp á barnaafmæli hér í veitinga- stofunni. Þessi þjónusta, McAfmælisveisla, er nýjung hér á landi en er mjög vinsæl á McDonald’s erlendis. Hún léttir fyrir- höfnina fyrir foreldra, er ódýr og eftirminnileg fyrir alla. Afmælisbarnið og gestir þess fá gjafir. Sérþjálfaður starfsmaður lítur eftir börnunum, fer í leiki með þeim og veitir verðlaun og ljúffeng afmælisterta er á boðstólum auk hefðbundinna rétta. Af öryggis- ástæðum er miðað við að einn fullorðinn fylgi hverjum fimm börnum. Hér gefst gott tækifærir fyrir bæði börn og fullorðna að gera sér virkilegan dagamun á óvenjulegan hátt. Hafðu samband við vaktastjórann og fáðu allar frekari upplýsingar eða hringdu í síma 811414. Góða skemmtun. Mc Fréttir Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Kjartan Örn Kjartansson. Umsjón með útgáfu: Hugtök sf. og KOM hf. Prentun: Svansprent. Afnot að efni út McFréttum, að hluta eða í heild, eru frjáls til birtingar annars staðar, enda sé heimilda getiö í slíkum tilfellum. Útgefandi: Lyst hf., Fákafeni 9, Pósthólf 8540, 128 Reykjavík. Sími 91-81 14 15. Myndsendir 91-81 14 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.