Morgunblaðið - 12.05.1995, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mikíll áhugi á starfi
Leikfélags Selfoss
Selfossi - Á síðustu 5 árum hefur
Leikfélag Selfoss frumsýnt sjö leik-
rit þar af sex í fullri lengd. Frá
1958 hefur Leikfélag Selfoss sett
upp 45 leikverk. Á nýliðnum vetri
sýndi félagið þijú leikrit, tvö fyrir
fullorðna og eitt fyrir böm. Þetta
eru leikritin Beðið eftir Godot, und-
ir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar
og Íslandsklukkuna sem Vigdís
Jónsdóttir leikstýrði og Bangsímon
undir leikstjóm Katrínar Karlsdótt-
ur. Mikill áhugi er á starfi leikfé-
lagsins og hefur aðsókn að verkun-
um verið góð og þeim mjög vel tek-
ið. Við uppsetningu íslandsklukk-
unnar komu nokkrir af eldri félög-
um til starfa og vógu þungt í góðri
uppsetningu verksins.
I fréttabréfi Leikfélags Selfoss
segir meðal annars: „Til að leiðrétta
landlægan misskilning skal það
áréttað að þetta er eingöngu áhuga-
starf og enginn fær greitt fyrir
vinnu sína nema leikstjórar og ekki
einu sinni alltaf þeir. Á útlensku
emm við sem í þessu stöndum köll-
uð amatörar sem er réttnefni því
það þýðir, „þeir sem elska“ og það
er víst ástæða alls þessa brambolts,
leiklistin er stór ást í lífi áhugaleik-
ara.“
Leikfélag Selfoss starfrækir
leikhúsið við Sigtún á Selfossi. Þar
var fyrsti barnaskólinn til húsa
fyrir nokkrum áratugum og Iðn-
skólinn á Selfossi áður en Fjöl-
brautarskólinn á Suðurlandi varð
fullvaxta. Mikill vilji er hjá félaginu
að bæta húsakost leikhússins og
búa vel að leikurum og áhorfend-
um.
40 sm hár er þriggja
ára gamalt í endann
og að meðaltali
hefur það verið
þvegið 600 sinnum
og burstað 2100
sinnum.
Það reynir á!
Þegar hárið slitnar hverfur náttúrulega
bindiefnið (ceramide) sem límir hornþekjuna
við kjarnann. Hárið hrörnar og missir mýkt,
y styrk og gljáa.
A rannsóknastofum L'OREAL hefur lengi verið
unnið að lausn vandamálsins og nú hefur tekist að
þróa nýtt bipdiefni sem L'OREAL hefur fengið
einkarétt á - CERAMIDE R* - sem kemur í stao þess
sem glatast. CERAMIDE R* binst hárinu og gefur
því fyrri styrk - glataða æsku - á ný.
Nýja hársnyrtilínan frá L'ORÉAL, FORTIFIANCE, er
sú eina sem inniheldur CÉRAMIDE R*. Gagnstætt
öðrum hársnyrtivörum vinnur FORTIFIANCE ekki
utan á hárinu, heldur styrkir það innan frá og
vinnur þannig á móti hrörnun þess. Hárið verður
sterkt, mjúkt og gljáandi á ný.
LORÉAL
SJAMPÓ OG NÆRINGAR
MEÐ CÉRAMIDE R*
SÝNILEGUR ÁRANGUR Á 3 VIKUM
SLITIÐ HÁR VERÐUR SEM NVTT!
FORTIFIANCE
mm&R
GUÐMUNDUR Einarsson. Útigönguhöfði 1955.
Vatnslitir á pappír.
Kjarvalsstaðir
Þrjár myndlist-
arsýningar
ÞRJÁR myndlistarsýningar verða
opnaðar á Kjarvalsstöðum laugar-
daginn 13. maí. Yfirlitssýning í
vestursal á vatnslitamyndum eftir
Guðmund Einarsson frá Miðdal, í
tilefni af aldarminningu lista-
mannsins, sýning á teiknimynda-
sögum eftir Bjarna Hinriksson í
vesturforsal og sýning á nýjum
verkum eftir Kristján Steingrím
Jónsson. Sýningamar verða opnar
daglega frá kl. 10-18 og er kaffi-
tería Kjarvalsstaða opin á sama
tíma.
Guðmundur frá Miðdal
Vatnslitamyndir Guðmundar
frá Miðdal eru afmarkaður kafli á
löngum og fjölþættum listferli
hans. Hann fékkst við vatnsliti í
æsku, lagði þá síðan til hliðar í
áratugi, en tók upp þráðinn að
nýju um 1950.
Sýningu Guðmundar frá Miðdal
fylgir sýningarskrá með ritgerð
eftir Kristínu Guðnadóttur list-
fræðing og litmyndum af völdum
vatnslitamyndum eftir listamann-
inn.
Bjarni Hinriksson
„Á síðastliðnum misserum hefur
Listasafn Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum lagt sig fram við að veita
óhefðbundnum listrænum viðburíÞ
um sífellt meira rými í starfsem-
inni,“ segir í tilkynningu. Að þessu
sinni er efnt í fyrsta sinn til einka-
VORTÓNLEIKAR Kórs Átthaga-
félags Strandamanna verða
sunnudaginn 14. maí í Seljakirkju
og hefjast þeir kl. 17.
Á efnisskránni eru innlend og
erlend lög. Einig leikur Malcolm
Holloway á trompet.
Kór Átthagafélags Stranda-
manna hefur starfað nær óslitið
síðan 1958 og eru kórfélagar nú 36.
sýningar á teiknimyndasögum eft-
ir Bjarna Hinriksson. Sýndar verða
frummyndir af nýjum teikni-
myndasögum og myndefni sem
fyrst og fremst tengist draumum
listamannsins og persónulegri
reynslu.
í tilefni af sýningu Bjarna hefur
verið gefin út bók með völdum
myndasögum eftir listamanninn
og grein eftir Jón Karl Helgason
þar sem hann fjallar sérstaklega
um sögurnar Tryggðartröll og
Kirkjan í fjallinu.
Krislján Steingrímur
Á undanförnum misserum er
óhlutbundna málverkið á ný komið
í sviðsljósið meðal yngri mynd-
listarmanna. Kristján Steingrímur
Jónsson er einn þeirra listamanna
sem hafa tileinkað sér óhlutbundið
myndmál, en þó með nýjum áhersl-
um þar sem hann notfærir sér
aðferðarfræði og myndhugsun
konsept-listarinnar. Myndverk
Kristjáns Steingríms eru sett sam-
an úr iðnaðarteikningum og
stærðfræðilegum táknum. Þau
bera með sér vísindalegar tilvísan-
ir handan við myndrammann en
miðla um leið ljóðrænni náttúru-
sýn.
I tengslum við sýninguna hefur
verið gefin út sýingarskrá með
ritgerð eftir Ólaf Gíslason gagn-
rýnanda auk fjölda mynda af verk-
um listamannsins.
í desember gaf kórinn út geisla-
plötu með úrvali af því efni sem
kórinn hefur flutt á síðustu árum.
Annast kórfélagar sjálfir dreifingu
hennar.
Stjórnandi Kórs Átthagafélags
Strandamanna er Erla Þórólfs-
dóttir og píanóleikari er Laufey
Kristinsdóttir.
Listnemar
heimsækja
Ólafsfjörð
og Dalvík
ÞAR sem nemendur Mynd-
listarskólans á Akureyri
koma víðsvegar að, hefur í
ár verið ákveðið að brydda
upp á þeirri nýjung að vera
með farandsýningu í ná-
grannabæjum Akureyrar.
Nemendur fomámsdeildar,
fyrsta og annars árs grafí-
skrar hönnunar og málunar-
deildar sýna þar verk sín.
Laugardaginn 13. maí
verður sýningin haldin í
Barnaskólanum á Ólafsfirði
og sunnudaginn 14. maí í
Safnaðarheimilinu á Dalvík,
báðar sýningamar hefjast kl.
14 og standa til kl. 18. Á
staðnum verður kaffísala og
auk kynningar á starfsemi
skólans og gefst sýningar-
gestum kostur á að fá teikn-
aðar af sér andlitsmyndir.
„Með lífið í
lúkunum“ á
Vopnafirði
LEIKFÉLAGAR á Vopnafírði
frumsýna leikritið „Með lífið
í lúkunum", trylli í tveim þátt-
um eftir Ira Levin, í félags-
heimilinu Miklagarði í kvöld
kl. 20.30.
Önnur sýning verður 14.
maí og hin þriðja 15. maí.
Allar sýningamar hefjast kl.
20.30. Þá er fyrirhuguð sýn-
ing á Borgarfirði eystra
laugardaginn 20. maí.
Leikstjóri er Aldís Bald-
vinsdóttir.
Símakórinní
Seljakirkju
SÍMAKÓRINN, kór félags
íslenskra símamanna, heldur
vortónleika í Seljakirkju á
laugardag 13. maí kl. 17.
Auk hans koma fram á
tónleikunum kór MFA, menn-
ingar og fræðslusamband al-
þýðu og Karlakór Reykjavík-
ur, eldri félagar.
Stjómendur kóranna em
Kjartan Siguijónsson og
Kjartan Ólafsson, en undir-
leikari Hólmfríður Sigurðar-
dóttir.
Græna
smiðjan
H AND VERKSHÚ SIÐ
Græna smiðjan, Breiðumörk
26, í Hveragerði heldur upp
á eins árs afmælið sunnudag-
inn 14. maí. Þá gefst kostur
á að fylgjast með handverks-
fólki að störfum og sjá meðal
annars pappírsgerð og körfu-
gerð, boðið verður upp á ís-
lenskt jurtate og gulrótar-
kökur.
I handverkshúsinu eru til
sýnis og sölu handunnir mun-
ir unnir úr hráefni sem feng-
ið er úr jurtaríkinu, svo sem
skartgripir, tréleikföng, leir-
munir, þurrskreytingar,
kransar, vefnaður, kort og
tágakörfur, auk ýmissa
óvenjulegra afurða úr ís-
lenskum jurtum svo sem jurt-
asápur, nuddolíur, leirmask-
ar, jurtatre, kryddolíur og
fleira.
Allir eru velkomnir.
KÓR Átthagafélags Strandamanna.
Innlend og erlend lög