Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SÞ og NATO að undirbúa
refsiaðgerðir gegn Serbum
Zajjreb, Genf, Sarajevo. Reuter.
HATTSETTUR emhættismaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í gær
að alþjóðasamtökin og Atlantshafsbandalagið væru í sameiningu að und-
irbúa refsiaðgerðir gegn Serbum hafni þeir nýrri áætlun um frið í Bosn-
íu. Embættismaðurinn bætti við að refsiaðgerðirnar gætu orðið til þess
að flytja þyrfti friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna frá Bosníu.
Yasushi Akashi, sérlegur sendi-
maður Sameinuðu þjóðanna í fyrr-
verandi lýðveldum Júgóslavíu, sagði
þetta eftir að leiðtogar Serba í
Bosníu andmæltu korti yfir skipt-
ingu landsins og kröfðust frekari
samningaviðræðna, en því hafa
Vesturlönd hafnað. Serbar höfðu
fengið frest til miðvikudags til að
samþykkja áætlunina.
Embættismenn frá fimm ríkjum
- Bandaríkjunum, Rússlandi, Bret-
landi, Frakklandi og Þýskalandi -
hafa milligöngu um friðaráætlun-
ina. Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, afhenti þeim yfirlýs-
ingu um afstöðu Serba þar sem
sagt var að þeir gætu ekki sam-
þykkt kortið yfir skiptingu Bosníu
nema þeir fengju nákvæma útlistun
á öðrum atriðum áætlunarinnar. Á
meðal þessara atriða eru stjórnar-
skrá nýs ríkis í Bosníu, samningur
um endalok stríðsins, staða
Sarajevo í nýja ríkinu, aðgangur
Serba að sjó og afnám refsiaðgerð-
anna gegn Serbíu.
Ágreiningur við Rússa
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði þetta „lög-
mæta ósk“ af hálfu Serba. Þeir
hefðu í reynd hvorki samþykkt áætl-
unina né hafnað henni og frekari
samningaviðræður væru mögulegar.
Afstaða Vesturlanda til yfirlýs-
ingarinnar var önnur. Klaus Kink-
el, utanríkisráðherra Þýskalands,
sagði að svar Serba ylli vonbrigðum
og ef þeir breyttu ekki afstöðu sinni
fyrir mánaðamót yrði það túlkað
þannig að þeir hefðu hafnað áætl-
uninni. Þar með yrði óhjákvæmilegt
að refsa þeim.
Talsmaður frönsku stjórnarinnar
sagði svarið „óviðunandi". Ráðherr-
ar ríkjanna fimm myndu koma sam-
an fyrir mánaðamót til að ræða
hvernig bregðast ætti við svarinu
en þangað til yrðu engar samninga-
viðræður við Serba.
Ríkin fimm hafa hótað frekari
refsiaðgerðum og hernaðaríhlutun
hafni Serbar áætluninni. Akashi
sagði að Sameinuðu þjóðimar og
NATO væru að undirbúa refsiað-
gerðirnar og þær gætu orðið til
þess að friðargæsluliðarnir yrðu að
fara frá Bosníu, ella væri hætta á
árásum á þá.
„Túnfisk-
stríðið“
FRANSKI sjóherinn tók í fyrra-
dag spænskan togara og færði
til hafnar í Lorient þar sem skip-
stjórinn var yfirheyrður. Er hann
grunaður um að hafa brotið regl-
ur Evrópusambandsins um fisk-
veiðar. Svokallað „túnfiskstríð"
geisar á milli franskra og spæn-
skra sjómanna og hafa nú hvorir
náð einu skipi „óvinarins" á sitt
vald. Vonast hafði verið til, að
kyrrð væri að komast á og höfðu
Spánverjar lofað að skila franska
skipinu, sem spænskir sjómenn
færðu til hafnar á Spáni. Gerðu
þeir það til að mótmæla meintum
brotum Frakka á lögum um
stærð rekneta. Frakkar segja,
að í spænska togaranum hafi
verið leynilegt hólf fyrir ólögleg-
an smáfisk. Myndin er af
spænska togaranum, Francisco
Bergona, í höfn í Lorient.
EVRÓPUÞINGIÐ staðfesti í gær
tilnefningu Jacques Santers, for-
sætisráðherra Lúxemborgar, í
embætti forseta framkvæmda-
stjórnar ESB. Um tíma var talið
óvíst hver niðurstaðan yrði, þar sem
vinstriflokkar á Evrópuþinginu
höfðu hótað að setja sig upp á
móti tilnefningu Santers. Að lokum
var hún þó staðfest með 260 at-
kvæðum gegn 238. 23 þingmenn
sátu hjá.
Miklar deilur hafa verið innan
Evrópusambandsins um skipan í
embættið og Bretar höfnuðu Jean-
Luc Dehaene, forsætisráðherra
Belgíu, á leiðtogafundi ESB í síð-
asta mánuði. Náðist málamiðlun
um Santer nokkrum vikum síðar
en margir Evrópuþingmenn töldu
forkastanlegt hvernig staðið hefði
verið að málinu og ætluðu að leggj-
ast gegn Santer á þeirri forsendu.
Fyrir atkvæðagreiðsluna hvatti
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, þingmenn til að sam-
þykkja tilnefninguna til að forðast
pólitíska kreppu innan ESB. Paul-
ine Green, leiðtogi fylkingar sósíal-
ista á þinginu, sagði hins vegar að
Þjóðverjar, sem nú fara með foryst-
una innan ráðherraráðs ESB, hefðu
átt að ráðfæra sig við Evrópuþing-
ið eftir að Dehaene var hafnað.
Aðrir Evrópuþingmenn voru
einnig harðorðir og sagði franski
Reuter
TILNEFNING Jacques Santers, forsætisráðherra Lúxemborgar,
í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB var staðfest í gær.
þingmaðurinn Bernard Tapie, í
sinni fyrstu ræðu á þinginu, að
þrettán manna þingflokkur hans
myndi greiða atkvæði gegn Santer.
Santer tók tvisvar til máls sjálf-
ur. I fyrra skiptið flutti hann skrif-
aða ræðu, sem þótti fremur óspenn-
andi, um þá stefnu sem hann hygð-
ist framfylgja sem forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar en í síðari
ræðu sinni varðist hann þeirri
gagnrýni, sem fram hafði komið í
máli þingmanna. Þótti hann þó mun
tilkomumeiri, baðaði út örmum og
sagði það fáránlegt að maður á
borð við hann, sem hefði ávallt
barist fyrir auknum völdum þings-
ins, sætti svo harðri gagnrýni Evr-
ópuþingmanna.
Eftir að úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar lágu fyrir sagði Santer við
þingmenn að þingið hefði sýnt að
það stæði undir þeirri ábyrgð er
því hefði verið falin.
Halasijarnan Shoemaker-Levy 9
Vísindaúr-
vinnslan tek-
ur mörg ár
Sutherland, Suður-Afríku. Reuter.
ÁREKSTUR nokkurra brota úr
halastjörnunni Shoemaker-Levy 9
við Júpíter afhjúpaði marga
leyndardóma plánetunnar og
veitti upplýsingar sem vísinda-
menn verða í mörg ár að vinna úr.
Árekstrarnir sáust best í
stjörnuskoðunarstöð á fjalli í Suð-
ur-Afríku og tugir vísindamanna
fylgdust með viðburðinum þar.
Þeirra á meðal er breski stjörnu-
fræðingurinn Patricia Whitelock,
sem segir að efnafræðilegar rann-
sóknir á leifum halastjörnunnar
og gasinu sem þeyttist upp við
árekstrana taki mánuði eða ár.
„Efnafræðilegar rannsóknir á því
sem verður þarna eftir eiga eftir
að sýna okkur margt um Júpíter,
halastjörnuna og áhrif árekstr-
ana,“ segir hún.
Miklu öflugri en
kjarnorkusprenging
Bandaríski stjörnufræðingur-
inn Dave Laney segir að rann-
sóknir benda til þess að brot hala-
stjörnunnar, sum á stærð við fjöll,
hafi ekki komist langt niður í
gufuhvolf Júpíters og stöðvast
milli laga af ammoníakskristal og
vatni. Þau hefðu ekki náð að lög-
um af fljótandi vetni og fljótandi
málmvetni sem talið er að myndi
yfirborð plánetunnar.
Hefðu brot halastjörnunnar
lent á jörðinni hefði hún litið út
eins og vígvöllur á eftir. „Þessar
sprengingar voru miklu öflugri
en nokkur kjarnorkusprengja sem
hefur verið sprengd á jörðinni,“
segir Laney.
Brotin lentu á Júpíter á 60 km
hraða á sekúndu og þykkt gufu-
hvolfið stöðvaði þau, að sögn
Laneys. „Gufuhvolf jarðar hefði
ekki stöðvað þau. Þau hefðu lent
hægar, ef til vill á 20 km hraða
á sekúndu, en samt með gífurleg-
um krafti," segir hann. „Við erum
ekki að tala um eitthvað sem
hefði tortímt öllum og öllu allstað-
ar á jörðinni. Þetta hefði líklega
orðið eins og eyðilegging í kjarn-
orkustríði, en samt án geisla-
virkni og ofanfalls."
Litlar
vinsældir
Clintons
Washington. The Daily Telegraph.
VINSÆLDIR Bills Clintons,
forseta Bandaríkjanna, og Hill-
ary, eiginkonu hans, ha'da
áfram að minnka og ekki er
talið, að þær muni aukast þeg-
ar þingið fjallar um Whitewat-
er-málið svokallaða í næstu
viku. Samkvæmt nýrri Gallup-
könnun eru 42% Bandaríkja-
manna ánægð með frammi-
stöðu forsetans en það þykir
lítill stuðningur við sitjandi for-
seta.
í Washington fjölgar þeim
stöðugt, sem telja, að Clinton
muni aðeins sitja eitt kjörtíma-
bil eins og síðasti demókratinn
í Hvíta húsinu, Jimmy Carter,
og vinsældir Hillary hafa ekki
áður verið jafn litlar. Um skeið
voru tveir þriðju kjósenda
hlynntir sterkri stöðu hennar
en nú innan við helmingur.
Ein af meginástæðunum
fyrir minni vinsældum þeirra
hjóna virðast vera erfiðleikar
Clintons með breytingar í heil-
brigðismálunum. Uppgangur
er í bandarísku efnahagslífi og
launþegar hafa minni áhyggjur
en áður af atvinnu sinni og
iðgjaldagreiðslum. Stuðningur
við róttæka uppstokkun í heil-
brigðiskerfinu hefur því
minnkað.
Kvennafylgi minnkar
Ásakanir um vafasama við-
skiptahætti og kynferðismál
hafa einnig rýrt álit Clintons
og stuðningur við hann meðal
kvenna hefur minnkað mikið.
Aðeins tveir fimmtu kjósenda
telja hann „heiðarlegan og
áreiðanlegan“ og það veldur-
demókrötum áhyggjum vegna
kosninganna í nóvember, að
fleiri líta nú svo á, að repúblik-
önum sé betur treystandi fyrir
málefnum þjóðarinnar.
Evrópuþingið staðfest-
ir tilnefningu Santers